Dagur


Dagur - 05.11.1952, Qupperneq 4

Dagur - 05.11.1952, Qupperneq 4
<E D A G U R Miðvikudaginn 5. nóvember 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Viðnám þeirra, sem úti á landi búa I SL. VIKU tilkynnti brezka ríkisstjómin að hún hefði stofnað til sérstakra aðgerða í héraði einu í norðanverðu landinu til þess að sporna gegn hrörnun iðnaðarins þar og óeðlilegum fólksflutn- ingum til annarra héraða. Reynt verður, með bættum samgöngum, auknum aðgangi að raforku og fjármagni og annarri fyrirgreiðslu, að auðvelda iðnrekstur í þessum landshluta og hlynna að því að iðnrekendum þyki fýsilegt að gera hann að að- setri nýrra fyrirtækja. Svó er að sjá á brezkum blöðum, sem þessar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafi þegar þau áhrif, að auka trú íbúanna á fram- tíðarmöguleikum héraða þesara. Menn hugsa sig nú tvisvar um áður en þeir flytja á brott; menn eygja á ný möguleika til þess að ávaxta fjármuni sína í heilbrigðu athafnalífi og búa sjálfum sér og afkomendum lífvænleg skilyrði. EÐLILEGT ER, að menn geri í huganum sam- anburð á þessum aðgerðum brezku ríkisstjórnar- innar og því ástandi, sem hér ríkir. Aðstæður munu á ýmsa lund ólíkar, en þó er einn kjarni málsins áþekkur hér og þar: Fólkið flytzt burtu úr ýmsum bæjum og héruðum íslands, til höfuð- borgarinnar og Suðurnesja, af því að atvinnulífið dregst saman úti á landi og tækifærunum fækkar með minnkandi fjánnagni og versnandi aðstöðu. í Bretlandi er unnið að því að stöðva þessa þróun og snúa henni við. Iiér virðast menn hins vegar fljóta sofandi að feigðarósi. Þótt langt sé hér komið framkvæmdum, sem ættu að tryggja að þessum landshluta raforku til stóraukinna iðnað- arframkvæmda, skortir önnur skilyrði til þess að hrinda þeirri þróun af stað. Heima í héraði skortir algerlega fjármagn til athafna, en þeir, sem fjár- m'agnið eiga, telja skilyrðin til þess að ávaxta það miklu betri við Faxaflóa en annars staðar á land- inu. Héruðin úti á landi eiga ekkert aðdráttarafl í augum þeirra og hér er heldur ekkert gert af opinberri hálfu til þess að skapa þeim slíkt að- dráttarafl. Þar skilur í milli viðhorfa brezkra og íslenzkra stjórnarvalda. Enginn eigandi fjái’magns, sem þekkir samgönguskilyrðin, sem landsbyggðin á við að búa eða þá aðstöðu gagnvart allsráðandi nefndum og ráðum höfðuborgarinnar, sem hún verður að þola ,lætur sig dreyma um að stofna fyrirtæki úti á landi eða festa fjármagn i atvinnu- rekstri þar. Menn geta flett verzlunartíðindum og lesið um stofnun nýrra fyrirtækja eða reksturs- breytingar eldri fyrirtækja og séð svart á hvítu, að nær öll tíðindin af þessum málum gerast í Reykjavík og nágrenni. Utan landamerkja höfuð- staðarins skortir nær allan lífskraft í athafnalífið. Þar er ekki getið um nýtt iðnfyrirtæki, varla nýja búðarholu. Og enn sígur á ógæfuhlið. Á sama tíma og atvinnurekstur landsmanna utan Reykja- víkur er að dragast saman fyrir fjármagnsskort, samgönguerfiðleika, og þverrandi trú á lífsmögu- leikum hans, eru að hefjast sunnanlands stór- felldar framkvæmdir á vegum vamarliðsins. Ut- anaðkomandi og óeðlileg áhrif verða því til þess að gera mismuninn enn meira áberandi þegar það er ekki aðeins ríkivaldið íslenzka og bankavaldið, sem hleður fjármagninu og framkvæmdunum í kringum það á einn lítinn blett á landinu, heldur leggjast þar á sveif aðilar, sem eru hingað komnir til annars en að hafa áhrif á íslenzkt athafnalíf eða þróunina í búsetu landsmanna. LANGT ER síðan.tími var til kominn að taka þessi mál öll föstum tökum, likt og nú er boð- að í Bretlandi, eða áþekkt því sem Norðmenn hafa byggt upp Finnmörk. En því miður virðist skilningur á nauðsyn þess vera af skornum skammti. Stjórn- málamönnunum virðist furðulega ósýnt um að lesa skriftina á veggnum og því er haldið áfram á sömu braut ár eftir ár. Fjár- magnið óg starfskraftarnir hverfa úr byggðunum, hin mikla mið- stöð við Faxaflóa hefur úr meiru að spila í bráðina, en þegar til lengdar lætur stendur þjóðin fá- tækari eftir og lífsskilyrðum þjóðarinnar í heild hefur hrakað. Það mætti vera ábending um, hvert komið er á þessari braut, að hér í þessum bæ, sem einn staða á landinu hefur haft nokkra aðstöðu til þess að skapa mót- vægi gegn hinu mikla aðdráttar- afli Reykjavíkur, hefur fólkinu fækkað undanfarin tvö ár. Hér er að skapast ástand sem minnir sterklega á lýsinguna frá Bret- landi sem áður var nefnd. En hér skortir ennþá viðbrögð til þess að mæta þessari þróun og snúa henni við. Ef ekki örlar á aðgerð- um til þessa af hálfu stjórnmála- mannanna, nefndanna,ráðannaog þeirra, sem fjármagnið hafa, verður fólkið úti á landi að snúa bökum saman, hvar í flokki sem það annars stendur, og berjast fyrir tilveru sinni og framtíð barna sinna. Slíkt viðnám þeirra, sem úti um landið búa, er eitt merkasta viðfangsefni þjóðarinn- ar í dag. f JON MAGNUSSON: I Þegar þysinn hljóðnar FOKDREIFAR Baráttan fyrir ínenningunni NÝLEGA hóf göngu sína nýtt tímarit, er Vaki heitir. Af viðtali sem útgefendurnir áttu við blöðin um það bil, sem 1. heftinu var hleypt af sfokkunum, mátti ráða, að því væri m. a. ætlað að vinna þeirri hugmynd fylgi á ný hér, að miðpunktur heimsins og heims- menningarinnar væri við Eystra- salt. í formála ritsins er and- varpað á þá leið, að „amerikan- isminn“ eignist æ fleiri dýrkend- ur „... . það verður alltaf undr- unarefni hvernig jafnómerkilegt fyrirbæri getur orkað á mannaða þjóð.... “ Þetta stendur ekki á æskulýðssíðu Þjóðviljans, heldur í þessu nýja tímariti, sem berst fyrir menningunni. Einn liður í þeirri baráttu mun vera eftirfar- andi saga, sem birtist í þessu 1. hefti: Sýnishorn af menningunni. „ — Það var einu sinni maður sem fékk svo stór eyru á því að husta á hljómlist að þegar hann var á gangi úti í skógi til að heyra fuglana syngja um vor og ást fóru flugurnar inn í eyrun á hon- um og suðu svo að hann var að missa vitið. Hann sagði: Flugur góðar, af hverju sækið þið svo í eyru mín? Af því að þau eru svo stór, sögðu þær. Af því að þau eru svo stór. Han fór þá heim og skar af sér eyrun, vafði þeim inn í handkæði og gaf þau vændiskonum. En þegar hann gekk um göt- urnar og heyrði ekki Jengur fugl- ana sóttu flugurnar svo í sárin að þau voru brátt svört af flugum sem sugu þar blóð. Hann sagði: Flugur góðar, af hverju sækið þið svona að mér? hlusta á hljómlist að þegar hann blóð. Blóð, sögðu þær. Blóð, blóð. Hann varð brjálaður og fórúí í skóg og hengdi sig í trjágrein. Þá komu flugurnar enn og sett ust á hræið og átu það upp. En fuglarnir sem sungið höfðu í skóginum um vor og ást flugu þangað og átu flugurnar. Og þegar vændiskonm-nar vöfðu handklæðunum utan af gjöfinni og sáu eyrun stóru sögðu þær: Jesús minn almáttugur, en þau eyru. Svo kom maður eftir strætinu, og þær sögðu: Tu va faire 1’ amor avec moi, chérie. Þær fleygðu eyrunum í skólp- ræsin og fóru inn á lítið hótel til að elska komumann fyrir 1000 franka. Það tók hér um bil 20 mínútur. Þegar þær komu aftur út til að bíða næsta manns voru rotturnar búnar að éta eyrun. Þá var allt búið og jörðin sökk í sæ. —“ Svona getur menningin orðið mikil hérna megin Atlanthafsins og gott er að eiga vísa aðstoð slíkra andlegra leiðtoga og skáld- spekinga til þess að halda þjóð- inni frá vondum, vestrænum áhrifum. Einfaldar staðreyndir. í GÆR gekk bandaríska þjóðin til kosninga. Hún kaus sér ekki aðeins forseta — sem er í reynd- inni valdamikill forsætisráðherra — heldur líka á fimmta hundrað þingmenn og um 30 fylkisstjóra. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hefur verið fylgst með henni um allan hinn frjálsa heim af mikilli athygli. Það er fróðlegt í þessu sambandi að gerá saman- burð á stjórnarfarinu í Banda- ríkjunum og Rússland; — þar sem ríkir nú hið mesta lýðræði í heimi, að sögn ofsatrúarmanna, sem játa átrúnað á Stalín. Tru- man forseti hefur verið valda- mikill maður og hann hefur mjög komið við sögu í heimsmálunum síðan hann tók við hinu mikla embætti sínu, en nú dregur hann sig í hlé og víkur sæti fyrir kjörn um fulltrúa þjóðarinnar. í Rúss- landi situr sama einræðisklíkan við völd áratug eftir áratug. Þar verða engar breytingar á æðstu stjórninni þótt ríkisstjórnir og forsetar komi og fari í öðrum löndum. Menn ættu að hugleiða þessar staðreyndir. Þær sýna — í einfaldleik sínum — þann reg- inmun, sem er á einræðisstjórn og lýðræðisstjórn. Matthiasfilm, er tekið hefur kvikmyndir af ýmsri endurreisn arstarfsemi Lúthersku kirkjunn ar í Vestur-Þýzkalandi, hefur látið gera mynd er sýnir ástandið þar á stríðsárunum og næstu ár in á eftir, og hina miklu endur reisnarstarfsemi sem kirkjan í V.-Þýzkalandi hefur unnið með hjálp kirkjudeilda víðs vegar úr heiminum. Þessi mynd verður sýnd hér í fyrsta sinn á sunnud. kemur í kapellu Akureyrarkirkju hjá Æskulýðsfélaginu. 1 Göngum vér iram, þótt grýtt sé leið. Gott er með þér að stríða. Þó að oss mæti þraut og neyð, þurium vér ei að kvíða. Þú barst vorn kross á undan oss, ástvinur þjáðra manna. Vertu oss hjá, því hvað má þá hjörð þinni iögnuð banna? Brautina dimmu bar vor þjóð brennandi þorsta’ á tungu. Aldir runnu með eld og blóð, eggjar og þyrnar stungu. Græðandi skein á mannleg mein miskunnar þinnar kraftur. Þú gafst oss lind og lausn írá synd, ljómaði sólin aftur. Heimslán er valt sem hrökkvi strá, hamingjan skjótt vill bresta. Sæll er því hver, sem öruggt á ástvinarskjólið bezta. Hjálp þín er næst, þá neyð er stærst, náðartíminn er hljóður. Leysti vor bönd þin heilög hönd. Hvar er vor þakkaróður? Hefjum í dag til dýrðar þér, Drottinn vor, lofgjörð nýja. Gjörum það fyrr en ofseint er undir þinn væng að flýja. Gef, að vor þjóð ei missi móð, mæti oss élið þunga. Helgist vort ráð. Um lög og láð lofi þig sérhver tunga. (Sálmabókin nr. 672). <■ © 4- <■ © 4- í i © <■ $ % $6 <r <■ © -5- ■£ © <■ © 4- l © % © 4- 7Z ■f ? © * Ostaréttir, sem vöktu^athygli á Iðnsýningunni 1952 í sýningareldhúsi SÍS á iðnsýningunni voru tvisvar sinnum daglega sýndir ostaréttir og var húsmæðrum gefið rit um matreiðslu með ost, samið af Helgu Sigurðardóttur, skólastjóra Húsmæðra- kennaraskólans. Sýningu réttanna annaðist Aðal- björg Hómsteinsdóttir og var áhorfendum boðið að bragða allt það, sem matreitt var í eldhúsinu. Mesta athygli vöktu fjórir ostaréttir, og fara hér á eftir uppskriftir af þeim: Ostsúpa. 2 1. kjöt-, fisk- eða grænmetissoð. 40 gr. smjör- líki. 40 gr. hveiti. 1 laukur. 150 gr. rifinn ostur. 1 eggjarauða. Salt. Smjörlíkið er brætt, hveitið hrært út í og þynnt út með soðinu. Laukurinn, sem er saxaður, er látinn út í og súpan soðln í 10 mínútur. Þá er rifni ostur- inn látinn út í. Eggjarauðan hræi’ð með salti og rjóma, og súpan hrærð þar út í. Borðuð með glóð- arbökuðu hveitibrauði. Ostabúðingur. 200 gr. ostur. 25 gr. smjörlíki. 25 gr. hveiti. 3—4 dl. mjók. 3 egg. Salt og pipar. Paprika. Hrært eða brætt smjör. Smjörlíkið er brætt, hveitið sett út í, þynnt út með mjólkinni, kryddað og kælt. Osturinn, sem skorinn er í jafna bita, er settur út í, eggjarauðurn- ar hrærðar í, þegar jafningurinn er aveg kaldur, er hinum stífþeyttu hvítum blandað gætilega sam- an við. Búðingurinn látinn í vel smurt mót og brauð- mylsnu, sem blandað er í rifnum osti, stráð yfir. Bakað í % kst. í heitum ofni, fyrst við meiri und- irhita. Borðaður strax. Hringinn í kring í mótið, um leið og hann er borðaður, er raðað sundurskornum tómötum, gúrkum eða radísum. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.