Dagur - 17.04.1952, Side 1

Dagur - 17.04.1952, Side 1
12 SlÐUR Framhaldsslofnfundur Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra verður haldinn bráðlega. Fé- lagsnienn geta skráð sig á skrifstofu Dags. Dagu „Ævisöguna“ í síðasta sinn n. k. laugardags- og sunnudags kvöld. XXXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 17. apríl 1952 16. tbl. Sigurvegari í norrænni tvíkeppni Myndin er frá Skíðamóti íslands, frá stökkkeppni í Snæhólum. — Magnús Andrésson, skíðakappi af Ströndum, er að stökkva. Magnús cr ágætur og fjölhæfur skíðamaður. Hann varð sigurvegari í norr- ænni ívíkeppni. Frásögn og inyndir frá skíðamótinu eru á bls. 5. (Ljósmynd: Kristián Hallgrímsson). Bandaríkin hafa veift 39,1 milljónir króna til virkjana og áburðarverksmiðju Læknar vara við bjartsýni á þessu stigi málsins Rimifon — nýja berklalyfið. sem mest hefur verið umtalað síðustu mánuðina, — var tekið í notkun á Kristnesi nú nýlcga og um svipað leyti á Vífilsstöðum. Við erum rétt að byrja með þetta, sagði Jónas Rafnar yfir- læknir á Kristnesi í viðtali við blaðið, fengum smáskammt, handa 5—6 manns, en meira mun væntanlegt á næstunni. Og um árangur er að sjálfsögðu ekkert hægt að segja. Það eitt er víst, að lyfið er ekki skaðlegt ef það er tekið í hæfilegum skömmtum, en um áhrif þess á sjúkdóminn get eg ekkert sagt að svo stöddu. Fóik virðist vera ákaflega spennt að fá fregnir af því, sem vonlegt er, en rangt væri að vekja falskar vonir í brjóstum hinna sjúku. Umrnæli erlendra lækna. Þessi ummæli yfirlæknisins hníga mjög í sömu átt og erlendra lækna, er rætt hafa þetta nýja lyf. Nokkrar vonir tengdar við það, en allt of snemma að fagna sigri. Bezt að búast við vonbrigð- um, því miður. Einn kunnasti berklalæknir Dana, dr. Tage Hyge, yfirlæknir við berklahælið í Lyngby, sagði t. d. á þessa leið í viðtali við Berlingske Tidende í vikunni sem leið: — Rimifon er efni — töflur — sem við vitum ekkei-t um ennþá. Fyrstu fregnir um lyf þetta bár- ust hingað frá ArmríVd fyrir tveim mánuðum — og síðan liöf- um við hér — og fleiri berklahæli — fengið nokkrar töflur til reynslu. Maður sér nú til hvað kemur út úr þessu. Þekkt þegar 1912. Sjálft efnið hefur verið þekkt síðan 1912, en tilraunir í berkla- rannsóknum eru nýjar. Rimifon drepur berklabakteríuna. Önnur kunn efni — Streptomycin og PAS — verka öðruvísi, en tak- markið er hið sama: að' reyna að stöðva berklana. Fyrir liggur reynsla, m. a. í Bandaríkjunum og Sviss, snotur árangur að sjá á blaði, en enn er ekki hægt að byggja á honum að því marki, að unnt sé að segja að nýja lyfið sé betra en þau gömlu. Enn segir þessi danski yfirlæknir: Gamli yfirmaðurinn minn, dr. Permin yfirlæknir, sagði eitt sinn við mig: — Maður getur gefið hvaða efni sem er út fyrir að vera berklalyf og náð mikilli frægð um hálfs árs skeið, því að það tekur svo langan tíma að sannreyna að efnið sé einskis nýtt. Dr. Permin hafði rétt fyrir sér. Eg lít með eftirvæntingu til nýja lyfsins Rimifon, en reynsla áranna hefur kennt mér varúð í þessum efnum. Versta, sem hægt er að gera gagnvart sjúklingum, er að vekja hjá þeim falskar vonir. — Stelkar, gæsir og grá- endur síðustu gestirnir sunnan um höf Síðustu þrjá daga páskavik- unnar bar hér að garði tals- verðan fjölda þrasta sunnan um höf, í hóp þeirra trygglyndu skógarþrasta og gráþrasta, sem hafa þraukað hér með okkur í allan vetur. Kristján Geir- mundsson benti bíaðinu á þetta. Sæmundur Jóhaunesson mun hafa verið fyrstur manna hér að heyra í gæsunum í ór. Þær flugu hér hátt yfir um páskana og stefndu norður Eyjafjörð. — Kristján Geirmundsson sá 3 grafendur við Leirugarðinn um páskana, komnar sunnan um höf; þær voru hér um sama leyti í fyrra. Loks sá Kristján 2 stelka á Leirunum á annan páskadag, þá fyrstu í ár. Fyrsta stelkkoma hér, sem Kristján þekkir, var 12. apríl, annars koma þeir fyrst venjulega 13. —15. apríl, og svo fjölgar þeim ört úr því. Enginn hefur heyrt í lóunni enn, svo að blaðið viti. Kunna menn að segja fleiri gestakomur? SÍOUSTU SÝNINGAR Leikfélag Akureyrar sýnir „Ævisöguna" eftir Behi'man, laugardags- og sunnudagskvöld Og er líklegt að þetta verði síðustu sýningar þessa athyglisvei’ða sjónleiks. 97 norskir sjómenn taldir af Mesta sjóslys ,sem orðið liefur í Norðurhöfutn .-i seinni árum, mun vera örliig firnrn norskra selveiði- skipa í Vesturísnum svonefnda, hér norðaustur af Islandi, snemma í þessum mánuði. Var fjöldi norskra skipa þar að veiðum, er aftaka veð- ur brast á. Fimm skipanna er sakn- að, á þeirn voru 97 menn. íslenzkar og bandarískar flugvél- ar hafa leitað nú um páskana á stóru svæði, en án árangurs. Norsk selveiðiskip halda leitinni áfrarn, svo og norskar hersnekkjur og flug- vélar. Engin breyting á frílistannm fyrirhuguð Björn Olafsson viðskiptamáia- ráðherra tilkymiti í útvarpsræðu sl. laugardag, að Bandaríkin liefðu veitt fslandi nýtt framlag í Evrópugjaldeyri til þess að tryggja framkvæmd virkjananna við Sog og Laxá og byggingu áburðarverksmiðju án þess að koma þurfi til takmarkana á því frjálsræði í viðskiptum, sem rík- isstjórnin hefur komið á. Er ráðherrann nýkominn til landsins fi'á Bandaríkjunum, þar sem hann í'æddi þessi mál við forráðamenn öryggismálastofn- unarinnar, er héfur með höndum fjárveitingar til aðildai'ríkja Marshallsamstarfsins. Miklar fjárveitingar. Hinar nýju fjárveitingar Banda- ríkjamanna nema alls 39,1 millj. króna, þar af er 38,8 millj. í Ev- rópugjaldeyri, en 6,5 mill. í doll- ai-agjaldeyri. — Verður fi'amlag Bandaríkjanna til íslands á tíma bilin 1. júlí 1951 til 30. júní 1952, þar með alls 5Vz millj. dollara, þar af er 4,5 millj. dollara gjöf, en 1 millj. lán. Ráðhei’rann benti á, að án hinn- ar mikilvægu aðstoðar Banda- í'íkjanna, hefði ekki reynst unnt Sumarblómin falleg á íslandi - segir danskt blað Danska blaðið Frö og Gartneri birtir nú í vorheftinu 1952 grein og- myndir frá garðyrkju á íslandi, - aðallega gróðurhúsaræktuninni. Segir þar m. a. frá heimsökn garð^Tkjumanua til íslands s. 1. haust. Blaðið-er mjög lirilið af gtx’ið- urhúsararkt lslendinga- og segir -aiV íslcnzk gróðurhúsablóm séu ylirleitt mjög falleg, svo afí lcita þurfi til beztti gróðurhúsa í Danmörku til þess að fá .samanburðargrundvöll. hakka þeir þcnnan árangur lofts- laginu hér, og svo aðstöðunni ■ við lieita vatnið og kunnáttu íslenzkra garðyrkjumanna. A lslandi er, segir blFðið „sumarblómin stærri, gul- ræturhar rauðari, vatnið heitnra og kaffið dvrára en víðást annars stað- ar.“! Akureyrartogararnir munu reyna flot- vörpuna Hin nýja flotvarpa, sem kennd er við Agnar Breiðfjörð neta- gerðarmann í Reykjavík, vekur mikla athygli. Hefur togarinn Neptúnus reynt hana með ór- angri að undanfömu og telur skipstjórinn, hinn kunni afla- maður Bjarni Ingimarsson, vörpuna hina inerkustu nýjung. Varpan nær til fisks uppi í sjó og hefur Neptúnus fengið mjög mikiitn afla á skömmum tíma með þessuoi duetli. Togarar Út- gerðarfél. Akureyringa munu reyna vörpuua, að því er fram- -kvæmdastj. félagsius. Guð- numdur Guðmundsson, sagði blaðinu í gær. Félagið á 3 svona vörpur í Reykjavík, og netagerðarmeistari þess, Helgi Hálfdánarsen, fer til Reykja- víkur í dag íil þess að kynna sér þessa nýjung nánar. Ekki var í'áðið, hvenær skipin taka vörpuna um borð, en líklegt að það verði bráðlega. að hrinda í framkvæmd stór- virkjunum þeim, sem nú er unnið að né heldur byggingu áburðar- verksmiðju, en þessar aðgerðir ættu að vei'ða þjóðinni mikill styrkur í baráttu hennar fyrir bættum lífskjörum í framtíðinni. Frílistinn gildir. Vegna nokkun'a gjaldeyriserf- iðleika nú fyrri hluta ái'sins kom- ust á kreik sögur um að frílistinn yi'ði afnuminn. Ráðhen'ann lýsti því yfii', að engar breytingar í þá átt væru í’áðgerðar, enda taldi hann að vonir þein-a, sem beittu sér fyrir frjálsri verzlun, hefðu rætzt að verulegu leyti. í meðal- ái’ferði nægðu gjaldeyi'istekjur þjóðarinnar til gi-eiðslu á almenn- úm innflutningi og venjúlegum duldum greiðslum. Mesta vöru- hungrinu hefði nú verið fullnægt, birgðir væru miklar í landinu, viðskiptin lytu lögmáli eftir- spui'nar og framboðs. Iðnaðarnefnd. Ráðheri’ann tilkynnti ennfrem- ur, að á næstunni yi'ði sett á stofn nefnd til að athuga aðstöðu iðn- aðai’ins í landinu og í'áð til úrbóta í þi-engingum þessai'ar atvinnu- greinai'. Hafa Framsóknarmenn o. fl. gert tillögur um slíka athug- un að undanförnu. Hjálp til fólksins í Gumiólfsvík! 1 s. 1. mánuði brann til kaldra kola íbúðarhúsið í Grunnólfsvík í Skeggjastaðabrepppi í N.-Múlasýslu og innanstokksmunir allir. Fóikið slapp nauðuglega úr eldinum, alls- laust. l’arna bjó margt iólk, 2 fjöl- skyklur með a. m. k. 10 börn innan við fermingaraldur. Það verður nú að byrja með tvær hendur tómar að reisa sér heimili á ný. Hér er því rík þörf á að rétt sé hjálparhönd. Nokkrir sveitungar þessa fólks hér i hziium bafa riðið á vaðið með gjaíir, cn vilja ekki fleiri liðsinna jiessu ióiki? SUrifstoia biaðsins veit- ir gjöium nwittöku. Aðalfundur KEA 7. °g mai Stjéru Kaupfélags Eyfirðiuga auglýsir aðalfund félagsins i blaðinu í dag. Verður hanw haldinn hér á Akureyri mið- vikudaginn 7. maí og fimmtu- daginn 8. maí. Fundarstaður er Nýja-Bíó hér í bæ.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.