Dagur - 17.04.1952, Síða 10

Dagur - 17.04.1952, Síða 10
10 D A G UK Fimmtudaginn 17. apríl 1952 í555555555$5555$$5555S555555$555$555555555555555555555555555555$5555$g Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni <%?£■ hæz 29’ DAGUR’ (Framhald). Borðið var á milli hennar og Faith. Roxie lét það ekki á sig fá, hún hallaði sér fram yfir borðið, svo að glösin ultu um*koll. Andlit hennar nam við andlit Faith. „Þú hefur ekki einu sinni kom- ið inn í klúbbinn hjá mér, en seg- ir samt að eg láti liggja við skít- ugt í rúmunum. Jæja! Við skul- um bara ganga úr skugga um það. Eg kom með allt úr rúmun- um hingað og eg skal segja þér, hvað eg ætla að gera: láta þig finna það á sjálfri þér, hvort rúmfötin eru skítug eða ekki.“ Eva Larch. Um leið og hún sleppti orðinu1 greip hún um handleggina á Faith og dró hana til sín, yfir borðið. Þetta varð með svo skjót- um hætti að Eva og Amos áttuðu sig ekki fyrr en hún var búin að koma ætlunarverki sínu. í fram- kvæmd. „Komdu með lökin, Beulah!“ kallaði hún. Amos hratt borðinu frá sér og átóð á fætur. En áður en hann kæmist til þess að skakka leikinn, hafði Faith losað sig úr taki Roxie. Og á næsta augnabliki sá hann, að afskipti hans voru óþörf. Faith getur bjargað sér sjálf, hugsaði hann. Hann sá heilaga^ vandlætingu ljóma á vanga hennar. „Snertu mig ekki aftur,“ sagði Faith. Hún sagði þetta hljóðlát- lega, nærri því vingjarnlega. En eitthvað bjó undir. Og Roxie heyrði það og stanzaði. En aðeins andartak. Svo tók hún til aftur. En hönd Faith stöðvaði hana. Það small í um leið og hún gaf henni kinnhestinn. Hann var vel úti- látinn. Stór rauður blettur var kominn á mjúka kinnina á Roxie. Roxie horfði undrandi á and- stæðing sinn. Hún hreyfði ekki legg né lið. Hún hafði enga æf- ingu í að mæta svona lífsreynslú. Heima í klúbbnum réði hún, þar deildi enginn við Roxie. Það var áhyggjusvipur á andliti hennar, en hún var samt ekki uppgefin strax. Hún þreif þvottakörfuna af Beulah og rétti hana að Faith. „Svo að sængurfötin eru skít- ug? Hérna eru þau. Beulah tók þau beint úr rúmunum. Nú skul- um við sjá, hversu sannsögul þú er't. . . .“• „Hver sagði að þau væru óhrein?11 spurði Faith. „Þú skrifaðir það, eða gerðurðu það ekki? Eg las það sjálf.“ „Eg skrifaði sögu,“ sagði Faith, „og þar voru nefnd skítug lök. En það var á hóruhúsi." s „Hvað meinarðu? Eg starfræki klúbb. — Lúcíus.....“ Hún sneri sér að lögfræðingi .sínum. „Ætl- arðu að hlusta þegjandi á það að fyrirtæki mitt sé nefnt slíkum nöfnurn?" , „Hver er að tala um þitt fyrir- tæki?“ spurði Lúcíus afundinn. „Hún gerði'þdð.. . .“ Og Roxie béindi vísifingrinum að Faith. En eitthvað í tilliti Faith stöðvaði hána á miðri leið. „Þeir ségja mér alíir, áð hún hafi átt við klúbbinn minn.“. ' „Hvaöa' þeir?1* Roxie Drumheller. Roxie horfði undrandi á alla viðstadda. Svo sneri hún sér að Beulah. „Hver kom með þessa sögu til okkar fyrst?“ spurði hún. „Hver sagði að hún ætti við minn rúmfatnað?“ „Eg veit það ekki, frú Roxie,“ sagði Beulah skjálfandi á bein- unum. „Eg held samt, að það hafi verið ein af stúlkunum. Hún heyrði það yfir í Lunadilla." Litla stund var svo að sjá, sem Roxie mundi fá annað kast, en úr því varð ekki. Hún leit út eins og eitthvað hefði komið fyrir hana. Hún horfði spurnaraugum á alla viðstadda, en fleygði síðan lökun- um aftur í körfuna. „Farðu með þetta aftur í klúbbinn og búðu Vald. V. Snævarr: Séra Kristján Þ. Eldjárn. Tjaraarkirkja í Svarfaðardal sextug (Nokkrir þættir úr sögu hennar) (FrarnhalcL). , * „ þessa tínia, einkum að hún er óliæfilega mjó, er það ráð tek- ið, samkvæmt umtali og skoð- [ unargjörðum, — að rífá háiia lað ári komanda og byggja nýja staðinn. Þar sem hún er svo Ifélítil, að það er mikið áræði j fyrir prestinn,sem er fjárhalds- i maður kirkjunnar, að ráðast í þetta, hefur hann leitað sam- þykkis við sóknarmenn sína um þetta, og eru þeir þessu mjög lilynntir, og liafa sumir I hinna efnabetri lofað að styðja þetta fyrirtæki með nokkru láni í bráðina." Sama ár var svo efnt til nýbyggingar. Kirkjuviðir voru keyptir og heim flúttir fyrir haustið, gamla kirkjan felld niður, að svo miklu leyti, sem lnin var ekki áður hrunin, og grunnur gerður að nýrri kirkju á gamla staðnum. Yfir- smiður var ráðinn, hinn kunni maður: Jón Stefánsson á Dalvík, en með honum smiðirnir Gísli Jónsson, nú á Hofi, og Jón Þórðarson, mágur hans, ásamt Baldvin Jóhannssyni frá Steindyrvim. Stráx upp úr nýári 1892 var tekið til ó- spilítra málanna við smíðarnar. Þeir Jón Stefánsson og Gísli hjuggu saman grindina, og upp úr því byrjuðu þeir allir að fletta'trjám í þiljur, liefla þær og plægja, og smíða hurðir og glugga o. fl. Svo háttaði þá húsum á Tjörn, að bæjarhúsin voru í þrem röðum: Vestast var baðstofan, þá búr og eld- hús, og í fremstu og austustu röðinni langhús með kvisti. Veturinn var veðurvondnr og frostharður, en bæjarhúsin óupphituð þar, eins og annars staðar á þeim ;jrum. Smið- irnir sváfu allir á langhúíkvisLinum. Svo var þar kalt, að allar þiljur og loft hvíthéluðu á nóttum, og hrundi svo hélan niður á gólfið, er þeir stigu fram úr rekkjum sínum á morgnana. Kekaviðartrjám flettu þeir úti með langviðar- sög. Urðu þeir þá oft að segja hverjir öðrum til, er kinn- arnar tóku að livítna af frosti. Frá þessu er sagt hér til þess að sýna, hvað menn lögðu á sig við vinnuna í þann tíð. Má nærri geta, hvernig þeim hefur liðið, en ekkert var að því um rúmin aftur,“ sagði hún. Og svo sneri hún sér að lögfræðingn- um: „Eg þarf að tala við þig, Lúcíus, helzt á skrifstofu þinni.“ Hún snaraðist út með þóttalegu fasi. Lúcíus lötraði á eftir, hægur og hljóðlátur. Áður en þau komu að anddyrinu, hóf hann upp raust sína: „Þótt þú getir skoðað þig alla í spegli, er heimskulegt að ásaka manninn, sem gaf þér speg- ilinn fyrir að það hefur vaxið varta á nefinu á þér.“ Þau hurfu bæði út um dyrnar. —o— Þegar þeir Hampton og Stafford stöðvuðu bílinn sinn fyrir framan Saddlers-veitingahús var auðséð að eitthvað stóð til þar. Mann- fjöldi hafði safnast saman á gang- stéttinni og nokkrir lágu á gægj- um við gluggann á veitingasaln- um. Enginn sagði neitt, en andlit þeirra Ijómuðu af áhuga og mein- fýsi. Þeir Hampton og Stafford litu hvor á annan spurnaraugum, og flýttu sér svo að anddyrinu. Hurðinni var hent upp á gátt og í anddyrinu birtist ógleyman- leg sjón, líkust málverki eftir Rubens. Roxie fyllti upp í dyrnar, búlduleit og rjóð á vangann, aug- un skutu neistum. Hún þusti fram hjá þeim með valdsmannssvip. — Stafford horfði á þetta með upp- glennt auguf en frá Hampton kom ofurlítið blísturshljóð um leið og hún streymdi fram hjá. Hún sigldi hnakkakerrt niður strætið og þegar hún þokaði úi- dyrunum, sást að baki hennar lít- ill, gráhærður, flóttalegur maður, og á eftir honum kom hræðsluleg, lítil kona, með fulla þvottakörfu í fanginu. Hlátur og pískur heyrðist frá áhorfendum, en hópurinn tók að dreifast. Hampton horfði enn um stund á eftir konunni, sem strunzaði niður strætið, andvarp- aði síðan lítið eitt. Svo gengu þeir Stafford inn í veitingasalinn. Faith stóð enn þar sem Roxie hafði skilið við hana. Hún var stillt að sjá, en mjög á varðbergi. Hún vissi að þetta var upphafið en ekki endirinn. Ekkert gat stöðvað strauminn héðan af. Og hún var alein og óstudd. Andlitin, sem að baki stóðu, höfðu í augum hennar runnið saman í ógreinilegan kökk meðan hún var að fást við Roxie. Þá sá hún aðeins hana. En nú komu þau nær. Hún þekkti þau ekki enn. í huga hennar var aðeins ein hugs- un Ijós: Farðu ekki út á götuna, vertu kyrr, þar sem þú ert, og bíddu átekta. (Framhald). spurt. Verkinu varð að koma af. Kirkjan v-arð; að komast upp sem fyrst. Fyrir því varð allt annað. að.þoka. Tjarnár- sóknarmenn voru kirkjulausir þann vetuiv Sennilega hafa þeir þá sótt til Vallakirkju og fengið þar kirkjunot, er á liefur legið. Unt vorið, strax sem veður leyfði, var kirkjan reist. — Grunnurinn var til frá því haustinu áður, eins og áður er sagt. Allt var prýðilega undirbúið, og gekk því vefkið fljótt og vel. Stóð ekki á löngu, unz kirkjan var fokheld. Þeir nafnar, — Jón Stefánsson fyrst, Jón Þórðarson síðar, — hurfu brátt til sjósóknar, er kirkjan liafði verið reist. Kom því klæðning ogallur lokafrágangur á Gísla Jóflssbn og hjálpar- menn hans, — ekki sízt á Jón Tryggva Jóhannsson frá Ing- vörum, þá heimilismann á Tjörn. Er svö ekki að orðlengja það, að um hvítasunnuna þá um vorið var kirkjan talin messufær. Eins og gefur að skilja, var þungu fargi létt af séra Krist- jáni, þegar liér var kornið. Hann stóð fyrir byggingunni, og allur þungi framkvæmdanna hvíldi á herðum hans. Upp var hún komin, kirkjan, — þó að ýmsu væri áfátt, — hún ómáluð, hvelfingarlaus o. s. frv. Vígsludagurinn var ákveðinn: Hvita- sunnudagurinn 5. júni, — og séra Kristjáni falin vígslan. „Bara, að vcðrið verði nú gott,,“ liafa sjálfsagt margir sagt, er messuboðið barst um sóknina. Það var ekki heldur að ástæðulausu. Það voraði seint og illa 1892. Hafísinn, „lands- ins forni fjandi“, var ýmist inni á firðinnm eða á næstu grösum. Hinn 29. apríl sigldi hákarlaskipið „Margrét“ frá Hrísey á liafísjaka og sökk. Og 2. maí lentu tveir bátar héð- an í íshrakningi og björguðust við illan leik upp í Nausta- víkina. Margir voru orðnir bjargarlitlir fyrir menn og skepn- ur, er fram á vorið kom, en allt bjargaðist þó furðanlega. Voryrkja byrjaði seint og hvergi fyrr en um og eftir 20. maí, en 9. júní voru kýr fyrst leystar út. Frostharka vetrarins og veðurvonzka krepptu að almenningi. En — svo kom bless- aður vorbatinn, eins og sendiboði algæzkunnar, — að vísu ekki með eins hagfelldu, eins og menn óskuðu, en blessað- ur samt. Hvítasunnudagurinn 5. júní rann upp. Áttin var norð- læg og þriggja stiga frost um morguninn, en sólskin og bjart. Fljótt hefur hitnað í lofti af sólu, og um kvöldið brá til suð- lægrar áttar. Fólk hefur sjálfságt fjölmennt til kirkju sinnar úr Tjarnarsókninni. Líkur benda til þess, að allir bændur sóknarinnar hafi sótt kirkju, og rnargir ásamt konum sínum, til að vera við vígsluna, en búandi hjón í sókninni voru þau, er hér segir: Á Steindyrum: Þórður Jónsson, Guðrún Lovísa Jóns- dóttir. (Framhald). t

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.