Dagur - 09.01.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 09.01.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 9. janúar 1952 D A G U R 5 Raíveitan. Skrifstofukostnaður rafveit- unnar er sundurliðaður í áliti nefndarinnar og er samtals, fyrir utan laun, 53.114 kr. Síðan segir í álitinu: „I afgreiðslu skrifstofu rafveit- unnar vinna, auk skrifstofustjóra, tveir karlar og tvær stúlkur. Fyrirkomulag við vinnuna er í stuttu máli þannig: Skrifstofan útbýr reikninga eftir mælaaflestri, sem fært er á spjaldskrá. Reikningar eru inn- færðir, hvor um sig, í svokallaða safnbók, sem er „kontrol“bók yf- ir eyðsluna í hverjum gjalda- flokki fyrir sig, og er jafnframt afstemningsbók, þannig, að ef villur kunna að vera í saman- lagningu reikninga, kemur hún í ljós, ef hver flokkur um sig er lagður saman í nefndri bók. — Einnig er haldin viðskiptamanna- reikningsbók yfir viðskiptin við hvern gjaldanda. Nefndin telur líklegt að spara megi eina starfsstúlku með þeirri fyrirkomulagsbreytingu, að í stað þess að skrifa hvern einstakan reikning í mörgum liðum úr inn- heimtubók inn í safnbók og leggja hana síðan saman til af- stemningar, séu flokkarnir tekn- ir upp á samlagningarvél úr inn- heimtubók og færðir í safnbók, ein tala úr hverri innheimtubók fyrir hvern eyðsluflokk. Oryggi hlýtur að vera jafn rnikið eða meira, hvort sem töl- urnar eru teknar upp úr reikn- ingabókum, hver flokkur fyrir sig, áður en flokkasundurlið- un er færð í safn, eða eftir að fært hefur verið í safnbók. — Tölulegar upplýsingar, sem nauð synlegar eru fyrir rafveitustjórn, eru jafnt fyrir hendi, hvor að- ferðin, sem viðhöfð er. Um 85 af hundraði af viðskipt- um gjaldenda við rafveituna mega teljast staðgreiðsluvið- skipti. Það virðist því algjörlega óþarfi að færa viðskiptareikninga yfir þau, heldur aðeins það, sem telja má lánsviðskipti. Viðskiptamannabókin virðist vera aðallega færð til að hafa notkun hvers gjaldanda til- greinda sérstaklega og til að geta gefið gjaldendum upplýsingar um notkun þeirra á rafmagni eftir á, en hægt er að gefa gjaldendum slíkar upplýsingar eftir afritun reikninga eða eftir spjaldskrá. . . Nefndin hefur athugað, í sam- ráði við skrifstofustjóra, hvort heppilegt myndi að bjóða inn- heimtuna út í ákvæðisvinnu, en komst að þeirri niðurstöðu, að það myndi varla spara nokkuð eða verða heppilegra. Rafmagnseftirlitið. Undir stjórn Sigurðar Helga- sonar, eftirlitsmanns, vinna þess- ir menn: Albert Sigurðsson, rafvirki, lausráðinn tímavinnumaður í stöðugri vinnu. Hann annast út- tekt á lögnum o. fl. því tilheyr- andi. Þórhallur Pálsson, hefur eftir- lit með útvarpstruflunum. Júlíus Júlíusson, annast mæla- eftirlit. Eftirlitsmaður upplýsir, að húseignir hafi verið skoðaðar tíð- ar en reglugerðir Rafmagnseftir- lits ríkisins gerðu ráð fyrir. Verði það fært til samræmis við reglu- gerðina, verður hægt að færa starfskrafta yfir á mælaeftirlitið. Eftirlitsmaðurinn taldi að mæla- eftirlitið væri ekki fullnægjandi eins og stæði, og upplýsti, að mælaskekkjur væru rafveitunni yfirleitt í óhag. Til að auka þptta eftirlit þarf rafveitan að fá meiri og betri „kontrol“-tæki. Nefndin vill vekja athygli á þeim möguleika, að rikisútvarpið taki þátt í kostnaði við útvarps- truflanir. áliti sparnaðarnefndar kaupstaðarins Seinni hluti Vcrkstjóri rafveitunnar. Undir stjórn hans eru 9 fast- ráðnir menn og 3 tímavinnumenn með fasta vinnu allt árið. Verk- stjóri telur heppilegra að færri séu fastráðnir. Með tilliti til þessa vill nefndin benda rafveitustjórn á, hvort ekki muni ráðlegra að segja upp öllum fastráðnum mönnum og ráða aftur þann fjölda, sem verkstjóri telur næg- an og eftir tillögum hans um hæfni mannanna, en lausamenn verði teknir eftir þörfum. Eftirlit með birgðavörzlu raf- veitunnar hefur verið ónóg, en verkstjóri telur að hún sé nú að komast í gott lag. Um þetta vísast nánar til kaflans um birgða- vörzlu bæjarins. Verkstjórinn telur það mikin nvinnusparnað, ef rafveitan fengi litla loftpressu. Hafnarsjóður. Hjá hafnarsjóði starfa hafnar- vörður og aðstoðarmaður á hálf- um launum móti greiðslu frá vatnsveitunni. Ymis útgjöld hafnarinnar eru samtals kr. 18.367.48. Bifrciðakosinaður 1950. Athugasemdir við bílakostnað. í athugasemdum við þessa bíl- kostnaðarliði segir nefndin m. a. á þessa leið: „Bílastyrkir eru yfirleitt nýtt fyrirbæri í opinberum rekstri, sprottin af útþennslu stríðsár- anna og næstu árum þar á eftir. Nefndin telur þessa braut, sem gengið hefur verið inn á með bíla styrki, í alla staði óeðlilega og hættulega og gerir það að aðaltil- lögu sinni, áð þeir verði felldir niður. Með tilliti til fordæma ann ars staðar frá og annarra vand- kvæða í þessu efni, setui' nefndin hér á eftir fram tillögur til vara. Við athugun á þessum lið hef- ur nefndin kynnt sér reglur fjár- málaráðuneytisins frá 1. marz þ. á., sbr. Lögbirtingablaðið nr. 22, um bílstyrki til starfsmanna rík- isins. Með hliðsjón af þessum reglum ,leggur nefndin til eftir- farandi: Fyrirkomulag á útleigu drátt- arbrauta virðist vera ábótavant og stafar það af því, að dráttar- brautunum er enn ekki að fullu lokið, og hagnýtast því illa. — Nefndin álítur að hliðarbrautir þurfi að fullgera sem fyrst, og stefna beri að því, að dráttar- brautirnar séu leigðar aðila, sem tök hefur á að koma upp nægi- legum birgðum til viðgerðar skipa og báta. Vatnsveitan. Hjá vatnsveitunni er einn fast- ráðinn starfsmaður — vatns- veitustjóri. Vatnsveitan mun greiða að hálfu laun vatnsafhendingar- manns við höfnina. Auk þess vinur verkstjói'i að staðaldi'i fyrir tímakaup. Aðkeypt verkamanna- vinna eftir þörfum. Vatnsveitan á bifreið. Vatnsveitan lítils háttar vöru- bii-gðir er vatnsveitustjóri hefur umsjón með og gefur skýrslu um einu sinni á ári. Um breytingar á fyrirkomu- lagi, sjá kaflann um sameining starfa. Samtals kr. 549.221.30 Ni’. 1. Lækki í (bæjai’verkfr.) kr. 7.200.00. Nr.2. Fái fastan styi'k, enda er þá gengið út frá því að bæjar- verkstjói'i eigi sinn bíl sjálfur (bæjarverkstj.) kr. 7.200.00. Nr. 3. Lækki í (byggingafulltr.) kr. 2.000.00. Nr. 4. Falli niður (heilbrigðis- fulltrúi). Nr. 5. Falli niður. Styrkur þessi mun vera eins konar veikinda- styrkur, og telur nefndin þetta form óheppilegt (J. Norðfjöi'ð). Nr. 6. Lækki í (vatnsveitustj.) kr. 4.00.00. (Þó telur nefndin, að til mála komi að styrkur þessi falli niður með bi-eyttu fyx-ir- komulagi). Núverandi vatnsv.stj. haldi þó hámarksst. kr. 7.200.00 meðan hann sinnir stai'fi sínu, þar eð hann er orðinn lasburða og gamall í starfi. Um vörubifreiðir bæjarins. Nefndin telur viðhaldskostnað á þessum bílum geysilega háan, en það mun stafa af því, hve bíl- arnir eru gamlir og lélegir. Með tilliti til þessa, og hinna geysi- lega háu upphæða fyrir leigubíla, telur nefndin hyggilegt að endur- nýja og auka bílakost bæjarins. Bílar rafveitunnar. Nefndin leitaði álits viðkom- andi starfsmanna rafveitunnai' um þennan lið, og fékk svohljóð- andi álit: , 1. Bifi-eið A—567 og jeppabif- reið A—946 vei'ði seldar. 2. Kemur til mála að selja „trukkinn A—390. 3. í þess stað kaupa nýja bif- reið, ca. 1—IY2 tonn s.k. pallbif- reið, fyrir vöru- og verkamanna- flutninga. Til athugunar kemur að kaupa Land Rover eða jeppa- bifreið. 4. Að hætta viðhaldi og kostn- aði á bifreið A—885. 5. Að Sigui'ður Helgason fái til afnota bifreið A—57, þegar hún er fullgerð til notkunar, eða hafi sína bifi-eið gegn þóknun. Nefndin leggur til eftiifarandi um þetta: Bifreiðix'nar A—567, A—946 og A—390 vei'ði seldar. í þeirra stað vei'ði aðeins keypt ein ný vöru- bifi-eið IV2 tons. Um fólksbifreiðirnar leggjum við þetta til: Rafmagnsstjóri haldi sínum bílastyrk, þ. e. fái benzín og viðhald, áætláð kr. 2.500.00. Verkstjóri fái fastan styrk í stað viðhalds og benzíns kr. 4.000.00. Eftii'litsm. rafveitu fái styi'k kr. 4.000.00. Nefndin leggur til, að A—57 verði seld væntanlegum bæjax-- vei'kstjói-a, eða öðrum, eftir at- vikum, enda vei'ði jeppi sá, sem núverandi verkstjóri hefur undir höndum, seldur. Samt. spárnaður kr., 30.900 00. Samfærsla og breytingar á störfum. í þessum kafla gerir nefndin nokkrar tillögur um samfærslu á störfum og tillögur í sambandi við væntanlegan lóðaskrárritara. Nefndin hefur tekið þann kost, að binda sig ekki alls staðar við eina ákveðna tillögu, heldur benda á fléiri en einn möguleika í smbandi við stöi'fin. Nefndin hefur oi'ðið þess áskynja, að ýmiss konar skrif- stofuvinna er unnin utan bæjar- skrifstofarma með aðkeyptu vinnuafli, sem ekki mun hafa verið hjá komizt vegna þrengsla á ski-ifstofunni. Með batnandi vinuskilyrðum telur nefndin að þessi störf beri að taka á skrif- stofunum hið allra fyrsta. 1. Vatnsveitustjóri. Nefndin leggur til, þegar nú- verandi vatnsveitustjóri hættir störfum, þá verði ekki nýr maður ráðinn í stai-fið, heldur verði bæjarvei'kfi'æðingi falin stjórn og ábyrgð vatnsveitunnar, með fag- lærðan verkstjóra undir sinni stjórn. 2. Byggingafulltrúi. Nefndin telur að byggingafull- trúi geti bætt á sig nokkrum stöi'fum ,og hefur þar af leiðandi ekki lagt til, að bifreiðastyrkur vei-ði af honum tekinn. Þau störf, sem nefndin vill benda á, eru: Eftirlit með húseignum bæjarins, og segi hann til um viðhald og endurbætur á leiguhúsnæði bæj- arins, geri tillögur um leigamála o. fl. Fari bærinn inn á þá braut, að hjálpa mönnum við byggingu smáíbúða, gæti byggingafulltrúi veitt aðstoð með teikningum, leiðbeiningum, umsjón o. fl. Þá telur nefndin einnig æskilegt, að byggingafulltrúi aðstoði við vænt anlega lóðaskráningu, eftir því sem við verður komið. Ennfrem- ur er til athugunar, hvort fært sé að byggingafulltrúi taki að sér heilbrigðisfulltrúastarfið í stað framanskráðra stai'fa. 3. Framfæi'slufulltrúi. Auk þess, sem nefndin telur sjálfsagt, að framfærslufulltrúi hafi á hendi inhneimtu barns- meðlaga og framfæi'sluskulda, án aukagreiðslu, telur nefndin starf- ið ekki umsvifameii'a en það, eins og nú er, að fært sé að auka við xað öði'um störfum. í því sam- bandi vill nefndin benda á, að xegai' núverandi framfærslufull- trúi lætui' af stöi'fum, komi til mála að sameina starf framfæi'slu fulltrúa og forstjóra Vinnumiðl- unarskrifstofu, eða starf fram- færslufullti'úa og heilbrigðisfull- trúa. 4. Lóðaskrárritari. Nefndinni er kunnugt um, að til umræðuhefur kornið í bæjar- í'áði, að í'áðinn vei'ði verkfi'æð- ingur í þjónustu bæjai'ins, til að starfa að lóðaskrárritun. Þar sem nefndinni er kunnugt, að óhjá- kvæmilegt muni að taka upp lóðaskrárritun og til þess þurfi faglæi'ðan mann, telur nefndin rétt, að verkfræðingur sé ráðinn, sem annist þau störf og útmæl- ingu lóða að öðru leyti, en jafn- framt sé honum falið að vera slökkviliðsstjóri í bænum. Við starf sitt gæti hann haft sameig- inlegar ski'ifstofur með bæjar- verkfræðingi og aðstoðað hann í ýmsum störfum, eftir því sem tími vinnst til. Sem slökkviliðs- stjóri bæri hann ábyrgð á og hefði yfirstjórn á því starfi, en hefði undir sinni stjórn vara- slökkviliðsstjóra, sem jafnframt væri yfirvakstjói'i, ef fyrirhugað- ar breytingar um varðstöðu á brunastöðinni ná fram að ganga. í þessu sámbandi vill nefndin minna á, að varaslökkviliðsstjóri hefur þegar kr. 7.230.00 í grunn- laun. Ef til vill gætu einn til tveir menn af væntanlegum vaktmönnum tekið að sér ein- hver skrifstofustörf fyrir lóða- skrárritara á vöktunum. Ennfrem ur vill nefndin vekja athygli á þeim möguleika, að samstarf verði um brunavörzlu milli slökkviliðs og lögi-eglu. í því sambandi sé leitað umsagnar lögreglustjóra, hvei-nig haga mætti slíku samstax'fi. 5. Lögregluvarðstofan. Nefndin telur rétt, að athugað sé, í samráði við lögreglustjóra, hvort lögreglan getur tekið að sér að annast manntal fyrir bæinn og halda spjaldskrá yfir það. Yi'ði þessu ekki við komið, væri mjög æskilegt, að stai'fið yi'ði unnið á skrifstofu bæjarstjóra að öllu leyti, en undanfarið hefur þetta starf að nokki'u verið unnið á bæjai'skrifstofunni, að öðru leyti á skattstofunni og víðar, og hafa þessi aukastöi'f verið greidd úr bæjarsjóði (kr. 3—4000.00 til starfsfólks skattstofunnar). 6. Heilbrigðisfulltrúi. Eins og þessu stai’fi er nú hátt- að, er það talið, sbr. launa- greiðslur, minna en hálft starf. Hins vegar er til athugunar hjá bæjarstjórn ný heilbrigðisreglu- gerð, sem áreiðanlega mun auka þetta starf allverulega. Meðan hún kemur ekki til framkvæmda, vii'ðist nefndinni koma til nxála, að sameina þetta starf öðrum störfum, eins og áður hefur verið bent á, og einnig gæti komið til mála, að heilbrigðisfullti’ui taki að sér vinnumiðlunarskrifstof- una. , (Fi'amhald á 7. síðu). í nefndarálitinu er sundurgreindur bílakostnaður bæjarins og bæjarfyrirtækja og tilgreindir bílastyi'kir stai'fsmanna og kostn- aðu við fólksbíla, sem bærinn á. Eru þessar upph., sem hérsegir: A. 1. Bæjarverkfræðingui', styi'kur .......... 10.700.00 2. Bæjai'verkstjóri, bifi-eiðin er eign bæj- arins, reksturskostn. án fyrningar .... 10.700.00 3. Byggingafulltrúi, styrkur ............... 3.600.Ö0 4. Heilbrigðisfulltrúi, styrkur ............ 2.500.00 5. Jón Norðfjöi'ð, veikindastyi'kur ........ 1.500.00 6. Vatnsveitustjóri, styi'kur .............. 7.500.00 7. Rafveitustj., viðh. og benzín ca. 2.500.00 8. Verkstj. i-afv., viðh. og benz. ca. 5.824.00 9. Eftii'litsmaður rafveitu, styrkur 8.324.00 6.000.00 B. Vörubifreiðir bæjarins: A—136 ....................................... 31.149.00 A—204 ...................................... 24.970.72 A—402 ..................................... 25.078.48 C. Bifreiðir rafveitunnar: A—390 ....................................... 57.765.00 A—567 ....................................... 20.516.00 D. E. F. Sorphreinsunarbíll: A—742 .......................... Lögreglubifreið: A—400 .............................. Krossanes: A—786, vörubíll 4 ái’a..................... 7.932.00 A—996, ný bifreið ......................... 6.973.00 50.124.00 81.198.20 78.281.00 29.038.00 7.126.50 14.906.00 G. Aðkeyptur vörubifreiðaakstui', að undanskildri Krossanessvei'ksmiðju og gamla og nýja sjúkrah. .. 278.894.60 (Tilsvarandi upph. 1951 til 1/11 þ. á. kr. 341.280.00) H. Aðkeyptur vöi-ubifreiðaakstur hjá Rafveitu Ak. .. 9.653.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.