Dagur - 20.02.1952, Page 2

Dagur - 20.02.1952, Page 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 20. febrúar 1952 Um að „segja sig úr þjóðféSaginu'' Dagskrármál landbúnaðarins: FóðurMöiidur og eftirlit með fóðurvörum Nýlega birtizt í einu einu sænsku dagblaðanna skopteikn- ing af sænskum landsfundi, þar sem einn fulltrúanna tekur svo til orða: „Ef kröfum fundar til rík- isvaldsins verði ekki sinnt, er rétt að við segjum okkur úr þjóð- félaginu.“! Myndin gaf ritstjóra sænska samvinnutímaritsins Vi, tilefni til mjög- athyglisverðrar hugleiðingar, sem á ekki síður 'erindi til íslenzkra lesenda en sænskra. Fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu. Eftir að- hafa lýst skopmyndinni, segir ritstjór- inn, Nils Thedin, á þessa leið: Félagi frá fæðingu. — Það er hægara sagt en gert að segja sig úr þjóðfélaginu. Rík- ið er skyldu- eða þvingunar- stofnun. Maður fæðist félagi í þessari stofnun og maður er þar þátttakandi allt lífið nema maður flytji búferlum til annars lands og öðlist þegnrétt þar. Og það er kunnara en frá þurfi að segja, að það gerizt nú sjaldgæft, að fólk sæki burt úr okkar litla og vel skipulagða landi. Það býður nú — gagnstætt því sem var fyrir 5 til 6 áratugum — þegnum sínum meira frelsi, öryggi og velmegun en flest önnur ríki veraldar. Þar sem úrsögnin er ákjósanleg. En það þarf ekki að leita lengi til þess að finna ríki, þar sem menn hætta gjarnan lífi sínu til þess að segja sig úr lögum við þau. í Evrópu einni eru nú taldir 15 milljón flóttamenn, sem vegna ytri eða innri þvingunarráðstaf- ana hafa yfirgefið heimabyggð sína og land sitt til þess að freista þess að sjá sér farborða við erfið- ar aðstæður í framandi landi, enda þótt slíkt kosti oft á tíðum langdvalir í yfirfylltum flótta- mannabúðum. Og tala flótta- mannanna hækkar sífellt. Straum urinn liggur frá austri til vest- urs. Þeir, sem mynda þetta svellandi mannhaf, hefja flestir förina gegn boði og banni yfir- valda heimalanda sinna, fara um jarðsprengjulögð landamæri, þar sem vopnaðir varðmenn skjóta án fyrirvara. Allmargir eru handsamaðir á flóttanum og fluttir h. m aftur, aðrir eru skotnir til bana á flótta eða farast af harðrétti, en þús- undir manna ná fram í hverjum mánuði, til flóttamannabúðanna í vestri og þar hefst hin langa bið eftir betra lífi. Viínisburður tékknesks skálds. Tékkneska skáldið Frantisek Halas h efur í „pólitísku testa- menti“ sínu (sem birt er í Tíma- riti verklýðssambandsins sænska, 1.—2. hefti 1952) lýst þeim að- stæðum, sem þvinga menn til þess að „segja sig úr þjóðfélag- inu“. í mjög skarplegri og rök- fastri greinargerð um raunveru- legan innmat „alþýðulýðveld- anna“ svonefndu, lýsir hann m. a. skipulagi féiagsmála í löndum þessum og þessi lýsing hans á er- indi til allra, sem fást við félags- mál í lýðfrjálsum löndum. í félagsmálakerfi þessu er dul- inn möguleiki til þess.að stjórna stórri og voldugri hreyfingu frá litlum■ og ekki ýkja sterklegum miðdepli. Á pappírnum lítur þetta .út. eins'-og vel útfærð lýð- ræðisstjórn. Hreppsfélögin I — smæstu einingarnar — t. d. í verklýðssambandinu eða komm- únistaflokknum---kjósa fulltrúa til héraðssambandsins,. fulltrú- arnii’i ;sem þar eiga sæti, kjósa menn í. fjórðungssambandið og þeir. síðan fulltrúa í stjórn lands- sambandsins. Þetta þýðir í fram- kvæmd ,.að: ekki að.eins sérhver raust andstæoinganna heldur og hver vottur -hinnar- v.elviljuðustti og uppbyggileg.ustj.i. ..'gagnrýni, sem fram kemur í smæstu félags- einingunum,- er hljóðnaður löngú áður en kemur jtibstjórnar lands- sambandsins,. .en aðeins þar, og hvergi nema þar, . er-u . nokkrai- ákvarðaniv teknar“. í fram- kvæmdinni. getui' þó. naumast heitið. ,.að, nokkur gagnrýni geti lifað í smærri félagseiningunum. Þeir, sem eru í andstöðu „hafa enga möguleika til þess að segja nokkuð við nokkurn. Að- staðá þeirra, sem erú á Öðrú máli en hið ráðandi vald; er ekki von- laus aðeins fyrir það, að' þeir múndu vérða öfsóttír ojt hiiepptir í þrseldóm, ef upp kæmist, held- ur blátt áfram vegna þess, að ekkert blað, ekkért tímarit, eðá annað málgagn, birtir eina línu, sem víkur hársbreidd frá viður- kenndum pólitískum hugmynd- um. Sá mannfundur fyrirfinnst ekki í landinu, sem gæti hlýtt á mál andmælandans. Én látum oss samt gera ráð fyrir að hann hefði áheyréndur. Hann mundi þar reyna .að útskýra skoðun sína og rökstyðja. En slík afstaða mundi kalla yfir hann að vera úthrópað- ur sem óvinur ríkisins, föður- landssvikari, skemmdarverka- maður, leiguþý fjandsamlegs er- lends rfkis, þjóðhættulegur njósnari.“ Án málfrelsis og prent- frelsis, án frelsis til þess að gagnrýna, verða hin lýðræðislegu stjórnarform þýðingarlaus. Þau verða ekkert nema dulmálning á ^ járnaga einræðisins. Raunverulegt frelsi. Þessi lýsing á félagsmálakerf- inu á ekkert sameiginlegt með f r j álsum f élagsmálahreyf ingum, ekkerf- néma nafnið. Hreyíing, eins og t .d. samvinnuhreyfingin í lýðræðislöndunum, er gjör- sneidd allri þvingun. Hún er byggð á því að menn gangi í hana af frjólsum og fúsum vilja. Hver, sem vill, getur gerzt félagsmaður, án tillits til þess hvaða pólitískar skoðanir hann aðhyllist eða hvaða trúarbrögð hann játar, og hann getur, hvenær sem er, kraf- izt þess að fá að ganga úr félags- skapnum og fá innstæðu sína greidda. Hvergi er nein þvingun. Ekki er félagsmaður neyddúr íil þess að skipta við félagið, ekki til að mæta ó fundum. LandsSam- bandið getisr ekki beitt neinni bvingun við félagseiningarnav (Framllald á 4 .síðu). ; í STUTTU MALI • f GREIN í „Kristeligt Dag- blíjd“ 11. þ. m., skrifar séra Sigurbjörn Á. Gíslason grein um norrænar presíastefnur og leggur eindregið til að næsta norræna prestastefna verði haldin liór á landi og vísar á bug þeim andmæium presta nágrannalandanna, að Is- landsferð sé of dýr. Minnir m. a. á ferð norrænu kvennanna með „Rrand V“ sl. sumar. Þar voru margar prestakonur með, „Vi forstaar ikke, at „kun præsíer“ har ekki raad til en saadan rejse, naar præstefru- erne har. . . .“ segir séra Sig- urbjörn. -X í DANSKA blaðinu „In- fcrmation“ er eftirfarandi klausa 7. þ. m.: „Eruð þér orð- inn þreyttur að heyra um ís- lcnzku handriíin? E£ svo er, skulum við segja yður enska sögu: í hinum enskumælahdi heimi er „Aliee in Wonder- Iand“ ein hin ástælasta, mcst lesna og oítast tilvitnaða bók. Hún er fjársjóður, lielgur dómur, nær því þjóðleg stoín- un. Bóldn er skrifuð af ensk- um prófessor og kom fyrst út árið 1865. Fruinhandritið var seít á uppboði í Lcndon 1928 fyrir 15.400 sterlingspund, til amerísks safnara, sem yfir- bauð British Museum. Þegar s-afnarimi dó 1946 var handrit- ið selt í New York fyrir 59 þús. dollara. Kaupandinn var jy-fjrbókavörðurinn við þing- bókasafnið — Library of Con- gress — í Washington, sem er landsbókasafn Bandaríkja- manna. En hann keypti ekki í embætíisnafni, heldur var Itann umbaðsmaður fámenns hóps amerískra safnara, sem vildu að Bandaríkin gæfu Englandi handritið á þeim for- sendum „that a nation’s trea- sures belong at home if the nation is able and willing to care for them“ — að dýrgripir þjóðar ciga heima í heima- landinu ef þjóðin vill og er fær um að gæta þeirra. — Hinn 18. nóvember 1948 af- henti yfirbókavörðurinn am- eríski British Museum hand- ritið. Þessi vinarvottur vakti mikla athygli og gagnkvæman góðvilja í milli þjóðanna.“ — Þannig segir Inforrhation frá og er þetta gott „innlegg“ hjá blaðinu. GRIMSBY-FIRMA hefur byrjað sölu á hraðfrystum fiskflökum til Ástralíu og .hefur gengið vel. Segir einn af forráðamönnum fyrirtækisins, eftir að hafa ferðast til Ástr- alíu, að hraðfrystur brezkur fiskur sé miklu betri vara en íiskur sá er Ásíralíumenn hafi keypt af Suður-Afríkumönn- um og Ný-Sjálendingum, og telur söluhorfur því ágætar. , -K UM 20. JAN. SL. fór brezki togarinn „Loch Doon“ (— 670 lestir, byggður hjá Alexander Hall Ltd. í Aberdeen 1949. eins og sumir okkar nýju togara) í veiðiför til Grænlands. Segir Fiching News að þetta sé fyrsta veiðiför brezks togara á Grænlandsmið ó þessari árs- tíð. Bíði menn með óþreyju að fréfta, hvemíg skipinu reiðir af. Skipjð heíur áSur vcitt við Græniand, var þar síðast í nóv. sl. FóSrun húsdýra byggist í raun og veru á tveim meginþáttum, annars vegar á gróffóðri, svo sem grasi, grænfóðri, rófum, kartöfl- um ,heyi o. þ .u. 1., og hins vegar á kjarnfóðri, og þar til má nefna allar korntegundir, fiskiafurðir, olíukökur ýmiss konar o. fl. þess háttar. Þá er einnig venja að telja með kjarnfóori vítaminrík fóður- efni, svo sem lýsi, nauðsynleg fóðursölt, bæði fosfór- og kalí- sölt, þótt ’nvorki vítamin í lýsi né sölt séu reiknuð með, þegar fóðr- ið er metið í fóðureiningar. Gróffóðrið er rneginhiuti fóð- urs sauðfjár, geita og hrossa ,en kýr, svín og hæsr,i þurfa verulegt magn af kjarnfóðri í daglegu fóðri. Sé kjarnfóðrið verulegur hluti af fóðrinu verður yfirleitt ekki komizt af með eina tegund kjarnfóðurs til lengdar, ef af- urðagetu búfjárins á að hagnýta til hins ítrasta og heilbrigði ein- staklinganna að vera í lagi. Á þessu sviði hefur þróun 20. ald- arinnar vgj-ið í þá átt, að sífellt hefur aukizt notkun á fóður- blöndum og hafa vísindamenn og fóðurfræðingar erlendis unnið í sameiningu að því að gera fóður- blöndurnar sem bezt úr garði. Þær kröfur, sem einkum eru gerðar til fóðurblöndu almennt séð, eru þessar: 1. Fóðurblandan á að innihalda hæfilegt mag'n af hinum «ýmsu næringarefnum, sem búfenu er nauðsynlegt til viðhalds og til framleiðslu á afurðum, svo sem mjólk, kjöti og eggjum. 2. Fóðurblandan á að vera kjarnmikil, þ. e. hvert kg. á áð innihalda sem mest af fóðurgildi. 3. Iiæfilegt magn af meltanlegri eggjahvítu og að eggjahvítuefnin séu frá sem flestum fóðurefnum, svo að öruggt sé að ekki vanti neitt af hinum fjölþættu efna- samböndum eggjahvítuefnanna, svo sem amínosýrur. 4. Fóðurblöndur verða að inni- halda nægilegt magn af fóður- söltum og í réttum hlutföllum. 5. Þær verða að innihalda nægilegt magn af vítaminefnum og e. t. v. vaxtarefni. 6. Þær þurfa að vera lystugar og mega 'ekki innihalda nein þau efni, sem á einn eða annan hátt hafa slæm áhrif á afurðir, hvort sem það er á mjólk, kjöt eða egg. 7. Fóðurblandan þarf að vera ódýr. Eg hef nú bent á helztu kröfur sem gera á til góðrar fóður- blöndu og kröfur, sem yfirleitt eru uppfylltar hjá nágrannaþjóð- um okkar og eftir því litið, að þar Aim settum lögum og reglum sé fylgt. Á árunum 1920—1930 var komið á fullkomnu fóðureftirliti á öilum Norðurlöndum og Þýzkalandi og þeir aðiljar, sem eftir það vildu selja fóðurblönd- ur, urðu að innsigla hvern poka með þar til gerðu vörumerki og í hverjum poka átti að vera all- nákvæmar upplýsingar um inni- hald pokans. Hvernig er nú þessum málum háttað hér á landi? Árið 1947 voru samþykkt lög nm efíirlit með framleiðslu og verzlun með fóðurvörur. Eru lög þessi sniðin eftir hliðstæðum lögum á Norð- urlöndum að miklu leyti. Fram- kvæmd laganna er í raun og veru lögð á herðar Landbúnaðardeild- ar Atvinnudeildar Háskólans. í lögunum segir svo um eítir- lit og skyldur fóðurvöruseljenda: í 2. gr. segir að starfsmenn Land- búnaðardeildar skuli taf:.a prufur og sjá um rannsóknir þeirra. í 3. gr. segir að enginn megi flytja inn fóðurvörur nema að fengnu leyfi réttra yfirvalda. í 4. gr. eru til- greindar helztu skyldur seljanda, en þær eru: 1 hverjum poka á að vera seðill og á honum á að til- greina: 1. Nafn og heimili framleið- anda. 2. Vikuna, sem varan er fram- leidd í. 3. Nöfn þeirra fóðurtegunda, sem notaðar eru í fóðurblöndur. 4. Upplýsingar um livaða búfé blandan sé ætluð. 5. Meðalmagn af meltanlegri eggjahvítu í hverri fóðureiningu. 6. Hve mörg kg. þarf af fóður- blöndunni í fóðureiníngu. 7. Sé framleitt vítaminfóður, skal gefa upp tegundir og magn af hverju fyrir sig. Samkvæmt lögunum eiga þess- ar upplýsingar að vera í hverjum einasta poka, sem eins konar trygging fyrir ákveðnúm fóður- gæðum og fóðursamsetningu. í 5. gr. eru ákvæði um að fram- leiðendur fóðurblöndu eða selj- endur kjarfóðurvöru, skulu greiða visst gjald af hverri smá- lest, sem seld er og má leggja gjaldið á vöruna. Þannig hljóða hin ströngu lagaákyæði í lögum um fóðurvörur nr. 63 1947. —o— Fyrir nokkru síðan kom eg að máli við forustumann kornvöru- húss KEA á AkureyrÞög'spurði hann m. a. um samstarí Jians ,(eða KEA sem löggiltan fóðurblöndu- seljanda) og búnaðardeildar- innar. Hann sagði áð samstarfið væri mjög fátæklegt og eiginlega ekki annað en það, að búuaðar- deildin léti taká eina prufu á ári af fóðurblöndunni í jan. 1951 var lekin 1 prufa og svo kom sendimaður aftur í jan- úar 1952. Þess má geta, að KEA seldi um 600 tonn af fóðurblöndu árið 1951. Hallgrímur Traustason, forstöðumaður kornvöruhússins, lét þess getið, að fyrir KEA sem seljanda væri það mjög leitt að geta ekki haft nánara samstarf við búnaðardeildina um eftiiiitið, því af ýmsum ástæðum væri næstum þ.ví útilokað að hafa sams konar blöndu allt árið, þ. e. a. s. að hafa stöðugt sams konar fóðurvörur til blöndunnar. Msð því eftirliti, sem nú er, taldi Hallgrímui; tilgangslaust að setja annað á seðlana í fóðurblöndu- pokana en upptalningu á þeim efnum, sem blandað væri saman, því að um meltanleika eggjahvítu og fóðurgildi vissu þeir lítið, og þegar árangur þessarar einu prufu kæmi til baka frá búnað- deildinni, þá væri e. t. v. búið að skipta um blöndun fyrir fleiri vikum eða mánuðum, ef þá hin- um mikilhæfu mönnum í búnað- ardeild ýfirleitt þætti ástæða til að biría árangurinn hlutaðeig- endum. —o— Eg held að þessar upplýsingar Hallgríms séu rétt mynd af þess- um málum, eins og þau eru og að í raun og veru vanti allt lífrænt samband á milli búnaðardeildar- innar og fóðurvöruseljanda. — Kaupendur fóðurblöndu eru að sjálfsögðu óánægðir yfir því að þeir skuli ekki geta fengið fuil- komnar upplýsingar um þá vöru, sem keypt er dýrum dómum. — Fyrir seljendur er þetta einnig mjög slæmt, að geía ekki íull- vissað kaupendurna urn gæði vörunnar auk þess, sem þeim er ekki mögulegt að uppfylla sett (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.