Dagur - 07.05.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 07.05.1952, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 7. maí 1952 Dagskrárroál landbúnaðarins: Hugleiðingar um geymslu kartaflna Jónas Pétursson, tilrr.una- stjóri, ræðir hér á eftir í at- hyglisverðri grcin, á hvaða hátt megi geyma kartöflur hjá framleiðendum allan veturinn í gryfju, sem reft er yfir. — Hér í Eyjafirði er geymslu- spursmólið mjög á dagskrá. Er það álit margra, að það verði ekki leyst á viðunandi hátt. nema með því að stór geymsla komi á Akureyri og auk þess séu framleiðendur sjálfir færir um að geyma nokkuð af upp- skerunni í eigin geymslum og það án þess að teljandi geymslu skemmdir komi fram. Jónas bendir hér á smá lausn, stm ætti að vera viðráðanleg hverj- um framleiðanda, þótt ekki hafi hann ráð á að byggja dýra geymslu. Á. J. Sú skoðmi er nú að ná all- almennri viðurkenningu, að ís- lendingar eigi og þurfi að rækta allar þær kartöflur, sem þjóðin notar árlega til matar og útsæðis. Þetta mark hefur ekki náðst enn, og vantar raunverulega mikið til að svo sé. Veldur því margt. Má þar einkum nefna hina breytilegu veðráttu, sem óhjákvæmilega veldur uppskei-ubresti, þegar illa árar. Vei'ður hin fjárhagslega út- kom'a af kartöfluræktinni þá hin hörmulegasta, eins og nú er kom- ið með verðlag á öllum rekstrar- vörum og vinnu. Margt fleira ^kemur fil greina, sem orsakar of , mikið öryggisleysi við þessa '.ræktun. Eg ætla hér aðeins að drepa á eitt vandamáliS, en það er geymslan á kartöflunum. Veldur það mörgum erfiðleikum og áhyggjum, hvernig þeir geti varið kartöflumar að haustinu fyrir frosti, áður en tök eru á að koma þeim á markað, og að varð- veita þær yfir veturinn, t. d. út- sæði og það, sem nota á til heima- neyzlu, jafnvel þótt unnt sé að losna við meginið að haustinu. — Þessir erfiðleikar eru að visu ekki á vegi þeirra, sem nú þegar hafa byggt sér kartöflugymslur. En miðað við þann fjölda, sem við kartöflurækt fæst, eru þeir fram- leiðendur tiltölulega fáir, sem hafa góð geymsluhús. Að vísu munu flestir, sem rækta verulegt magn kartaflna, 50—100 tunnur eða meira að staðaldri, hafa byggt sér geymslu ,eða tryggt sér afnot geymslu. En hinir, sem rækta þetta 10—20 tunnur, eða kannske meira í góðum árum, eru flestir án geymsluhúsa. Og eg vil skjóta því hér inn í, að eg hygg að það verði drýgst til þess að íslending- ar fullnægi sinni kartöfluþörf, að sem flestir stundi ræktunina, þótt í smærri stíl sé. Kornið fyllir mælirinn, og eg held að það verði drýgra, sem frá fjöldanum kem- ur, heldur en frá fáum og stórum kartöfluframleiðendum. En nú er allur byggingarkostnaður orðinn svo óheyrilega hár, að það mun mörgum Teynast ofviða, jafnvel að byggja litla kartöflugeymslu og sjálfsagt ekki heldm- hagfræði- legur gnmdvöllur undir slíkri framkvæmd. En það hefur lengi verið gert, og oft lánast vel, að grafa kartöflurnar í jörð að haustinu og moka þykkum mold- arhaug yfir. Er þetta enn aðal- geymsluaðferðin í fjölmörgum sveitum, þar sem kartöfluræktin er í fremur smáum stíl. Slíkar gryfjur þurfa að vera á þurrum stöðum, þar sem jarðvatn getur ekki komið til greiná og vel þarf að fyrirbyggia að yfirborðsvatn geti komist að. t. d. ef hallar að gryfjunni á einhveria hlið, verður að taka grunna vatnsrás brekku- megin. Þessa aðferð telja margir hina ágætustu, þó að stundum hafi komið fram eyðilegging á kartöflum í gryfjum. En það, sem eg tel mesta ókostinn við þessar gryfjur er það, að allmikil vinna fer í þetta, bæði þegar kartöfl- urnar eru settar í þessar gryfjur og aftur, þegar þær eru teknar upp. Einkum er það, ef mikið frost er í jörð, þegar kartöflurnar eru teknar upp. Sl. haust gróf eg talsvert af kartöflum á Skriðu- klaustri. En ég vildi reyna að sneiða hjá þessum ókostum. Mok- aði eg því moldinni ekki yfir, heldur refti yfir gryfjuna og þakti og setti svo moldarkúf yfir. Ein gryfjan, sem eg setti í, var ca. 1,00 m. bmdd og 4—5 m. á lengd og halláði botninum talsvert eftir endilöngu. Dýptin var ekki meiri en ca. 1.20 m. og fyllti eg svo að varla' var meira en 20 cm. borð frá gryfjubrún dð ka'rtöflunum, sem eg hafði ofurlítið, kýfðar í gryfjunni: Þetta var gullauga, sem tekið var upp í þurru veðri, sett í poka, og látið í bráð í lélegt úthýsi og svo skömmu síðar losað beint í gryfjuna, — sem sagt eins og það kom úr garðinum. í apríl- byrjun var tekið upp úr 'gryfj- unni óg hafði géymzt með af- brigðum-vel. Þó hafði frost kom- ist að efstu kartöflunum í öðrum enda gryfj.unnar. Þai' hafði verjð, mokað helzt til lítið yfir þakiðl En slíkt 'þ'árf vitanlega ekki að komp. fyrjr. Kostir þess, að hafe svona þak yfir gryfjunum eiái þessif: ■ •'falsvert- - loftrúm verður yfir kartöflunum, sem eg tel mik- inri kost. Með því er hægt að fyr- irbyggja myglu og raka af öndun kartaflnanna, sem oft veldur skemmdum í venjulegum jarð- gryfgjum. Má því líka hafa all- mlklu'meira magn saman í einíii gryfjunni með minni áhættu. Z— Ekki þarf að taka ofan af alíri gryfjunni, heldur nægir að taka þakið af öðrum enda, ca. 1 fer- metra. Þakið verður líka þynnrja, þar sem mikil frostvöm er í loft- rýminu efst í gryfjunni. Verðui' því stórum minni vinna að taka slíkar gryfjur upp. Ekki er held- ur nauðsynlegt að: taka allt úr gryfjunni í einu lagi. Loks er svo hægt að hafa sömu gryfjuna í fleiri árán þess að hreyfa megin- hluta þaksins, ef staðurinn reyn- ist að öðru leyti góður. En hins sama .þarf vitanlega að gæta við allar slíkar gryfjur, að jarðvegur sé þurr, — mjög gott að möl.eða sandur sé í botni — og að úti- lokáð'se áðfénnsli yfirborðsvatns. Flestir kannast við hve gull- auga er viðkvæmt í meðförum að haus'tínu. Sprunguhætta mikil og hýðið mjög veikt. Eg aðgreindi gullaugað, sem eg tók upp úr gryfjunni í aprObyrjim, í flokk- unarvél með virristinn.. Þoldi hýðið það fullkomlega og sá ekki á því, þótt slík Vírsigtaflokkun megi teljast útilokuð á gullauga nýuppteknu og má reyndar segja það um flestar kartöflur. Það hefur þess vegna mjög marga kosti, að geta komið kar- töflum nýuppteknum f einfalda, ódýra og örugga geymslu. Haust- in eru mikill annatími og einyrkj- um og fáliðuðum bændum mikið öryggi i því að hafa slíkar jarð- gryfjur tiltaekar um uppskeru- tímann. Hentug og hagkvæm lausn á geymsluvandamálinu er einnig-: stór' áfangi í baráttunni fyrir svo mikilli kartöflufram- leiðslu, að fullnægi þörfum fs,- lendinga. Og við megum ekkj jí öllum efnum horfa svo hátt, að við sæk'jum vataið yfir lækinn. 2 Jónas Pétursson. STUTTU MALII NEW YORK HERALD TRI- BUNE segir Truman Banda- ríkjaforseta eiga skennntilega daga nú í sciimi tíð, síðan hann ákvað að vera ekki í kjöri aft- ur. Nú sé hann frjáls eins og fuglar himinsins og þurfi ekki að taka minnsta tillit til hátt- virtra kjósenda, enda gefi hann þenn sumum hverjum langt nef. Blaðið tclur upp eft- irfarandi atvik, og fullyrðir að Truman hafi skemmt sér kon- unglega yfir þeim: Hann skammaði dagblöðin og út- varpsstöðvarnar í heild fyrir afstöðuna til ráðstafana ríkis- stjórnarinnar, hellti úr skálum reiði sinnar yfir forráðamenn stáliðjuveranna, gerði grín að hefðarkvennasamtökunum „Dætur amerísku byltingar- innar“ og stríddi þeim með því að biðja þær að taka upp á stefnuskrá sína málefni, sem hann vissi að þær eru mjög andvígar. Hann fleygði harð duglegum, pólitískum stuðn- ingsmanni á dyr, þar sem er Howard MacGrath dómsmála- ráðherra. Honum var skipað að segja af sér. Hann hefur lýst megnri óánægju yfir framkomu annars valdamikils demókrata, Stevenson fylkis- stjóra í Illinois, sem ncitaði að gefa kost á sér til forseta framboðs. Hann hefur opin- berlega sett ofan í við formann Demókrataflokksins, McKinn ey, og ávítað fylkisstjórana í miðvesturríkjunum, jafnt flokksinenn sína og aðra, fyrir að hafa sezt á fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar til varnar flóð um í þcssum landshluta, hefur auk þess hótað að taka flóða eftirlitið úr höndum verk fræðingadeildar hersins og leggja undir innanríkisráðu neytið, cnda þótt sú ráðstöfun mundi vekja harðar deilur. — Margt annað hefur Truman sagt og gert á þeim vikum, sem liðnar eru síðan hann ákvað að verða ekki í kjöri, án tillits til þess hvort það kemur sér vel fyrir flokksmenn hans og valdamiklar klíkur eða ekki. FRÁSÖGN í Fishing News nú nýlega gefur nokkra hug- mynd um fiskiræktina í Bret- landi. Er svo frá skýrt, að 1 millj. laxaseiði verði sett í árn- ar Bann og Dee hvora um sig nú í vor. í frásögninni kemur í Ijós, að klakið hefur verið úr íslenzkum laxahrognum í ána Bann, en ekki hefur það haft sýnileg áhrif á Iaxagöngurnar, segir blaðið, aftur á móti varð betri reynsla af skozkum laxi. Hér á íslandi eru fiskiræktar- málin í niðurlægingu. Á Norð- urlandi er t. d. engin klakstöð fyrir göngufisk, en ránveiði er víða stunduð af kappi. Þarna eru náttúruauðæfi illa nýtt. TOGARINN Loch Doon, frá | Hull, er sótti á Grænlandsmið : í janúar sl. og gerði góðan túr, kom úr mánaðar útivist á Grænlandsmiðum um miðjan apríl og seldi aflann fyrir nær 12 þús. pund. Vekja þessar veiðiferðir á Grænlandsmið að vetrinum athygli í Bretlandi og þykja hafa gefið góða raun | þótt veður hafi verið erfið. Trillubátur Lítill trillubátur til sölu. Upplýsingar í Skjaldarvík. Slefán Jónsson. Garðyrkju- verkfæri afar fjölbreytt úrval ú' Jám- og glervörudeild. SAUMUR allar stærðir, frá W til 6" bæði galvaníseraður og ógalvaníseraður Byggingavörudeild KEA. Karlmanna-alfatnaðir Verð frá kr. 475.00 Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. Svartir ísgarnssokkar gamla, góða, sterka tegundin, er loksins komin aftur Brauns verzlun Páll Sigurgeirsson. Vinnufatnaður Vinnuvettlingar mikið og gott úrval! VÖRUHÚSIÐ H.F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.