Dagur - 09.01.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 09.01.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 9. janúar 1952 D A G U R 7 - Lfr áliti sparnaðarnefndar / kanpstaðarins (Framhald af 5. síðu). 7. Vinninniðlunarskrifstofan. Þegar hefur verið bent á nokk- ur önnur störf, sem til mála get- ui' komið að sameina þessu starfi, og verður það ekki endurtekið hér. Til viðbótar því, telur nefnd- in einnig geta komið til mála, að starfsemi skrifstofunnar verði flutt á skrifstofur bæjarins, þeg- ar þær flytja í rýmri húsakynni. Með tilliti til þess að nefndin hefur áður talað um þann mögu- ieika, að flytja verkamannaskýl- ið í „Rauða“-húsið við Skipa- götu, og ef samfærsla yrði á starfi Vinnumiðlunarskrifstofunnar og öðru starfi, telur nefndin vel at- hugandi, að þá yrði Vinnumiðl- unarskrifstofan flutt í þetta sama hús. Niðurlagsorð nefndarinnar. Nefndinn vill, að samningu skýrslunnar lokinni gera nokkru nánari grein fyrir vinnubrögðum sínum og sjónuarmiðum. Við athugun skýrslunnar kem- ur í ljós, að nefndin hefur ekki gert neina grein fyrir rekstri sumra af stofnunum bæjarins. Þannig er sleppt að minnast á rekstur skólanna. Nefndin hafði þó, eins og að framan greinir, tal af skólastjórum gagnfræða- og barnaskólanna, og fékk hjá þeim upplýsingar um rekstur skól- anna, auk annarra gagna. Eftir þá rannsókn, svo og með tilliti til þess, að mál þessi eru mjög skorðuð af lögum og reglugerð- um, sem ríkið setur, áleit nefndin ekki tilefni eða ástæður vera til að gera athugasemdir við þessar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um aðra liði, sem taldir eru undir menntamál í bæjarreikningunum. Nefndin hefur ekki heldur skilað neinu áliti \im Lýðtryggingu og lýð’njálp, né Sjúkrasamlagið. — Gjöld þau, sem tilgreind eru á reikningum bæjarins undir þess- um liðum, eru öll lögákveðin og telur nefndin því tilgangslaust að gera um það tillögur til bæjar- stjórnar. í bréfi Félagsmálaráðuneytis- in ser nefndinni falið „að athuga gaumgæfilega framfærslukerfið og sambandið milli þess og Trygg ingarstofnunar ríkisins annars vegar og Sjúkrasamlagsins hins vegar, með tilliti til nánara sam starfs og sparnaðar á opinberu fé.“ Nefndin hefur rætt þetta atriði, m. a. við framkvæmda stjóra Sjúkrasamlags Akureyrar. Sjúkrasamlögin og Trygginga- stofnunin sérstaklega, eru mótuð og skipulögð með lögum og opin- berum reglugerðum. Ef nefndin hefði farið út í rannsókn á þessu viðfangsefni, teiur hún, að það hefði orðið geysimikið starf og betur fallið, að ríkisskipuð nefnd fjallaði um það, fyrir landið allt. Auk þess eru þessar stofnanir óháðar ákvörðunum bæjarstjórn- ar og því all óljóst, hvert stefna beri þeim tillögum, sem nefndin kynni að gera. Ekki er nein sérstök greinar- gerð um síldarverksmiðjuna í Krossanesi. Nefndin átti tal við verksmiðjustjóra verksmiðjunn- ar og gaf hann ýmsar upplýsing- ar um fyrirtækið, þar á meðal um stjórnarkostnað þess. Þar sem nefndin hafði engin tök á að kynna sér rekstur fyrirtækisins til neinnar hlítar, eftir þeim upp- lýsingum, sem fyrir lágu, þá samdi hún ekkert álit um það. Laxárvirkjunina hefur nefndin ekki tekið til athugunar, vegna þess að hún er að nokkru leyti eign ríkissjóðs, og auk þess eng- in aðstaða fyrir nefndina til þess að vinna það verk. Við athugun á starfsgreinum þeim, sem nefndin skilaði áliti um, lagði x hún aðaláherzlu á starfsmannahald, og þó sérstak- lega fastra starfsmanna, húsnæði, skrifstofukostnað, bílakostnað og samfærslu starfa, .enda virðist einkum vera ráð fyrir því gert í bréfi Félagsmálaráðuneytisins. — Nefndinni hefur þó ekki þótt ástæða til að fara verulega út í að athuga launakjör bæjarstarfs- manna, né samanburð á þeim og launagreiðslum annars staðar, eða vinnutíma, enda munu laun- in og vinnutíminn að mestu eða öllu ákveðin með samningi. Rétt er og að taka það fram í þessu sambandi, að nefndin gat ekki að neinu ráði kynnt sér af eigin raun starfssvið og starfshætti hinna ýmsu starfsmanna bæjar- ins. Skrifstofufólk bæjarins hef- ui' ekki allt sama vinnutíma, en nefndin telur sjálfsagt að hann sé alls staðar jafn. Stærri verkefni bæjarins. Stærri verkefni bæjarins, svo sem gatnagerð o. s. frv., hefur nefndin einnig kynnt sér, en að sjálfsögðu hefur henni reynzt erfitt að gera ákveðnar tillögur og ábendingar á því sviði. Þá eru í skýrslunni teknar upp nokkrar tillögur og ábendingar frá starfs- mönnum bæjarins, án þess að nefndin láti í ljós sína skoðun á þeim. Hefur nefndin kosið að taka ekki afstöðu til sumra þeirra, en telur rétt að koma þeim á framfæri til ánari athug unar fyrir bæjarstjórn. Nefndin hefur ekki rannsakað fjárhag bæjarsjoðs ýtarlega, heldur byggt athuganir sínar þar um á reikningum, sem fyrir liggja. Eru tillögur nefndarinnar miðaðar við núverandi fjárhags- ástand og gjaldþol skattgreið enda í bænum. Henni er ljóst, að ómögulegt er, ef nauðsyn krefur, að draga úr greiðslu vegna ýmiss konar þjónustu og styrkja, sem einkum er fært undir liðinn „Ymis útgjöld“ í bæjarreikning- unum, enda er mikið af þessum greiðslum óbundið að lögum, samningum eða venjum, og að- eins ákveðið frá ári til árs. Ekki er ólíklegt, að menn spyrji eftir lestur skýrslunnar, hversu miklu það nemi, sem nefndin leggur til að sparað verði. Nefndin hefur ekki reynt að gefa heildarsvar við þessari spurningu með tölum. Stafar það m. a. af því, að um mörg atriði gerir nefndin ekki ákveðnar til- lögur, heldur bendir á fleiri en einn möguleika varðandi sama atriði, og þótt ákveðnar tillögur séu gerðar, er ekki ætíð hægt að nefna ákveðnar upphæðir í sam bandi við þær. Nefndin hefur borið helztu liði þessarar skýrslu undir forráða- menn viðkomandi stofnana. Allar tölur í áliti þessu eru frá árinu 1950, nema annað sé tekið fram. Þegar tilgreind eru grunn- laun í skýrslunni, er miðað við grunnlaun sbr. gengisskráning arlögin frá 1950.“ - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). yfir þeim á rríeðan með reiddan staf, til þess að halda uppi lögum og rétti í geitakofanum. Að öðr- um kosti yrði þar samfelld orr- usta á meðan nokkurt strá væri í jötunni. Væri þá vísast, að þær geitur, sem væru eitthvað minni- máttar, væru reknar burtu frá jötunni af þeirn, sem betur mega sín og bitnar og barðar. Mjög er Dað algengt að geitur séu rif- brotnar, kviðrifnar og að eyrun séu bitin meira og minna. Hvort Dessi skapgerð er sérkenni fyrir íslenzku geitina, veit eg ckki með vissu, en mér þykir ekki ólíklegt að svo sé, því að í gegn- um liðnar aldir hefur geitin oft átt við hörð kjör að búa og þá ekki ólíklegt að skapmestu ein- staklingarnir hafi haldið velli í harðræði, en þeir skapminni fall- ið. Hér að franian hefur verið vik- ið að nokkrum eiginleikum og háttum geitanna, en nú mætti e. t. v. spyrja: Er það ekki eðlileg rás breyttra tíma, að íslendingar hætti allri geitarækt? Eg held það sé ekki rétt stefna. Eg held líka að meðferð þeirra þurfi að breytast og eg held að geitaræktin ætti að flytjast að einhverju leyti í sjávarþorpin. Þar hefur margur nægilegt land til þess að hafa 2—4 geitur, þótt ekki sé hægt að hafa kú. Geit urnar mega að sjálfsögðu ekki ganga lausar, þær verður að tjóðra. Vetrarfóður þurfa þær ekki mikið séu þær látnar mjólka. Þær éta hvaða hey sem er. Þær éta allan matarúrgang bæði hráan og soðinn og alls kon- ar sull. Mundi matarúrgangur á mörgu heimilinu vera nægilegt fóður handa einni eða tveim geit- um með dálitlu heyi. Geitur má láta bera ýmist að vori eða hausti, og væri hægt á þann hátt að hafa mjólk allt árið Er þetta gert sums staðar erlend- is, þar sem geitamjólkin þykir ómissandi. Húsakynni þarf geitin hvorki mikil né sérlega vönduð. Hirðing geitanna er lítil og ekki vanda- söm. Þær eru næstum því eins hraustar og hross. Það er staðreynd í öllum lönd um, þar sem geitarækt er, að þegar harðnar í ári vex áhugi fyrir geitunum. Á stríðsárunum voru geiturnar eini bústofninn, sem hélzt í horfinu og jafnvel var fjölgað, t. d. í Þýzkalandi. Fjölgun geitanna hér á landi um 1930 er e. t. v. í sambandi við kreppuna er þá gekk yfir. Geit- urnar virðast m. ö. o. ómissandi, þótt menn gleymi því á vel gengnis- og veltitímum, hvers virði þær eru. Læt eg nú úti ætt um geiturnar, þótt hér sé aðeins fátt eitt sagt, af því sem vert væri að segja, áður en síðasta geitin er tekin af lífi. Á. J. ÚR J3Æ OG BYGGÐ Gott hcrbergL Dönsku vikublöðin Femina, Fam.-Journal og Mönster-Tidende komin. Áskrifendur vitji - þeirra sem fyrst. Bókaverzlunin Edda li.f. með forstofuinngangi, til leigu nú þegar í Þórunnar- stræti 128. Upplýsingar í síma 1099. Herbergi 1—2 herbergi, á góðum stað í bænum, til leigu. Afgr. vísar á. Messað í Akueryrarkirkju kl. 2 e. h. sunnudaginn 13 janúar. P. S. Sunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju er á sunnu- daginn kem- ur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapellunni. — 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar mæti kl. 10 f. h. — Verðlauna- spjöldin fyrir árið 1951 afhent. — Æskulýðsblaðið kemur út. Æskulýðs- félag Akureyr- arkirkju. — Elzta deild. — Fundur kl. 9 e. h. á sunnudag- daginn í kapellunni. — Heiða- smárasveitin. Akureyringar! Munið eftir að gefa Iitlu fuglunum. Sjötugur varð 3. þ. m. Einar Sörensson, Húsavík, mjög vel kynntur borgari. Heimsótti hann fjöldi manna og árnaðaróskir bárust víða að. Til nýja sjúkrahússins. Áheit frá E. L. kr. 100. — Áheit frá ónefndri kr. 100. — Áheit frá Helgu Kristjánsdóttur kr. 100. — Áheit frá V. S. kr. 100. — Áheit frá N. N. kr. 100. — Áheit frá N. N. kr. 200. — Áheit frá Kristjáni frá Djúpalæk kr. 500. — Gjöf frá þrem systkinum, afhent af Gísla Jónssyni, Grímsstöðum, kr. 1000. — Gjöf frá Þorsteini Jónssyni og Guðrúnu Guðitiundsdóttur, til minningar um son þeirra, Krist- ján, f. 25. ágúst 1929, d. 20. des. 1949, kr. 2000, — Gjöf frá,H. B., til-mjnningar um Jónas Þór, kr. 200. — Gjöf frá Kristínu Jóns- dóttur, til minningar um Stefán Stefánsson, járnsmið, kr. 100. Gjöf frá Hríseyingum, afhent af Oddi Ágústssyni, f. h. sóknár- nefndar, til minningar um séi'á Stefán Kristinsson, fyrrv. prest, kr. 10.000.00. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Að gefnu tilefni vill blaðið skýra frá því, í sambandi við ærsl ungmenna á gamlárskvöld, er skýrt var frá í síðasta tbl., að ekki er vitað að nemendur Gagn fræðaskólans eða Menntaskólans hafi átt þar neinn hlut að máli, enda höfðu forráðamenn skól- anna mjög brýnt fyrir nemendum að forðast slíkt og voru nemend- ur yfirleitt á skemmtunum skólunum þetta kvöld og fóru þær í alla staði prýðilega fram. K. F. U. M., Akurcyri. Fundur í Zíon næstk. sunnudag. Y. D. (yngsta deild, drengir í barna- skóla frá 9—13 ára) kl .1 e. h. U. D. (unglingadeild, drengir og piltar yfir barnaskólaaldur) kl. 2 e. h. Zíon. Samkomur næstu víku. Sunnud. kl. 10.30 f. h.: Sunnu- dagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. — Þriðjud. kl. 5 e. h. Fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Miðvikud. kl. 8.30 e. h.: Biblíu- lestur. — Fimmtud. kl. 8 e. h.: Fundur fyrir ungar stúlkur. — Hjúskapur. Um hátíðirnar voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Stefánssyni á Möðruvöll- um: Ungfrú Unnur Herberts- dóttir og Baldur Þorsteinsson, mjólkurbílstjóri, Brúnastöðum, Þelamörk. Ungfrú Helga Ólöf Helgadóttir frá Akureyri og Marteinn B. Sigurðsson á Hjalt eyri. Hinn 30 des. voru gefin saman að Oxnhóli ungfrú Hulda Vordís Aðalsteinsdóttir, bónda þar Sigurðssonar, og Steinn Dal- mar Snorrason bóndi á Syðri Bægisá. I. O. O. F. 13311181/2 — O. í. O. O. F. — Rbst. 2. — Fundi frestað. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 100. frá H. — Kr. 20 frá ónefnd- um og gjöf kr. 20 frá ónefndri. ■— Þakkir Á. R. Upplýsingastöð I. O. G. T. og Áfengisvarnanefndar Akureyrar opin í Skjaldborg alla föstudaga kl. 5—-1 síðdegis. I. O. G. T. — Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 heldur afmælis- fund mánudaginn 14. jan. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Kosning embættismanna. Erindi. Skemmtiatriði. Dans. — Nánar auglýst síðar á götunum. Félögum stúkunnar Brynju boðið á fundinn. Félagar, fjölmennið á þennan afmælisfund, fyrsta fund ársins. Nýir félagar alltaf vel- komnir. Látinn er nýlega Helgi Sig- urðsson, fyrrum bóndi á Hólum í Laxárdal, á níræðisaldri. Guðspekisíúkan „Systkinaband- ið“ heldur fund þriðjudaginn 15. jan. næstk. kl. 8.30 síðdegis. Hjónaefni. Ungfrú Ása Malm- quist og Gunnar Jónsson, Akur- eyri. — Ungfrú Þorbjörg Elías- dóttir og Frímann Björn Hauks- son, vélstjóri. Til nýja sjúkrahússins. Kr. 500 frá St. Ár. — Mótt. á afgr. Dags. Hjónaéfni. Nýlegá hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Ingi- björg Helgadóttir frá Stafni í Reykjadal og Guðlaugur Valdi- marsson frá Arndísarstöðum í Bárðardal. — Ungfrú Ingibjörg Áskelsdóttir, Laugafelli, Reykja- dal og Kári Arnórsson, kennari, Húsavík. — Ungfrú Unnur Jóns- dótitr frá Hömrum í Reykjadal og Helgi Vigfússon, Iiúsavík. — Ungfrú Hafdís Jóhannsdóttir og Gísli Vigfússon, Húsavík. — Ungfrú Jóna Guðjónsdóttir og Björn Líndal, Húsavík. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10 frá T. J. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 5 frá T. J. Mótt. á afgr. Dags. Hjónaefni. Ungfrú Ragnhildur Jónsdóttir frá Gautlöndum og Jón Sigurgeirsson lögregluþjónn frá Helluvaði opinberuðu trúlof- un sína um sl. helgi. Látið ekki dragast að kaupa happdrættismiða í blaðahapp- drætti Framsóknarflokksins. — Vinningar m. a. Miðjarðarhafs- för! Fást á afgr. Dags. Auglýsingaverð blaðanna á Ak- ureyri hækkaði um sl. áramót í 8 kr. dálkcm. vegna gífurlegrar hækkunar á pappír og öðrum kostnaði við blaðaútgáfu. Hjónaefni. Á aðfangadag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Kristín Albertsdóttir, Eiðsvalla- götu 28, Akureyri ,og Karl Hólm, bifvélavirkj anemi, Hríseyj argötu 6, Akureyri. MÓÐIR KONA MEYJA (Framhald af 4. síðu). ómissandi og sjálfsagður klæðn- aður að vetrarlagi, og þetta ætti að innrætast okkur frá blautu barnsbeini. A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.