Dagur


Dagur - 05.11.1952, Qupperneq 5

Dagur - 05.11.1952, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 5. nóvember 1952 D A G U R 5 húsíreyja í Möðrufelli MINNINGARORÐ Mesfa spenging sem orðið hefur í sögunni síendur fyrir dyrum Bandaríkjamenn æfia að reyna vefnissprengjuna, en óffast að Rússar verði á undan þeim Hinn bjartasti dagur líður að kveldi. Sumarið dvín. Sól hnígur til viðar. Söngurinn hljóðnar. Gnýr og háreysti starfsins brotnar sem bára við strönd, hjaðnar og deyr, þegar nóttin fer að höndum. Svo kemur hvíldin djúp og vær. En hvað sumarið er stutt og endasleppt! Og þó er vorið hvergi jafn bjart og heillandi, sumardag- arnir hvergi dásamlegri en hér við Norðurhafið, þar sem roði kvelds- ins rennur saman við hin gullnu ský morgunsins. Angandi og bros- ljúfir ganga þeir um garð hver af öðrum, blíðir og gjöfulir anda þeir frá sér fegurð og blessun, höfugir af þögulum friði. Á þvílíkum stundum er dásamlegt að Iifa í þessari veröld, unaðslegt að rísa úr rekkju og ganga til starfs út í morgunljómann, ljúft að hallast þreyttur til hvíldar í faðm sumar- næturinnar. En hver hefir tíma til að hugsa um það, sem fagurt er, og gleðjast yfir því? Af áhyggjum eiga flestir nóg, erfiði og baráttu, sem altekur hugann, blandar hvern gleðibikar galli, dreifir sorgarskýjum á upp- himin andans og víðbláin vonanna, svo að sól og stjörnur missa ljóma síns. Aðeins örfáum hlotnast hin dýra gjöf gleðinn.ar.og yndisleikans í svo ríkum mæli'að þeim auðnast að geta miðlað öðrum af auðlegð hjarta síns. Hvár sem þeir fara, stafar frá þeim yl og ljósi. Ein slík kona var Jóna Kristín Þorsteinsdóttir, húsfreyja í Möðru- felli, sem andaðist 26. júlí sl. og var lögð til hvíldar í heimagrafreit þann 2. ágúst. Þann dag var bjart veður og yndislegt, eins og fegurst getur verið við Eyjafjörð. Þann- ig kvaddi sveitin þessa ástsælu konu, sem alla ævi var svo mikið ljóssins barn. Hún var fædd að Upsum í Svarf- aðardal 18. maí 1896 og ólst þar upp við mikið ástríki með mörgum systkinum, sem öll voru hvert öðru manríVænlegra. Þar bjuggu foreldr- ar hennar, Þorsteinn Jónsson og Anna Benediktsdóttir, um rúmlega þrjátíu ára skeið, mikil sæmdar- hjón og annáluð fyrir dugnað og myndarbrag. Á Upsum var sjórinn sóttur af kappi, en landbúnaður stundaður jöfnum höndum. Er þar kirkjustaður og bærinn x þjóð- braut, þegar farinn er fjallvegurinn til Olafsfjarðar. Var því iðulega gestkvæmt á æskuheimili hennar og mikið var þar um söng og glað- værð, enda laðaði þessi gervilegi og glaði systkinahópur önnur ung- menni sveitarinnar að staðnum, einkum eftir messu á sunnudögum. Bjart var þannig yfir árdegi æskunnar, eins og reyndar ævi- deginum öllum. En þessi unga stúlka hugsaði um fleira en glaum og gleði. Hún var skáldmælt og gædd næmu auga fyrir fegurð nátt- úrunnar, enda bar margt dýrlegt fyrir augu, hvort sem horft var til Sólarfjalls eða út til hafsins, þar sem „vorsólin lýsir um lágnættisskeið sem Ijóshvel í útfjarðamynni.“ Þessi birta íangdegisins streymdi inn í draumlýnda, trúhneigða og íhugula sál hennar, tók sér þar bústað og yfirgaf hana aldrei síðan. Einhvern tíma á þessum árum orti hún vísur, sem lýsa tilfinningum hennar og hugarheimi einkar vel: Held eg fram til heiða hljóða morgunstund. Söngvar hugann seiða, sólin vermir grund. Hörpustrengi stilli, strýkur blær um kinn. Dagsins dýrð eg hylli, drottins nálægð finn. Vef mig vinararmi vorsins góða dís, blundar þrá í barmi, blíðu þína eg kýs. Minningarnar kalla, morgunsólin skín. I faðmi blárra fjalla fæddist ástin mín. Hinn 28. september 1923 giftist hún Kristni Jónssyni, bónda í Möðrufelli, miklum atorkumanni og hinum bezta drang. Hófu þau búskap sinn í Möðru- felli og bjuggu þar alla stund síðan, nema árin 1927—31, er þau áttu heima í Litla-Hvammi. Eru börn þeirra fimm, nú uppkomin og öll hin gervilegustu. í Möðrufelli beið hinna ungu hjóna mikið starf, og þar í faðmi hinna bláu fjalla nam hún yndi. Þetta forna höfðingjasetur hófu þau til meira vegs og prýði í iarða- bótum og auknum híbýlakosti en verið hafði nokkru sinni fyrr. Þar var jafnan fjöldi manns í heimili og afar gestkvæmt, enda var öllum fagnað með sömu alúðinni, skyld- um og vandalausum. Vildi Jóna öllum gott gera sem hún umgekkst, mönnum og málieysingjum. Börn- um sínum var hún ástúðleg móðir svo að af bar, og var sambandið milli hennar og barnanna óvenju- lega innilegt. En sama er að segja um önnur börn og unglinga, sem ólust upp á heimilinu eða dvöldust þar um lengri eða skemmri tíma. Ollum var hún þeim góð eins og elskulegasta móðir. Annað átti hún ekki til, þv íað ástúðin var svo ríkur þáttur x fari hennar, að hún ljómaði af henni, hvar sem hún fór. Það vakti athygli, þegar Jóna Þorsteinsdóttir flutti inn í Eyja- fjörð, hversu fögur kona hún var og glæsileg. En ekki var minna vert um aðra mannkosti hennar. Með alúð sinni og ástúðlegu við- móti vann hún undir eins hugi og hjörtu þeirra, sem kynntust henni. Hún var glaðvær að eðlisfari, en um leið gædd ríku andlegu fjöri og skörpum gáfum. Einkum var hún listræn að upplagi og unni öllu því, sem fagurt var. Las hún mikið fagr- ar bókmenntir, en hafði þó einkum yndi af ljóðum, enda var hún sjálf vel skáldmælt, eins og drepið hefir verið á. Söngvin var hún í bezta lagi og hafði mikla söngrödd eins og systur hennar fleiri, og í Grund- arkirkju hljómaði vel hin fagra rödd hennar. Þangað kom hún á- vallt, þegar messað var, ef ekki hömluðu óviðráðanleg forföll. Hún var löngum ein af beztu styrktar- stoðunum í söngflokki kirkjunnar og vann það starf af gleði og and- legri rausn eins og allt, sem hún gerði, enda var hún ötul og ósér- hlífin í öllu félagslífi, meðan heils- an entist. ★ Því var ekki að leyna, að hin síðustu ár gekk hún ekki heil til skógar. Hún hafði kennt alvarlegs heilsubrests en hlotið nokkurn bata í bili. Óttazt var þó, að það yrði ekki til langframa, og bar hún nokkra áhyggju út af því að þurfa skjótt á sjúkrahús aftur. En þá kom dauðinn hinn miskunnsami að ó- vörutrí og frelsaði hana frá frekari þjáningu. Var það vinum hennar bót x harmi, að hún, sem öllum var svo blíð og góð, þurfti ekki að heyja grimmt né langvinnt dauða- stríð, þegar dagsverkinu var lokið. Ævikvöldið kom „kyrrt og und- urhljótt“ eins og hún hafði látið sig dreyma um það í ljóðum sínum: Þegar ævikvöldið kemur kyrrt og undurhljótt, bezt væri við barminn þinn að blunda milt og rótt, heyra sama sönginn þann, er söngstu barnið við. Ljósið þitt mun loga skært við lífsins sáluhlið. Þegar sumri hallaði, kom dauð- ans engill með hljóðlátum hætti og kvaddi þessa elskulegu konu til fylgdar við sig, áður en stormar og næðingar vetrarins gengu í garð. Sárt er hennar saknað af nákomn- um vinurn og fjöldamörgum kunn- ingjum. Stórt er skarðið í ástvina- hópnum, á heimilinu hennar og í fábrotnu félagslífi sveitarinnar. En hvernig mátti hún, sem ung gekk til fylgdar við hina björtu vorsins dís, bíða haustsins og myrk- ursins? Bjartir kyndlar munu ætíð lýsa þá leið, sem hún fer, og varpa skærum ljóma yfir endurminning- una. Hún hvarf inn í þau sólskins- lönd sumardraumanna, er hún alla tíma þráði heitast, og þar þykir vinum hennar gott að vita hana sæla í guðs nálægð. — Blessuð sé minning hennar. Benjamín Kristjánsson. Innan skamms munu áhorfend- ur á Kyrrahafseyjunni Eniwetok verða vitni að xnestu spreningu veraldarsögunnar. Þeir munu sjá risavaxna eldsúlu stíga til himins, frá stærstu „lifandi“ vetnis- sprengju, sem til er. Þessar fullyrðingar allar er að finna í grein í tímaritinu „Satur- day Evening Post“, eftir hinn kunna blaðamann Stewart Alsop, sem hefir í frásögn sinni haft samstarf við kjamoi-kufræðing- inn Ralph Lapp. í greininni er í stuttu máli gerð grein fyrir þeirri þróun, sem leiddi til þess að Truman foi-seti taldi Bandaríkja- mönnum nauðugan þann kost, að hefja þessa framleiðslu. Ákvörðunin um það, hvenær skuli reyna vatnsefnissprengjuna, verður tekin af forseta Banda- ríkjanría. Það er þó ekki vitað, hvort Truman hyggst axla þessa ábyrgð eða hvoi-t hann afhendir málið þeim manni ,sem kjörinn verður forseti 4. nóvember. Þessi málefni atomsþrengjunnar eru sem steridur yfirskyggð af kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjunum, en að henni lokinni munu þau verða dagskrármál mannkynsins númer 1. Kapphlaup stórveldanna. Tvennt verður að athugast vendilega, áður en ákvörðunin um sprenginguna vei'ður tekin, segir Stewart Alsop. 1) Sprengingin í Eniwetok-eyju vei'ður upphafið að nýrri þróun kjamorkuvopna, og enda þótt hún verði 10 sinnum umfangs- meii'i en sprengingin í Hiroshima og Nagasaki á stríðsárunum, verður hún þó dvergvaxið hjá þeim vetnisspi'engjum sem síðar verða framleiddar. 2) Sprengingin á Eniwetok verður upphafið að kapphlaupi stórveldanna — Bandaríkjanna og Rússlands — um yfirburði á þessari mikilvægu grein hernað- artækninnar, og Bandaríkjamenn hafa þar aðeins lítið forskot. Rússar eru imdirbúnir. Hinn kunni kjarnoi'kusérfræð- ingur, dr. Hans Bethe, — og fleiri slíkir vísindamenn — eru þeirrar skoðunar, að Rússar verði e. t. v. á undan að sprengja vetnisbomb- una, því að talið er fullvíst, að þeir hafi slíka sprengju í smíðum. Hins vegar ei'u ýmsir herfi'æð- ingar Bandaríkjanna ekki svona svartsýnir. Þeir telja óhugsandi að Rússar séu komnir svo langt í smíði kjarnoi'kuvopna, að þeir geti sprengt slíka sprengju fyrr en ái'ið 1954. I gi'ein þessari upplýsir Alsop, að það hafi staðið mikil deila um það meðal vísindamanna og stjórnmálamanna í Bandaríkjun- um, hvort yfirleitt væri ráðlegt að fara út í að búa til vetnis- sprengjuna. Hann nefnir til dæmis að menn á borð við dr. Oppenheimer og David Lilienthal hafi verið því mótfallnir, en það var Truman, sem hér tók af skarið. Alsop talar um það, hver áhrif það mundi hafa haft nú á vest- rænu lýðræðisríkin, að — svo að ekki sé talað um bandarísku þjóðina sjálfa — að vita, að Rússar væru að undirbúa vetn- issprengju á sama tíma sem lýð- ræðisþjóðirnar gerðu ekkert í þá átt. Það mundi verða mikið áfall, ef uppvíst yrði að Rússar yrðu á undan að reyna sprengjuna, en sá möguleiki er samt fyrir hendi. Það er augljóst, segir Alsop, að Bandaríkin gátu ekki, af hern- aðarlegum og mórölskum ástæð- um, látið vera að gera vetnis- sprengjuna. Rússneskur leyndardómur. Enginn vestan járntjalds veit með neinni vissu, hvenær Rúss- ar reyna sína vetnissprengju, en þó er tvennt vitað: 1) Rússar hafa enn í dag ekki sprengt atomsprengju, sem er nægilega sterk til þess að kveikja í vetnissprengju og 2) Þegar Rússar sprengja þessa vetnissprepgju, verður hinn vest- ræni heimur var við það. En það er ekki upplýst, hvaða tæki verða notuð til þess að hanna spreng- inguna, það er ennþá mikið hernaðarleyndarmál. Varúð vísindamaniianna. AIsop segir, að þeir vísinda- menn, sem hafi lagzt gegn gerð vetnissprengjunnar, hafi m. a. fært fram þessar ástæður: Þegar vetnissprengjan er sprengd, losna neutrónur úr sam- bandi. Þessar neutrónur herja á köfnunarefnið í loftinu og breyta því í nokkurs konar gas, sem inniheldur geislavii'k efni, sem eru nefnd kolefni númer 14. Þetta kolefni mun fylla andrúmsloftið og þrengja sér inn í fæðuna, sem við borðum, nægilega mikið til þess að framkalla margar ósæki- legar afleiðingar, svo sem ófrjó- semi eða þá breytingu á ei'fða- „genunum“, sem framkalla heilar kynslóðir af vansköpuðu fólki. Vísindin vita ekki, hvei'su mik- ið af kolefni þarf til þess að fram- kalla þessar verkanir, en gizka á, að til þess þurfi nokkur hundruð sprengingar eins og þær, sem framkvæma á á Eniwetok innan skamms.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.