Dagur - 11.06.1952, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Miðvikudaginn 11. júní 1952
Hermann Jónasson:
Forsefakjörið enn - vinakveðjum svarað
Grein úr Tímanum 8. júní.
Eg ritaði fyrir nokkru síðan á-
reitnilausa grein um forsetakjörið
— þar var að engum manni vikið
persónulega. Flokksblað Ásgeirs Ás-
geirssonar, Alþýðublaðið, liefir síð-
an hvað eftir annað ráðizt að mér
með dólgslegum hætti, borið mér á
brýn ofbeldi við flokksmenn mína,
einræðisbrölt viðkomandi forseta-
kjörinu o. s. frv. Við sama tón kveð-
ur í hinu nýja kosningablaði Ás-
geirs Ásgeirssonar, sem hann kallar
Forsetakjör. Það er því mála sann-
ast, að blöð Ásgeirs Ásgeirssonar,
frambjóðanda við forsetakjörið —
og hann sjálfur er þar auðvitað mest
í ráðurn — hafa með þessum árásum
á mig haslað völlinn og valið vopn-
in. Skal því ekki undan því skorazt
að ganga nokkru nær en áður. Gefst
og þennan veg tækifæri til að greina
hreinskilnislega frá því, hvað því
veldur, að ég og margir aðrir tclj-
um Ásgeir Ásgeirsson ekki til forscta
fallinn.
í ann;yi stað verður og i þcssati
grein notað tækifærið til 'að rckja
þrjár slúðursögur blaða Ásgeirs Ás-
geirssonar. En það er ein aðal-bar-
dagaaðferðin hjá liði Ásgeirs Ás-
geirssonar að dreifa út slíkum sög-
um. Mun þessari frekar ógeðfelldu
baráttuaðferð sjaldan hafa verið
bcitt í ríkara mæli í kosningum cn
lið Ásgeirs Ásgeirssonar beitir henni
nú. En það mun eiga að jafna met-
in að laglega er um það skrifað í
blöðum Ásgeirs, að kosningin eigi
að vera drengileg.
Hér er ekki unnt að eltast við
hinar óprentuðu sögur af þessu tagi,
enda má vel í það ráða, hvers eðlis
þær séu, þegar sýnt verður, hvernig
þau eru hin grænu tré — sögurnár,
>sem blöð Ásgeirs birta á prenti.
c-
Þrjár slúðuriogur hraktar.
Hvað eftir annað endurtekur Al-
þýðublaðið þá sögu, að andstaðan
i Framsóknarflokknum gegn Ásg.
Ásgeirssyni sé mitt verk og að til
þess að beita sér gegn honum, liafi
ég beitt ofbeldi. Já, mikil er nú orð-
in umhyggja Alþýðublaðsins fyrir
Framsóknarflokknum. Sannleikur-
inn er þessi:
Þingmenn Framsóknarflokksins
komu saman á óformlegan fund
eftir jarðarför forsetans og ræddu
þingmennirnir sín á milli um vænt-
anlegt forsetakjör. Var það ein-
róma og ómótmælt skoðun allra
þingmanna, er um málið töluðu,
að leitast bæri við að vclja scm
ópólitiskastan mann í starfið. Einn-
ig voru þingmenn sammála um,
að það væri á verksviði miðstjórnar
flokksins, að leita samkomulags um
mál þetta við aðra flokka, enda
hafði svo verið í bæði skiptin, er
forseti var valinn. Stjórnir flokk-
anna sömdu þá um málið og þess
vcgna kom í hvorugt skipti til
kosninga.
Miðstjórn Framsóknarflokksins
kaus 7 xnanna nefnd til að atliuga
þetta mál og ræða við aðra flokka
um það. Fyrir störfum þessarar
nefndar og miðstjórnar hefir for-
maður og ritari flokksins gcrt grein
í ýtarlegu bréfi til trúnaðarmanna
flokksins og fleiri flokksmanna.
Niðurstaðan af vinnu þessarar
nefndar varð sú, að miðstjórn Fram-
sóknarflokksins samþykkti mcð yfir-
gnæfandi. meirihluta atkvæða að
styðja kjör séra Bjama Jónssonar
vígsiubiskups.
Framangreind slúðursaga um ein-
raði mitt og ofbeldi, sem endurtek-
in er i flokksblaði Asg. Asgeirssonar
hvað ejtir annað og siðan þrástag-
azt á i blaðinu Forsetakjör, er því
upþspuni frá rótum.
Næsta slúðursaga, sem sögð er í
Alþýðublaðinu, að vísu í skopsögu-
stíl, ,er auðsjáanlega til að styðja
hina fymVHini ér uiii þá&.’hvémíg’
, ég og Ólafur Thors höfum fengið
séra Bjarna Jónsson til þess að vcra
í kjöri, auk þess senx.á ísmeygilegan
Iiátt er gefið í skyn, að við Ólafur
ætlum að gera hann að okkar hánd-
bendi. Það sanna unt viðtal við sr.
Bjarna Jónsson er það, að það voru
þeir Steingríniur Steiriþórsson for-
sætisráðherra og Ólafur Thors, scm
gengu á fund Bjarna Jónssonar og
fengu jáyrði lians við bciðni og á-
skorun Framsóknarflokksiris og
Sjálfstæðisflokksins um að vcrða í
kjöri.
Þessi saga blaða Ásg. Ásgeirsson-
ar er því með sarna drengskapar-
markinu brcnnd og liin fyrri.
Þriðjá-saga cf sú, að-Framsóknar-
flokkurinn hafi ekki rætt við Al-
þýðuflokkinn um samkomulag. Af
liálfu Framsóknarflokksins önnuð-
ust þeir Ste'ihgfnhXIY-^'Steinþórsson,
forsætisráðher-ra, og Vilhjáhttör'ÞÓr
forstjóri þessi samtöl. Þeir ræddu
við ncfnd frá Alþýðuflokknum, en
sú nefntl vildi eugan maun heyra
nefncfan til framboðs nema Ásg. Ás-
geirsson. Eulltrúar Framsóknarfl.
bcntu Aljxýðuflokksmönnum á, að
vegna pölitískrar fortíðar Asg. Ás-
geirssonar væri hann sá maður, sem
Frantsóknarflokkurinn gæti sízt
samjiykkt, og hlyti Aljxýðuflokkjx-
um að vera þetta ljóst. Z
Eftir þessi samtöl fréttum við
Framsókíiarnfénri á' skofspónum, að
AlJjýðufl. hefði samþykkt að styðjá
— Jxað er að bjó'ðá-íram Ásgeir Ás'-
geirsson, og var það gert án Jjcss áð
ræða frekar f’iðlEVamsóknarílokJU-
inn ijHiFntáÍtðr- -7
Þessi saga Alþýðublaðsins, sem
þar er margendurtekin, að Fraöfi
sóknarjlokkurinn hafi-ekki reett við
Alþýðufl.' um samkomulag við for
setakjörið, er því einnig alger upp-
spuiiifj’ •
Með sæg af svona sögum, og árás-
um á einstaka menn, er mi baráftj-
an háð, en eins og fyrr segir, í hiriu
orðinu talað um prúðmennsku eý
d rc n gsk ájjS v o htrvhrrrci brrtgð -Jtú rfá
engra 'skýrhxgír:' Ihiu- nnnm flæniá
sig sjálf og þeir, sem viðhftfa Jxossa
vimjphrögð, þiga^Iíkcr^crjácíí upp
í forsétastólinn. « f
Brcyttur lónn.
Ekki verður því þó neitað, að Al-
Jjýðublaðið og blað Alþýðuflokksins
á Akurcyri hala snögglega breýtt
um tóu síðan frambcjð Ásg. Ásgeirs-
sonar var ákveðið. í mörg undan-
farin ár hafa blöð AlþýSuflokksins
haldið uppi látlausum árásum á
Framsóknarflokkinn, persónulegum
árásum á flokksmcnn, árásum á ís-
lcnzka bændur, árásum á flest þau
hugsjónamál, sém Framsóknarflókk-
urinn hcfir barizt fyrir, Á Akurcyri
hcfir blað Alþýðuflókksins ofsött
K E A með látlausum árásum og
stimplað stjórnendur kaupfélagsins
sent steinrunna afturhaldsklíku o, s.
frv. Allt þetta ætti að vera ójjaffi
að rekja eða niinna á, svo fyrirferð-
arntikið lieíir það verið í blöðum
AlJjýðuflokksins dag eftir dag síð-
ustu árin. 1 Alþýðuflokknum hefir
ráðið fámenn klíka, sem drcgið hef-
ir Alþýðuflokkinn til hægri, og hef-
ir Ásgeir Ásgcirsson verið forustip-
maður hettnar og er. Það er frá
Jtessari deild í AlþýSufiokknum,
þeirri: senr Asgeir Asgeirsson stjórir-
ar, sem þessar. árásir undauiaiin ár
cru runnar, cn þær hata venð gexð-
ar i ójjökk fjölda ágætra manna,
scm stancla til vinstri í Alþýðu-
flokknuin og fá Jjar litlu cða engu
ráðið.
En nú lætur franjbjóðandi Al-
Jjýðuflokksins, Ásgeir Ásgeirsson,
breyta um tón í blöðúrit síntint.
Engar skannnir um Eramsóknaf:-
flokkinn. enginn skætingur tjiri
!Ijænchrr,;;'’-éngitry árásir á K E A Jip
stjórn þess, JiháX Alþýðtdlokksín’s
hafa Jjvert á móti fcngið þá ofurást
á Framsóknarflokknum, að Fram-
sóknarmenn eru allt í cinu flestir
orðnir ágætismenn. En sérstaklega
brýzt Jjessi ofurást deildar Ásgeirs
Ásgeirssonar í AlJjýðuflokknum út
í því, að vara Frantsóknarmenn við
einum vondum maiini, sem flokkn-
um standi mikil lnctta af, og Jjað er
Hermann Jónasson, scm nú er að
eyðileggja þennan flokk, sem Al-
[jýðuflokknum Jjykir nú skyndilega
svo ákafiega vænt um. Þannig eru
skrifin síðustu vikurnar.
Það er ekki ónýtt fyrir Framsókn-
arflokkinn að eiga svo tryggan vin,
sem varar Framsóknarmenn við og
leiðbeinir Jjcint á liættuiinar sturid.
Hvers vegna svona
vinnubrögðT
Alþýðuflokkurinn er nú fámenn-
asti pólitíski flokkurinn, — liefir
traust fæstra kjósenda í landinu.
Af Jjessu er og var augljóst, að hann
liafði éngán möguleíka á Jjví að fá
kcjsinn forseta úr röðtim sinna
manna með pólitisku trausti að bak-
lijalli. Því var fyrst reynt að fá aðra
pólitíska flokka, Framsóknarflokk-
inn og Sjálfstæðisflokkinn, til Jjess
að styðja framboð Ásgeirs Ásgeirs-
sonar og tryggja kosningu lians með
flokksvaldi. En þegar það mistókst,
var skyndilega snúið við blaðinu
og Jjví haldið fram, að flokkarnir
mættu alls ekki skipta sér af kosn-
ingu forsetans. Flokhsvaldið, sem
stuðningsmenn Asgeirs Asgeirssonar
höfðu elt á röndum fyrir fáum dög-
Jtimy.-fMtJtsvaldiðr ar-auk þess. liafði
ráðið hjöri Sveiits Björnssonar l
bœði skiptin, mátti nú allt i einu
eklti koma ncerri kosningu forset-
ans; — liún átti umfram allt að vera
ópólitísk. í skyndi var mönnum tal-
in trú um, að forsetinn væri valda-
laus eða ætti að minnsta kosti að
vera það, [jótt staðreyndir úr for-
setatíð Sveins Björnssonar sýni, að
forsetinn helir meira pólitiskt vald
en nokkur annar maður, ef hanil
beitir því.
Saga vinnubragðanna í Jjcssu
máli liggur ljóst fyrir og orsakirnar
til þess að liinum furðulegu aðgcrð-
um er beitt, eru augljósar:
Alþýðuflokkurinn hafði ekkert
traust með þjóðinni til þess að
korna að manni úr sinurn röðum i
forsetastólinn. Þá er reynt, og not-
aðir til þess vinir og vandamcnn
Asgeirs Asgeirssonar, að fá Frarn-
sóknarfiokkinn og Sjálfsteeðisflokk-
inn til þess að styðja kjör Itans.
Þegar sýnt er, að það mistekst, cr
flokksvaldið fordcrmt og þvi úlltúð-
að og öllu snúið uþþ i svokallað
óþólitiskt fratnboð, og viriir og
vandamenn notaðir til þess að
reytta að gefa kosningunni þennan
bice.
Það er reynt að [jrengja sér iim
um bakdyrnar á Bessastöðum, Jjcgar
sýnt er, að ckki var liægt að kom-
ast inn fordyramegin.
En eftir kosningarnar mun kveða
við annan tón, ef hrekkurinn tekst
að einhverju leyti. Þá verða lúðrar
Jjeyttir og bumbur barðar í flokks-
blöðum Alþýðuflokksins og kosn-
ingamar taldar. stórpólitískur sigur
fyrir Alþýðuflokkinn. Þá myndi Al-
þýðubláðið telja kosningurta van-
traust á ríkisstjórnina og ósigur
hcnnar. Þá hefst að nýju liinn
venjulegi tónn í flokksblöðum Ás-
geirs Ásgcirssonar, pcrsónulegar
dylgjur og árásir á Framsóknar-
flokkinn og hugsjónamál hans. Þá
verður heilsað upp á KEA að nýju
og stjórn Jjcss með gamla orðbragð-
inu. Og bændur lá þá væntanlega
svipaðar kveðjur og áður úr þeirri
átt. • •
Það hljóta að vera heií fjcill a{;
skamniagreinúmf um Framsóknar-
flokkinn, sem safnast fyrir á skrif-
stofu'Ásgeirs Ásgeirssonar, greinar,
sem ekki má birta fyrr en eftir
kosniugarnar.
Heimsmet i frehju.
Þegar bændum var skipaður verð-
lagsdómstólinn frægi og Framsókn-
armenn á Alþingi og utan Jjess risu
upp gegn ákvörðuninni og færðu
rök að Jjví, að bændur ættu að ráða
verðlagningu afurða. sinna með lík-
um hætti og verkamenn réðu kaupi
sínu, kalaði Ásgeir Asgeirsson, nú
frambjóðandi til forsetakjörs, Jjað
heiinsmet í frekju. Það var í hans
hug hcimsmet í frekju, að bændur
réðu vcrðlagi á vörum sínum cins
og verkamenn kaupi. Eg ætla ekki
að taka svo djúpt i árinni um fram-
boð Ásgeirs Ásgeirssonar, en djarft
er það, Iivað sém metum líður.
Vegna Jjess, að framboð Ásgeirs Ás-
geirssonar liefir með löngum undir-
búningi verið vafið og flækt með
furðulegum hætti og Jjannig, að
sumt fólk virðist livorki vita upp
né niður, skulum við liugsa okkur
hliðstæðu Jjess. Hugsum okkur, að
Sjálfstæðisflokkurinn liefði boðið
frant Ólaf Thors eða Bjarna Bene-
diktsson eða Sósíalistaflokkurinn
Einar Olgeirsson. Hugsum okkur,
að Jjeir liefðu kallað jjessi framboð
ópólitísk og að Jjeir hefðu skrilað
um Jjað, að engin pólitfk mætti
komast að viðkomandi kosningu
þcssara manna. Mundi Alþýðubl.
hafa litið á Jjcssí framboð sem ó-
pólitísk? Setjið ykkur fyrir hugskots-
-sjónir tóninn í AlJjýðublaðinu. Eg
Jgeri mér Iielzt í hugarlund, að blað-
krílið liefði sprungið af vandlæt-
ingu yfir [jví, sem Jjað myncli liafa
kallað pólitískan skrípaleik Pg öðr-
um viðlíka nöfnum. Hér ber allt að
sama brunni. Enginn maður úr for-
ustuliði flokkanna, enginn af Jjeim,
sem í stjórnmálastríðinu standa,
átti að koma til mála sem íorseta-
cfni. Og á Asgeir Asgeirsson er á-
reiðanlega ekki hallað, þótt fullyrt
sé, að margt í pólitískum ferli hans
örki ekkf síður tvimæfis en verk
annarra umdeildra stjórnmála-
manna.
Ásgeir Ásgeirsson er í stjórn póli-
tísks flokks. Hann cr þingmaður
hans og í fjölmörgum trúuaðarstöð-
um fyrir flokk sinn, og hann ltefir,
eins og á hefir vcrið bent, ekki haft
fyrir því að segja af sér neinum af
þessum stöðum. Og þar scm hann
cr nú frambjóðandi, cr það cðlilegt,
að um hæfni Iians er rökrætt, enda
hafa blöð lians mjög haft uppi slík-
ar umræður. Eg mun Jjó gera Jjctta
í mjög stuttu máli að sinni. Eg mun
ræða um það, hvort Ásgeir Asgeirs-
son hafi komið þannig fram, að
hann verðskuldi að standa í cin-
hverjum úrvals- cða sérflokki stjórn-
málamanna, scm friðarflytjandi í
landinu.
Eftirminnilegir atburðir.
Eftirminnilegir atburðir hafa
gerzt í sambandi við stjórnmála-
sögu Ásgcirs Ásgeirssonar, og Jjcir
tala ýmsir mjög skýru máli.
Mesti ófriður, sem átt befir sér
stað í Framsóknarflokknum, varð,
er flökkurinn klofnaði 1933, cjg
muiia margir þá'.atburði. Ásgrir Ás-
gcirsson va reinn aðaihvatamaður
klcjfningsins’og pólitfkm, sem hann
hafði rckið í ílokknum, var mcgin-
prsök Jjess, scm gerðist. Ásgeir Ás-
geirsson kom Jjó ekki svo mjcjg við
sögu opinbcrlega í Jjessum dcilum.
Hann beið átckta, meðan liðsmcnn
Bændaflokksins reyndu styrklcika
sinn og þegar [jað kom í ljós, að
flokkurinn varð fámerinúr og ekki
nægilega stór til pess að myncla
meirihluta inéð Sj:tlfslúðisliPkkn-
um cig tryggja stjórnarmyndun á
Jjann veg, hvarf liann inn á aðrar
leiðir. Eg ætla ekkert að dæma um
þetta mál til eða frá. — Eg minni
aðeins á Jjessa staðreynd. Eg minni
og á Jjað, sem eg ætla að eigi sé of-
mælt, að enginn Framsóknarmaður
hefði á Jjessum tíma á meðan og
eftir að Ásg. Ásgeirsson vann þetta
verk, iátið sér detta í hug að liann
mundi styðja Ásg. Ásgeirsson til
mestu valda á íslandi og jafnvel
ekki cinu sinni dottið í hug, að
Ásg. Ásgeirsson mundi nokkurn
tíma fara fram á það.
Ráðherradómur Asgeirs
Asgeirssonar
var stuttur og hér skal ekki rakið,
hvernig sú stjórnarmyndun var til-
komin. Aðeins skal minnt á Jj'á
sögulegu reynd, að Jjegar Ásg. Ás-
gcirsson lét af völdum sem lorsæt-
is- og fjármálaráðherra, eftir stutt
stjórnartímabil, var fjárhagur rík-
isins þannig, að hann hefir víst
sjaltlan verri verið og ástandið út á
við var með þeim hætti, að [jað var
að minnsta kosti ekki bctra en fjár-
hagur ríkissjóðsins og fcr bezt á því,
að ræða scm minnst um Jiað.
En svó mikið er víst, að við, sem
Jjekktum a'ðkomuna 1934, hefðum
ekki látið okkur detta [jað í Iiug, að
sá maður,. sem [já lét af völdum,
með [jcim hætti, sem áður cr að
vikið, mundi reyna að [jrengja sér
inn í æðsta valdasæti [jjóðarinnar
(jg Jjað trúnaðarstarf, sem Jjví íylg-
ir.
Ásg. Ásgeirsson gekk í alþýðu-
flokkinn úr hægri armi Framsókn-
arflokksins. Það þekkja allir sögu
Alþýðuflokksins síðan Ásg. Ásgeirs-
son kom þangað. Það vita allir,
sem [jekkja stjórnmál, að aðalverk
Ásgeirs Ásgeirssonar hefir vcrið að
halda flokknum sem lengst til
Iiægri, og að hann er aðalstjórnanþi
liæ'gTÍ' cléildar •'fldkksiijs, sem öllu
ræður í flokknum. Þcssi Alþýðu-
llokkur er einn af Jjeim fáu AI-
þýðuflokkum í veröldinni, sem allt-
af hefir verið að minnka í seinni
tíð og er því alveg sérstakt fyrir-
brigði.
Árið 1942 kom Ásg. Ásgeirsson
fram með frumvarp um breytingu
'á kjördæmaskipuninni — hlutfalls-
kosningar í tvíniernungskjörclæm-
uiium og hafði til Jjess mikinn
stuðning frá Gunnari Thoroclclsen
í Sjálfstæðisflokknum. — Það varð
til þess að hrekja ýmsa Framsókn-
armcnn út af þingi, Jjar á meðal
einn af vinsælustu mönnum flokks-
ins, Einar Árnason frá Eyrarlandi.
— Þetta frumvarp kvcikti jafnvel
meira ófriðarbál í íslenzkri pólitík
en tlæmi eru til fyrr eða síðar. Og
afleiðing þess varð upplausn og
stjórnleysi. Það hafa margir látið
þau orð falla, að þeir efuðust um,
að nokkur annar forustumaður í
stjórnmálum en Ásg. Ásgeirsson,
hefði sýnt það gálcysi í miðri styrj-
öldinni að gangast fyrir því, að
kastað væri inn í þingið frumvarpi,
sem lilaut að kveikja það ófriðarbál,
er af þeim neista varð.
Eg ætla ekki að dæma um þetta
frekar cn annað, en eg fullyrði, að
cngum Framsóknarmanni ínun þá
hafa verið það í huga, að styðja Ás-
gcir Ásgeirssori til nokkurra valda,
livað þá heldur til æðstu valda á
Islandi.
F.g sagði, að eg ætlaði ckki að
dæma um þessi verk, hcldur láta
Jjau sjálf tala. En eg fuliyrði þó, að
maðurinn, sem þau verk vann, á
minnsta kosti ekki skilið að hcita
friðarhöfðingi.
Eg hcld, að þegar verk Ásgeirs
Ásgcirssonar eru metin og vcgin,
vcrði erfitt að leggja á metaskálarn-
ar rök, sem sanna eða gera Jjað lík-
legt, að Ásgeir Ásgeirsson cigi það
skilið frekar öðrum stjórnmála-
mönnum að liafa almenna tiltrú.
Eg hefi sem Framsóknarmaður. í
sjálfu sér^ekkert við Jjað að atliuga,
þó að Ásgeir Ásgeirsson hafi verið
og sé andstæðingur flokksins. Haún
(Framli. á 5. síðu)f