Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 19. desember 1951 Þvottavélin hefur hvílt húsmæður um allan heim með því að létta af J^eim erliðasta húsverkinu: að standa bognar yfir þvottabala heila daga. Engin húsmóðir, sem hefur kynnzt góðri þvottavél, vill án liennár vera. Hrærivélin er fyrirferðarlítil, en afkastar þó miklu verki. Hún sparar, þegar J^eyta Jrarf rjóma eða hræra skyr eða vinna fjölmörg áþekk heimilisstörf. Öll þessi heimilistæki og fjölmörg önnur fyrirliggandi! Samband íslenzkra samvinnufélaga V é 1 adeild Þor-p í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni 16. DAGUR. (Framhald). Það var miður október og Bóka- og hannyrðaklúbbur Ár- móts var að hefja starf. Þyngra var yfir fyrsta fundinum en venja var. Það var þó sök sér með hannyrðirnar. Þær voru nær því að vera líkar sjálfum sér. Dorothy Stilwell saumaði út í púða af ákafa. Úti í horni glamraði í prjónum og heklunál- um. Þar var unnið að treflum, peysum, leistum og sokkum. Pearl Miiller, — sem ein kunni blúndugerð í Ármóti, — hamaðist við verk sitt, eins og hún hafði gert síðustu fjögur árin. En bókadeildin var ekki nema svipur hjá sjón. Starfið þar hökti áfram, rétt eins og það ætlaði að lognast út af við hvert fótmál.! < May Anna Parker var ekki eins og hún átti að sér að vera. Það stóð enginn gustur af henni leng- ur. Hin djúpa Contralto-rödd var aðeins ómerkilegt bergmál. í augum Ármóts-búa var May Anna Parker og menningin óað- skiljanleg. Þangað til hún náði í Lucius Parker (og Fern Ferris sagði að það hefði skeð á sjald- gæfu augnabliki — þegar Lucius var undir áhrifum) og flutti sannleikann og ljósið með sér frá Boston, var ekki hægt að segja að Ármót ætti neina menningu — a .m. k. hefðu Boston-búar ekki komið auga á neitt slíkt fyrir- bæri þar. May Anna hafði gjörbreylt þessu. Hún átti skipulagsgáfu. Raunar hefði Ármóts-fólkið þeg- ar getað sagt sér það í Ijósi þeirr- ar staðreyndar, að hún hafði húkkað Lucius Parker eftir að sá heiðursmaður hafði lifað ára- tugi í sælli piparsveinstilveru. Og May Anna var ekkert ófús, að ieiða meðborgarana upp á fjalls- tinda hinnar tízkulegu menning- ar, en þar uppi var hennar sanna heimkynni. Flestar konur í Ár- móti fengu ofbirtu í augun þegar hún birtist fyrst í tízkuklæðum með framgöngu heimborgarans, þær fylgdu henni eins og dá- leiddar inn í bókaklúbb, i sam- ræðum um listir og söng. Þær stofnuðu auk heldur blandaðan kór. Gamli miðvikudagssauma- klúbburinn varð að „Bóka- og hannyrðaklúbb“. ■Ein í dag var eins og May Anna hefði glatað áhrifavaldi sínu, já, og einhverju af persónuleika sín- um. Eftir að formlegri fundar- setningu var lokið, hafði hún, eins og venja var, nefnt nokkrar nýútkomnar bækur og raðað þeim upp á fundarstjóraboi-ðið — og að lokum lesið nokkra rit- dóma úr Bostonblöðunum. Ein- staka sinnum tókst að telja hana á, að lesa kafla úr greinaflokki sínum, „Hugleiðingar á göngu- för“, er Vikutíðindin í Lunadilla birtu annað slagið. En í dag var ekkert eins og það átti að vera. Allir gamlir farvegir þurrir. Þeg- ar hin formlegu fundarstörf voru nær á enda, stóð Fern Ferris á fætur: „Kæru félagar," sagði hún, „sem formaður dagskrár- nefndar í félagi okkar hef eg þá ánægju að tilkynna ykkur sér- stök tíðindi.“ Hún þagnaði. Frúrnar færðu sig til í sætum sínum. Taugar virtust ókyrrar. En Fern kunni að nota sér aðstöðuna til hins ýtrasta. Hún hafði þögnina eins langa og mögulegt var, en hélt svo áfram: ,,í mörg ár höfum við talað um skáldskap og aðrar listir, sem allt slíkt kæmi aðvífandi utan frá, inn í þennan hring okkar. En nú þarf Ármót ekki lengur að horfa til New York eða Boston eftir leiðsögu eða til þess að kynnast stórum listamönnum. Nú ei' einn hér riiitt á meðal okkar.“ Hún lagði höndina á eintak af „Sumardagar11. Innan í bókinni var bunki af blaðaúrklippum. „Eins og venjulega, er hinn sanni listamaður ófús að ræða sín eigin verk. Ilvernig, sem eg reyndi, tókst mér ekki að fá Faith Goodbind til þess að koma hér og lesa fyrir okkur. En hin ágæta forstöðukona klúbbsins — hreint ekki svo lítill listamaður sjálf —“ og Fern hló við — dá- lítið tvírætt kannske — „hefur lofað að tala um bókina og lesa nokkrar umsagnir um hana. Mér er því ánægja að gefa formanni okkar orðið aftur.“ May Anna stóð hægt og sila- lega á fætur. Bros hennar bar venjulega vott um sjálfstraust en í dag var það ekki nema dimmur skuggi. Hún greip bók- ina, hægt og án hrifningar, og hóf svo mál sitt. _„Fyrst ætla eg að lesa ritdóm eftir gaman vin föður míns, úr bókaþáttum Dagblaðsins í Bos- ton —“ Hún leit einu sinni upp og framan í augnaráð hinna langkúguðu meðlima Bóka- og hannyrðaklúbbsins, en þar var enga miskunn að sjá augu hennar hurfu flóttalega til bókarinnar aftur og svo hóf hún lesturinn. (Framhald). Hugsið til liúsmóðurinnar UM JÓLIN Athugið, hve mikil þægindi hún hefði af hinum fullkomnu, nýtízku heimilistækjum, sem nú fást! FRIGIDAIRE kæliskápurinn er einn þarfasti gripur, sem nokkurt heimili getur eignazt. — í honum má geyma matvæli án hættu á skennndum og þannig spara lnismóðurinni mörg sporin í búðir. í FRIGIDAIRE má og geyrna matarleifar, og þajahig hagnýta Jaær stórúm betur. FRIGIDAIRE kæli- skápurinn er Jrví allt í senn: til mikillar prýði og ánægju, ótrúlegra þæginda og verulegs sparnaðar á heimilinu. FLÓRU-sulfan er ódýrust — aðeins kr. 14.65 pr. kg. * Fyrsta flokks innlend framleiðsla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.