Dagur - 02.07.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 02.07.1952, Blaðsíða 4
4 DAGUR IMiðviktitlaginn 2. júlí 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Bíaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlf. i Prentverk Odds Björnssonar h.f. Góðum gestum fagnað Á MÁNUDAGINN hófst í Reykjavík aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, og er 50 ára af- mælis S. í. S. minnzt í sambandi við liann, svo sem annars staðar er greint frá í þessu blaði. Og meðal annars í tilefni af þessum merku tímamótum í sögu Sambandsins, er nú haldinn hér í fyrsta sinn mið- stjórnarfundur Alþjóðasambands samvinnumanria, og sækja hingað fulltrúar víðs vegar að. Hefur aldrei áður verið haldin hér á landi jafn merk og fjölmenn alþjóðaráðstefna sem þessi, og felst í því verðug og eftirtektarverð viðurkenning á samvinnusámtökun- um hér á landi og fortístumönnum þeirra. Þetta er þeim mikla fjölda landsmanna, sem stendur að sam- vinnuféiögunum vissulega mikið fagnaðarefni, og þeir fagna nú af alhug góðum gcstum handau yfir höfin og þakka þcim þá virðingu, sem þeirsý'na sam- tökunum með jiví að gista ísland á þessum -merku tímamótum. HIN ALÞJÓÐLEGU fundarhöld samvinnumanna heíjast í Reykjavík á morgun. Verða þá haídnir stjórnaríundir í alþjóðasambandi samvinnumanna og alþjóðasamtökum samvinnutryggingafélaga. Á laug- ardaginn hefst svo sjálfur miðstjórnarfundur I. C. A. (International Co-operative Alliance), og. jjiun hann standa í þrjá daga. Þennan fund sækjá fullirúar:$á 18 löndum, og verða þeir um 80 talsins. Á' fundfnufn eiga sæti fulltrúar samvinnusamtaka í þessum lönd- um: íslandi, Svíþjóð, Noregi, DanmörklgJFinálandi, Sovétríkjunum, Búlgaríu, Tékkoslóvakíu, Júgóslafíu, ísrael, Sviss, Austurríki, Þýzkalandi, Hollándi, Belgíu, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunhm. Þcssir fundir fara fram í hátíðasal Háskóla íslands, og vérð- ur allt, sem þar gerist, þýtt jafnliarðan á fjögur tungumál, ensku, frönsku, þýzku og rússncsku, en þetta eru hin opinberu mál Alþjóðasamtakanna. — Kemur hingað til lands sjö manna starfslið á vegum samtakanna til þess að vinna að fundinúm, og eru túlkar i þeim liópi. Þegar miðstjórnarfundinum lýkur, verður hinum erlendu fulltrúum gefinn kostur á að sjá landið, eftir því sem tími vinnst til. Sunnanlands heimsækja þeir merkustu staði, svo sem Geysi, Gullfoss og Þing- velli ,og svo fljúga þeir hirigað norður til Akureyrar á miðvikudaginn kemur og dvelja liér a. tn. k. dag- langt og kynnast hér bæ og umhverfi og stárfi sam- vinnumanna liér um slóðir. I* ENDA ÞÖTT þessir erlendu fulltrúar komi liing- að til þess að sitja samvinnuráðstefnu og séu hér á vegum samvinnumanna, má óhikað fullyrða, að komu þeirra er fagnað af allri íslenzku þjóðinni. íslend- ingar hafa almennt mikinn skilning á gildi alþjóð- legs samstarfs og kunna vel að meta það starf, scm S. í. S. hefur þar lagt af mörkum, sem á ýmsan hátt hefur vcrið brautryðjendastarf. AlþjóSlegt samstarf á þessum friðsaralegu og uppbyggilegu sviðum, miðar vissulega að auknum skilningi þjóða á milli 'og áð friði. Þess vegna er það ekki hvað sízt mikilvægt. SÚ STAÐREYND, að hið merka alþjóðaSamband samvinnumanna liefur kosið að lieiðra ísland með þessum fundahöldum, ætti að vera öllum íslenzkum samvinnumönnum livatning og þörf áminning um gildi samvinnustarfsins, ekki aðeins fyrir þá sjálfa og pyngju þeirra, heldur og fyrir álit landsins út á við og fyrir frið og bræðralag í milli stétta og þjóða. Heimur-inn í dag þjáist af ótta við styrjaklir og elnahagsvandræði. Og margir þykjast sjá ráð og lækning við þeim sjúkdómi, en þótt margir séu þar kallaðir, eru fáir útvaldir, og vissulega er það staðreynd, að æ fleiri mcnn af öllum þjóðum að- hyllast-í þessum efnum þá lausn, sem samvinnustefrian felur í sér, hið gullna mcðalhóf hennar í efnaleg- um og andlegum samskiptum. Sam- vinnan er öðrum stefriúm líklegri til þess að skapa grundvöll fyrir friði og rétlæti. Af því að þetta cr skoðun okkar fjölmargra, er þenn- an bæ og þctta hérað byggjum, þá bjóðum við hina ágætu erlendu gcsti hjartanlega velkonnia hingað norður til okkar og fögnum þeim af alhug. Málstreitan norska og íslenzkir skólar. í SÍÐUSTU „Fokdreifum“ mælir Þorst. Þ. Víglundsson, skólastjóri í Vestmannaeyjum, enn fast með þeirri tillögu sinni, sem hann hafði áður a. m. k. tví- vegis komið á framfæri við blaða- lesendur, að nýnorska, eða lands- málið norska, eins og þetta mál- fyrirbrigði er einnig oft nefnt, verði tekin upp sam námsefni í íslenzkum unglingaskólum og öðrum slíkum framhaldsskólum hér á landi. — Þótt þjaðið telji að vísu ekki ástæðu til að halda uppi löngum — og því síður hörðum — rökræðum um þetta efni, þyk- ir þ'ó rétt að fara hér nokkrum orðum um hina nýju greinargerð og rökstuðning Þorsteins skóla- stjóra fyrir þessari tillögu, ekki sízt þar sem hann lætur í ljós, að sér hafi gramizt tvö atriði í fyrri andmælum „Dags“ varðandi þetta máí, og virðast þó bæði þau tiléfrii slíkrar gremju harla lítil, ef- satt og fi-ómlega skal frá sagt. AÐ SJALFSÖGÐU er Þ. Þ. V. bééði héiTriilt að hafa slíka skoðun og éiririig áð kóma henni á fram- færi, hvar sem honum þóknast. En á sama hátt ætti honum þá ekki að gremjast, þótt aðrir séu þar á gagnstæðri skoðun og gagnrýni tillöguna frá sínu sjón- anniði.-Og engar meiðandi „get- ■sakir“ feru það væntanlega, þótt talið sé’sjálfsagt, að skólastjórinn vilji gjarnan launa að einhverju gistivináttu Norðmanna, bæði frá nýrrb dvöl hans þar í landi og ekki síður frá námsárunum. — En til viðbótar og áréttingar því, sem áður var sagt hér í blaðinu um þessa nýsiárlegu tillögu Þor-. steins Víglundssonar skal aðeins á þetta bent: Ekki helmingur, — aðeins rúml. þrðjungur. TILLÖGUMAÐUR SEGIR, að „nýnorskt skrifmál“ muni nú kennt „í helmingi af öllum barna- skólum landsins“ (þ. e. Noregs). — í fræðiriti því, sem Menning- arsjóður gaf nýlega út um Noreg, segir svo um þetta efni: „Árið 1933 var rikismálið aðalmál í 3750 skólahverfum með 325000 nem- endum, en nýnorska í 2100 skóla- hverfum með 78000 nemendum.“ Að vísu eru þetta ekki alveg glæ- nýjar tölur, en þó væntanlega þær nýjustu, sem skýrslur hafa legið fyrir um, þegar bókin kom út fyrir 2 til 3 árum ,og ekki er kunnugt um neina gerbreytingu á þessu hlutfalli síðan. En hér er vissulega um engin helminga- skipti að ræða, eins og hver mað- ur má sjá, heldur aðeins um i-úman þriðjung skólahverfanna og tæplega fimmtung nemend- anna, þar sem nýnorskan hefur yfirhöndina. Og öll rök benda til þess ,að sízt muni þessi hutföll hagstæðari í framhaldsskól- um landsins. — Og enn stendur þar: „Ríkismálið og ný- norskan hafa á síðustu áratugum nálgazt hvort annað á ýmsan hátt, og gera ýmsir Norðmenn sér vonir um, að þau geti með tíman- um runnið saman í eitt norskt ritmál. Væri þetta mikill fengur, því að geysimikil orka hefur farið í málstreituna, og hún hefur valdið miklum og illvígum deil- um í landinu nú í næstum heila öld. Þetta á þó langt í land, því að enn ber mikið á milli. Er lítill vafi á því, að ritmálin í Noregi verða tvö enn um alllanga hríð.“ Skilja ekki hver annan. ÞÁ LÆTUR skólastjórinn mik- ið af því, að nýnorskan „skildist alls staðar vel“, (þ. e. í byggðum og borgum Noregs) og „nýnorsku getum við notað í samskiptum okkar við Norðmenn og Svía, eða um 10 milljónir manna.“ Þetta væri ágætt, ef rétt og rökstutt reyndist, en enn stendur í sömu bók, sem áður var vitnað til — og mun það í fullu samræmi við það, sem bæði flestir Norðmenn og sömuleiðis útlendingar, er dval- izt hafa langdvölum í landinu, vita og játa: — „Norðmaður, sem hlustar á landa sína úr öðru byggðarlagi tala hratt saman, skilur stundum varla stakt orð.“ — Þ. V. staðhæfir, að nýnorskan sé „fastmótað norskt móðurmál", engu síður en danska og sænska, „þótt fastmótun hennar sé miklu yngri en hinna málanna.“ — Gott væri þetta einnig, ef fyllilega rök stutt reyndist, og væru þá okkar kæru og ágætu frændur og grannar, Norðmenn, þar með lausir úr miklum vanda, sem þeir þykjast vissulega hafa verið staddir í að þessu leyti. En því er þá Stórþingið norska að gera samþykktir og kjósa nefndir til þess að „fastmóta“ þetta „fast- mótaða mál“, eins og skólastjór- inn upplýsir þó sjálfur á öðrum stað í grein sinni að gert hafi verið? Vitnisburður próf. Scips. ■ - - ANNARS VILL nú svo vel til að formaður þessarar málnefndar Stórþingsins, prófessor Seip, fyrrverandi háskólarektor í Oslo, hefur nú alveg nýlegá verið hér á landi, flutt erindi og átt viðtöl við blaðamenn um einmitt þetta sama efni. Og vissulega hefur hann allt aðra sögu að segja en Þ. V. — í viðtali við Morgunblað- ið fyrra laugard. farasthonumsvo orð m. a.: „Norska Stórþingið hefur sett 30 manna nefnd á laggirnar, þar sem eru fulltrúar frá ýmsum atvinnu- og fræði- greinum og stofnunum.... Hún á að vinna að því að sameina hin tvö tungumál, landsmál (ný- norsku) og ríkismál (hina „norskuskotnu dönsku“, sem Þ. V. nefnir svo) .... og leggja til grundvallar talmálið í borg og byggð.“ Síðan lýsir prófessorinn nánar þessu fyrirhugaða starfi og fyrirkomulagi þess og bætir að lokum við: „Árangurinn af þessu stai-fi getur ekki orðið mikill á skömmum tíma. En hann kemur í Ijós-smátt og smátt, ef unnið er af alúð og áhuga að settu marki.“ OG Á MEÐAN eiga svo ís- lenzkir alþýðuskólakennarar að hámast við að kenna þetta fast- mótaða mál! En sú er bót í þeirri raun, að „nýnorskan lærist á svo miklu skemmri tíma en danskan“, þó að hinir merkustu rithöfundar og skáld, sem allir telja sig þó rita á því máli, riti raunar hver sitt mál og sitji sjaldan á sárs höfði (Framhald á 7. síðu). r ..Oskakonan“ í Bretlandi Enskt blað hafði nýlega skoðanakömrun um það, hvernig karlmennirnir vildu hafa óskaeiginkonu — idealkonu. — Útkoman varð sú, að hún átti að vera meðalhá, dökkhærð, mátti ekki hafa tilhneig- ingu til þess að klæða sig of fínt og helzt vera íhaldssöm gagnvart notkun fegurðarmeðala. Af 10.000 karlmönnum, scm spurðir voru, voru aðeins 16% sem töldu að „sex-appeal“ væri grmidvallarkrafa, sem menn gerðu til verðandi eiginkonu. Aðeins 750 vildu að konan væri falleg ,en langflestir sögðu, áð hún yrði að vera aðlaðandi í sjón og framkomu, en aðal- áherzluna lögðu þeir á að hún yrði að vera elskuleg í umgengni. Aðeins 1000 karlmenn af þessum fjölda settu það upp að konan væri gáfuð. Ástæðan til þess að flestir voru á móti því að konan væri ákaflega fínt klædd eða sæktist eftir tízkufatnaði, var, að þeir vildu forðast að, konan þeirra vekti sérstaka athygli út í frá. Af þessum 10.000 karlmönnum voru aðeins 280 sem voru ánægðir yfir því að konan notaði púður og önnur andlitsfegurðarmeðöl, hinir voru mót- fallnir því að konur kæmu opinberlega fi-am púðr- aðar og með málaðar varir. Litað hár var sérlega „lágt skrifað“ hjá þessum karlmönnum. Spurning- unni um það, hvort óskakonan mætti reykja var svarað á mismunandi hátt, en aðeins 2000 af þessum 10.000 töldu að viðunandi væri að hún reykti á op- inberum stöðum. í heild sinni leiddi þessi könnun í ljós, að enskir karlmenn vilja gjarnan að konan þeirra sitji á „upphækkuðum palli“, þar sem hægt er að ganga í kringum hana og horfa á hana, en þessj pallur má þó aldrei vera eins hár og sá, sem húsbóndinn sjálf- ur situr á! Þetta var nú álit Bretanna og ekki er endilega víst, að annarra þjóða karlmenn sættist á það, en undarlega líkir eru karlmennirnir þó hver öðrum, hvaða land sem þeir byggja. Frú Jones fær S kjóla á ári Miðlungshúsmóðir í Bandarikjunuirr, ,JÆrs. Jon- es“, eins og hún er í daglegu tali nefnd — samnefn- ari þorra alþýðuhú.sm. — fer að jafnaði í innkaupa- ferð þrisvar til fjórum sinnum í mánuði og heim- sækir í hvert sinn minnst 2 verzlunarhús. Að með- altali notar hún 4 dollara hverju sinni, sem hún fer að kaupa inn, en hún greiðir aðeins helminginn „kontant“, hitt er skrifað á reikning. Hún ber sjálf heim 87% af því, sem hún kaupir, og hún lætur skipta í verzluninni 7% af varningnum, og ef um er að ræða fatnað á hana sjálfa, komast skiptin upp í 13%. Frú Jones kaupir 4 nýja kjóla á sig á ári og saum- ar sjálf aðra 4, hún kaupir 3,8 pör skó að meðaltali á ári og 4,7 pör á hvert barna sinna, en húsbóndinn lætur sér nægja 1,8 pör á ári. Frú Jones kaupir 70% af þeim íatnaði, sem mað- urinn hennar þarf og þegar hann kaupir inn af- ganginn, eða 30%, er hún með honum í ráðum í a. m. k. 1/3 af tilfellunum. Herra Jones hefur því á þessu sviði harla litla sjálfstæða tilveru! Þessar nið- urstöður allar urðu kunnar í nýlegri, amerískri könnuir.á lifnaðarháttum arnerréks meðalheimilis. GOMUL MEÐOL. i ' 0*T' Hve lengi er meðalið í gildi? Hvenær erþað ónýtt fyrir aldurs sakir? Það getur verið óskemmtilegt að iga margar meðalaflöskur og glös í skápnum og hafa ekki hugmynd um, hvort nokkuð af því er not- hæft lengur. Gott ráð væri að apótekin skrifuðu ( flöskumiðann hve langan geymslutíma hvert tiltek* ið meðal þolir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.