Dagur - 21.11.1951, Síða 10

Dagur - 21.11.1951, Síða 10
10 D A G U R Miðvikudaginn 21. nóv 1951 Þorp í álögum Saga eftir Jitlia Tmitt Yenni 13. DAGUR. (Framhald). sjálfum bænum. Hvernig gæti hún----------“ „Fern — eg held þú ættir að gæta tungu þinnar betur. Sjáðu! Þau gæta þess vendilega að forð- ast óþægindi. Stendur ekki þarna í bókinni: Allar persónur í sög- unni eru hvergi til nema í ímyndun höfundar? Þetta þýðir vafalaust, að þær eru sniðnar úr heilum dúk. Og ef einhver fer að leggja saman tvo og tvo----— —“ „Já, en þessi klausa er í nærri öllum skáldsögum." „Já, nærri öllum, en ekki öll- um. Þau ætla að forðast vand- ræði, og það vil eg líka. Og ef þú hefur einhverja glóru í kollinum, þá gætir þú þín líka að blanda þér ekki í svona mál.“ „Er> Fay systir las talsvert af bókinni og hún tók ekki eftir neinu.“ „Nei, það stendur heima við það, sem eg segi. Þetta er kallað að vera sniðugur, — að kunna að snúa snældu sinni — og eng- inn — —“ — hún horfði hvasst á Fern — „þarf að vita neitt.“ Fern greip bókina og starði á hana. Þar næst þrýsti hún henni að brjósti sér og hljóp við fót út úr veitingastofunni. Rósa horfði á eftir henni. Reið- in var að byrja að sjatna og til- finningin um vald hennar og myndugleik þokaðist í sinn sess á ný. Síminn tók til að hringja í ákafa. Það mundi vera Dolly Stillwell. Fern eyddi ekki tíman- um til einskis, hugsaði Rósa um leið og hún gerði sig líklega til að svara. Ef tilfinningar og aðrar and- legar hræringar íbúanna í Ármóti hefðu verið gerðar úr áþreifan- legu efni, hefði verið hægt að sjá öldurnar skella yfir bæinn og langt út fyrir endamörk hans. Vik um saman var varla um annað talað né hugsað, ogeinflóðbygjan náði alla leið inn á skrifstofu bókaútgáfunnar Redfield & Car- son í New York. Milroy, frá út- söludeildinni, lagði bréf á skrif- borðið hjá Joe Stafford. Það var frá Ármóti og innihélt pöntun á hundrað eintökum af Óð sumars- ins. „Eg hélt, að þú hefðir gaman af að sjá það,“ sagði Milroy. „Eg hef aflað mér upplýsinga um Ár- mót. íbúarnir eru ekki nema 1082. Ef allir aðrir staðir í land- inu — —hann lauk ekki við setninguna, en sveiflaði hendinni íbygginn. Stafford tók upp bréfið og léit á það. Svo að Ármót hafði allt í einu vaknað við vondan draum! Hann minntist þess, hve Faith Goodbind hafði verið varkár og hlédræg, hversu ákaft hún hafði varið einkalíf sitt fyrir allri hnýsni, og hann fannsemsnöggv- ast til meðaumkunar. Nú, en hún yrði’ að taka því. Hundrað eintök voru þó alltaf hundrað eintök, og jafnvel þó að Ármóti væri sleppt, þá litli bara býsna vel út með söluna, hann væri ekki viss, en ekki væri úti- lokað, að bókin seldist ágætlega, og þá væru þeir á grænni grein. Og öldurnar skullu á Faitli Goodbind, þar sem hún gekk að heiman til pósthússins. Hún fann glöggt, hve kveðjur fólks voru undarlegar, og starandi augnaráð fylgdi henni hvert fótmál, og henni þótti það leitt. Það var talað í húsasundum, í símann--------- „Eg veit, að það er ekki alveg eins, þú veizt, þessi tvö þarna í hlöðunni, en — sjáðu, — ef mað- ur setur bara kornmyllu í stað- inn fyrir hlöðu, heldurðu þá, að það gæti ekki verið átt við -?. —o— Óður sumarsins var lesinn í Ármóti af þeim ákafa og þéirri nákvæmni, sem þessari bók gat hvergi verið auðsýnd annars staðar. Andlitin grúfðu yfir blað- síðunum, áköf, forvitin, græðgis- leg, kvíðin, ánægjuleg — engin voru kærulaus, engin með leið- indasvip. : Rósa Silvernail las hana. Hún geymdi hana í hillu hjá barnum, þar sem hún geymdi prjónadótið sitt, og greip hana milli þess,' áð viðskiptavinirnir komu. Þétta varð til þess, að hún las hægt og í smábitum, en hún hafði góðan tíma til þess að hugsa um það, sem hún las. Reiði hennar við Fern Ferris og Faith Goodbind hafði komið henni til að tala af sér — og það kom sjaldan fyrir, Rósu. En þegar hún talaði við Fern, hafði hún aðallega ætlað að lækka í henni rostann, — og ef til vill láta fólk fara að spyrja sjálft sig ýmissa spurninga. Er hún las, þá fann hún, að þetta, sem gerðist í bókinni, gæti hafa gerzt í Ármóti, persónurnar hefðu vel getað átt þar heima. En Rósa gat samt ekki blekkt sjálfa sig. Hún vissi, að Faith Good- bind hefði aldrei getað skrifað heila bók um fólkið og lífið í Ár- móti. Þó gat hún ekki annað en tekið eftir ýmsu, sem líkt var og gæti vefíð átt við. Óttaslegin tók ;Rósa að þylja varnarræðu með ' sjSlfri ' sér, .— Þegar allt kom til alls, þá hafði hún nií ékki sagt neitt ,sem haf- andi.yjar.á. Hún hafði bara komið dálítilli hreyfingu á heilabúið hjá Fern, og eins og allir vissu, þá þurfti nú ekki mikið til þess. Ef fólk þyrfti endilega að vera þög- ult og leyndardómsfullt eins og Faith Goodbind, þá væri ekki (Framhald). Gólfflísar 1 — 11/2 og 2 cm. þykkar. Kaupfélag Þingeyinga Ilúsavík. — Sími 12. Vil kaupa trillubát, i/o—3 tomma, með hráolíu- vél. — Vélarlaus bátur kem- ur einnig til greina. Gunnar Guðmundsson. Flatey, Skjálfandaflóa. Stúlka óskast til venjulegra heim- ilisstarfa í sveit. Afgr. vísar á. Skápur, fyrir föt og tau, til sölu. (Má taka sundur). Afgr. vísar á. Eyrnalokkur Iiefur tapazt, gylltur, með svörtum steini. — Skilist á afgreiðslu blaðsins. Síofuskápur til sölu. Afgr. vísar á. Vil selja unga kú, sem komin er að burði. Afgr. vísar á. Vauxhall - Velox Tilboð óskast í bifreiðina A-51. Gísli Konráðsson, KEA. Get tekið að sauma sniðinn fatnað, kjóla o. fl. Sníð og sauma buxur. Hulda Guðnadóttir, Hafnarstræti 86 A. Akureyringar! Tekin til starfa í bænum á ný. Ingunn Emma Þorsteinsdóttir ljósmóðir, Hafnarstræti 35, Akureyri. — Sími 1836. Ó d ý r t! Til sölu: Barnarúm, sæng- urfataskápur, klæðaskápur og bögglagrind á fjögra manna bíl. Tækifærisverð. Jón Norðfjörð. Símar 1575 - 1139. Jólaljósin eru komin Brynj. Sveinsson h.f. Dýpstu hjartans þakkir til hinna fjölmörgu, nær og fjær, sem auðsýndu samúð og liluttekningu í langri og erfiðri sjúkdómslegu, og heiðruðu útför eiginmanns rníns, JÓNASAR ÞÓR, verksmiðjustjóra. Sérstaka þökk flyt eg forráðamönnum Samhands ísl. sam- vinnufélaga og verksmiðjustjórn Gefjunar, er sýndu hinum látna þá virðingu, að kosta veglega útför hans. Starfsfólki Gefjunar þakka eg einnig af heilum hug rausn- arlega gjöf er það gaf Sjúkrahúsi Akureyrar til minningar um forstjóra sinn. Vilhelmína Sigurðardóttir Þór. Innilegt þakklæti til allra er auðsýndu hjálp og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför ÖNNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Naustmn við Akureyri. Vandamenn. Kuldajakkar Gærufóðraðir, með hettu. Vefnaðarvörudeild. GLER fyrirliggjandi. Byggingavörudeild KEA. Rj óniamy suostur er holl og nærandi fæða — fyrir eldri og yngri. — Fæst í öllum aðal-matvöruverzlunum. Skrautkertin frá SJÖFN vekja athygli. Athugið útstillingar í Nýlenduvörudeild og útibúunum. Kaupfélag Eyfirðinga. ÖLDIN OKKAR, síðara bindi Áskriftarlisti liggur frammi hjá okkur. Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. Endurnýjun til 12. flokks hefst 24. þ. m. og verður að vera lokið 9. desember. MUNIÐ AÐ ENDURNÝJA! Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f. S

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.