Dagur - 05.11.1952, Síða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginii 5. nóvember 1952
Þaðr sem íhaldið óttasf
Ofnæmi.
Það er fróðlegt að athuga við-
brögð Sjálfstæðismanna, þegar
minnzt er á hugsanlegt sámstarf
Framsóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins. Það er engu líkara, en
að blöð íhaldsins hafi eins konar
ofnæmi fyrir þessu. Fyrra laug-
ardag var leiðari Morgunblaðsins
gripinn einu slíku ofnæmiskasti.
Var það vegna leiðara í Tíman-
um, þar sem vikið var að sam-
starfi Alþýðufl. og Framsóknar-
flokksins um stjói-n landsins hér
fyrr á árum. Kvað Tíminn sam-
starf þetta verið hafa eitthvert
glæsilegasta tímabil íslenzkrar
stjórnmálasögu. Þessi forystu-
grein Morgunblaðsins er um
margt fróðleg, ekki sízt vegna
þess, að hún sýnir greinilega
málflutning þessa blaðs, sann-
leiksást þess og sanngirni.
Fjármálastjórn Sjálfstæðisfl.
Heimskreppan.
Hvert mannsbam, sem fylgist
með stjórnmálum, veit að á
unum 1934—1938, meðan sam-
starf Framsóknarfl. og Alþ.fl. var,
geysaði alvarlegasta fjárhags-
kreppa um mestallan heim.
Kreppa, sem lá eins og mara á
öllu athafnalífi og gerði framfarir
og umbætur illframkvæmanlegar,
ekki sízt fyrir fátækar og smáar
þjóðir, sem mjög voru háðar al-
þjóðaviðskiptum. Þegar Morgun-
blaðið talar um ástand seinni ára
þessarar kreppu láðist því alveg
að geta kreppunnar. Blaðið hefur
áður leyft sér að bera saman af-
komu manna á kreppuárunum og
veltiárunum eftir 1940. Ályktunin
er svo sú, að þarna geti menn séð.
Framsóknarfl. og Alþýðufl. hafi
stjómað á fyrra tímabilinu/ en
Sjálfstæðisfl. á því síðara. Aldrei
hvarflar að hcfundum Morgunbh
að viðurkenna það regindjúp,
sem er milli þess að stjórna land-
inu á kreppuárum og veltiárum
Slíkur málflutningur er óheiðar-
legur og sízt til fyrirmyndar.
Heimsstyjöldin síðari.
Þá talar blaðið um, að þegar allt
var komið í kalda kol hafi Fram-
sóknarfl. óg Alþýðufl. komið
krjúpandi á knjánum til Sjálfst,-
fl. og beðið hann hjálpar til að
bjarga þjóðinni frá algeru hruni.
En ástæðurnar fyrir því, að þjóð-
stjórnin var mynduð 1939, voru
allt aðrar. Um þetta leyti var bar-
izt um það innan Alþýðufl., hvort
„línan“ frá Moskvu eða fordæmi
verkamannaflokkanna á Norður-
löndum og í Bretlandi ætti að
sigra. Deilurnar milli Alþýðufl.
og kommúnista, sem höfðu feng-
ið nokkurn liðsstyrk úr Alþýðu-
flokknum, fóru vaxandi. Sjálf-
stæðisflokkurinn reyndi að ýta
undir eins og hann frekast gat og
studdi kommúnista dyggilega í
þeirri baráttu. Þessi samvinna
kommúnista og Sjálfstæðismanna
olli því, að Alþýðuflokkurinn var
búinn að missa svo tökin á
verkalýðshreyfingunni, að erfitt
var um stjórnarsamvinnu við
Framsóknarfl. Við þetta bættist
svo það, að fullvíst mátti heita, að
stórveldastyrjöld væri á næstu
grösum og því lífsspursmál fyrir
þjóðina að forðast sem mest
hvers konar deilur og þjappa sér
saman. Þessar voru m. a. helztu
ástæðumar fyrir því, að Fram-
sóknuarfl. myndaði þjóðstjórnina,
en ekki hitt, að Sjálfstæðisfl.
hefði komið til sem eins konar
bjargvættur, fús til að fórna
hagsmunum sínum til bjargar
þjóðarhag. Og ekki var nú fórn-
Morgunblaðið og önnur blöð
íhaldsins þegja vandlega um af-
rek síns eigin flokks. Þeir tóku
við fjármálastjórninni 1939 og
áttu fjármálaráðherrann óslitið
til 1949, að undanteknum stjórn-
arárum utanþingsstjórnar Björns
Þórðarsonar. Það væri fróðlegt,
ef blaðið upplýsti fjármálaástand
ríkissjóðs 1949, fjárlagaafgreiðslu
og e. t. v. fleira í tíð fjármálaráð-
herra Sjálfstæðisflokksins, þótt
tiltölulega skammt væri liðið frá'
mestu veltitímum íslenzku þjóð-
arinnar. Þótt oft hafi verið látið
skeika að sköpuðu, náði þó fjár-
málaóreiðan hámarki á tímum
nýsköpunarstjórnarinnar. — Sem
dæmi má nefna byggingar síldar-
vei’kmiðjanna í Siglufirði og á
Skagaströnd. Við byggingar þess-
ar komst starfstími iðnaðarmanna
upp í 24% kst. á sólarhring og
mánaðarkaupið í rúmlega kr. 14
þús. Hitt var e. t. v. ennþá alvar-
legra, að dýrtíðarmálin voru þá
ar” látin reka á reiðanum og sjálfur
fjármálaráðherra Sjáfstæðisfl.
talaði um bjartar hliðar dýrtíð-
arinnar.
NÝKOMIÐI
Lituð lökk
(vélalökk)
margar tegundir,
Ennfremur:
Löguð olíumálning,
ýmsir litir.
iyggingavömdcild KEA
PerluEím og
Veggfóðurlím
nýkomið.
iyggingavörudeild KEA
Framfarimar á kreppuárunum.
Þegar Tíminn talar um frarm
faratímabil samstjórnar Alþýðu
flokksins og Framsóknarflokks-
ins, verður að miða við þær mjög
erfiðu aðstæður, sem þá voru
fyrir hendi. Saltfiskurinn var þá
aðalútflutningsvara landsmanna.
Markaðserfiðleikar voru mjög
tilfinnanlegir og heildarsala fór
niður í 16.8 millj. kr. á ári, en
hafði áður gefið 35—40 millj. kr
í erlendum gjaldeyri. Þrátt fyrir
heimskreppuna miklu voru árin
1934—1939 merkilegt framfara-
tímabil í atvinnulífi þjóðarinnar.
Á árunum 1935—1939 voru byggð
25 hraðfrystihús. Síldarverk
smiðjur byggðar fyrir 6.5 millj.
kr. og jukust afköstin um 150%.
Sogsvirkjunin framkvæmd fyrir
6.5 millj. kr. Þá voru einnig reist
ar fiskimjölsverksmiðjur, niður
suðuverksmiðjur, mjólkurbú og
bátafloti landsins endurbyggður
og stækkaður. Þegar Jón Þor-
lákson gerði samgönguáætlun
íhaldsins 1926 hugsaði hann sér
bílfært til Húsavíkur sumarið
1940. Framsóknarflokkurinn gjör
breytti þessari áætlun og mátti
komat á bifreið til Húsavíkur
laust eftir 1930. Árið 1939 mátti
auðveldlega komast á bílum frá
Húsavík til Austfjarða á einum
degi. Svo stórstígar framfarir
urðu í samgöngumálum. Þá var
einnig um þetta leyti nýja Esja
keypt, sem ennþá þykir gott skip
En athyglisverðast er þó, að á
árunum 1935 til 1939 jukust
skuldir þjóðarinnar út á við að-
eins um 6.7 millj. kr., eða svipað
og Sogsvirkjunin kostaði.
Áhrif íhladsins eru of mikil.
Á veltiárunum hafa memi
hugsað minna um stjórnmál
vegna þess að skórinn hefur ekki
kreppt að. Nú, þegar erfiðleik-
arnir færast í aukana, þegar
þjóðin krefst jafnréttis þegnanna
hvar sem þeir eru búsettir og
hvernig atvinnu sem þeir stunda
þá reynir á fórnarlundina. íhald-
ið mun, eins og áður fyrr, ríg
halda í sérréttindi og reyna að
viðhalda gróðaaðstöðu einstakl
inganna. En til þess þarf Sjálf■
stæðisflokkurinn að vera í ríkis
arhugurinn meiri en það, að sam- stjórn. Þess vegna hafa blöð
vinnan var samþykkt með aðeins flokksins ofnæmi fyrir hugsan
eins atkvæðis meiri hluia í þing-
flokki Sjólfstæðisflokksins.
legri samvinnu Alþýðuflokksins
og Framsóknarílokksins.
Armstrong strauvélar
Lækkað verð.
lerbergi
til leigu í
Helgamagrastrœti 19.
Karlmannaföt
Tvenn föt til sölu, mjög
ódýrt.
Saumastofa
Sigurðar Guðmundssonar,
Hafnárstræti 81.
Sími 1423.
Takið eftir!
DRENGJAFÖTIN, marg-
eftirspurðu, komin aftur,
á 8—12 ára drengi.
Væntanleg næstu daga á
13—14 ára.
Saumastofa
Sigurðar Guðmundssonar,
Hafnarstræti 81.
Sími 1423.
Jeppi til sölu
Tilboð óskast í bifreiðina
A-598. — Tilboðum sé skil
að til undirritaðs, eða Lúð
víks Jónssonar, síma 1467,
sem gefur allar nánari upp
lýsingar.
Sigfús Jónsson,
Arnarstöðum.
Borðstofuborð,
með 6 stólum, til sölu.
Upplýsingar í
Hamarsstíg 12.
Sími 1432.
Carðcigendur,
sent hafa hugsað að biðja
mig að klippa tré og runní
lyrir vorið, eru beðnir að
tala við mig sem fyrst.
Guðmundur Jónsson,
prak tis. garðyrk j urriaður,
Bjarkarstíg 7. Sínti 1604.
Vcla- og varahlutadeild.
B. T. H. strauvélar
fyrirliggjandi.
Véla- oa varahlutadeild.
o
B. T. H. þvotfavélarnar
eru komnar. — Pantanuir oskast
sóttar sem fyrst.
Véla- og varahlutadeild.
i
Gl LBARCO-ol í ubrennara r
fyrirliggjandi.
Olíusöludeild IÍEA.
Nýr jarðýtusleði
úr járni og byggður til mjólkur- og þungavöruflutn-
inga, til söju. Rúmar allt að 4500 1 mjólkur og þolir
ca. 7—10 tonna lestun af þungavöru. Er til sýnis hjá
Skjöldur h.f. á Akureyri, sem gefur, ásamt Steini
Snorrasyni, Bægisá, allar nánari upplýsingar. — Salan
þarf að fara fram fyrir 20. þ. m. Sleðinn verður seld-
ur með kostnaðarverði.
J*eyju
KAFFIBÆTl/