Dagur - 17.09.1952, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 17. sept. 1952
D A G U R
5
Byggðasafn fvrir Eyjafjörð
Eftir RAGNAR ÁSGEIRSSON
75 ára afmælis Laugalandsskólans
minnzf við skólasetningu næst-
komandi sunnudag
Byggðasöín eru til hjá flestum
þjóðum sem eru sér þess meðvit-
andi að þær hafa tekið við verð-
mætum arfi frá forfeðrunum,
sem ber að vernda og skila til
niðjanna, svo að þeir geti kynnzt
lífi þeirra kynslóða sem á undan
eru til rnoldar gengnar, og finni
að þeir séu ekki rótlausir angar,
heldur hlekkir í sterkri keðju,
leið til að þekkja þjóð sína og
sjálfa sig.
Reynsla annarra þjóða.
Þeir sem hafa lagt leið sína til
framandi landa, og ekki einungis
í' þeim tilgangi að skemmta sér,
hafa margir lagt leið sína á
byggðasöfnin, sem geyma menn-
ingarsögu íbúanna, sem er oft
bæði verkleg og' listræn í senn.
Margir Islendingar, sem komist
hafa til nágrannalandanna, kann-
ast við Landbúnaðarsafnið í
Lyngby og „Gamla kaupstaðinn“
Árhus í Danmörk; við safnið á
Lillehammer og á Bygdö í Noregi
og við Skansinn í Stokkhólmi.
Þessi söfn eiga það sameiginlegt,
að þangað hafa verið flutt gömul
hús og jafnvel heilir bóndabæir
sém samaustanda af fjölda húsa
frá fyrri tímum, sem rifin hafa
verið og endurréist með mikilli
nákvæmni. — Húsbyggingarnar
sjálfar eru vissulega merkilegar
og bera vott um mikla snilli og
hugvit ‘þeirra sem reistu þau.
Inn yfir þröskuld fortíðarinnar.
En þegar''ék'ki ei’ látið sitja við
húsin sjál.f, auð og tóm, heldur
einnig safnað þangað öllum þeim
hlutum, sem þar voru í notkun
meðan lifað var og starfað í
þeim, og hver hlutur settur á
sinn stað, þá er eins og maður
stigi inn yfir þröskuldinn til for-
tíðarinnar, og komist eins nálægt
forfeðrunum og komist verður.
Hver einn og einasti hlutur, sem
notaður hefur verið í daglegu lífi
horfinna kynslóða, hversu
ómerkilegur ófróðu fólki kann að
sýnast hann, verður merkilegur
frá sjónarmiði safnandans, og
raunar annarra líka, þegar hann
er fundinn og kominn aftur í sitt
rétta umhverfi. Útskorna rúm-
fjölin var oft mikið listaverk, og
skartgripir úr dýrum málmum,
en taðspaðinn, úr tré eða beini, er
jafn rétthár og nauðsynlegur,
þegar sýna skal gamalt eldhús
með öllum þeim áhöldum sem
þar voru notuð.
Forngripasafn og þjóðminjasafn.
Það er vissulega mikils um vert
að góðum, gömlum gripum hefur
verið sáfnað saman á forngripa-
safn í höfuðstaðnum. Og það er
ánægjulegt að sjá þetta þjóð-
mínjasafn okkar vera að rísa úr
öskustónni, sem það hefur verið
í allt frá stofnun sinni, þar til nú
þegar verið er að flytja það í ný
og góð húsakynni, þar sem það er
sett upp áf þekkingu og smekk-
éísi, þannig að hver hlutur fær
notið sín fyllilega. Enda þótt
þjóðminjasáfn okkar sé fyrir-
ferðarlítið á mælikarða stærri
þjóða, þá er það stórt samt, þegar
litið er á sumt í hinum einstæðu
deildum, ekki sízt útskurðinn,
sem hefur þróast með sínum
alveg sérstæða hætti hjá svo
mörgum alþýðumönnum, enda
þótt ekki sé vitað um nöfn nema
fárra af þeim meisturum. Hvetja
vildi ég alla landsmenn til að
kynna sér þjóðminjasafnið nýja
er þeir gista höfuðborgina við
Faxaflóa.
Byggðasöfnin gegna sérstöku
hlutverki.
En enda þótt gaman sé að, líta
á gámla muni í safni í höfuðborg-
inni eiga þó byggðasöfnin sama
tilverurétt. Á síðustu árum hefur
vaknað áhugi í landi voru fyrir
að vernda leyfar okkar gömlu
menningar heima í héruðunum,
Austfirðingar hafa safnað ýmsu
merkilegu og er safn það nú
geymt á Skriðuklaustri í Fljóts-
dal. Skagfirðingar stóðu bezt að
vígi, því þeir áttu gamalt höfð-
ingjasetur uppistandandi, Glaum-
bæ. Réttara er þó að segja að
hann hafi verið uppihangandi,
en erlendur ferðamaður sem
þangað kom gaf álitlega fjárupp-
hæð gamla bænum til viðreisnar.
Það mun hafa bjargað Glaumbæ.
En síðar hefur ríkið lagt til, það
sem til viðbótar þurfti. Glaum-
bær er með stærstu bæjum og er
enn langt frá að til hans hafi
safnast allt það sem með þarf til
að ganga frá hinum mörgu vist-
arverum. En frá baðstofunni hef-
ur verið gengið að mestu leyti.
Eru þar 11 rúm uppbúin með
tilheyrandi rúmfjölum útskorn-
um og allskonar munum. Eftir
atvikum þótti rétt að opna
Glaumbæ fyrir almenning og var
það gert 15. júní. Er mér sagt
að þangað hafi komið fjöldi
manna í sumar og mörgum þótt
mikið til koma. Hagyrðingur úr
bygðinni sagði er hann hafði
litazt um í baðstofunni:
Sænguð rúmin sjáum vér,
sem að vonum lætur.
Vantar ekkert inni hér
annað en heimasætur.
Glaumbæjarbaðstofa er bæði
fallegt og merkilegt hús og er
vonandi að takist að lífga eða
útbúa hin bæjarhúsin áður en
langt um líður, framstofurnar,
skemmurnar og smiðjuna.
Sunnlendingar hafa safnað
mörgum góðum gömlum munum
og eru þeir geymdir í Skóga-
skóla undir Austur Eyjafjöllum.
Er mér kunnugt að skólastjórinn
þar, Magnús Gíslason, telur
þetta safn til hinna þýðingar-
mestu kennslutækja til að opna
augu nemendanna fyrir liðnum
tíma og menningu forfeðranna.
Borgfirðingar eru að hefjast
handa um að koma upp byggðar-
safni þar, svo sem landsfólki er
kunnugt frá útvarpsauglýsingum
síðustu daga.
Byggðasafn í Eyjafirði.
Hér í Eyjafirði hefur starfað
nefnd að þessu máli og leitaði
hún til mín um að vera Snorra
Sigfússyni námsstjóra hjálplegur
við að leita eftir gömlum munum
í byggðum Eyjafjarðar. Höfum
við Snon’i ferðast um í þessu
skyni, á þriðju viku og komið
víða við. Ferðalagið hafði Snorri
undirbúið þannig að hann hafði
snúið sér til ákveðinna manna
í hinum ýmsu byggðarlögum,
með tilmælum um að þeir
grennsluðust um hvert helst
væri að leita eftir hlutum sem
hefðu þýðingu fyrir væntanlegt
byggðasafn. Hittum við svo
þessa menn og fórum mest eftir
bendingum þeirra. í stuttu máli
sagt þá mættum við Snorri
undantekningarl. ágæum skiln-
ingi á þessu málefni hvar sem
við komum og hvern sem við
hittum og munu í þessari fyrstu
umferð hafa safnazt á þriðja
hundrað munir til byggðarsafns
fyrir sveitirnar við Eyjafjörð.
Flestallt af því tókum við með
okkur og eru þessir hlutir allir
komnir í öruggan geymslustað
í herbergi í nýja spítalanum á
Akureyri. Kennir þar margra
grasa, sem vænta má, og tel ég
þennan árangur alveg eftir von-
um.. Allt er þetta gefið safninu,
\
nema einn einasti hlutur sem
varð að kaupa. Ein fyrsta og
bezta gjöfin sem þessu safni hefur
borizt er frá Guðrúnu Sigurðar-
dóttir frá Garðsá, 21 númer og
eru þar margir merkir gripir og
allir í bezta standi.
Belra er seint en aldrei.
Þeim sem að þessu málefni
vinna hér á landi verður auðvitað
fljótt ljóst að það er einum
mannsaldri of seint upptekið.
Það er blátt áfram óskaplegt að
hugsa til þess hve mikið af
gömlu dóti hefur farið forgörðum
hér síðustu 30 árin. Þegar gömlu
bæirnir vori rifnir og skemm-
urnar urðu margir gamlir munir
húsnæðislausir og grotnuðu niður
í hirðuleysi. En ennþá er ýmis-
legt eftir víða, sem bjarga þarf
frá algerri eyðileggingu. Það er
fyrsta sporið sem stíga þarf til að
bjarga þessu frá frekari eyði-
leggingu. Á einu furðar mig, eftir
þessa fyrstu umferð okkar
Snorra Sigfússonar, því að mér
finnst minna hér um útskorna
muni en annars staðar þar, sem
eg þekki til. Vildu sumir halda
því fram, að færri útskurðarmenn
hefðu jafnan verið í Eyjafirði en
í nágrannasýslunum. Ef það er
rétt ættu íbúar þessarar blóm-
legu byggðar að hafa verið ólist-
rænni menn en nágrannarnir —
en erfitt á eg með að trúa því. Þá
gekk okkur einnig illa að fá flest
gömul mjólkurílát: fötur, bakka
og byttur o. fl. þess háttar.
Framlag Eyfirðinga.
Eg efast ekki um að þessi fyrsta
(Framhald á 7. síðu).
Húsmæðraskólinn á Lauga-
landi verður settur næstkomandi
sunnudag kl. 2 e. h.
í sambandi við skólasetninguna
verður minnzt 75 ára afmælis
eldra skólans á Laugalandi, sem
jar starfaði á árunum 1877-96 og
raktir nokkrir þættir úr sögu
hans. Einnig verður við þetta
tækifæri markað fyrir trjáreit,
sem Héraðssamband eyfirzkra
kvenna hefur gengizt fyrir að
koma upp til minningar um
kennara og námsmeyjar gamla
Laugalandsskólans, og er það von
sambandsins,’ að margir verði til
að styrkja þessar framkvæmdir
Vætuvarin steinull
framleid hér á landi
Verksmiðjan Einangrun h.f. í
Reykjavík hefur sent blaðinu
sýnishorn af vaetuvarinni (imp-
regneraðri) steinull, sem ekki
dregur til sín vatn og flýtur eins
og korkur, og segja forráðamenn
verksmiðjunnar að framleiðsla
þessa einangrunarefnis sé nú haf-
in hér á landi með aðstoð er-
lendra sérfræðinga. Segja þeir
efni þetta einangra ágætlega fyr-
ir hita, kulda, eldi og hljóði. Fyr-
irtækið selur gosull þesst í 20 kg.
pokum og ennfremur í 2 fermetra
mottum, með pappír öðrum meg-
in, ennfremur fleiri stærðir af
mottum með vírneti. Ennfremur
er hægt að blása henni í holrúm
veggja, lofta og þaka. Verð á
þessari nýju vöru er ekki hærra
en á venjulegri steinull.
með minningargjöfum um mæð-
ur sínar eða ömmur, er þarna
dvöldu um lengri eða skemmri
tíma fyrir meira en hálfri öld síð-
an Sýning verður þarna á nokkr-
um handvinnumunum, sem unnir
hafa verið af nemendum eldra
skólans.
Allir eru velkomnir að skóla-
setningunni meðan húsrúm leyfir
og væntir skólinn þess að sem
flestar námsmeyjar eldri og
yngri, sem því geta viðkomið,
verði viðstaddar. Sérstaklega eru
boðnar að Laugalandi þennan
dag námsmeyjar eldra skólans,
sem enn eru á lífi og möguleika
hafa til að koma að skólasetning-
unni.
Til garðleigjenda
að gefnu tilefni
Margir hafa spurst fyrir um
það, hvort ekki ætti að hreinsa
allt kartöflugras úr görðum að
upptekningu lokinni að haustinu.
Séu ekki sjúkdómar í kartöflun-
um, svo sem stöngulsýki, mygla
og vírus, er alls ekki æskilegt að
fjarlægja grösin úr görðunum,
því að í þeim er mikill áburður,
sem garðurinn hefur gott af að fá
aftur. En séu brögð að áður-
nefndum sjúkdómum í görðum,
er sjálfsagt og skylt að fjarlægja
allt gras úr görðunum, því að í
þeim lifa bakteríurnar og smita
garðinn, og gerir hann ónothæfan
með öllu.
En arfann eiga menn tafarlaust
að hreinsa úr görðum sínum, því
að hann getur fellt fræ, þó að
hann sé losaður, því að á haustin
er hann allur kominn að því að
(Framhald á 7. síðu).
ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN
NÝJA-BIÓ hefur sótt um heimild til bæjarstjórnar að hafa sæl-
gætissölu bíósins opna allana daginn á sama tíma og venjulegar
sölubúðir og auk þess á kvöldin eins og verið hefur og hefur bæjar-
ráð lagt til að heimild þessi verði veitt. — Páll Axelsson hefur sótt
um að hafa opna á kvöldin og sunnudögum blaða- og tímaritasölu
ásamt afgreiðslu happdrættis Háskólans og umboðs ísl. getrauna, í
sölubúðinni við Ráðhústorg 3. Bæjarráð taldi ekki hægt að veita
firmanu Axel Kristjánsson h.f. leyfi til að hafa opna sölubúð utan
venjulegs lokunartíma.
---:—o----
BÆJARVERKFRÆÐINGUR skýrði bæjarráði frá því 21. f. m., að
búið væri að eyða þeim 800 þús. kr. af vegafé, sem ætlaðar voru til
framkvæmda til 1. okt. Bæjarráð heimilaði að nota 50 þús. af því fé,
sem ætlað er til framkvæmda við vegi eftir 1. okt. — Eggert St.
Melstað og Gesti Jóhannessyni hefur verið falið að hafa eftirlit með
eldfærum í bænum á þessu ári. — Eggert St. Melstað, fyrrv. slökkvi-
Uðsstjóri, hefur verið ráðinn til aðstoðar hinum nýja slökkviliðs-
stjóra og til starfa í forföllum hans, frá 1. sept. til áramóta. — Gunn-
ar Haraldsson hefur verið ráðinn til að gegna sótarastörfum í bænum
næsta ár.
-----o----
EIGENDUR svokallaðs Höepfnersfjóss hafa fengið frest til 1. maí
næstk. til þess að rífa fjósið og önnur mannvirki á lóðinni. —
Mjólkurbílstjórar sóttu nýlega um leyfi til þess að setja upp benzín-
geymi á lóð véstan fi’ystihús KEA, en bæjarráð hafnaði beiðninni,
taldi þegar nægilega marga benzínafgreiðslugeyma í bænum. —
Starfsmannafélag Akureyrarbæjar sótti um og fékk ókeypis farkost
austm- að Laxárvirkjun, til þess að skoða mannvirkin, nú um miðj-
an þennan mánuð. — Bygginganefnd hefur lagt til að gatan milli
Mýravegar og Löngumýrar (smáíbúðarhverfið) verði nefnd Kambs-
mýri. )