Dagur - 21.11.1951, Síða 9

Dagur - 21.11.1951, Síða 9
Miðvikudaginn 21. nóv. 1951 D A G U R 9 önnið í sumar §8. jarSabófum með yfir 40 skurðgröfum Sums staðar er viimu haldið áfrám ennþá Yfir 40 skurðgröfur hafa verið í notkun hingað og þangað út um byggðir landsins í sumar og er víða grafið af kappi enn. Greftri er nú lokið eða að ljúka á vegum Nýbýlastjórnar ríkisins, þar sem kominn er 3 þml. klaki í jörð. Sunnanlands og í Borgar- fjarðarhéraði er gröftur enn í fullum gangi. Þó hafa komið frost í Borgarfjarðarhéraði, en ekki komið að sök enn, a. m. k. ekki í lágsveitum. Annars er það ekkert eins- dæmi, að unnið sé sunnanlands með skurðgröfum fram eftir hatisti. Frá því 1947 hafa skurð- gröfur Nýbýlastjórnar verið í notkun öll árin fram undir ára- mót, nema í fyrra, — þá lauk greftri í byrjun nóvember. Hitt er svo annað mál, að vinnuveður hefur víðast verið með afbrigðum gott á þessu hausti. Skurðgröfur í notkun. Nýbýlastjórnin hefur 5 skurð- gröfur, og hefur í sumar verið unnið með þeim í Skagafirði, að Reykhólum, Skinnastöðum, í Hornafirði og Þingeyjarsýslu, á öllum stöðunum til undirbúnings nýbýlahverfum. Auk þess hafa í sumar og haust verið í notkun 38 skurðgröfur, sem eru eign búnaðarsambanda o. fl.j og mun enn unnið með flestum þeirra, a. m. k. sunnan- lands. Nákvæmt yfirlit um vinnuna á sumrinu og í haust verður að sjálfsögðu ekki unnt að fá, fyrr en haustgreftri lýkur. Þó má fullyrða, að mjög mikið hafi ver- ið grafið í sumar, og að verkið hafi yfirleitt gengið vel hvar- vetna. Grafið til nokkurra ára í senn. Fjöldamargir bændur sunnan- lands og vestan eru búnir að grafa nægilega til ræktunar næstu ár, og margir sennilega meira en þeir geta lagt í að rækta í bili. Kemur þar til greina skort- ur á húsdýraáburði og hátt verð á tilbúnum áburði, en hins vegar er mikið við það unnið, að geta grafið nægilega til nokkurra ára ræktunar — bæði er það, að margir bændur verða að grípa tækifærið, er það gefst, að fá grafið hjá sér, og landið verður þurrara og auðunnara, ef það stendur eftir að greftri lýkur. Tvö merk og fjöllesin erlend tímarit kynna ísland með lofsamlegum greinum Ferðafélag unnið mikið menningarstarf með kynningarferðum um byggðir og öræfi landsins, fræðslufundum og með útgáfu hinna gagnmerku árbóka félagsins. Fyrir starfsemi sína hefur félagið hlotið vinsæld- ir almennings og aflað sér fylgis, svo að félagatalan er komin á sjö- unda þúsund. Ferðafélag Akureyrar er deild í Ferðafélagi íslands og starfar á sama grundvelli. Það er auðvitað „litli-bróðir“ borið saman við að- alfélagið. En því hefur samt tek- izt að afla sér vinsælda með starfi sínu og um síðustu áramót voru félagar þess orðnir fimm hundruð og þrjátíu. í stuttu máli er ekki hægt að lýsa ferðastarfi félagsins, eða því, sem það hefur gert til að kynna öræfin og greiða fyrir umferð um þau. En aðeins bent á í því sam- bandi á Vatnahjallaveg, Sælu-- húsið við Laugafell og göngu- brúna á Kreppu. Einnig á órsrit- ið ,,Ferðir“, sem ætíð hefur flutt einhverjar leiðarlýsingar. En viðkomandi nágrenni Akureyrar má minna á útsýnisskífuna, norð- austan við Brekkugötuna og á kvöldferðir félagsins á sl. sumri, sem voru sérstaklega vinsælar, svo að eftirspurn var oft meiri en hægt var að flytja. Árbækur Ferðafélags íslands eru gagnmerkar héraðslýsingar, og svo eftirsóttar, að eldri ár- gangar gengu fljótlega alveg upp. En nú er búið að ljósprenta þrjá fyrstu árgangana, og geta félags- menn fengið þær bækur hjá gjaldkera félagsins, Þorst. Þor- steinssyni. Einnig hefur hann síðustu árbók félagsins og einnig nokkra fleiri árganga. Nýir félagar geta einnig fengið þessar bækur. Ljósprentuðu bækurnar eru um Þjórsárdal, Kjöl og Þingvelli. Allar með mörgum myndum til skýringar á staðháttum. Síðasta árbókin er um Vestur- ísafjarðarsýslu og bókin 1949 var um Norður-ísafjarðarsýsju, pg er ennþá nökkuð til af þeim báð- um. Vígsluathöfn og afmselisfögnuður að Völlum í Svarfaðardal n. k. sunnudag VÍGSLUBISKUP VÍGIR KLUKKUTURNINN NÝJA/ Hinn nýi kirkjuklukkuturn að Völlum í Svarfaðardal verður vígður næstkomandi sunnudag. Framkvæmir séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup vígsluna. Þann dag verður einnig haldið upp á 90 ára afmæli kirkjunnar með almennri samkomu í kirkj- unni. Söngkennsla hafin við Tónlistarskóla Akureyrar Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, hefst nú á vegum Tónlistarskólans hér kennsla í söng og raddþjálfun. Hefur ung- frú Ingibjörg Steingrímsdóttir kennslu þessa með höndum, en hún héfui' dvalið undanfarin fjögur ár í Kaupmannahöfn við söngnám hjá frú Dóru Sigurðs- son, konu prófessors Haraldar Sigurðssonar, píanóleikara, en frú Dóra er þekkt sem afburða söngkennari. Hefur ungfrú Ingi- björg fengið þar staðgóða mennt- un og lofsamleg ummæli hjá sín- um ágæta kennara. Er því ekki að efa, að hún mun starfi sínu fullkomlega vaxin. Blaðið vill hvetja konur og karla, sem hug hafa á söngnámi, að nota þetta tækifæri og snúa sér hið fyrsta til skólastjórans, Jakobs Tryggvasonar, sem veitir allar nánari upplýsingar. Ungfrú Ingibjörg hefur nýlega haldið hljómleika í Reykjavík við góðan orðstír og ágæta dóma. Nýkomiö: PELIICAN-lím á glösum og túbum. ★ PELKAN-vatnslitir í túbum. PELIKAN-trélitir. PELI KAN-olíukr ítarlitir. ★ PELIKAN-olíulitakassar, vandaðir. ★ — Lítið í gltiggana. — Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. Frá Ferðafélagi Akureyrar Akureyrar hefur Greinin í Geograpliic Magazine. í nóvemberheftí hins heims- kunna og stórmerka tímarits landfræðifélagsins ameríska „The National Geographic Magazine“ birtist löng og mjög vinsamleg grein um ísland og íslenzka menningu. Er greinin prýdd miklum fjölda glæsilegra lit- mynda, landabréfa og annarra mynda héðan. Höfundur mynd- anna er Göran Algárd, en höf- undur greinarinnar, sem nefnist „Iceíand Tapestry“, er Deena Clark, sem ferðaðist víða um hér á landi nú nýlega, þ. a. m. kom hún hingað til Akureyrar og víð- ar norðanlands. Er grein hennar rituð af mikilli góðvild, hrifn- ingu og skilningi í garð ísl. þjóð- arinnar, saga hennar rakin í stór- um dráttum og lýst skilmerkilega þeirri gjörbyltingu í menningar- lífi og atvinnuháttum, sem orðið hefur hér á landi nú hin síðvistu árin. Lýkur greininni á þá leið, að tollvörðurinn á La Gardia- flugvellinum í New York, spyr höfundinn, hvort frúin hafi ekki annað meðferðis af tollskyldum varningi frá íslandi en ísl. víra- virkis-armbandið, æðardúns- sængina og brúðuna í ísl. þjóð- búningnum, og kveður hún nei við því. „Hvorki tollvörðuring né eg gátum séð né þreifað á þeim minningaaauði, sem mér hafði áskotnazt á þessu landi elds og ísa. En þá fjársjóðu gátu engin mannleg máttarvöld skattlagt né gert upptæka, þótt eg tæki þá heim til mín yfir landamæri og tollmúrá.“ Greinin í „Vi“. í hinu víðlesna og ágæta viku- riti samvinnufélaganna sænsku, „Vi“, birtist og nýlega (26. okt. sl.) alllöng og ágæt grein, er nefnist „Island, dár jorden ryker av várme“, eftir Jöran Forss- lund. Var ferðar hans hér á landi getið hér í blaðinu á sínum tíma. Er grein þessi einnig mjög vin- samleg og lofsamleg í garð lands og þjóðar. Fylgir henni margt ágætra mynda frá íslandi. Er víða komið við í frásögninni, en þó einkum dvalið við jarðhitann og notkun hans í þágu hinnar nýju menningar. Nálægt lokum grein- arinnar kemst höfundur svo að orði: „Ja det ár ett imderligt og underbart land. Fyllt av motsats- er ock överraskningar." (Þetta pr undarlegt og dásamlegt land. Fullt andstæðna og furðuefna). «***íKhkhkhkhkhwh>*******<bkhkhkhkbkhkhkbkhkhkhkhkhkhkhkhkhkb:w»<^^ Brunatrygging Undirrituð fyrirtæki vilja með auglýsingu þessari tilkynna viðskiptavinum sínum, að frá deginum í dag að telja, verða allir bílar, sem teknir eru til viðgerðar í verkstæðum vorum, brunatryggðir. Ef til bruna kemur, verða bílar þeir, sem brynnu að öllu eða einhverju leyti, bættir samkvæmt mati, framkvæmdu af fulltrúum tilnefndum af oss og fulltrúum tilnefndum af vá- trvggingarfélögum þeim, sem brunatryggt er hjá. Fyrir greinda brunatryggingu munum vér innheimta hjá viðskiptavinum vorum 2ja krónu gjald fyrir sólarhring eða hluta úr sólarhring, sem bíll er til viðgerðar hjá oss. Akureyri, 21. október 1951. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f. B. S. A.-verkstæðið h.f. Bifreiðaverkstæðið Jóhannes Kristjánsson h.f. Bifreiðaverkstæði Lúðvíks Jónssonar. Bifreiðaverkstæðið Víkingur s.f. g ,Ö<bKHKhXBKHKBKhKhKhKHKBKhKHKhKbKhKBKBKbKHKhKhKHKHKbKBKHKBKBK.ÖÍHKBKBKHKBkÍÍ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.