Dagur - 20.02.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 20.02.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. febrúar 1952 D A G U R 7 Þótt ætlunin hefði verið að hafa þetta blaðaviðtal við Þor- stein M. Jónsson skólastjóra um uppeldismál þjóðarinnar eða andrúmsloftið á bæjarstjórnar- fundunum okkar, sem hann stjómar af miklum skörungsskap, held eg að eg hefði samt byrjað á því að tala við hann um bækur. Ráðsnjall amerískur blaða- maður fékk Clemenceau einu sinni til þess að tala hispurslaust um heimsmálin — þvert um geð, að því er er hann sagði — með því að hefja umræður um sil- ungsveiðar ög listina að kasta flugu. Þeir þreyttu lengi dags þá íþrótt að kasta lítilli flugu í hatt forsætisráðherrans á löngu færi úti í garðinum hans. Blaðamað- urinn sagði síðar, að hann hefði siglt upp að „blindu hliðinni" á fransmanninum og þá hefði „tígr- isdýrið" verið eins og lamb. Það er góð regla að kunna nokkur skil á áhugamálum mannsins, sem maður ætlar að eiga tal við. Ef maður dettur of- an á uppáhalds umræðuefnið er lítil hætta á að samtalið lognist út af í leiðindum. Þorsteinn M. Jónsson hefur um langt árabil verið einn ötulasti bókasafnari landsins, enda mun bókasafn hans eitt hið stærsta og merkasta í einkaeign hér á landi. Þegar eg bað hann leyfis á dögunum að mega skoða safn hans, þóttist eg fullviss um tvennt: að málið mundi verða auðsótt og heim- sóknin mundi verða skemmtileg. Þessi ætlun mín reyndist líka l'étt. Mér var" tekið tveim hönd- um og eg heyrði á skömmum tima meira um gamlar útgáfur og fágætar bækur en áður á mörg- um árum. Og svo vildi svo heppi- lega til, að ekki þurfti að leiða umræðurnar að öðrum efnum. Ætlunin var einmitt að tala um bækur og bókasöfnun í tilefni af því, að nú mun ráðið, að hið merka bókasáfn ‘Þorsteins verði með tíð og tírriá eign ríkisins og varðveitt í Kennáraskóla íslands. Veitti síðasta Alþingi ríkisstjórn- inni heimild til þess að ganga frá samningum við hann um þetta efni. Frá Arngrími lærða til vorra daga. Gestur, sem situr í hinni rúm- góðu og vel búnu skrifstofu Þor- steins í Hafnarstræti 96 sér veggi þakta bókum, frá gólfi í loft. Hann reiknar í huga sér, að þarna hljóti að vera saman komin mörg þúsund bindi. Bækurnar eru hin mesta híbýlaprýði, því að þær, sem hann sér, eru bundnar í fall- egt og smekklegt band og gylltar á kjöl. En hann sér aftur á móti ekki úr sæti sínu, að nær því allt þetta mikla bókasafn er íslenzkar bækur og meðal þeirra eru margar gersemar frá fornri frægð artíð, talandi tákn um manndóm og menningu þjóðarinnar þrátt fyrir allt, frá Hólum, Skálholti, Hrappsey, Viðey og Leirárgöi’ð- um. En hann getur fræðst um þetta allt, ef hann leiðir samtalið að íslenzkum bókmenntum og bókagerð. Húsráðandinn svarar öllum spurningum fljótt og vel og hann gerir betur. Hann leiðir gestinn að bókaskápnum og þar getur þegar. hafizt hin skemmti- legasta kennslustund í íslenzkri sögu. Safninu er skipt í deildir. Fyrst eru rit, er varða íslenzka sögu. Elzta bókin í safninu er „Brevis Commentarius" Arngríms lærða, frá 1593, ágætt eintak, en síðan rekur hver merkisbókin aðra og alls eru þarna saman komnar nær því allar bækur, er út hafa verið gefnar hér á landi og varða ís- lenzka sögu, auk margra erlendra útgáfa. Þá eru næst fornritaút Rætt við ÞORSTEIN M. JÓNSSON, skólastjóra, um bækur og bókasöfnun og ráðstöfun hins mikla bókasafns hans til Kennaraskóla íslands gáfurnar, og eru þar nær allar ís- lenzkar útgáfur, auk margra fornra erlendra, t. d. nokkrar hinna merku sænsku útgáfa frá Uppsölum. Þá eru þjóðsögur, allar útgáfur þeirra, er hér hafa komið út frá öndverðu, ásamt skyldum ritum, og ágætt safn danskra, norskra og færeyskra þjóðsagna. Þá eru íslenzkar skáldsögur, mikið safn og gott, elztu útgáfur þekktustu íslenzkra skáldrita og allir meiriháttar ís- lenzkir höfundar „komplett“. Þá eru riddarasögur eitt hið sam- mikla safni. Síðan hefur alltaf verið prjónað við. Aldrei rakið ofan af. Hann fékk áhuga fyrir fomritunum og hugs- aði upp ráð til þess að komast yf- ir þau smátt og smátt. — Ein gleggsta bernskuminn- irig mín, segir hann, er sú stund, er eg handfjallaði landnámabók í fyrsta sinn — mína eigin land- námabók. — Mér fannst þessi bók heilög bók. Eg opnaði hana hægt og gætilega og leit á titilsíðuna. í bernsku varð eg oft fyrir sömu geðhrifum við að skoða fagrar Þorst. M. Jónsson og hluti hins mikla bókasafns hans Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson. stæðasta safn, sem tii er í land- inu, og íslenzkar rímur, svo að segja allar útgáfur þeirra nema Hrappseyjarútgáfur. Leikrita- safnið er nær öll öll íslenzk leik- rit, er út hafa verið gefin. Þá eru ljóðmælin, flestar útgáfur af helztu ljóðskáldum þjóðarinnar. Þá eru guðsorðabækur, þar á meðal flestar biblíuútgáfur og mikið safn fornra guðsorðabóka úr hinum fornu prentsmiðjum biskupsstólanna. Ágætt orðabóka safn er þarna að finna, ennfremur íslenzkar ævisögur. íslenzk tíma- rit má þar og finna flestöll er hér hafa komið út, samstæð, nema nokkur þau allra yngstu. Er þessi þáttur safnsins hinn merkasti. — Þarna er t. d. allt, sem Bók- menntafélagið hefur gefið út. Loks mikið safn annarra bóka en hér hafa verið taldar, bæði frum- samdar og þýddar. Safnið geymir Þorsteinn ekki aðeins á skrifstofu sinni, heldur og í öðrum íbúðar- herbergjum hússins og jafnvel í svefnherbergi þeirra hjóna eru bækur allmikið á þrem veggjum. Alls mun safnið telja um 5000 bundnar bækur og hátt á annað þúsund óbundnar bækur og bæklinga. Starf heillar ævi. að Hvernig á að fara að því koma upp svona safni? Er það hægt lengur, jafnvel þótt menn hafi fjárráð og aðstöðu? — Nei, svona safni er ekki hægt að koma upp nema á langri ævi, segir Þorsteinn, og vafasamt að það sé hægt fyrir mann, sem byrjar á því nú. En hann byrjaði ungur. Fyrstu bókakaupin gerði Þorsteinn sem drengur fyrir hagalagða aurana sína austur á -Héraði, það var vísir að þessu titilsíður og síðar við að skoða fagurt málverk. — Á Utnyrð- ingsstöðum voru bækur mikið lesnar og þar höfðu bókbindarar búið, faðir og afi Þorsteins. Einn ig var langafi hans góður bók bindari. Þorsteinn lærði ungur bókband af föður sínum og þá um leið, að handfjalla bækur með umhyggju og af nærgætni. Bók- bandskunnáttan kom sér vel fyrir bókasafnarann síðan. — Eg batt lengi vel sjálfur, en er nú hættur því fyrir löngu. Fróðleiksfýsn og safnara- náttúra. En það hefur verið fróðleiks- fýsn, sem hvatti þig til bóka- kaupanna en ekki safnaranátt- úra? — Já, að sjálfsögðu keypti eg bækur til þess að lesa þær. Eg hafði frá upphafi og hefi enn mikinn áhuga á íslenzkri sögu ag las allt, sem eg náði í um þau efni. En safnai’anáttúran er furðulega samslungin fróðleiks- fýsn. Eg fór snemma að halda utan um bækurnar mínar og gerði mér líka grein fyrir því, hvernig eg vildi helzt bæta bóka- kost minn.. Af því að eg las snemma bókmenntasöguágrip, las bókaskrár, sem eg náði í, mundi vel bókatitla og höfundanöfn, vissi eg líka, hvaða bækur mig vantaði. Og nú dregur Þorsteinn lítið kver út úr hillu og sýnir mér. Það er handrit, bundið í kver, geymir uppskrift af bókmennta- sögu Jóns Hjaltalíns skólastjóra. sem aldrei hefur verið gefin út. Þessi saga Hjaltalíns er mest- megnis upptalning á forníselzk- um höfundum frá öndverðu og verkum þeirra. — Þetta ,;kver kunni ,eg utan- bókar að kalla, þegai" eg kom í skóla, segir Þorsteinn. ftgssi fróð- leikur örVáði 'safriaraahugann. Eg vissi hvað mig vántaði. og míg vantaði ekki- áhugann ttí þess að ná í ba^urjujpv,. >, j — , Og þær komu .'kmátt og smátt? ' 4 | — 'Ja, 'þæf há'fa vériðiað koma snemma -jj þessi-.ár.-.og koma enn. Ög halda • • vpnanúi,, áfwitn; 'að koma. Safn. mitt, þp|ur. auþizt'mjög hin síðari ár. Eg hefi býggl ofan á þá uridírstöðu, sem sriemma var lögð. Frariiári af1 ævi; Voru fjár- málin effið,- riog: várð-: ,eg >J)yí að fara gætilega. í; bókakaup. Seinustu árin hefi eg haft betri aðstöðu til þéss að sirina þessum hugðaréfrium' rníhúrii en áður. .Bókásöfnun' eins og þessi ,er miklu meira en að ná í bæþuþ. Þegar um erga.ð ræða fágæt ein- tök, ygrður .maður oft að láta sér nægja, að fá rifrildi af þeim til að byrja rneðkÞá er að þvo blöð- in og nostra við'þau, og bíða þess að fá t. d. annað rifrildi og freista þess að gera heila bók úr báðum og stundum úr mörgum ræflúm. Til sönnunar máli sínu grípur Þorsteinn nokkrar bækur ofan úr hillu og sýnir mér. Sum blöðin eru bætt. Hér hefur verið farið nærfærnum höndum um blöð og línur. Sums.staðar er smekklega límt undir fifna síðu, annárs staðar skeyttir' stafir við máð orð. Heilar - bækur ‘ þvegnar úr blævatnl og jafnvel sápuvatni, blað fyrir blað. Kunnur forn- bókásali- hefur líka látið svo um- mælt um safn Þorsteins ög starf hans, að sennilega hafi enginn ís- lenzkur bókasafnari lagt sjálfur eins eins mikla vinnu af mörkum til lagfæringar á safni sínu og Þorsteinn, að undanskildum hin- um kunna safnara Benedikti heitnum Þórarinssyni í Reykja- vík. — Hvenær hefurðu haft tíma til að. riöstra við þetta? — Mér hefUr þótt hentugt að sýsla við viðgei'ð bóka á meðan eg hef hlýtt á útvarp á kvöldin, segir Þorsteinn, og f bleyti læt eg oft óhreinar bækur íá sunnudags morgnum og tek þær úr leginum eftir hádegi og þurrka þær á ofn- inum á skrifstofu minni. — Hvernig á að fara að því að komast yfir bækur, sem hvergi eru til sölu opinberlega a. m. k.? — í þeim efnum á sjálfsagt hver safnari sínar aðferðir. En í landinu hefur alla tíð verið til mikið af bókum. Einstaklingar hafa legið með eintök fágætra bóka. Oft hafa þeir enga grein gert sér fyrir þýðingu þeirra og ekki sýnt þeim neina ræktar- semi. Mörg bókin hefur spillzt fyrir skilningsleysi. Það er hlut- verk bókasafnarans að safna þessum bókum á einn stað, gera úr þeim heilsteypt safn og bjarga þeim þar með frá glötun. Sumar bækur eru þó helzt að fá í anti- kvariskum bóksölum erlendis. En flestar fágætar bækur mínar hef eg fengið hér innanlands, hjá ýmsum aðilum. Hafa margir vin- ir míriir verið mér; hjálplegir við útvegun bóka, menn eins og GuðmundUr Gamalíelsson bók- sali, Hallgrímur heitinn Hall- grímsson magister, Jónas Rafnar yfirlæknir og Árni Bjarnarson bóksali, nú, og svo höfum .við, þessir karlar, sem fengizt höfum söfnun, dálítið skipzt á innbyrð- is, eða hjálpað hver öðrum, t. d. við Davíð Stefánsson og við nafni minn Dalasýslumaður og Gúnnar Hall kaupmaður. Áhugi fræðslumálastjórnar og kennaraskóla. — Suðurflutningur safnsins? — Ekki verður um neinn flutn- ing að ræða meðan okkar hjón- anna nýtur við. Það, sem um er að ræða, er ráðstöfun safnsins eftir okkar dag. Þetta safn er eig- inlega orðið of stórt og verðmætt til þess að vera í eins manns eign, og ekkert af börnum okkar hjóna hefur aðstöðu til þess að yfirtaka það. Hins vegar er;. allir meðlim- ir fjölskyldunnar mótfallnir því, að safnið tvístrist. Þess vegna var rað, að eg lét í ljós við fræðslu- málástjóra fyrir nokkrum árum, að eg mundi fáanlegur til að láta * Kennaraskólann fá bækur mínar eftir minn dag og gefa skólanum nokkurn hluta þeirra. Þetta varð til þess, að skólastjóri Kennara- skólans kom hingað norður að undirlagi fyrrv. menntamálaráð- herra, Eysteins Jónssonar, og kannaði safnið og ræddi við mig. Upp úr þeim viðræðum gerði eg svo ríkinu tilboð um ráðstöfun safnsins. Því hefur ekki verið foimlega svarað enn, en mér er nú sagt, að Alþingi hafi heimilað ríkisstjórninni að semja við mig um málið. — Og innihald tilboðsins? — Aðalatriðið er, að saínið skuli varðveita sem eina heild á vegum Kennaraskólans, til afnota þar fyrir nemendur, kennara og aðra, sem vilja notfæra sér mögu- leika þess til könnunar á íslenzkri sögu, bókmenntum og bókfræði. Safnið skal metið til peninga- verðs af hæfum mönnum. Helm- inginn greiðir ríkið mér eða konu minni eða erfingjum okkar, en hinn helminginn gefum við hjón- in Kennaraskólanum, þannig, að andvirði gjafarinnar skuli standa inni hjá ríkisssjóði á nafni Kenn- araskólans, og ríkissjóður greiði vexti af upphæðinni. Hluta vaxt- anna á að verja til þess að halda áfram að auka safnið, t. d. halda áfram að safna tímaritum, forn- ritaútgáfum o. s. frv., eftir því sem eðlilegt getur talizt. Bókasafn og skóli. — Telur þú, að Kennaraskól- inn hafi not fyrir þetta stóra safn? — Þessari spurningu hef eg áð- ur svarað í viðræðu við mennta- málaráðherra, og get gjarnan endurtekið það svar: Eg tel að Kennaraskóli íslands muni, er stundir líða, verða sú mennta- stofnun í landinu, er gengur næst Háskóla íslands. Ekkert annað tel eg viðhlýtandi til frambúðar. Slík stofnun þarf að mínum dómi að eiga ágætt íslenzkt bókasafn. Menn verða að athuga, að þótt góð opinber söfn séu til í landi hér, er aðgangur að þeim dálítið annað en að hafa stórt safn inn- an sinna veggja. Gott bókasafn er góður skóli. Mér er engin laun- ung á því, að þetta safn mitt hef- ur verið minn skóli, hefur bók- staflega komið í stað skólagöngu fyrir mig. Þann fróðleik, sem eg hef í það sótt, mundi eg ekki hafa sótt nema að litlu leyti í opinbert safn. Fróðleikurinn er að vísu til í opinberum söfnum, en það er hægara, þegar menn fýsir _að vita eitthvað, að þurfa ekki nema að standa upp úr sæti sínu og ná í bók á vegg heima hjá sér til að fá vitneskju um það, sem maður leitar að. Gott skólasafn, sem sómi er sýndur, getur því haft mikla þýðingu fyrir viðkomandi skóla. Á því tel eg engan efa. — Hefur aldrei komið til tals, að ráðstafa safninu til stofnana hér í bæ? — Eg get varla sagt það. Að minnsta kosti hefur aldrei verið leitað eftir því beinlínis. Hér í bæ er til ágætt bókasafn, þar sem er Amtsbókasafnið, og þótt mitt safn hverfi héðan, má benda á, að til er hér annað einkasafn engu (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.