Dagur - 13.06.1951, Page 6

Dagur - 13.06.1951, Page 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 13. júní 1951 ÍÞRÓTTIR 17. júnímótið í frjáslum íþróttum fer fram dagana 16. og 17. júní. Á þjóðhátíðardaginn hefur ávallt verið keppt í einhverjum íþróttum, en aldrei verið neitt ákveðið mót þann dag, þar til nú, að Frjálsíþróttaráð hefur tekið það upp í mótaskrá sína, og verð- ur það háð árlega héðan í frá. Fyrri daginn verður keppt í: kúluvarpi, kringlukasti, spjót- kasti, langstökki, þrístökki, há- stökki og undanrásum í 100 m. hl. Þessar greinar fara fram á Þórsvellinum. — 17. júní hefst keppnin á nýja íþróttavellinum með vígslu hinnar nýju hlaupa- brautar og á henni verður keppt í: 100 m .hl., úrslitum, 400 m. hl., 1500 m. hl. og 1000 m. boðhl. — Verðlaunaafhending fer fram að lokinni hverri keppni. í spjótkasti má búast við harðri keppni milli Ófeigs Eiríkssonar og Kristjáns Kristjánssonar, báðir öruggir 50 m. menn og nálgast 60 m. óðum. í kringlu og kúlu stendur keppnin milli Guð- mundar Amar, Garðars Ingjalds og Kristjáns Kr. Guðmundur er í mikilli framför, og ætti ekki að verða í vandræðum með sitt eig- ið met. Á stökkunum leiða saman hesta sína Baldur Jónsson, Garð- ar og Jón Arnþórs. Baldur hefur undanfarin ár verið leiðandi í þessum greinum, og er þess skemmst að minnast, að í vetur setti hann nýtt íslenzkt met í þrístökki án atrennu. Þó mun Garðar geta komið þarna á óvart. í 100 m. hl. ætti keppnin að geta orðið hörð ,ef Kjartan Jóhanns- son lendir á móti Baldri, og væntanlega stenzt metið ekki þær hamfarir. Einar og Hreiðar berjast um sigurinn í 400 m. hl. og Óðinn og Kristinn Bergsson í 1500 m. hl. En þessir hlauparar hafa stað- ið sig með mikilli prýði tvö síð- astliðin sumur, t. d. jafnaði Hreiðar íslenzka drengametið í 800 m. síðastliðið sumar. Gert er ráð fyrir Óðni Ámas. í lándsliðii þessa árs. Bæjarbúar ættu ekki að láta hjá líða, að fylgjast með skemmti legri og tvísýnni keppni, jafn- framt því að þeir hvetja hina upprennandi íþróttamenn til bættra afreka. — X. — Kaupakonu vantar um næstu mánaða- mót eða fyrr. Afgr. vísar á. Kauputn BROTAJÁRN Móttaka í po'r.ti iTómasar Björnssonar, Gleráreyrum. SINDRI hi., Reykjavík Frá Golfklúbb Akureyrar. Úrslit í Gunnarskeppninni urðu þau að efstur varð Jóhann Guð- mundsson með 332 högg. Annar Jakob Gíslason með 338 högg og þriðji Hafliði Guðmundsson. — Úrslit í Miekey-cupkeppninni: Efstur Sigtr. Júlíusson 171%, annar Jakob Gíslason með 174V2 högg. Næsta keppni næstk. laug- ardag kl. 1,45. Döimi-undirföt úr hinu heimsfræga Courtaulds prjónasilki. Kr. 92.10 pr. sett. AMARO-búðin Akureyri. Karlmanna-nærföt Síðar buxur stakar. Stuttar buxur stakar. Vinnuskyrtur, köfl. flónel. Estrella-skyrtur. Sportskyrtur. x Sportbolir, hvítii'. AMARO-búðin Akureyri. Gnmmístígvél fyrir börn og fullorðna. Vinnufatnaður alls konar, fyrir börn og fullorðna. Stormjakkar m. loðkraga. Khaki-efni í vinnufatnað. AMARO-búðin Akureyri. Sokkabanda-teygja, hvít og grá. Stfengteygja, nœrfatateygja. Mjaðmabelti, st. og lítil no. AMARO-búðin Akureyri. Nærfata satín Nœtjala silki. 'Nœrfata blúndur. Bendlar, smellur, mislitur tvinni og alls konar smá- vörur í miklu úrvali. AMARO-búðin Akureyri. Gardínuefni Dúnhelt léreft. Laka-léreft, einbr. og tvíbr. Flónel, mislitt og rósótt. Peysufala-salín, svart. Ndttfata-efni, Popplín. Silki-sokkar. Nylon-sokkar. AMÁRO-búðin Akureyri. - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). rétt til að njóta friðhelgi sumardaga, þegar landið skartar svo heillandi fegurð, að vart finnst annars staðar slíkt, en ein mitt þá hafa allir íslendingar í sveitum landsins, serri gátu vald- ið hrífu og eitthvað var varið í, frá landnámsöld til þessa dags, keyrt sig áfram með svipu skyldurækni og trúmennsku og varla leyft sér að horfa til fjalla, hvað þá meira. Þessi aðferð er nothæf fyrir fátækan mann með orf, kerru og einn hest, fyrir samvinnulipra bændur með vélasamstæður, sem hirða meðal tún á fáeinum dögum', koma öll- um íslendingum, sem ekki vilja fljóta að feigðarósi vegna and- legrar leti, að gagni. Varla hefur nokkur þjóð nú á dögum jafn mikla möguleika til að vinna afreksverk eins og einmitt þessi kynslóð. Þúsund ára andleg og líkamleg einangr- un er horfin. Fimmti hver ís- lendingur stundar nám, sem þarf til þess að hagnýta sér reynslu annarra manna og fella saman við lifsspeki horfinna íslnedinga. Vélar og hugvit geta breytt þessu landi í eitthvert bezta kjöt- og mjólkurvöruland Norðurálfu og vélaaflið er til og þjóðarandinn nógur, en þá megum við ekki haga okkur eins og skipbrots- maður, sem náð hefur sér í björg unarbelti og finnst hann vera meiri maður, þegar félagar hans sökkva .Eftir áliti búnaðarmála- stjóra er eg sennilega fyrsti bóndinn hér á landi, sem hef reynt skurðgryfjuverkun og frá mínum bæjardyrum séð getur reynsla erlendra bænda orðið sterkur hlekkur í þeirri keðju, sem bændur þurfa til þess að draga sig og íslenzkan landbúnað upp úr því eymdarástandi, sem hann raunverulega er í. (Framahld). Skemmtisamkoma verður haldin á Þverá laugar- daginn 16. þ. m., til ágóða fyrir Minningarlund Jóns biskups Arasonar. Skemmti- atriði: Verðlaunagáta, skop- saga. Dans. — Veitingar seldar á staðnum. — samkoman hefst kl. 10 síðdegis. Nefndin. Kýr, nýelga borin, er til sölu. Afgr. vísar á. Eikarborð, 12 manna, til sölu í Hafnarstrœti 66, norðan. Skandiavél, 7—8 hestafla, í góðu lagi, til sölu, með eða án skrúfu- öxuls. Þorvaldur*Árnason. Víkurbakka. Sími Krossar. Fimmtugur: Ólafur Tómasson Garðshorni Á dögum fyrr þú dvaldir í dölum Skagafjarðar. f æsku var þín iðja að efla gróður jarðar . Og enn þig á að starfi arðsöm gróðrar-jörðin. Þú helgar þig nú henni í Hlíð við Eyjafjörðinn. Eg veit, að vel og lengi verk þín metur sveitin. Þú byggðir bústað traustan og breikkaðir græðireitinn. Við búalið og bændur í bræðralag þig sagðir. Þú greiddir mörgum götu og gott til mála lagðir. Vorglaðasti vinpr, á vori hlýju fæddur. Vorsins maður vertu, vorhug björtum gæddur! Þér gefist gegnum árin grósku happafengur. Lifðu við fremd og fögnuð- fimmtugi sómadrengur. Gunnar S. Hafdal. Kristján Jósefsson Fæddur 28. maí 1878. Dáinn 27. maí 1951. -JWIM'JMVitn........ ....uU'UHJM KVEÐJA. Þegar síðast sá eg þig, tókstu hlýtt í hendi mína, hýrt úr augum sá eg skína ættrækni og ástúð þína, er þú kvaddir mig. Vissi eg að fetin fá, óstigin þú eiga mundir og að naumar mundu stundir, viðræður og vinafundir okkar vegum á. Nú er runnið skapaskeið; ævidagur langur liðinn, lokið þreytu, horfinn sviðinn. Með geislum vorsins fékkstu friðinn. Fluttir bjarta leið. Þér eg frændi þakkir ber, fyrir tryggð og ástúð alla, er þú lézt í hlut vorn falla. — Vini horfna heyri eg kalla: Ljósið lýsi þér! F. H. Berg. f—'- ■ ' Svart sí í PEYS Góð te Brauns itín UFÖT gund. verzlun íslenzki Margar stæi Sendum gei Brauns r fánar ðir. >n póstkröfu. verzlun Gummit lússur Verð: Vöruhú Kr. 148.00. sið hi. Norsku Verð: Vöruhú V : — Ijáirnir Kr. 10.45. sið h.f. —* Veiðimenn LAXALÍNUR SILUNGALÍNUR FLUGUBOX (alúmíníum) FLUGUKÖST LAXAFLUGUR no. 8-2/0 LAXAFLUGUR no. 8-2/0 SPÆNIR, smáir og stórir SIGURNAGLA og HRINGIR. Brynjólfur Sveinsson hf. Svefnpokar Bakpokar, 3 teg. Tjöld, 2, 4 og 6 manna. Brynjólfur Sveinsson hf. Nýtt GEFJUNAR-kambgarn! Nýja GEF JUNAR-kambgarnið er lang merk- asta framför í garnframleiðslu þjóðarinnar. Það er mjúkt og áferðarfallegt eins og gott erlent garn, en það er mun ódýrara en allt annað garn, sem nú er fáanlegt á íslenzkum markaði. Fæst í öllum kaupfélögu landsins og víðar. Reynið sem fyrst nýja GEFJUNAR-kamb- garnið. Ullarverksmiðjan GEFJUN Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.