Dagur - 02.07.1952, Page 8

Dagur - 02.07.1952, Page 8
8 Bagub Miðvikudaginn 2. júlí 1952 Þrátf fyrir margs konar erfiðieika reyndist fimm- Útsvörin á Akureyri 8,3 millj. kr tugasta starfsár S ÍS eitt hið merkasta í sögu þess Frá aðalfundi SÍS, er liófst í Reykjavík síðastliðinn mánudag Áðalfundur SÍS hófst í Tjarn- arbíó í Reykjavík sl. mánudag og er jafnframt minnzt 50 ára af- mælis Sambandsins. í tilefni af- mælisins var fundarstaðurinn smckklega skreyttur. Getur þar t. d. að líta stórt íslandskort og eru kaupfélögin um land allt merkt með gráenu ljósi. Formaður Sambandsstjórnar- innar, Sigurður Kristinsson fyrrv. forstjóri, setti fundinn og minnt- ist látinna samvinnumanna. Eftir að kjörbréf höfðu verið könnuð og samþykkt, hófst athöfn í minningu 50 ára afmælis Sam- bandsins. Frumherjanna minnst. Var upphaf fundarins helgað minningu frumherja samvinnu- starfsins og stofnenda Sambands- ins. Karl Kristjánsson alþingis- maður, formaður KÞ, elzta kaup- félags landsins, flutti aðalræðuna og minntist liðins tíma og starfs í mjög snjöllu máli. í lok ræðu sinnar ávarpaði hann þann eina af stofnendum Sambandsins, sem á lífi er, og var staddur á fundin- um sem gestur Sambandsins. Var það Steingrímur Jónsson fyrrv. sýslumaður, er var fundarstjóri á stofnfundinum á Yztafelli 1902 og' í forustufylkingu Sambandsins á fyrstu árum þess. Að lokinni ræðu Karls las Sigurður Krist- insson tillögu frá stjórn SÍS um að gera Steingrím að heiðurs- félaga og greiða honum árleg heiðurslaun, jöfn launum for- manns Sambar.dsstjórnar. Var tillagan samþykkt með dynjandi lófataki. Steingrímur Jónsson ávarpaði síðan fundinn og þakk- aði þann sóma, er honum var sýndur. Þessu næst fluttu ýmsir af forustumönnum kaupfélagar.na ávörp og afmæliskveðjur til Sam- bandsins. Karl Kristjánsson færði SÍS úrskorinn fundarhamar frá KÞ, Þórarinn Kr. Eldjárn málverk af Einari á Eyrarlandi frá KEA, Finnur Kristjánsson á Svalbarðseyri málverk af Ingólfi í Fjósatungu frá Kf. Svalbarðs- eyrar, Páll Hermannsson málverk frá Austfjörðum frá Kf. Héraðs- búa og Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka flygil í félagsheim- ilið Bifröst frá Kf. Borgfirðinga. Þó tilkynnti Hallgrímur Sig- tryggsson, f. h. starfsmanna SÍS, að starfsmennirnir færðu Sam- bandinu að gjöf málverk af stofn- fundinum að Yztafelli 1902. Fleiri kveðjur og árnaðaróskir bárust. Sigurður Kristinsson þakkaði gjafir og kveðjur. Mikið veltuár. Sigurður Kristinsson flutti um helztu framkvæmdir Sam- bandsins á liðnu ári, en að því búnu hóf Vilhjálmur Þói' for- stjóri að flytja ársskýrslu sína um hag og rekstur SÍS og hinna ýmsu deilda þess á liðnu ári. í hinni ýtarlegu ræðu hans kom fram, að Sambandið stendur traustum fótum bæði fjárhags- lega og félagslega. Árið 1951 var mikið veltuár, hið mesta í sögu Sambandsins. Heildarumsetning- in var 440 millj. króna í öllum deildum. Eigi áð síður var við margs konar erfiðleika að etja. Fjárskortur til framkvæmda er tilfinnanlegur og lánsfjármarkað- ur þröngur. Hagur kaupfélag- anna gagnvart Sambandinu hefur versnað vegna aukinna vöru- birgða þeirra og skuldásöfnunar. Lagði Vilhjálmur áherzlu á nauð- syn þess fyrir félögin að sporna við skuldasöfnun og grynna á þeim skuldum, sem þegar hafa safnast. Félagslegt sjálfstæði hvíldi á fjárhagslegu öryggi og sjálfstæði. Umsetning deilda SÍS fór alls staðar vaxandi. í Utflutn- ingsdeild jókst hún úr 119 millj. 1950 í 137 millj. sl. ár, í í innflutn- ingsdeid úr 115 millj. í 186,9 millj. og í véladeild úr 16,3 millj. í 28 millj. ki'óna. Afkoma SÍS-skip- anna varð sérlega góð og reynd- ust þau öll framúrskarandi vel og til mikils hagræðis fyrir SÍS og öll Sambandsfélögin. Auk þeirra hafði Sambandið leiguskip. Um iðnaðinn sagði Vilhjálmur Þór, að hann hefði mætt ei'fiðleikum sem og annar iðnaður landsmanna vegna breyttra vérzlunarhátta, en taldi SÍS hafa staðist þá betur én flestan annan iðnað, enda hafa verksmiðjur SÍS verið færðai' í nýtízku horf og framleiðsla þeirra allra nýtur vaxandi álits og eft- ii’spurnár. Eigi að síður er þess full þörf að þjóðin sýni iðnaðin- um aukinn skilning og -stuðning. í lok erindis síns ræddi Vilhjálm- ur Þór fræðslu- og félagsmál kaupfélaganna og framkvæmdir SÍS til upplýsingar og fræðslu, lýsti trú sinni á gildi þess starfs og áhuga fyrir að auka það og efla í hvívetna. Samvinnustefnan hefði sýnt mátt sinn til þess að leysa vandamál fólksins. Hún ætti fyrir höndum mikil verk- efni og stórt verksvið. Að lokum stiklaði hánn á nokkrum merkja- steinúm í sögu SÍS og minntist frumherjanna og þeirra farsælu leiðtoga, sem leiddu kaupfélögin fram til 'vaxandi áhrifa og gengis í ge'gnqm árin. Aðalfundur stjórnar ICA. Aðalfundi SÍS mun ljúka nú í isins minnst á ýmsan hátt í sam- bandi við fundinn. Að honum loknum hefst aðalf. miðstjórnar Alþjóasamb. samvinnumanna og sækja hann fulltrúar frá mörg um þjóðlöndum. Hingað norður til Akureyrar koma fulltrúarnir næstk. miðvikudag og verður nánar frá fundunum báðum skýrt hér í blaðinu þá. Leikflokkur úr Rvík sýnir sjónleik eftir Kamban Leikflokkur úr Reykjavík, skip- aður kunnum leikurum og undir leikstjórn og forustu hins kunna leikstjóra Gunnars R. Hansen, er kominn til bæjarins og sýnir hér í kvöld og annað kvöld sjónleik- inn „Vér morðingjar" eftir Guð- mund Kamban. Leikarar eru flestir landskunnir: Einar Páls- son, Erna Sigurleifsdóttir, Edda Kvaran, Áróra Halldórsdóttir, Gísli Halldórsson, Einar Einars- son o. fl. Flokkurinn hefur sýnt víða hér um Norðurland við góða aðsókn og undirtektir. þessu næst skýrslu stjómarinnar vikunni og verður 50 ára afmæl- Ráðstefna um landhelgismálið? í spurningatíma í brezka þing- inu fyrir nokkru, spurði þing- maðurinn Gomme-Duncan, hvort ríkisstjórnin vildi athuga að kalla saman ráðstefnu fiskveiðaþjóða til þess að ræða landhelgismálin almennt og leysa það vandamál, sem ákvörðun íslands hefði skap- að. Varautanríkisráðherrann,Sel- wyn Lloyd svaraði því til að hann mundi taka til athugunar þessa tillögu. Þingmaðurinn Edward Evans spurði þá, hvort þetta mál allt væri ekki tengt offiski- vandamálinu og hvort íslenzkum togurum væri ekki einnig bönnuð veiði innan hinnar nýju línu. Ráðherrann lýsti því yfir, að ís- lenzka ríkisstjórnin hefði full- vissað brezku stjórnina um að svo væri og bannið gilti jafnt fyr- ir íslenzk skip sem erlend. í framhaldi af þessu komu fram raddir um að Bretar ættu að færa sína landhelgi út um eina mílu, úr þremur í fjórar, en ríkisstjórn- in tók ekki undir þær tillögur og taldi ótímabærar og ófram- kvæmanlegar. - útsvarsstiginn lækkaður, per- sónufrádrag hækkað Hækkunin nemur um 14% frá í fyrra - hefði orðið um 30%, ef ekki hefðu komið til fram- kvæmda nýju ákvæðin um fasteignagjöld Nýtt hvalkjöt flutt með flugvélum Kjötbúð KEA hefur tekið upp þá nýtt hvalkjöt frá hvalstöðinni í Hvalfirði með flugvélum hingað norður og er kjötið glænýtt (ekki frosið) er það kemur á markað hér. Hvalkjöt ryður sér til rúms víða um heim sem góður matur (t. d. í Bandaríkjunum og Bret- landi) og eru þetta talin góð mat- arkaup. Útsvarsskráin hér á Akur- eyri var birt sl. mánudag og er heildarupphæð útsvaranna sú hæsta í sögu bæjarins eða kr. 8.308.390.00. Var í fyrra kr. 7.235.340.00 og nemur hækkunin um 14%. Vegna vaxandi dýrtíðar og aukins tilkostnaðar á öllum svið- um, svo og vegna verulegra framkvæmda bæjarfélagsins hefði þó verið nauðsynlegt að hækka útsvörin enn meira, eða um ca. 30%, ef ekki hefði fengizt leyfi Alþingis til þess að inn- heimta fasteignagjöld til bæjar- ins með álagi vegna dýi'tíðarinn- ar. Var fjárhagsáætlun bæjarins breytt þannig í vetur, að útsvars- áætlunin var lækkuð um 1,2 millj. króna og fasteignagjaldatekjurn- ar hækkaðar um sömu upphæð. Breyttur útsvarsstigi. Niðurjöfnunarnefndin hafði nú hærri tekjur einstaklinga að leggja á en nokkru sinni fyrr. — Launamenn töldu fram fleiri krónur og höfðu ýmsir, t. d. sjó- menn, góðar tekjur á sl. ári. Var útsvarsstiginn frá í fyrra því lækkaður um 20—50%, en síðan bætt 14% ofan á útsvörin og fékkst þá fyrrnefnd heildarupp- hæð. Þar að auki var hægt að hækka persónufrádrag vegna konu, barna og annarra fram- færslu gjaldanna úr 3000 kr. í 3500 kr. Munar þessi hækkun talsverðu fyrir heimilisfeður. Einstaldingar og félög. Heildarútsvör einstaklinga eru kr. 7.40.000.00, en félaga kr. 1.168.300.00 og hafa félagsútsvör- in ekki hækkað neitt svipað því neitt tilsvarandi og einstaklings útsvörin. Þróunin í skattgreiðslum til bæjarins. Eins og fyrr segir eru útsvörin í ár, 8,3 millj. röskar, þau hæstu að krónutölu í sögu bæjarins enda aldrei lagt á eins háar tekj- ur. Þróunin í skattgreiðslum til bæjarfélagsins er sú, að útsvör hafa 17-faldast síðan 1939. Það ár var heildarupphæðin 490 þús. kr., en síðan er þróunin þessi í stór- um dráttum: 1940 .... 522 þús. 1942 .... 1.170 þús. 1944 .... 1.959 þús. 1946 .... 3.433 þús. 1948 .... 5.184 þús. 1950 .... 6.403 þús. . 1951 .... 7.235 þús. 1952 .... 8.308 þús. Að auki eru svo hin nýju fast- eignagjöld 1,2 millj., sem fyrr get- ur, nú á þessu ári. Þessi þróun er að vísu í sam- ræmi við vöxt dýrtíðarinnar í landinu og í samræmi við þá stefnu, að kalla sífellt á auknar framkvæmdir hins opinbera og aukna þátttöku þess í alls konar starfrækslu og framkvæmdum. Slíkt kostar vissulega mikið fé og bæjarfélögin hafa ekki í annað hús að venda til þess að sækja það en ganga beint að borgurun- um og krefja þá um síaukin út- svör. Gleymist sumum eftirleik- urinn er þeir krefjast aukinna framkvæmda og afskipta bæjar- félagsins. En jafnvel þótt þessu sé þannig farið í stórum dráttum, er ljóst að þróun þessi er ískyggileg og er enn einu sinni ástæða til að minna á, hver nauðsyn það er fyrir bæjar- og sveitarfélög að hafa aðra tekjustofna að byggja á en niðurjöfnunina. Jafnframt er þörf að minna á, að ekki er víst . ( að borgararnir fái alltaf mikið fyrir það fé, sem þeir greiða í út- svörum og sköttum. Er áreiðan- lega rúm fyrir aukna hagsýni í rekstri bæjarfélagsins hér, sem og í flestum öðrum opinberum rekstri. Hæstu útsvör. Hæstu útsvör að þessu sinni bera: Fyrirtæki og félög: Amaro, klæðagerð, kr. 46.310, Atli, vél- smiðja, ki'. 20.740, Byggingavöi'u- verzlun Tómasar Bjöi'nssonar h.f. 25.300, I Brynjólfsson & Kvaran 32.050, Kaffibi-ennsla Akureyrar h.f. 29.950, Kaupfélag Eyfii'ðinga 185.110, Súkkulaðivei-ksrpiðjan Linda h.f. 22.490, Samband ísl. samvinnufélaga 66.150, Utgei'ðar- félag Akui'eyi'inga h.f. 143.230, Útgei-ðai'félag KEA h.f. 29.250, Verzlunin Eyjafjörður h.f. 32.900, Vöruhúsið h.f. 21.000, Þói'shamar, bifreiðavei’kstæði, 20.600. -— Ein- staklingar: Guðmundur Jörunds- son útgerðarmaður 27.180, Gunn- ar Auðunsson skipstjóri 22.340, Hámundur Bjöi'nsson 20.520, Jakob Kai'lsson afgr.m. 20.750, Ki'istján Ki'istjánsson forstj. 25.900, Páll Sigui'geii-sson kaupm. 20.130, Sæmundur Auðunsson skipstj. 25.490, O. C. Thoraren- sen lyfsali 23.30, Þox-steinn Auð- undsson skipstj. 22.120. Þrastarungamir í vörubíls- hreiðrinu eru nú flognir. í 10 daga höfðu þeir bifi'eiðina A—629 til sinna nota einvörðungu og skutu góðviljaðir menn saman fé til þess að það væri hægt. Döfn- uðu ungamir fljótt og vel og flaug sá síðasti út í heiminn um helg- ina.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.