Dagur - 05.11.1952, Blaðsíða 8
8
Dagijk
Miðvikudaginn 29. október 1952
Fallnir úrskurðir um lakmörk neta
veiði undan ósum Eyjafjarðarár
og Fnjóskár
Mikilvæg friðunarákvæði laga komast loksins
í framkvæmd
Auk forsela kaus bandaríska þjóðin 467 þingmenn
og 30 fyikissfjóra
Nýlega hefur farið fram mat á
ósi Eyjafjarðarár með tilliti til
þess, til hvaða svæðis friðun fyrir
ádrætti og annarri netaveiði skuli
ná samkvæmt lax- og silungs-
veiðilögunum.
Er gert ráð fyrir slíku mati ef
ágreiningur er uppi um, hvernig
skuli draga friðunarlínu. Bæjar-
fógetinn hér skipaði á sl. vori þá
Ásgeir Markússon bæjarverk-
fræðing og Árna Jónsson til-
raunastjóra til þess að fram-
kvæma matið, en ósk um mats-
gerð hafði borizt frá stangveiði-
félaginu hér í bæ. I matsgerð
þeirra, em er dagsett 10. október
sl., er friðunarlína sú, sem talað
er um í lögunum, dregin frá sv.-
horni hússins Hafnarstræti 6,
beint yfir Leiruna, til staðar, sem
er 100 m. norðan við lækinn, sem
er næst sunnan við sýslumörkin.
Frá þessari línu ber að mæla til
þess að ákvarða svæði það, sem
ekki má viðhafa netaveiði á skv.
lögunum, og eru það 250 m. eða
500 m., allt eftir því, hvoi-t um er
að ræða silungsá eða laxá. Mats-
gerðin þýðir það, að öll netaveiði
fyrir silung eða lax, sem fram fer
t. d. innan við Höepfnersbryggju,
verður dæmd ólögleg og refsi-
verð, enda þótt ekki verði mældir
nema 250 m., en ef Eyjafjarðará
er talin laxá — og það verður hún
m. k. eftir að laxaklak hefur
verið sett í hana — færist friðun-
arsvæðið norður undir Sam-
komuhús bæjarins.
Eyjafjarðará leigð?
Á sl. vori stofnuðu landeigend-
ur í Eyjafirði veiðifélag um Eyja-
fjarðará og á stangveiðifélagið
hér í bænum í samningum við
féagið um leigu á ánni og fiski-
rækt í henni. Eyjafjarðará var
um langan aldur góð silungsá, en
ránveiði hefur nú spillt henni, og
er fiskur mjög genginn til þurrð-
ar í ánni. Með friðunaraðgerðun-
um ætti að vera hægt að gera ána
að góðri silungsá á ný og ekki er
ólíklegt talið að unnt reynist að
Bílfæri yfir Reykja-
heiði
Bílfært hefur verið til þessa
yfir Reykjaheiði og er það eins
dæmi á þessum árstíma, símar
fréttaritari blaðsins í Húsavík. —•
Getur ekki heitið að snjó hafi fest
á heiðinni. Áætlunai-ferðum hef-
ur verið haldið uppi til þessa frá
Kópaskeri hingað til Akureyrar.
Axarfjarðai'heiði er einnig bílfær
og munu þess vart dæmi síðan
bílvegur var lagður yfir hana, að
hún væri akfær í nóvember.
koma upp laxastofni í ánni. Gæti
áin, fyrir slíkar aðgerðir, ox'ðið
mai'gfalt verðmætari fyrir'land-
eigendur og héraðið allt en hún
nú er.
Friðun Fnjókáróss.
Vegna aukinnar ásóknar fyr-
ii'dráttai'manna að Fnjóskárósi
fóru leigutakar veiðiréttar í ánni
fram á það við sýslumann Þingey
inga á sl. vori, að hann léti fara
fram mat á ósnum skv. ákvæðum
lax- og silungsveiðilaganna og
skipaði sýslumaður í sumar þá
Jóhannes Laxdal í Tungu og
Stefán Stefánsson á Svabarði til
þess að framkvæma matið. í
matsgei'ð þeirra, sem dagsett er
31. ágúst ,er lýst friðun alls Lauf-
ásgrunns og má ekki stunda þar
veiði göngusilungs með ádrætti
eða á annan hátt. Er þar með
skorið úr deilu, sem verið hefur
um það, hvoi't fyrirdráttur væri
löglegur á svonefndi'i Háeyri
undan Fnjóskárósi og er það nú
úi'skui'ðað tvímælalaust lögbrot.
Mikilvæg friðunarákvæði.
Með þessum aðgerðum komast
loksins í framkvæmd hin mikil-
vægu friðunarákvæði lax- og sil-
ungsveiðilaganna og er eigendum
veiðiréttar í þessum ám gert
mögulegt að framfylgja betur en
ella eftiriiti með því að fiskigengd
sé ekki gjörspillt með ránveiði
undan ósunum, en miki brögð
hafa verið að slíkum veiðiskap
hér í Eyjafii'ði undanfarin ár.
Fjórir þingmenn Framsóknar-
flokksins, Páll Þorsteinsson,
Rannveig Þorsteinsdóttir, Jón
Gíslason og Ásgeir Bjarnason,
flytja í sameinuðu þingi tillögu
um rannsókn á náttúruauði lands
ins, og er tilgangurinn sá, að
koma fastara skipulagi á þessar
brýnu rannsóknir.
I tillögunni er skorað á ríkis-
stjómina að láta gera sem gleggst
yfirlit um þær athuganir, sem
þegar hafa verið gerðar á náttúru-
auði landsins og láta fram fara að
nýju víðtækar rannsóknir á þeim
náttúruauði, sem ætla má, að sé
mikilvægur fyrir efnahagsafkomu
þjóðarinnar, að svo miklu leyti
sem fyrri rannsóknir reynast ófull-
nægjandi og með tilliti til breyttra
aðstæðna.
Skal einkum að því miðað að
leiða í Ijós, hvort vinnsla jarðefna
Of mikið af háum ijósum
Mjög mikið virðist bera á
því hér í bænum, að bifreiðar
séu með hættulega há og skær
ljós í umferðinni, og væri
ástæða til þess að ljósaútbún-
aður bifreiða væri athugaður
sérstaklega með tilliti til þeirr-
ar hættu, sem óneitanlega staf-
ar frá of háum Ijósum.
Afmæli
Sjötugur varð í gær Guðni Sig-
urðsson, vei'kamaður, Brekku-
götu 5 hér í bæ.
Sjötug vai'ð í gær Kristrún
Júlíusdóttir, Bai'ði, Akui'eyri.
Sextugur vai'ð í gær Jóhann
Steinsson, smiður, Þórunnar-
sti-æti 114, Akureyri.
Sjötugur verður 11. þ. m. Har-
aldur Sigui'ðsson, verkamaður,
Hafnarstræti 81 hér í bæ.
Fimmtugur varð í gær Hall-
grímur Tiyggvason, bóndi í Páls-
gerði í Höfðahverfi.
Fcrtugur varð í gær Guðmund-
ur Jörundsson hinn ágæti og
landskunni skipstjóri og útgei'ð-
armaður, eigandi togarans „Jör-
undar“.
Skemmtiklúbbur templara
Templarar hér í bæ hafa stofn-
að skemmtiklúbb, sem er opinn
templurum og öðru bindindis-
sinnuðu fólki. Auglýsir klúbbur-
inn í blaðinu í dag fyrstu
skemmtisamkomuna n.k. föstu-
dagskvöld. Félagsskírteini geta
menn fengið keypt að Hótel
Norðurlandi á morgun kl. 6—7
og 9—10 e. h. Skírteini fyrir 3
kvöld kosta 30 kr. fyrir karla og
25 kr. fyrir konur. Spiluð verður
félagsvist og síðan dansað og e.
t. v. verða fleiri skemmtiatriði
síðar.
sé hagkvæm, hver af náttúruauð-
æfum landsins geti orðið undir-
staða nýrra iðngreina, og hvar nýj-
ar iðnaðarstöðvar verði bezt settar.
Tímabær tillaga.
Það mun óhætt að segja, að til-
laga þessi sé tímabær, því að rann-
sóknir á þessu sviði hafa verið
nokkuð handahófskenndar; auknir
iðnaðarmöguleikar kalla og æ meir
á slíkar rannsóknir.
í greinargerð er ýtarlegar . að
þessu vikið og bent á, að mann-
fjöldi vaxi sífellt hér, atvinnuveg-
irnir þurfi að aukast að fjölbreytni,
landig sá auðugt af orku, og með
aukinni tækni verði hægt að nýta
náttúruauðæfi, sem ekki hafi verið
nýtt til þessa. Má nefna sem dæmi,
að rannsóknum á framleiðslu fóð-
urefna hér er skammt á veg komið,
auk þess eru verkefnin mýmörg.
Um 60 milljónir Bandariltja-
manna gengu að kjörborðinu í
gær og völdu á milli Eisenhowers
forsetaefnis republikana og Ste-
vensons forsetaefnis dcmokrata.
Einnig voru kjörnir allir 435
þingmcnn fulltrúadeildar sam-
bandsþingsins og 32 öldunga-
deildarþingmenn. — Þá voru og
kjömir 30 fylkisstjórar 30 fylkja
af 48 og fjöldi annarra embættis-
manna og þingmenn til fylkis-
þinga.
Stevenson.
Aldrei í sögu Bandaríkjanna
hefur kosningabai'áttan til for-
setakjörs verið jafn hörð og nú.
Fleiri framboðsræður hafa verið
fluttar af frambjóðendum og
stuðningsmönnum þeirra en
nokki'un tíma áður. Það hefur
V* Kc
Eisenliower.
heldur aldrei komið fvrir, að for-
setaefni repúblikana hafi haldið
framboðsfimdi í Suðurríkjunum,
þar sem demókratar hafa ávallt
haft allt pólitískt fylgi.
75 milljónir á kjörskrá.
75 milljónir Bandarikjaþegna
eru á kjörskrá, en það er meira
en nokkru sinni áður, enda hefur
almennur áhugi og þátttaka í for-
setakjörinu aldrei verið jafn mik-
il, og þá sérstaklega meðal
kvenna og unga fólksins, sem
hingað til hefur ekki sýnt jafn
milcinn áhuga fyrir kjöri forseta.
Þegar kosningabaráttunni lauk
í gæi', ríkti í Bandaríkjunum al-
ger óvissa um það, hvor þeirra
Eisenhowers eða Stevensons yrði
kjöi inn, þrátt fyrir skoðanakann-
anii'. Hefur aldrei í sögu Banda-
ríkjanna ríkt jafnmikil óvissa um
úi'slit forsetakosninganna og nú,
þar eð svo mikill fjöldi kjósenda
var til síðasta dags fyrir kosning-
una óviss um hvorum fi'ambjóð-
andanum þeir ættu að fylgja.
✓
Nýtízkulegasta
flutmngaskip
Dana flutti kolin
til okkar
Hér var á dögunum flutninga-
skipið „Kista Dan“ með kolafarm
frá Póllandi til kolaverzlana bæjar-
ins. Skipið lestar saltfisk hér við
land þessa dagana til flutnings til
Itálíu. Danska útgerðarfirmað Lau-
ritzen á þetta skip, og það er, að
sögn danskra blaða, nýtizkulegast
og fullkomnast í danska verzlunar-
flotanum, enda er það spánnýtt.
„Kista Dan“ er byggt sérstaklega
með tilliti til siglinga í ís og hefur
aflmeiri vélar og sterkari byrðing
en önnur stálskip. Þar um borð eru
ýmsar nýjungar í búnaði skipa.
Nýkomin dönsk blöð skýra frá því,
að útgerðarfyrirtækið eigi nú í
sainningum við Breta um að leigja
þeim skipið, er það hverfur úr
þjónustu Islendinga, og er ætlunin,
að „Kista Dan“ verði birgða- og
hjálparskip með brezka suðurpóls-
íeiðangrinum, sem á að leggja upp
í byrjun desember n. k. Er þetta
skip talið sérlega heppilegt til sigl-
inga á Suðuríshafinu.
Koniu* ræða áfengismál
Nýlega hélt áfengisvarnarnefnd
kveníélaga á Akureyri fund að
Hótel Norðui'land Var hann vel
sóttur. Ræddu konurnar um
veti'arstarfið, og hvei'su brýn
þörf væri á því, að allir, sem hlut
ættu að máli tækju höndum sam-
an og reyndu að verða til hjálpar
í bai'áttunni gegn áíengisbölinu.
Tóku mai'gar konur til máls, en
allar voru sammála um það, að
mikill vandi væri þarna á ferðum.
Var samþykkt að senda svohljóð-
andi tillögur til löggæzluvalds
bæjarins:
„Fundurinn æskir þess, að sam-
vinna mætti takast milli Áfengis-
varnarnefndar og löggæzluvalds
bæjarins. Fundurinn álitur, að
með samtökum og samvinnu
megi ráða einhverja bót á því
öngþveiti, sem nú ríkir í áfengis-
málum. Fundiu'inn skox-ar á lög-
regluna að vera vel á verði á
laugardagskvöldum og sunnu-
dagsnóttum, þegar unglingarnir
fjölmenna á skemmtistaðina í
bænum og út í sveitirnar; enn-
fi'emur að hafa sti'angt eftirlit
með leynivínsölu.“
Tillaga um rannsókn á nátlúru-
auði landsins