Dagur - 02.07.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 2. júlí 1952
DAGUR
7
Fokdreifar
Framhald af 4. síðu)
um það, hver þeirra riti hina einu
og sönnu nýnorsku, og þurfi heila
30 manna þingnefnd til þess m. a.
að skera úr þeirri deilu einhvern
tíma í langri framtíð! Er það nú
ekki annars dálítið fljótfærnis-
legt að fullyrða annað eins og
þetta, minn ágæti skólastjóri? Og
mætti það ekki jafnvel heimfær-
ast undir þessi spaklegu orð sjálfs
fyrsta og æðsta höfuðprests og
forvígismanns nýnorskunnar,
skáldsins Ivars Aasen (og nú
skilja íslenzkir unglingaskóla-
nemendur málið sjálfsagt ákaf-
lega greiðlega):
,,Me hpyra stundom so stort eit
Ord
um alt, som Folk tykkjast vita
um Liv og Lagnad, um Himmel
og Jord
og alt, som Mann kan gita.
Eg ottast, alt, som me vita fullt,
er litet mot alt, som fyr’ oss er
dult.“
FYRIR MÉR er það a. m. k.
svo, að eg finn glöggt, að „vesle
Vitet det rekk ikkje til“ að átta
mig á því, að það sé brýn nauð-
syn, ef efla skal „þann skilning og
velvildarhug.... um gildi menn-
ingarlegra samskipta milli frænd-
þjóðanna" á Norðurlöndum, sem
minn ágæti Þ. V. virðist svo alls-
hugar feginn, að við skulum vera
sammála um, — að fara mörgum
kalsyrðum um Dani, „danska
kúgun", „hrognamálið í Höfn“ og
margt fleira í þá átt, og staðhæfa
— án nokkurrar minnstu við-
leitni til rökstuðnings eða sann-
ana — að danskan sé „íslenzkum
eeskulýð hvimleið." Það kann að
Vera, að þetta sé sannað og vafa-
laust í Vestmannaeyjum, en eg
leyfi mér — án þess þó að telja
mér skylt að ganga fremur fram
fyrir skjöldu til -varnar þeirri
þjóð né hennar tungu en öðrum
norrænum þjóðum og málum —
að þetta sé alls ekki sannað né
vafalaust mál á ýmsum öðrum
stöðum og skólum á landinu.
Tore Segelcke og nýnorskan.
EG NENNI ekki að eltast leng-
ur við röksemdafærslur Þ. V.,
þótt vissulega séu þær fleiri á
svipaða vísu og þær, sem þegar
hafa stuttlega verið nefndar. En
að síðustu aðeins þetta: Eg neita
því alls ekki, að nýnorska kunni
að vera fagurt og hreimmikið
mál, sé hún vel rituð og töluð. En
hið sama má vissulega með full-
um rétti einnig segja um allar
hinar norrænu þjóðtungurnar. —
Við Akureyringar höfuð nýskeð
kvöld eftir kvöld fyllt leikhúsið
okkar, einkum þeirra erinda,
hygg eg, að horfa og hlusta á
norsku leikkonuna Tore Seg-
elcke. Hún flutti hlutverk sitt á
sínu máli, og eg hygg, að allur
þorri leikhússgesta hafi skilið
hana mjög vel og hrifizt af hinu
hreimfagra tungutaki. En mundu
þeir hafa skilið hana jafnvel, ef
enginn þeirra hefði lært nokkurt
orð í dönsku á skólaárunum, en
aðeins nýnorsku? Því að ekki
flutti leikkonan hlutverk sitt á
því máli, heldur tungunni, sem
Þorsteini Víglundssyni þóknast
að kalla „norskuskotna dönsku"
— máli þeirra Ibsens, Björnsons,
Kiellands, Jónasar Lie, Ham-
suns, og annarra slíkra höfuð-
snillinga, — máli meginþorra
norsku þjóðarinnar þann dag í
dag, — málinu, sem vinur vor úr
Vestmannaeyjum vill láta ís-
lenzka skóla úrskurða, án nánari
rannsóknar, stórum síður eftir-
sóknarvert og girnilegt til fróð-
leiks íslenzkum æskulýð en tung-
una, sem reynt er nú að skapa og
fullmóta þar í landi — m. a. með
harðvítugum, jafnvel stórpóli-
tískum deilum, þingskipuðum
sáttanefndum og á margan annan
hátt — en kemst þó vissulega —
jafnvel að dómi færustu og
fremstu forsvarsmanna hennar
þarlendra, sbr. prófessor Seip og
ummæli hans, þau, er tilfærð
voru hér að framan, — naumast
úr deiglunni fyrr en eftir mjög
langar og strangar fæðingarhríð-
ir, ef það verður þá nokkurn
tíma.
krómaður skermur af barna-
kerru tapaðist í gær, á Odd-
eyri. — Finnandi góðfúslega
geri aðvart í síma 1168.
Niðurs. ávextir
Perur
Apricosur
Ananas
Plómur
Ferskjur
Jarðarber
Hindber
Kirsuber
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild,
og útibú.
Nýtt! Nýtt!
Kirsuber
í glösum.
Kaupfélag Eyfirðinga
N ýlenduvörudeild
og útibú
Rúsínur í pk.
frá Californiu.
Kr. 8.65 pakkinn.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
Munið ódýru
Steina-
Rúsínurnar
Aðeins kr. 10.00 kílóið
eða
Kr. 125.00 kassinn
á 12l/á kg.
Y inniif atnaður
Allls konar vinnufatnaður á börn,
unglinga og fullorðna.
Vefnaðarvörudeild.
Kaupfélag Eyfirðinga
N ýlendu vörudeild
og útibú
Band. ávextir
Kr. 21.00 kílóið.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nýlenduvörudeild
og útibú.
Nærfatnaður
;; í fjölbreyttu úrvali.
!; Vefnaðarvörudeild.
:j ''
Nýkomnir:
Karlmanna-
Strigasandalar
Skódeild KEA.
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Kirkjan. Messað á Akureyri
sunnud. 6. júlí kl. 2 e. h. (Prest-
vígsla).
Hjónaband. Sigurbjörg Guðna-
dóttir frá Höfn á Svalbarðsströnd
og Sigurður Eyjólfsson, Guð-
mundssonar hreppstjóra ó Hvoli
í Mýrdal. Gefin saman 27. júní af
séra Friðrik . Rafnar. Framtíðar-
heimili brúðhjónanna verður á
Hvoli í Mýrdal.
Þrastahjónin. Kr. 20.00 frá
Lilju. — Kr. 20.00 frá N. N. —
Kr. 10.00 frá M. J. — Kr. 10.00 frá
S. J. — Kr. 10.00 frá N. N. Mótt.
á afgr. Dags.
Prestvígsla. Sunnudaginn 6.
júlí vígir vígslubiskupinn í
Hólastipti, séra Friðrik J. Rafnar,
guðfræðikandidat Ragnar Fjalar
Lárusson, sem skipaður hefur
verið sóknarprestur í Hofsós-
prestakalli. Faðir vígsluþega, séra
Lárus Arnþórsson á Miklaþæ,
lýsir vígslu. Þetta er þriðja
prestsvígslan, sem vígslubiskup-
inn framkvæmir hér í kirkjunni.
Áður hefur hann vígt séra Jó-
hann Pálmason á Stað í Súganda-
firði og séra Arngrím Jónsson í
Odda.
Til Minningarlundar Bólu-
Hjálmars. Sveinn Stefánsson frá
Tunguhálsi kr. 50.00. — Guð-
björg Jónsdóttir, Eiðsvallagötu 9,
kr. 25.00. — Zóphonías Jónasson,
Eiðsvallagötú 9, kr. 25.00. —
Guðvin Guðjónsson, kennari,
Svalbarðseyri, kr. 50.00. — Svein
björn Lárusson,. Bjarmastíg 1, kr.
25.00. — Friðfinna Hrólfsdóttir,
Bjarmastíg 7, kr. 251)0. •y . “J I
" '* - «-«• •» * A-V V * * I
——--------------
Kvenfélagið Framtíðin
þakkar bæjarbúum
Kvenfélagið Framtíðin þakkar
þæjarbúum ágætar undirtektir
þeirra við Jónsmessuhátíð félags-
ins. — Oll skemmtíatriði og öll
vinna var veitt án nokkurs end-
urgjalds og fáum við aldrei full-
þakkað þá drengilegu aðstoð. —
Stjórnin.
PRÓF í SKÓLUM
(Framhald af 5. síðu).
um fyrir 44 árum, en gera
verður hins Vegar sívaxandi
kröfur til hans, eftir því sem
mannfjöldi þjóðarinnar og
skólamenntun hennar eykst,
vill aðalfundur S. N. B. leggja
hina ríkustu áherzlu á það, að
hafizt verði handa hið alli’a
fyrsta í fyrirhugaðri endurbygg
ingu kennaraskólans, sem veiti
skólastarfseminni sem allra
fullkomnust starfsskilyrði, og
að jafnframt verði reistur æf-
ingaskóli, sem til þessa hefur
vantað. Skorar fundurinn á
Alþingi, ríkisstjórn og þjóðina
alla að veita þessu bráðnauð-
synlega máli liðsinni, svo sem
með þarf.“
Kosning stjórnar S. N. B.
Formaður Jón Þ. Björnsson,
ritari Garðar Jónsson, gjaldkeri
Hersilía Sveinsdóttir. Varastjórn
Gísli Gottskálksson, Magnús
Bjarnason, Pála Pálsdóttir.
Endurskoðendur: Marteinn
Steinsson og Guðjón Ingimarsson.
Fundurinn kaus Jón Þ. Bjöms-
son, skólastjóra á Sauðárkróki,
heiðursfélaga sambandsins, en
hann lætur af störfum á þessu
ári, vegna aldurs.
Kennaramótinu hárust árnað-
aróskir frá fræðslumálastjóra,
Helga Elíassyni, og biskupi ís-
lands, herra Sigurgeir Sigurðs-
syni.
Hjónaefni. Erla Tsaustadóttir,
Akureyri, og Ólafur Oddsson,
Brúnalaug.
Unglingaheimilið við Ástjörn.
Við ráðgerum að fara með ungl-
inga austur til Ástjarnar í Keldu-
hverfi í sumar, eins og undanfar-
in ár. Sennilega verður farið um
næstu helgi. Til mála getur kom-
ið, að unglingar dvelji þar fjórar
vikur, ef óskað er. Væntanleg
iátttaka tilkynnist helzt sem
fyrst í síma 1050. Arthur Gook.
Gjöf í kapellusjóð göinlu kirkj-
unnar: Kr. 500 00 frá N. N. í Inn-
bænum. Þakkir, Á. R.
Þrastahjónin. Kr. 25.00 frá
Bernharði Sigursteini.
Áheit á Sólheimadrenginn. Kr.
50.00 frá A. S. Mótt. á afgr. Dags.
Áheit á Strandarkirkju. Kr. 20
frá ónafngreindum. Mótt. á afgr.
Dags.
Sjötugur:
Halldór Friðriksson
Hinn 23. maí sl. átti Halldór
bóndi Friðriksson í Hleiðargarði
fimmtugsafmæli. Á þeim degi
heimsóttu hann fjölda margir,
bæði ættingjar og vinir og færðu
honum gjafir, og mörg heilla-
skeyti bárust honum. Veittu þau,
Halldór og kona hans, Rósa
Sveinbjarnardóttir, gestum §ín-
um, ; af> hihni' 'mestu rþu^n, o'g
skémmtu menn’ sér hið bezta
fram eftir bjartri vornóttinni, en
þá blés þýður sunnanblær um
sveitina.
Margan gestinn ber að garði
hjá þeim Halldóri og konu hans, á
öllum tímum árs, og eru þau hjón
samhent í því að veita gestum
sínum vel og láta þeim líða vel,
meðan þeir dvelja á heimili
þeirra.
Halldór hefur búið á hálfri
jörðinni Hleiðargarði í nær 20 ár
góðu búi, og rekið það af miklum
dugnaði. Þau hjón eiga 4 mann-
vænleg börn, nú uppkomin, það
yngsta fermt í vor.
Halldór hefur tekið töluverðan
þátt í hreppsmálum. Hann á sæti
í hreppsnefnd og skólanefnd, og
er í stjóm búnaðarfélags hrepps-
ins (Saurbæjarhrepps) o. fl. Þá
er hann og í sóknarnefnd, og hef-
ur verið meðhjálpari við Saur-
bæjarkirkju í mörg ár og tekið
mikinn þátt í sönglífi sveitarinn-
ar, bæði kirkjusöng og í söng-
félögum, því að söngmaður er
hann góður.
Halldór er félagslyndur maður.
Gleði og fjör er ríkur þáttur í
skaplyndi hans. Hann hefur jafn-
an verið mönnum kærkominn
þáttakandi á skemmtisamkom-
um í sveitinni og ætíð lagt sig
fram um að allir gætu notuð ein-
hverrar skemmtunar, einkum
þeir, sem hafa fá tækifæri til að
skemmta sér. En einnig hafa þau
hjón oft veitt mönnum liðsemd,
sem hart hafa orðið úti í baráttu
lífsins vegna veikinda eða á ann-
an hátt.
Við kunningjar hans óskum
honum og fjölskyldu gæfu og
gengis á ókomnum tíma.
Sveitungi.