Dagur - 27.08.1952, Síða 4

Dagur - 27.08.1952, Síða 4
D A G U R Miðvikudaginn 21. ágúst 1952 <1 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 BlaðiS kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Síldarvertíðin og fjárhagsafkoma þjóðarinnar f NÝLEGUM sunnanblöðum er frá því greint, að um þessar mundir sé unnið af kappi í fjármála- ráðuneytinu við undirbúning fjárlagafrum- varpsins, enda muni það lagt fram sem fyrsta mál á næsta Alþingi, svo sem áður í tíð núverandi fjármálaráðherra. Sum blöð hafa haft uppi getgát- ur um það, að nýir skattar séu í vændum og hafa verið lítið brosleit yfir þeim tíðindum og birt skorinorðar hugvekjur um nauðsyn skattalækk- unar og samdráttar í ríkisrekstrinum. Hér skal ekkert um það fullyrt, hvaða ráðum verður beitt til þess að koma saman fjárlagafrumvarpi á þessu ári, en víst mun það ekki létt verk eða löðurmann- legt og hægara um að tala en í að komast að spara ríkisútgjöldin. En það er rétt að vekja athygli á því, að sömu málgögnin, sem tala fyrir skatta- lækkun og sparnaði í ríkisútgjöldum telja það sjálfsagðan hlut, að ríkisvaldið sjái um það. að aflabresturinn á síldarmiðunum komi sem léttast niður á útgerðarmönnum og sjómönnum og öðr- um landslýð, sem að þeim málum hefur unnið. Sjálfsagt er að viðurkenna þá skyldu ríkisvalds- :ins, að gera þann hlut sem skárstan úr því sem orðið er, en hlálegt er þá líka að sjá þá, sem mest- ar krö.fur gera á þessum vettvangi óskapast yfir því að ríkissjóður þurfi að hafa miklar tekjur til þess að standast slík útgjöld. Hér sem oft áður eru glögg merki þeirrar óraunsæi, sem fylgir allt of mörgum landsmönnum. Mönnum finnst eðlilegt að allir fái góðan hlut, hvernig svo sem framleiðsl- an gengur, en ríkissjóður taki á sig skakkaföllin af aflabresti og óáran til landsins, þannig, að það komi* ekki við kaun þegnanna. Þessi hugsunar- háttur hefur átt ríkan þátt í að gera þjóðina háða erlendum gjöfum og grafa undan efnalegu og pólitísku sjálfstæði. MENN HITTAST á förnum vegi og ræða hinn válega aflabrest á síldarmiðunum og tala um það sín í milli, að það sé bágt ástandið hjá síldveiði- fólkinu, sem hefur beðið sumarlangt á söltunar- stöðvunum og sjómönnunum, sem hafa lamið sjó- inn fyrir norðan og austan land og sjaldnast haft heppnina með sér. Og öll síldarútgerð rambar á gjaldþrotsbarmi. Víst er það rétt, að ástandið hjá útgerðarmönnum, sjómönnum og öðru síldveiði- fólki er hið báglegasta og mun þó fátt eitt sjást af því fyrr en dregur nær vetri, en það er háskaleg blekking, að aflabresturinn og hið geigvænlega tap síldveiðanna nái lítið til annarra en þeirra, sem beinlínis hafa unnið að veiðunum sjálfum. Heimkoma sildveiðiflotans við þær aðstæður, sem kunnar eru, er hið mesta áfall fyrir þjóðina alla, fyrir hvern einasta landsmann, hvar svo sem hann stendur í fylking, og hlýtur að koma við hvert mannsbarn í framtíðinni, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr. Hér er ekkert einkamál sjó- manna og útgerðarmanna, heldur vandamál þjóðarinnar allrar, sem hún öll verður að leysa með sameiginlegS átaki. Það er auðvelt að varpa öllum áhyggjum í þessu sambandi upp á ríkissjóð og treysta því að hann greiði úr öllu og haldi öll- um á floti fram á næstu vertíð, en bágt eiga þeir, sem halda að slík rausn úr þeirri átt komi þeim ekki við og verði framkvæmd algerlega útláta- og sársaukalaust fyrir þá og þeirra nánustu. En því miður eru þess nokkur merki, að þessi hugsun- arháttur sé útbreiddur og það jafnvel á ólíklegustu stöðum. ÁBERANDI ER, að blöð stjórnarandstæðinga vilja nota sér erfiðleika þá, sem aflabrest- urinn á síldarmiðunum skapar til árása á ríkisstjómina og stefnu hennar. Yfirstandandi gjaldeyr- iserfiðleikar eru t. d. henni að kenna, segja blöð þeirra, en ekki Deirri staðreynd, að tugmilljón króna síldverðmæti hefur brugð- izt, þótt ekki sé miðað við annan tíma en aflaleysisárin síðustu. — Stjórnarvöldin eru einnig talin eiga sök á því, að þjóðin hefur nú ekki auðseljanlegar afurðir að selja þeim löndum, sem næst okkur liggja og við höfum átt mest skipti við. Allt eru þetta fáránlegar ásakanir eins og mál- um er háttað, en þær sýna ljós- lega að ábyrgðarlaus stjórnar- andstaða vill notfæra sér erfið- leika þjóðarinnar til lands og sjávar til flokkslegs framdráttar. FOKDREIFAR Siðferðið hér og siðferðið þar. Svo farast „utanbæjarmanni" orð í „hugleiðingum", sem hann hefur nýlega sent blaðinu. Léleg kirkjusókn — „EINHVER NÁUNGI, sem kallar sig „X“, skrifar nýlega í ,,Fokdreifar“ þínar pistil nokkurn um kirkjubyggingu ykkar Akur- eyringa og kirkjulóðina. Líklegt jykir mér, að hugleiðingar hans um þetta efni fari nokkuð nærri réttu lagi, og víst er þetta efni, sem eðliegt og sjálfsagt er, að rætt sé og bollalagt um í bænum ykkar, en ekki er eg svo kunn- ugur því, að eg treysti mér til að leggja orð í belg um það atriði, enda er mér annað í huga. En í lok þessa spjalls síns varpar „X“ fram spurningu, sem engan veg- inn er staðbundin né tímabundin á sama hátt og kirkjubyggingin og ástandið á kiikjulóðinni: — „Mundi ekki samband vera,“ stendur þar, „milli þeirrar stað- reyndar, hversu oft og víða kirkjurnar standa auðar hér á landi ,og ástandsins, sem lýsir sér í skemmdaverkum og hvers kon- ar villimennsku á þeim stöðum, þar sem fólkið hyggst helzt höndla gæfuna og lífsnautnirnar, bæði helga daga og virka?“ — og hefur „X“ hér bersýnilega í huga m. a. „Hreðavatnsmálið“ svokall- aða og aðra þá atburði, sem enn eru mönnum, af eðlilegum ástæð- um, ferskastir í minni margra slíkra, bæði hér og þar, fyrr og síðar. LANG ÞYKIR MÉR líklegast, að þarna sé býsna nærri höggvið styrkustu rótum þessa þýðingar- mikla máls, þótt auðvitað væri það fjarri lagi að fullyrða, að með slíkri skýringu sé að fullu fyrir þær grafið. Það skal játað, að góð kirkjurækni er aðeins ytra borð og sýnileg táknmynd þeirra ósýnilegu, andlegu verðmæta, sem ein skipta hér nokkru máli, þegar öllu er á botninn hvolft, en þoð er trúarstyrkurinn sjálfur, hin trúarlega einlægni og alvara, trúarreynslan, eða hvað maður á nú að kalla það lífsviðhorf, sem ekki verður með orðum lýst, né heldur í tölum talið, en eitt væri þess þó megnugt að veita kyn- slóðinni þá lífsfyllingu, sem henni mætti helzt að gagna koma,oghún leitar nú í ósjálfræði og án tak- marks og fyrirheita á hinn ann- arlegasta hátt og á hinum ólík- legustu stöðum, þar sem hún hreppir, þegar öll kurl koma til þeirrar grafar, tómleika í stað lífsfyllingar, þjáning í stað nautnar, sorg'í stað gleði, dauða í stað lífs. — Vel kann svo að vera, að þessi sýnilega táknmynd sé á stundum í fulllitlu samræmi við þann veruleika, sem inni fyrir býr. En þó er erfitt að verj- ast þeirri áleitnu hugsun — þeg- ar menn sjá hin dýrlegustu musteri standa auð og tóm að kalla hvern helgidaginn á fætur öðrum — að eitthvað meira en lítið bogið hljóti að vera trúarlíf þess lýðs, er svo hagar sér — eitt- hvað öndvert og kalt, stirðnað og dautt, sem ætti þó að vera síungt, frjótt, glatt og glaðvakandi, afl- þrungið, styrkt og lifandi í þjóð- lífinu. — og önnur skyld. fyrirbrigði. STÆRSTA — og e. t. v. áhrifa- mesta — blað landsins hefur aíiað út í þá ófæru að gera tilraun til að verja brjálæðið og óhæfu- verkin, sem framin voru að Hreðavatni kvöldið og nóttina góðu — á þeim grundvelli, að óhæfilega hafi verið veitzt að þeim stéttum, sem blaðið telur sig sérstakan málsvara fyrir, og að sonum og dætrum höfðingj- anna í Reykjavík — í umræðum þeim, sem um þetta hafa spunn- izt. Þessu blaði þykir það líka ósvífni, að skorað skuli vera á Verzlunarráð íslands að hlutast til um það eftirleiðis eftir mcgni, að dagurinn, sem kenndur er við verzlunarstéttina alla, verði ekki í framtíðinni óvirtur með öðrum eins aðförum. Minnsta blaðið í höfuðstaðnum, sem lifir á því að finna út — eða finna upp — nýjar hneykslissögur í hverri viku og ráðast á þær með upploginni og tilgerðri umvöndunarsemi — hefur auðvitað tekið dyggilega undir þennan söng — og svo hafa og fleiri blöð gert. Eg kippi mér engan veginn sérlega upp við þessar aðfarir, því að eg, og aðrir landsmenn, erum orðnir þeim svo vanir, að við teljum slík viðbrögð sjálfsögð úr þeirri átt. En hitt þykir mér með meiri tíðindum sæta, þegar blöð, sem við töldum ábyrgari, virðast ætla að heimska sig jafnrækilega á þessu máli og þau gerðu, sællar minningar, í forsetakosningunni og þó eink- um, þegar auðsætt var, að þau kunnu ekki að taka ósigrum jafnt sem sigrum, að siðaðra manna hætti. OG NÚ SÁ ÉG nýlega, að eitt slíkt blað — og það blaðið, sem mér er einna sárast um — ætlar að slá sig til riddara með því að skrifa og birta ákaflega óvægna, harðorða og tillitslausa dóma um æskulýðinn og framferði hans í tilefni þessara hryggilegu at- burða, þar sem því er mjög á lofti haldið, að „hin íslenzka eftir- stríðskynslóð11 dýrki hnefarétt og ofurmenni — „dýrki sjálfa sig sem ofurmenni", eins og þar er að orði komizt. Vissulega hefur „kynslóð þessa lands orðið mjög á í messunni", svo sem þar stend- ur. En hvar stendur eldri kyn- slóðin, eg og þú, minn góði hirðir og siðameistari, „á eyri vaðs,“ eins og Bólu-Hjálmar kvað, þeg- ar alls er gáð? Erum við færir um að gerast siðbótamenn og prédik- arar hins unga og óráðna lýðs — fremur en taugabilaðar og hálf- brjálaðar kjaftakerlingar eru sjálfsagðar sem leiðtogar og siða- meistarar lýðsins? (Framhald á 7. síðu). Nylon-nýjung Iðjuhöldarnir keppast hver sem betur getur við að framleiða fleiri og fleiri nýjungar úr hinum ágætu nylon-efnum af fjölmörgum gerðum. Frá 3ví er fyrstu nylonsokkarnir sáu dagsips ljós og fram til dagsins í dag hefur margt skeð á þessum vettvangi og margar uppgötvanir verið gerðar til Dess að endurbæta efnið sjálft og vinna það á ýmsa vegu. í föðurlandi nylonsins (þ. e. Bandaríkjunum) kveður mest að þessu, og skilzt manni að þar í Iandi sé nylon og plast í öðrum hvorum hut, sem maður eignast, og annari hverri spjör. Nærföf úr nylon eru nú mjög útbreidd orðin og sykja sérstaklega hentug til ferðalaga vegna þess, hve auðvelt er að þvo þau, hve fliótt þau þorna og hve létt þau eru og fyrirferðalítil. Hægt er að fara í mánaðarferð með einn náttkjól, tvennan nærfatn- að, tvær blússur, 1 kjól og þar fram eftir götunum. Þótt flíkurnar séu fáar, er vandalaust að vera alltaf hreinn og vel til fara, það þarf ekki annað en að vinda úr þessu að kvöldlagi, og að morgni er flíkin rurr og hægt að fara í hana án þess að strjúka hana eða annast að öðru leyti. Það er augljóst, hve hand- liægt þetta muni vera og hentugt og hve geysilega slíkur farangur hlýtur að létta undir með ferðalang- inum. Lítil taska nægir nú og gerir sama gagn og margar áður, og ein blússa er á við ótal margar af „gömlu“ gerðinni. Jú, nylonið er efni, sem við get- um verið uppfinningamönnunum þakklátar fyrir. Þvottapoki fyrir sokkana. Á seinni árum hefur nylonsokkunum verið fund- ið ýmislegt til foráttu og þó einkum það, að þeir væru ekki eins sterkir og endingargóðir og þeir, sém fyrst komu á markaðnn. Ýfnsir háfa viljað halda því fram, að framleiðendur gerðu þetta með vilja til þess að auka umsetninguna, — selja meira en þeir hafa vísað þessum ásökunum á. bug og gefið aðra skýringu á fyrirbærinu. Fullyrða þeir, eftir ýmiss konar athuganir hjá fjölda viðskiptavina, að konur fari yfirleitt ekki eins vel með nylonsokkana í dag eins og þær gerðu fyrst, þegar þeir komu á markaðinn. Ef við lítum í okkar enginn barm, munum við kannske finna, að þessi staðhæfing framleiðandans hefur við nokkur rök að styðjast. Manstu eftir fyrsta parinu, sem þú eign- aðist af nylonsokkum? Þá var yfirleitt farið gæti- lega og varkárni viðhöfð. Margár konur notuðu baðmullarhanzka, þegar þær fóru í og úr, og sokk- arnir voru þvegnir daglega. í dag eru fæstar svo nákvæmar, og árangurinn er skemmri ending á sokkunum. En nú er komið á markaðinn meðal við þessu, eða a. m. k. við því, að sokkarnir skemmist eklci á meðan á þvottinum stendur eða í geymslu. Þetta er lítill poki úr nylon (mjög þunnur), dreginn saman í opinu, svo að hægt er að hengja hann upp. Pokann hengir maður upp í baðhei'berginu eða svefnherberginu ,og þegar farið er úr sokkum, eru þeir strax settir í pokann. Síðan eru sokkarnir þvegnir í pokanum, og alls ekki teknir út úr honum fyrr en þvottinum er lokið. Þá eru þeir þerraðir í handklæði og hengdir til þerris. Þessi þvottapoki er hreinasta þing. Ef ekki er tími til að þvo hvert par jafnóðum, er hægt að safna nokkrum pörum í pok- ann og þvo þau öll í senn í pokanum. Með þessu móti koma hrjúfar hendur, hringir o. þ. h„ sem eru verstu óvinir nylonsins, ekki í snertingu við sokk- ana, og sagt er að’þiokar þessi lengi ævi nylonsokk- anna um 50%. Vonandi taka sokkakaupmenn á ís- landi sig til og panta þessa þvottapoka, svo að hægt verði að kaupa þá með sokkunum í framtíðinni. Slíkt væri þjónusta við viðskiptavinina og gjaldeyr- issparnaður fyrir landið. Kaupmannahöfn í ágúst. as.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.