Dagur - 27.08.1952, Page 2

Dagur - 27.08.1952, Page 2
D A G U R Miðvikudaginn 27. ágúst 1952 Sextugur: Freysfeinn Gunnarsson skólastjóri Á morgun á sextugsafmæli einn Eg var í léttu skapi, er eg gekk Lögregluþjónn í Svíþjóð myrti 9 manns' þar á meðal foreldra sína og unnustu Ægilegasía gíæpamál í Svíþjóð á þessari öld af beztu sonum hinnar íslenzku þjóðar, Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri Kennaraskólans. Freysteinn er fæddur að Vola í Árnessýslu 28. ágúst 1892. Snemma hneigðist hugur hans til náms og lauk hann kennaraprófi 1913. Árið eftir settist hann í 4. bekk Menntaskólans og að stú- dentsprófi loknu las hann guð- fræði við Háskóla íslands. Lauk hann kandidatsprófi í guðfræði 1919. Þá var hann við framhalds- nám erlendis árin 1920—1921. Kynnti hann sér skóla- og kennslumál á Nörðurlöndum og Þýzkalandi. Mun hann þá hafa verið ráðinn í því að helga skóla- málunum krafta sína. Þegar heim kom, gerðist hann kennari við Kennaraskólann og var það frá 1921—1929. Aðalkennslugrein hans var íslenzka. En þegar séra Magnús Helgason lét af skóla- stjórn 1929 tók Freysteinn við því starfi og hefur gegnt því síð- an. Freysteinn er mikill starfsmað- ur og liggur mikið eftir hann í rituðu máli. Hann er einnig þjóðkunnur fyrir góða meðíerð á íslenzku máli, bæði bundnu og óbundnu. Freysteinn er skáld gott og hafa komið eftir hann tvær jóðabækur. Þá hefur hann þýtt fjölda bóka, þar á meðal margt barnabóka, sem of langt yrði hér upp að telja. En merk- astar þeirra'munu vera „Nonna“- bækurnar eftir Jón Sveinsson. Þá liggja eftir Freystein tvær orðabækur: Dansk-íslenzk orða- bók og íslenzk stafsetningarorða- bók. Hafa þær krafizt mikils starfs. Þá hefur hann gefið út all- margar kennslubækur í íslenzku. Má þar nefna euk Stafsetningar- orgabókarinnar, Ritreglur og Setningafræði. / Þegar ég kom í Kennaraskól- ann, var ég ekki með öllu kvíða- laus. Eg var þar óreglulegur nemandi og hafði ákveðið að Ijúka kennaraprófi á stuttum tíma. En er eg hafði haft tal af Freysteini, var eg öruggari. Hann hafði tekið á móti mér með sinni alkunnu hlýju og leiðbeindi mér, hvemig tímanum yrði bezt varið, og hvað eg skyldi einkum leggja áherzlu á. Þessi hógværi, hjartahlýi maður tók mér eins og gdður faðir tekur syni sínum. Höfðum við þó aldrei sézt áður. út frá honum og treysti honum þegar við fyrstu sýn. Svipaða reynslu munu fleiri hafa af Freysteini og iýsir það mannin- um vel. Kennsla Freysteins var í senn Ijós og traust. Hinir fjölmörgu kennarar víðs vegar um landið, sem verið hafa nemendur hans í Kennaraskólanum, þekkja það vel af eigin raun. í viðræðum er Freysteinn skemmtilegur. Hefur hann á reiðum höndum gamansöm til- svör og vísur til að krydda með umræðuefnið. Freysteinn er kvæntur Þor- björgu Sigmundsdóttur úr Reykjavík. Eiga þau tvö börn uppkomin, Guðrúnu og Sig- mund. Á þessum tímamótum í lífi Freysteins, sendi eg honum beztu árnaðaróskir með þökk fyrir gamla viðkynningu. Og um leið vildi eg óska þess, að honum mætti auðnast að fá betri og verðugri ytri aðbúnað að Kenn- araskólanum en nú er. Það veit eg einnig, að er ein af hans heit- ustu óskum. Eiríkur Sigurðsson. Frá Memiijagar- og minningarsjóði kvenna Nýlega hefur verið úthutað úr Minningar- "og menningarsjóði kvenna eftirtöldum námsstyrkj- um: Anna Viggósdóttir, Rvík, tann- smíði, Danmörk. kr. 2(K)0.00 — Ásdís Ríkarðsdóttir, Rvík, söng- nám, Svíþjóð, kr. 1200.00. — Guð munda Andrésdóttir, Rvík, myndlist, Frakklandi, kr. 500.00. — Guðný Jónsdóttir, Hafnarfirði, söngnám, Danmörk, kr. 1000.00. — Guðrún Friðgeirsdóttir, Akur- eyri, uppeldisfræði, Noregi, kr. 1000.00. — Guðrún Qlafsdóttir, Rvík, mannkynssaga, Noregi, kr. 1200.00. — Hrönn Aðalsteinsd. Sigurjónsson, Rvík, sálarfræði, Austurríki, kr. 1200.00. — Hulda Sigfúsdóttir, Rvík, bókavarzla, Noregi, kr. 1200.00. — Kristín Finnbogadóttir, Rvík, leiklist Engl., kr. 2000.00. — Ragnhild- ur Ingibergsd., Rvík, sálgrennsl- anir, Sviss, kr. 3000.00. — Sigríð- ur Kristjánsd, Akureyri, hús- mæðrafræðsla, Danmörk, kr. 1200.00. — Sigríður Jóhanna Jó- hannsd., Rvík, tungumál, Nor- egi, kr. 1200.00. — Soffía E. Guð- mundsdóttir, Rvík, píanóleikur, Danmörk, kr. 1000.00. — Sólveig Arnórsdóttir, S.-Þing., vefnaðar- nám, Svíþjóð, kr. 2000.00. — Val- gerður Árnadóttir Hafstað, Skaga firði, myndlist, Frakklandi, kr. 1500.00. — Vilhelmína Þorvalds- dóttir, Akureyri, enska, Englandi, kr. 500.00. — Þórey E. Kolbeinsd., Rvík, franska, Noregi, kr. 1200.00. — Æsa Karlsdóttir Árdal, Siglu- firði, uppeldis- og sálarfræði, Svíþjóð, kr. 1200.00. Skurffgrafa fór út af veginum á Köldukinnarvegi, skammt frá Yztafelli, í sl. viku, og hvolfdi ofan í skurð. Gröfustjórinn komst út úr ’stýrishúsinu áður en gröf- unni hvolfdi, og slapp hann við stórmeiðsli. Var mildi, að ekki varð meira slys þarna. Forn menning upprætt - ný ómenning ræktuð Sorglegri og jafnframt ógn- þrunginni mynd var brugðið upp fyrir sjónum þátttakenda á sjötta alþjóðamóti kennara, sem haldið var í Kaupmannahöfn í fyrri viku. Maðurinn, sem þetta gerði á éftirminnilegan hátt, er dr. Jha, einn af stjórnarmeðlimum sam- bandsins og fulltrúi kennara- sambands Indlands á ráðstefn- unni. Hann skýrði í erindi sínu frá sex vikna „menningar- tengsla“-heimsókn, sem ind- versk sendinefnd fór til Kína snemma á þessu ári. 1 nefnd þessari áttu sæti 12 Indverjar og fyrirliði hennar var frú Pandit Nehru, systir forsætisráðherrans. Nefndin kom til Kanton hinn Í26. apríl sl. í fyrstu erlendu flugvél- inni, sem lent hefur í Kína í tíð núverandi valdhafa, Rússar frá- taldir. För nefndarinnar var vel skipulögð um helztu héruð lands ins og stærstu borgirnar. Hún heimsótti bóndabýli, almenna skóla og háskóla og átti viðræður við sjálfan Mao Tse-Tung. En hvenær, sem nefndarmenn hittu enskumælandi Kínverja, varð fulltrúi ríkisstjórnarinnar .að vera viðstaddur viðræðúr. Nefnd armenn fundu brátt, að ekki var hægt að taka menn tali án þess að slíkir fulltrúar væru viðstadd- ir, og gilti þar einu hvort rætt var við embættismenn, kennara, vís- indamenn eða hinn almenna bónda eða borgara. f öllum há- skólum og öðrum skólum hafði öllu námsefni verið þokað aftur fyrir búnaðarfræðslu og verk- fræðikennslu. Sér hver grein al- mennra lista var forsmáð og í engu tilfelli er leyft að nota bækur á erlendum tungumálum. Það breytir engu í þessu tilfelli að fátt er um nothæfar kennslu- bækur á kínversku í ýmsum þýðingarmiklum námsgreinum. Af öllu þessu réði dr. Jha það, en hann er kunnur uppeldisfrömuð- ur í heimalandi sinu, að kennslu- bragur allur stæði á mjög lágu og frumstæðu stigi og háskólarnir jöfnuðust í bezta falli á við gagn- fræða- og menntaskóla. En víða um landið var búið að setja upp pólitíska skóla fyrir fólk á aldrinum 16—25 ára og há- skólinn í Peking sinnti engu öðru en að ala upp „leiðtoga", sem væru trúir kennisetningum kommúnismans. Námsefni í þess- um skólum er einvörðungu rit Lenins, Stalins og Mao Tse- Tung. En áróðurinn í skólunum byrjar fyrr en þetta. Dr. Jha sagði, að þegar í smábarnaskól- unum væru lesbækurnar mettað- ar áróðri. Fimm ára börnum er kennt að læra utanbókar dýrðar- rollur um Stalin og Mao. „Ríkið hefur verið látið taka við af trúarbrögðunum,“ sagði dr. Jha. Áróðurinn er orðinn sterk- asta meðal svonefndar almennr- ar menntunar í landinu. Og í því efni að nota kvikmyndir, útvarp, Aðfaranótt sl. föstudags framdi ungur lögregluþjónn á Skáni í Svíþjóð átta morð og játaði litlu síðar að hafa framið níunda morðið á sl. vori. Hafði hann unnið að því sjálfur mcð öðrum lögreglumönnum að rannsaka þann óhugunanlega glæp. Norðurlandablöðin frá viku- lokunum síðustu og helginni ræða fátt meira en þennan fá- heyrða glæp, sem þau ségja þann ljótasta í Svíþjóð á þessari öld. Fer hér á eftir, í aðalatriðum, frásögn Berl. Tidende í Khöfn frá sl. laugardegi: Ungur, hæglátur reglumaður. Morðinginn heitir Tore Hedin, gegndi lögregluþjónsstarfi í Uppakra, 10 km. fyrir norðan Malmö. Honum er lýst svo, að hann hafi verið vingjarnlegur og hjálpsamur náungi. Hann var reglumaður á tóbak og vín. Hann var einkasonur góðkunnra hjóna þar í héraðinnu. Hedin starfaði um hríð sem bílstjóri á lang- ferðabílum, en komst í þögregl,- ,pna og átti fyrir goða framkomu að setjast á lögregluskóla innan. tíðar. Ósáttur við kærustuna. Fyrir ári . trúlofaðist Hedin ungri stúlku,. Ulla Östberg að nafni, er starfaði sem þjónustu- stúlka á gamalmennaheimilinu í Hurva, skammt frá Landskrona. Þessi unga stúlka var einnig vel metin og hafði gott orð. Hún var 24 ára. Fjórtán dögum fyrir morðin, urðu ungu hjónaleysin ósátt og ákváðu að slíta trúlof- uninni. Var svo umtalað að hann kæmi og sækti smágjafir, er hann hafði fært henni, en hún vildi ekki hafa lengur. Þau hitt- ust á herbergi hennar og þar mun Hedin hafa haft í hótunum við hana og tók ómjúkum hönd- um á henni, en meira gerði hann ekki þann daginn. En þá sá á stúlkunni og hún sneri sér til læknis með meiðsli sín og sagði honum hvernig þau væru tilkom- in, en læknirinn skýrði yfirmanni lögreglunnar í héraðinu frá því, auglýsingaspjöld og önnur slík tæki, standa Kínverjar þegar lítt að baki áróðurspostulum Vestur- landa. Dr. Jha oð meðnefndar- menn hans höfðu farið í kynnis- ferð þessa til þess að treysta æva forna vináttu Indlands og Kína. En þeir fundu að verið var að uppræta gamla og gróna menn- ingu landsins og rækta innflutta ómenningu í staðinn. Blind ríkis- og foringjatrú varð hvarvetna á vegi þeirra og sú manntegund, sem njósnar fyrir ríkið innan fjölskyldunnar og afneitar föður og móður til dýrðar æðstuprest- um kommúnismáns. .' 1 > .y >.x >■ (Parísarútgáfa Herald Tribune). aö einn af mönnum hans væri valdur að. Varð vitlaus. Lögregluforinginn tók Hedin í yfirheyrzlu og að henni lokinni var honum vísað úr lögreglunni. Þetta var meira en hann þoldi. Hann tók bíl sinn um 12 leytið á föstudagskvöldið og ók til gam- almennahælisins. Hann komst inn í herbergi stúlkunnar um gluggann, kom að henni sofandi, myrti hana þar í rúminu með exi, er hann hafði meðferðis. Þar næst skundaði hann inn í her- bergi forstöðukonu hælisins, sem mun hafa vaknað við hávaðann, mæti henni í dyrunum, og ban- aði henni með sömu exinni. Heim til foreldranna. Hedin lét konurnar tvær liggja þar í blóði sínu og ók nú allt hvað af tók heim til foreldra sinna, sem bjuggu í einbýlishúsi skammt frá. Þau voru 77 og 74 ára gömul. Hann barði þau bæði með öxinni og rwY.talið að hann hafi viljaíi forða þeim frá þeirri söfg 'að” lesa' um’ oðæðisverk hang í blöðunum. Eftir foreldramorðið, kveikti hann í búsjnu brann það til ösku, og fundust lík foreldr- anna í rústunum um morguninrú Brenndi ganialiiléiiiiin inni. Eftir að hafa iokið þessuni ódæðisverkum, ók Hedin beina leið til Hurva.éftuu pg-.bár’<eld að gamalmennahælinu og notaði steinolíu og benzín til þess að örva logana. Sautján menn bjuggu í hælinu. Enda þótt elds- ins yrði nokkuð snemma vart, tókst ekki að bjarga öllum út úr húsinu og brunnu þarna inni 4 gamalmenni. Játar níunda morðið. Þessu næst ók Hedin út í sum- arbústað, sem hann átti eigi langt frá settist þar við borð og skrifaði langa og ýtarlega játningu á öllu, sem hann hafði aðhafzt þessa nótt, en bætti svo við, lögreglunni til mikillar undrunar, að hann væri valdur að morði 28 ára gam- als malara frá sl. vori, en hann hafði unnið með lögreglunni að rannsókn þess máls. Hafði hann þá játað á sig 9 morð. Sagðist ætla að drepa sig. í játningu sinni gaf hann í skyn að hann mundi drekkja sér í vatni skammt frá sumarhúsinu, en síðustu blöð herma, að lög- reglan sé vantrúuð á þá yfirýs- ingu og megi vel vera að hún sé bara gerð til að blekkja. Er leit- inni að Hedin haldið áfram. Talið er að Hedin hafi verið gripinn skyndilegri geðveiki. Blöðin rfja það upp að þetta sé óhugnanleg- asti glæpur í Svíþjóð á þessari öld. — Fregnir nú eftir helgina hérma, að lík Hedips þáfi fundizt á vatnsbotni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.