Dagur - 17.09.1952, Qupperneq 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 17. sept. 1952
r
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 50.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Aðstaða iðnaðarins úti á landi
ÞAÐ HLÝTUR að vekja athygli Reykvíkinga,
sem annarra gesta, á iðnsýningu þeirri hinpi
miklu, sem nú stendur yfir í Reykjavík, hversu
fá fyrirtæki utan af landi hafa gerzt til þess að
sýna þar varning sinn og vekja athygli á þeirri
staðreynd, að enda þótt höfuðmiðstöð iðnaðarins
sem og verzlunarinnar sé Reykjavík, hefur þróast
úti um landið allmerkur og fjölbreyttur iðnaður,
þótt óvíða sé um stór fyrirtæki að ræða. Þegar
sleppir sýningum samvinnuverksmiðjanna hér á
Akureyri, sem eiga þarna myndarlegar sýningar-
deildir, er fátt um fyrirtæki utan landamerkja
höfuðstaðarins, sem nokkuð láta til sín taka á iðn-
sýningunni. Þótt ýmsar ástæður megi telja fram
fyrir því, hvers vegna svo fá fyrirtæki utan af
landi hafa treyst sér til þátttöku, mun ein þó
stærst og veigamest: Iðnaðurinn utan Reykjavík-
ur á ekki aðeins að stríða við erfíðleika vegna
samkeppni við erlendar iðnaðarvörur og þess tíð-
aranda, sem tekur erlenda vinnu fram yfir inn-
lenda, heldur á hann einnig í höggi við marghátt-
uð vandkvæði vegna ríkjandi ástands í innflutn-
ings- og samgöngumálum þjóðarinnar. Þessir síð-
ast töldu erfiðleikar hafa þjarmað svo að mörgum
iðnfyrirtækjum á seinni árum, að ýmsir iðnaðar-
menn og verksmiðjueigendur hafa glatað trúnni
á möguléikana til þess að reka iðnaðarfyrirtæki
úti á landí. Þess munu dæmi, að slík fyrirtæki hafi
flutt sig með allt sitt til Reykjavíkur. Fjármagn
það, er þeim fylgdi, og atvinnan, hafa glatazt
landsbyggðinni. Þegar málefni iðnaðarins úti á
landi hrekur þannig undan straumi, er ekki und-
arlegt að þátttakan í iðnsýningunni utan lögsagn-
arumdæmis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sé
minni en ætla mátti að óreyndu.
ÁSTAND ÞAÐ, sem þróast hefur í innflutn-
ings- og siglingamálum þjóðarinnar, hlýtur að
hafa stórfelld áhrif á afkortiumöguleika iðnaðar-
ins úti á landi. Sú var tíðin, fyrir heimsstyrjöld-
ina, að margs konar iðnaður úti á landi, ekki sízt
hér á Akureyri, átti góðu gengi að fagna, enda var
þá lagður grundvöllurinn að mörgum þeim iðn
aðarfyrirtækjum, sem hér hafa náð mestum
þroska. Þá voru siglingar til landsins með öðrum
og hagkvæmari hætti en nú er orðið. Þessi bær til
dæmis hafði þá beint samband við erlendar hafn
arborgir. Hráefni komu hingað á hafnarbakkann
beint og án umhleðslu. Auðveldarar var þá en nú
er orðið að sneiða hjá umboðsmönnum og milli-
liðum í Reykjavík. Þótt margvíslegar framfarir
hafi orðið í þjóðfélaginu síðan styrjödinni lauk,
ná þær ekki til fyrirkomulags siglingamálanna eða
skipunar innflutningsverzlunarinnar. Beinar sam-
göngur við útlönd frá höfnum úti á landi hvíla nú
nær einvörðungu á Sambandsskipunum, en félag
það, sem þjóðin stofnaði til þess að annast sigling-
ar fyrir öll landsins börn hefur enn ekki fengist til
þess að taka upp þjónustu við þessar hafnir, sem
jafnast á við siglingar fyrir stríð. Fyrir styrjöld-
ina var um 30% af innflutningsmagninu til lands-
ins skráð á hafnir utan Reykjavíkur. Nú mun
þessi tala ekki ná 10%. Á sviði samgangnanna
'innanlands er einnig að finna mikla erfiðleika fyr-
ir iðnaðinn úti á landi. Á sl. vetri urðu iðnaðarfyr-
ii'tæki hér í bæ af viðskiptum við Norðaustur- og
Ausutrland mánuðum saman
vegna þess ástands, sem ríkti í
samgöngumálum. Það var auð-
veldara fyrir verzlunarstaðina að
fá iðnaðarvörurnar alla leið frá
Reykjavík en héðan frá Akur-
eyri. Og enda þótt fjöldi vega-
vinnuvéla starfi að því allan vet-
urinn að halda opnum vegum frá
Reykjavík og víðar um Suður-
og Vesturland, var sú stefna uppi
hjá vegamálastjórninni að láta
fyrstu snjóa loka Vaðlaheiði og
horfa á þjóðbrautina yfir heiðina
ófæra allt fram á sumar. Með
þessum aðgerðum var líka lokað
stórum markaði fyrir iðnfyrir-
tækin hér og lagt lóð á vogarskál
ina til meira atvinnuleysis og
erfiðari afkomu.
MERGURINN MÁLSINS er sá
— og þar er líka skýringin á lít-
illi þátttöku utan af landi í iðn-
sýningunni — að þau stjórnar-
völd, sem ráða verzlunar- og
samgöngumálum, skortir skilning
á því, hver séu eðlileg þroska-
skilyrði fyrir heilbrigðan iðnað
úti á landi. Það er þrengt að
þessum atvinnurekstri þar á
ýmsa vegu umfram það, sem er
gagnvart iðnaðinum í Reykjavík,
sem þó á einnig við ýmsa erfið-
leika að stríða. Það er stefnt að
því með ýmsum ráðum, að gera
fyrirtækjunum úti á landi
ómögulegt að keppa við fyrirtæki
í Reykjavík. Miklum árangri hef-
ur þegar verið náð á því sviði.
Það er því ekkert undrunarefni
að iðnaðarmenn úti á landi hafi
margir hverjir glatað þeirri bjart
sýni, sem ríkti um framtíð þessa
iðnaðar fyrir styrjöldina, þótt þá
væri við margvíslega fjárhagserf-
iðleika að etja. Iðnsýningin ber
þess ekki vott — þrátt fyrir mik-
inn glæsibrag — að þessi hluti
iðnaðarstéttarinnar hafi endur-
heimt þessa bjartsýni.
FOKDREIFAR
Hefur þú koniið í Selland?
Vald. Snævarr skrifar blaðinu
á þessa leið:
„ÞÉR KANN að þykja spurn-
ingin kynleg og máske óljós, les-
andi góður. Mörg eru sellöridin
til. — „Við hvað áttu?“ spyr þú
ef til vill. — Jæja þá. Eg skal
segja þér, að eg á við SELLAND
í Fnjóskadal, næstfremstu jörð-
ina í dalnum, vestan árinnar. —
Þetta er gamalt býli að vísu, en
sem oft hefur verið í eyði árum
saman, og nú síðast fyrir 10—12
árum. En — þá hófst nýr og
glæsilegur kafli í sögu þessa smá-
býlís. Þá kaupir það Sigurður O.
Björnsson, hinn kunni og vel
metni prentsmiðjustjóri á Akur-
eyri. Hann sá glögglega, hvað úr
býlinu mátti gera. Hann hófst
brátt handa um framkvæmdir.
Hefur hann á 'þessum árum byggt
þar ágætan og rúmgóðan sumar-
bústað, óvenju smekklegan utan
og innan, — hafið túnrækt, sem
byrjuð er að gefa arð, og afgirt
stórt land til skógræktar og
plantað þar skógi í stórum stíl, að
kalla má, að því er mér virtist, er
eg kom þangað sunnudaginn 7.
þ. m. Eg var þar á ferð með vin-
um mínum og frænda, Friðþjófi
Pálssyni símstöðvarstjóra frá
Húsavík. Við ætluðum að aka
dálítið fram fyrir Selland og
gerðum það, en viti menn, — bíll
kemur á eftir okkur, — og hvað
haldið þið að hann hafi viljað
okkur? — Þar er kominn Sel-
landsbóndinn: Sigurður O.
Björnsson. Hann kom að bíl okk-
ar og segir brosandi: „Þið eruð
að villast. — Það var á næsta bæ
hér fyrir utan, sem.þið áttuð að
drekka kaffi.“ — Þetta sagði
hann svo fallega, að vart mun það
gleymast mér. — Fornar sögur
geta þeirrar gestrisni, að reistur
var skáli yfir þvera þjóðbraut, en
hins vegar geta þær ekki um það,
ef eg man rétt, að húsráðendur
sendi út á þjóðvegu eftir gestum,
— en Sigurður gerði meira en að
senda, — hann fór sjálfur. — Er
svo ekki að orðlengja það, að við
fylgdumst með honum heim í
Selland og nutum þar frábærrar
risnu og alúðar þeirra hjóna, Sig-
urðar og frú Kristínar. Var þar
fleira gesta og allir í sUnnudags-
skapi, enda var ekki annað, hægt.
Eg spurði: „Hefur þú komið í
Selland?“ — Ef ekki, þá áttu
nokkuð eftir. Þú ferð þaðan
bjartsýnni og trúaðri á land og
þjóð. — Flyttu svo, Dagur sæll,
margfaldar þakkir okkar ferða-
félaganna þeim hjónum, Sigurði
og konu hans. — Blessist hvert
strá og blómgist hver grein í Sel
landi!“
Staðlausir stafir.
Finnur Árnason garðyrkju-
ráðunautur sendir eftirfarandi
pistil um nýju andatjörnina og
stax-fið þar:
„í SÍÐASTA tölublaði íslend-
ings, þættinum Þankabrot, er
greinarstúfur um verklegar
framkvæmdir í Grófargili eða efri
hluta Andatjax’nai'innar, og beint
að óhyggilegi-i verkstjói’n og slæ-
legum afköstum nxínum við að
koma þessum stað í lag, vil eg
svara þessum vei'kfróða manni
nokkrum oi’ðum, og hrekja þessi
ummæli.
Eg hef að vísu ekki uixnið nema
í 10—12 sýslum á landinu, en
mér hefur heldur aldx’ei' verið
borin vinnusvik né óhyggindi í
verki á brýn fyrr, hvort eg hef
unnið við sjó- eða landvinnu,
enda hef eg megna andúð á því að
láta ekki sjást eftir mig og mína
menn forsvaranleg afköst, og eg
lít á vinnusvik sem hreinan
þjófnað, því að það er sama hvoi’t
maður svíkst um að vinna 1—2
tíma á dag eða maður fer í vasa
þess sem maður vinnur hjá og
stelur þar andvirði þeirra tíma,
sem maður hefur ekki unnið sem
sæmandi er. En því miður tíðkast
það nú alltof víða, að menn vinna
alls ekki fyrir því kaupa, sem
menn krefjast, og er það sízt
beti’a hjá þeim, sem þykjast vei’a
hátt settir í embætti þjóðfélags
ins, en hjá verkamönnum.
EN GAGNVART lagfæringunni
við Andapollinn vil eg segja
þetta: Maður þessi veit víst lítið
um starfssvið mitt og fjái-magn
það, sem mér er ætlað að stai’fa
fyrir, og væri betra að kynnast
því, áður en menn fara að gagn
rýna gang vei’kanna, og bera það
síðan saman við það, sem unnist
hefur. En þrátt fyrir litla fjár
veitingu mun eg geta lokið við
mesta verkið við efri hluta Anda
pollsins í haust, og er það ein
göngu vegna þess að starfsliður
minn hefur fengið um 10 þúsund
kr. fyrir heysölu, en vegna fjár
skorts vai’ð eg þó að stöðva fram-
kvæmdir við vei'k þetta í 3 vikur
og tel eg greinarhöfund glöggan
ef hann hefur alltaf séð menn þar
að verki, þrátt fyrir þriggja vikna
uppihald.
(Fi-amhald á 7. síðu).
r
Odýrir drykkir, súpur og grautar
Þegar haustar keppast flestar húsfreýjur við að
undii'búa heimilið sem bezt fyrir veturinn. Niður-
suða á berjum og grænmeti er einn þáttur þessa
undii-búnings, og oft er búsældarlegt í geymsluher-
bergjunum, þegar niðui’suðunni og sláturtíðinni er
lokið. Síðan sykurskömmtuninni lauk, hefur fjöldi
heimila notfært sér berin í saft og sultur og átt á
þann hátt nóg af slíkum heimagerðum varningi árið
um ki'ing. Rabai’bara hafa húsfreyjui'nar einnig
notað mjög, og ein hin auðveldasta aðferð við
geymslu á rabai'bara, og jafnframt hin ódýrasta,
vildi eg minna á nokki’um oi’ðum. Kvennadálkurinn
hefur að vísu áður sagt fi*á þessari aðferð og marg-
ar húsfreyjur nota hana, en það sakar ekki að rifja
hana upp. Oskemmdur og góður rabarbari er skor-
inn í smábita, settur í vel hreinar krukkur, kalt
vatn látið renna í krukkurnar, þar til þær eru hér
um bil fullar og vel hreint lok skrúfað fast yfir
krukkuna. Á þennan hátt er hægt að geyma rabar-
bara sem nýjan fram eftir öllum vetri, og að að-
fei’ðin sé fljótleg, handhæg og ódýr, hljóta allir að
vera samdóma um. Rabai’barann má síðan nota í
súpur, grauta og sultur eftir hentugleikum og þörf-
n. Bezt er að nota krukkur en ekki flöskur, eins
og þó töluvert hefur verið gert af, vegna þess, hve
auðveldara er að ná rabai’barabitunum úr krukk-
unum heldur en úr þröngum flöskustútum.
Te úr grösum.
Þegar verið er að útbúa heirpilið með vetrar-
forða og vistir mætti bæta einum þaétti’ við niður-
suðu- og sláturtíðina, en það er grásatínslu. Hér
er þó ekki átt við venjulegar grasafei’ðir, sem svo
mjög tíðkuðust hér áður fyri’, en hafa til mikils
skaða lagst niður að verulegu leyti, heldur ofur-
einfaldar ferðir fyrir lang flesta, því að grös þau,
sem hér um ræðir, spretta svo að segja alls staðar.
Það væi-i hægt að spara verulegan skilding af
heimilispeningunum með því að eiga í poka þurrk-
aðar jurtir, sem hægt er að gera af góða drykki,
og nota þótt ekki værx nema stöku sinnum í stað
tes eða kaffis. Jurtir þær, sem'héi' er "um að ræða
eru aðallega fjórar: Vallhumall, blóðberg, rjúpna-
lauf og ljónslöpp. Bezt er að þui'rka hvei’ja tegund
fyrir sig og geyma í þunnum gaspoka, sem hengd-
ur er upp á köldum og þurrum stað. Di'ykkur af
þessum jurtum blönduðum saman á hæfilegan hátt
(hver og einn getur prófað sig áfram, þar til hann
fær hið rétta bragð) er mjög ljúffengur og bezt er
að nota kandíssykur með honum. Grasate er til-
valinn kvöld-drykkur, bragðgóður, heilnæmur og
kostar ekki mikið.
CREPÉ-NYLON.
Svisslendingar eru nú famír að framleiða nýja
tegund af nylonsokkum úr hinu svonefnda crepé-
nylon. Sokkar þessir þykja margfalt sterkari held-
ur en „gamla“ tegundin og eru líka um það bil
helmingi dýrari heldur en hún.
Við fyrstu augsýn dettur manni í hug, að sokk-
arnir séu handa bai’ni. Þeir eru svo litlir og stuttir,
að okkur myndi ekki koma til hugar, að þeir væru
ætlaðir fullvöxnum kvenmanni. En eiginleiki þess-
arar nýju gerðar af nylon er sá, að það getur
teygst ótrúlega mikið. Þegar farið er í sokkana,
teygir maður þá eftir leggnum, unz þeir eru hæfi-
lega háir, og þar sitja þeir síðan og fara hið bezta
og endast jafnframt óti’úlega lengi, eftir því sem
framleiðendurnir segja. En nú á reynslan eftir að
sýna, hvort þessi nýja gerð nylonsokka, á eftir að
„slá út“ þá eldri, en það mun hún eflaust gera,
ef mai’ka má auglýsingar og frásagnir um þetta
nýja efni.
A. S.
íslenzk listakona vekur athygli í Danmörk.
Á meðal þeirra, sem sýndu myndir á fyrstu haust-
sýningunni í Charlottenborg í Kaupmannahöfn,
var íslenzk listakona, María H. Ólafsdóttir. Á meðal
mynda hennar þar er „sería“, 24 útskurðarmyndir,
sem eiga að prýða bai’nabók, að því dönsk blöð
segja. Sagan er um íslenzkan dreng, sem kemur í
fyrsta sinn til Kaupmannahafnar. (Ný útgáfa af
Nonna?) Um þessar myndir segir „Nationaltid-
ende“, að þær séu „et af Udstillingens oplivende
Momenter“. Onnur blöð hafa einnig farið lofsam-
legum orðu mum list Maríu Ólafsdóttur, bæði þess-
ar myndir og aðrar.