Dagur - 21.11.1951, Page 1
12 SÍÐUR
Auglýsendur! Munið, að aug-
lýsingar verða að vera komn-
ar til afgreiðslunnar eða í
prentsmiðjuna fyrir kl. 2 á
þriðjudögum.
Afgreiðslan biður kaupendur
að innleysa greiðlega póst-
kröfur þær fyrir andvirði
blaðsins, sem hafa verið send-
ar út þessa dagana.
XXXIV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 21. nóvember 1951
46. tbl.
Fáni Sameinuðu þjóðanna blaktir yfir París
Fáni Sameinuðu þjóðanna sést hér blakta yfir Palais de Chaillot,
þar sem S. Þ. opnuðu sjötta aðalþing sitt 6. þ. mán. og sitja nú að
störfum. — Á baksviði myndarinnar sést Eiffelturninn.
1946 voru 9,36 af hundraði í 3. og 4. gæða-
fiokki, en nú ekki néma 3,98
Vöndun mjólkurframleiðslunnar liefur aukizt mjög liér á landi
síðustu árin. 9,36% rannsakaðrar mjólkur hjá 6 mjólkurbúum voru
í 3. og 4. gæðaflokki árið 1946, en aðeins 3,98% árið 1950. Hefur þeim
bændum fjölgað jafnt og þétt, sem aldrei senda 3. og 4. flokks mjólk
til búanna, og allmargir láta nánast aldrei frá sér fara 'annað en 1.
flokks mjólk.
Eðvarð Friðriksson mjólkur-
eftirlitsmaður ríkisins hefur und-
anfarin 5 ár (1946—1950, að báð-
um meðtöldum) gert ýtarlega at-
hugun á mjólkurframleiðslunni
og lagt kapp á að leiðbeina fram-
leiðendum til meiri vöi'uvöndun-
ar. Hefur hann nú ritað bækling,
sem heilbrigðismálaráöuneytið
gefur út ,og skýrir hann þar frá
athugunum sínum og ber fram
tillögur um aukna vöruvöndun
mjólkurinnar.
ElSvarð hefur fei'ðazt um land-
ið þessi ár og rætt við framleið-
endur, og samkvæmt athugunum
hans má skipta þeim í þrjá
aðalflokka: A þeir, sem vegna
heilbrigðisvenja, metnaðar og
kunnáttu framleiða eing'ingu 1.
fl. mjólk án tillits til fyrirhafnar
og verðs, B þeir, sem fást til þess
r
að notfæra sér leiðbeiningar um
vöruvöndun í von um aukinn
hagnað, og C þeir, sem hvorki
hafa metnað né framtak til þess
að framleiða óskemmda vöru. í
síðasttalda flokknum kveður
hann vera aðeins um 1 af hverj-
um 300.
Það kemur í ljós, að „beztu“
og „verstu“ framleiðendurnir
búa við sömu flutningaskilyrði,
fjósbyggingin hefur ekki áhrif á
gæði mjólkurinnar, góð kæling
á mjólkinni heima hjá framleið-
anda er mikilvæg, óhrein mjólk-
urílát eru ein aðalorsök mjólk-
urskemmdanna o. s. frv.
Þá þykir sannað með saman-
burði, að eins góð - mjólk að
minnsta kosti sé framleidd hér á
landi og í Svíþjóð t. d.
r
r
Oþokkaverk
Nýlega bar svo við í húsi
einu, er stendur neðarlega við
Oddeyrargötu hér í bæ, að
hnefastórum steini var
skyndilega varpað inn um
glugga á svefnherbergi hús-
ráðenda. Þetta mun hafa verið
um miðnæturskeið, og voru
hjónin gengin til náða, en barn
þeirra, fárra vikna gamalt,
svaf þar í vöggu skammt frá
rúmi foreldra sinna. Hrundu
glerjabrotin langt inn á gólf í
svefnherberginu, en stcinninn
hafnaði rétt hjá vöggu barns-
ins. Svo heppilega vildi þó til,
að hvorki barnið né foreldra
þess sakaði. — En því er þessa
fúlmennskuverks getið hér m.
a., að gjarnan mætti óþokk-
inn, sem var þarna að verki,
hugleiða það, að ekki er það
honum að þakka, að eltki
hlauzt stórslys af þessu tiltæki
hans, heldur er það guðsmildi,
að ekki fór ver í þetta sinn.
Kaupgjaldsvísitalan
Kauplagsnefnd hefur í'eiknað
út kaupgreiðsluvísitölu fyrir
nóvember með tilliti til ákvæða
6. gr. laga nr. 22/1950, og reyndist
hún 144 stig, og greiðist á kaup
frá 1. desember.
Hefur vísitalan því hækkað um
5 stig ,en frá 1. september hefur
hún verið 139 stig.
Kauplagsnefndin hefur enn-
fremur reiknað út vísitölu fram-
færslukostnaðar í Reykjavík
hinn 1. nóvember sl. og reyndist
hún 151 stig miðað við grunntöl-
una 100 hinn 1. marz 1950, og
hefur hækkað um tæpt eitt stig,
en síðast var hún 150,55. N
Útvarp liafið frá
Keflavík
Síðastl. fimmtudag tók til
starfa á Keflavíkurflugvelli lítil
útvarpsstöð á vegum varnarliðs-
ins.
Hófst útvarpið kl. 6 með því að
E. J. McGaw hershöfðingi ávarp-
aði menn sína, en síðan var út-
varpað fréttum, hljómlist og þar
fram eftir götunum. Útvarpað
verður framvegis — nema
sunnudaga — kl. 6—12. Er út-
varpið á 1484 kc., eða 20 m.
LEIKSKÓLI Ingibjargar Steins-
dóttur leikkonu var settur síðastl.
miðvikudag, og er honum ætlað
að starfa um fjögurra mánaða
skeið. Nemendur eru 9 að tölu, oe
hefur frú Ingibjörg loforð þjóð-
leikhússstjóra fyrir því, að efni-
legir nemendur frá henni verði
(eknir beint í leikskóla Þjóðleik-
hússins, ef þeir óska.
ast kjötskort í landinu
Nægilegt kjöt eftir til innanlandsneyzlii
Helgi Petursson, framkvænida- dilkakjöti en vér höfum tök á að
stjóri útflutningsdeildar Sam- notfæra oss að þessu sinni, og að
bands íslenzkra samvinnufélaga, því er virðist fyrir hærra verð en
hefur sent blöðunum svolátandi áður segii'. Af ýmsum mikilvæg-
greinargerð um útflutning SÍS á um ástæðum væri óverjandi að
dilkakjöti af framleiðslu þessa
árs:
Atvikin hafa hagað því þannig,
að Samband íslenzkra samvinnu-
félaga varð á undan öðrum aðil-
um að taka afstöðu til útflutnings
á íslenzku dilkakjöti, þar sem það
er í verkahring Sambandsins að
sjá um sölu á kjötframleiðslunni.
Vegna margra frásagna, og sumra
villandi, um þetta mál, telur
Sambandið rétt að skýra stutt-
lega frá málavöxtum fyrir þá,
sem vilja hafa það, er sannara
reynist.
Betra verð erlendis.
Tilraunir, sem Sambandið gerði
á síðastliðnu ári með útflutning
á dilkakjöti til Bandaríkjanna,
hafa þegar leitt til þess, að hægt
er að ná þar í landi hærra verði
fyrir íslenzka kjötið en hinu lög-
bundna verði hér heima. Þegar
upplýsingar bárust um þetta síð-
ustu dagana í september, sótti
Sambandið til ríkisstjórnarinnar
um útflutningsleyfi fyrir 800 smá
lestum af dilkakjöti af fram-
leiðslu samvinnufélaganna, sem
eiga flestöll sláturhús landsins,
en þetta var það magn, sem
kaupendur óskuðu að festa kaup
á þá þegar. Eftir nokkra daga
veitti ríkisstjórnin útflutnings-
leyfi fyrir 700 smálestum af til-
teknu verði, og er oss ókunnugt
um, hvers vegna • leyfið var
minnkað um 100 smál. Vai' þá
sti'ax gengið frá sölusamningum
um þetta magn, og var söluverðið
að meðaltali 45,286 cent fyrir
enskt pund cif. New York, en það
svarar til kr. 14,95 fyrir kg. frítt
um borð á íslenzkum höfnum. Af
kjötinu voru 502,5 smálestir
sendar vestur með „Lagarfossi"
31. október, og afganginn, 197,5
smálestir, á að senda í desember
eða janúar næstkomandi.
Þetta er allur sannleikurinn
um sölu og útflutningsleyfi, það
sem af er.
Hægt að selja meira.
En nú er komið á daginn. sem
öllum íselndingum ætti að vera
fagnaðarefni, að engin fyrirstaða
er á sölu til Bandaríkjanna á
miklu meira magni af íslenzku
láta þetta tækifæri ónotað. Safn-
aði Sambandið því við lok slátur-
tíðar upplýsingum um, hve mik-
ið væri óselt af útflutningsverk-
uðu dilkakjöti. Virðist vera um
600 smálestir að ræða. Sendi
Sambandið ríkisstjórninni um-
sókn um útflutningsleyfi fyrir
þessu kjöti fyrir nokkrum dög-
um, en svar ríkisstjórnarinnar er
ókomið enn, og ekki vitað hvað
veldur drættinum.
Nægjanlegt efíir af kjöti.
Nú er það fyllilega ljóst, að ís-
lendingar geta sjálfir neytt allrar
dilkakjötsframleiðslu sinnar, eins
og hún er nú. Spurningin er að-
eins, hvort það sé nauðsynlegt
eða skynsamlegt. Arnór Sigur-
(Framhald á 12. síðu).
Almennur fundur
um áfengismál
var haldinn í samkomuhúsinu
á Akureyri þann 15. nóv. sl., að
tilhlutun Umdæmisstúku Norð-
urlands, Áfengisvarnarnefndar
Akureyrar og Áfengisvernar-
nefndar kvenna á Akureyri. —
Fundui'inn var mjög fjölmennur.
Fundarstjóri var Þorsteinn M.
Jónsson, skólastjóri. Aðalræðu-
maður var séra Jakob Jónsson,
sóknarprestur í Reykjavík. Flutti
hann afbui'ðasnjalla ræðu um
áfengismál þjóðarinnar, og hvað
helzt er hægt að gera til varnaðai'
ufengisbölinu. Aðrir ræðumenn á
fundinum voru: Brynleifur Tob-
iasson, skólameistari, Eiríkur
Sigurðsson, yfirkennari, frú
Filippía Kristjánsdóttir, Guð-
mundur Karl Pétursson, yfir-
læknir, og Stefán Ág. Kristjáns-
son, forstjóri. Meðal annars, sem
fram kom á fundinum, var það,
að framleiðsla á sterku öli í
landinu væri hættulegt fyrir
þjóðina, og ekki kæmi til mála,
að Alþingi samþykkti það án þess
að leggja það fyi'st undir þjóðar-
atkvæði, þar sem það væri það
eina, sem eftir væri af hinu gamla
áfengisbanni.
í lok fundarins voru sýndar
tvær kvikmyndir og var önnur
þeirra frá Stórstúkuþinginu á
Akureyri í sumar.