Dagur - 20.12.1952, Síða 1
DAGUR
kemur út á þriðjudags-
morguninn — Þorláksdag.
Auglýs. þurfa að berast f.
h. á mánudag.
DAGUR
Þessu tölublaði fylgir jólalesbók, 32 bls.
Síðasta tækifærið til þess að
koma augl. og orðsendingum
til bæjar- og héraðsbúa, fyrir
jól, er í Degi á þriðjud.morgim
XXXV. árg.
Akureyri, laugardaginn 20. desember 1952
55. tbl.
grundvelli lækkunartillö
armnar
Stðrbreyfiiig á sfefnu dómsmála-
ráðherra í áfengismálunum
Boðar afnám sérstakra vínveitingaleyfa og
framkvæmd laganna um héraðabönn
Áfengislagafrumvarpið nýja, er
samið var að tilhlutan dómsmála-
ráðuneytisins hefur haft mikil og
snögg áhrif á stefnu dómsmála-
ráðherrans í áfengismálum, cnda
þótt með óbeinum hætti sé.
Þau tíðindi gerðust um miðjan
sl. mánuð, að frv. þessu var vísað
frá umræðu með rökstuddri dag-
skrá í Efrideild Alþingis og er
það því úr sögunni í bráðina. —
Barðist ráðherrann hart gegn
frávísuninni og undi úrslitunum
illa.
Eftirköst frávísunarinnar.
Á fimmtudaginn sl. kom í Ijós,
að afdrif málsins á þingi mundu
valda eftirköstum, því að þá til-
kynnti ráðherrann nýja tilhögun
á útsölu áfengis og framkvæmd
hinna mjög umlöluðu héraða-
banna. Er hér um algera stefnu-
breytingu að ræða hjá ráðherr-
anum. Frv. það, sem vísað var frá
bj’ggðist á því sjónarmiði, að
áfengisneyzla mundi verða hóf-
legri með auknu frelsi. Aðgerðir
dómsmálaráðherra nú eru að
herða enn framkvæmd gildandi
laga um áfengissölu. Samkvæmt
tilskipuninni verður frá 1. jan.
n.k. ekki veitt leyfi til vínveit-
inga í veitingahúsum, þar mefr
talið Hótel Borg, sem hefur haft
sérréttindi á þéssu sviði síðan
1930. Þá munu og frá sama tíma
koma til framkvæmda ákvæði
r
Askorun frá Rafveifunni
Til þess að foröast skömmtun
á rafmagni yfir hátíðina, er fólk
vinsamlega beðið að takmarka
rafmagnsnotkun sína eins mik-
ið og hægt cr. Sérstaklega er
fólk bcðið að nota ekki lausa
ofna eða önnur tæki til upp-
hitunar þann tíma, sem álagið
er mest. — Ennfremur vili Raf-
veitan taka það fram, að fólk
á helzt ekki að nota heimilis-
tæki þegar spennan er minni
en 190 volt, cða á tímanum kl.
10—12 f. h. og kl. 6—7 e. h. —
Fólki er bent á auglýsingu frá
Rafveitunni á öðrum stað í
blaðinu.
Nýlega rak tundurdufl undan
Leifsstöðum á Svalbarðsströnd og
var fenginn maður frá landhelg-
isgæzlunni til að gora það óv'irkt.
Reyndist duflið af brezkri gerð og
í lagi.
áfengislaganna um héraðabönn,
þ. e. að kaupstaðirnir geta al-
mennri atkvæðagreiðslu róðið
því, hvort áfengisútsala er í bæn-
um eða ekki. Var í lögunum frá
1943 lagt á vald ráðherra, hvort
þessi ákvæði kæmu til fram-----
kvæmda, og hefur ekki til þess
komið fyrr en nú að beita þeim.
Tekjumissir ríkissjóðs.
Framkvæmd ákvæðanna um
héraðabönn geta sennilega haft
í för með sér að áfengisútsölum
verði lokað um land allt, er
landsmenn fá aðstöðu til þess að
segja vilja sinn um það, hvort
þeir vilji hafa útsölur eða ekki.
Gæti því svo farið að hin snöggu
umskipti í stjórnarráðinu hefðu
veruleg áhrif á tekjur ríkisins.
Hér er ekki verið að harma það,
að málin hafa nú tekið þessa
stefnu, heldur aðeins bent á, að
stefnubreytingin kemur óvænt og
snöggt og um það bil er fjárlaga- um
afgreiðslu er að ljúka.
Orðsending
frá pósfsfofunni
Þeim, sem ætla að scnda
jólapóst í bæinn, er hérmeð
bent á það, að til þess að öruggt
sé að hægt verði að koma hon-
um til skilt á aðfangadag, þarf
að póstleggja hann í allra síð-
asta lagi mánudaginn 22. des-
ember kl. 24. Þær sendingar,
sem síðar berast, verða ckki
bornar út fyrr en 3. í jólum.
A.V. Látið ekki peningascðla
eða mynd í almenn bréf. Það
er óvarlegt og auk þess ÓLÖG-
LEGT. — Frímerkið í hægra
liorni að ofan. — Skrifið rétt
heimilisfang, götu- og hús-
númer. — GLEÐILEG JÓL!
Kommíiiiistar átu að síðustu ofasi í sig öil hrcystiyrðin
um „smánartilboð44 og grunnkaupshækkanir
Reykjavíkurbær lofar lækkun útsvara á iágtekjum
í gærmorgun var undirrituð miðlunartillaga í kjaradeilunni, er
sáttanefnd ríkisstjórnarinnar bar fram, og varð samkomulag uni
efni hennar að Iokum í milli nefndarinnar og fulltrúa deiluaðila.
Er talið fullvíst að tillagan verði samþykkt af verkalýðs- og fag-
félögum þeim, sem að verkfallinu standa og að verkfallinu ljúki
ekki siðar en í dag.
Undirstaða samkomulagsins er tillögur ríkisstjórnarinnar frá 16.
desember um verðlækkim nauðsynjavarnings og auknar fjöl-
skylduba tur. í alla 19 daga verkfallsins kom aldrei nein ákveðin
tiilaga um slíkar aðgerðir fram frá foringjum verkfallsmanna. Þeir
héidu sér við grunnkaupshækkanir lengst af og kommúnistar gerðu
það ailt fram á síðasta fund sáttanefndar með deiluaðilum. En þá
átu þeir öll hreystiyrðin um „smánartiIboð“ og gerðust aðilar að
miðlunartillögunni, enda sáu þeir fram á einangrun í áframhald-
andi upplausnar- og niðurrifsstarfi og gripu síðasta tækifærið til að
söðla um.
TiUögur ríkisstjórnarinnar
cru undirstaðan. -
í upphafi miðlunartillögu sinn-
ar vitnar sáttanefndin til tillagna
ríkisstjórnarinnar frá 16. des. (er
raktar voru í síðasta tbl.) um
verðlækkun ýmissa nauðsynja og
auknar fjölskyldubætur. Er á
þeim grundvelli hyggt í sam-
komulaginu, að því viðbættu, að
ekkjur og ógiftar mæður njóti
einnig barnastyrks, en ákvæði
það vantar í núgildandi
tryggingalög. Þá rekur nefndin
það, að ríkisstjórnin hafi lýst yfir
að hún muni ekki afla fjár til þess
að standa undir útgjöldum vegna
niðurfærslunnar með skatta- og
tollahaekkunum.
Utsv.arslækkun í Reykjavík.
Þá lá fyrir yfirlýsing bæjaryf-
irvaldanna í Reykjavík um
hækkun persónufrádrádrags og
lækkun útsvara á lágtekjum. Er
persónufrádrag hækkað um 50%
og lágmark útsvarsskyldra tekna
hækkað úr 7000 kr. í 15000 kr.,
auk þess lækkaður útsvarsstigi á
tekjum frá 15000 til 30000 kr.
Hjón með 6 börn og fleiri, með
þessar tekjur, verður ekki gert
að greiða útsvar.
Orlof aukið í 15 daga.
Þá felst í tillögunni ákvæði um
að auka orlof verkamanna úr 12
dögum í 15 eða um 15%.
Nýr kaupgjaldsvísitölu-
reikningur.
1 tillögunni felst ný tilhögun
kaupgjaldsvísitölureiknings. —
Vísitala nóvembermánaðar er 163
stig. Þegar lækkunaraðgerðir
ríkisstjórnarinnar koma til fram-
kvæmda lækkar hún í 158 stig. Á
meðan vísitalan er 153—158 stig,
á skv. tillögunni að greiða kaup-
gjald á sama hátt og nú er gert,
en lækki vísitalan niður fyrir 153
stig, greiðist kaupgjald á sama
hátt, reiknað eftir kaupgjalds-
vísitölu, með 10 stiga álagi.
Hækki vísitalan aftur á móti upp
fyrir 158 stig, greiðist kaupið
samkvæmt kaupgjaldsvísitölu
með 5 stiga álagi. Þó mun gert
ráð fyrir að lægsti launaflokkur
taki fulla vísitöluuppbót við 158
stig.
Kaupgjaldsvísitöluskerðing
minnkuð.
Á grunnkaup, sem eigi er hærra
en kr. 10.60 á klst., 485 kr. á viku
og 2200 kr. á mánuði, skal greiða
fulla vísitöluuppbót (áður var
miðað við 1830 kr. mánaðarkaup),
en það sem umfram er bætist skv.
sömu ákvæðum og áður.
Vcruleg tekjuaukning fyrir
launamenn.
Grundvöllur sá, er ríkisstjórnin
byggði tillögur sínar á, felur í sér
Reynl að fá ávexfi og jólafré norður fyrir jólin
í gærkvöldi stóð til — ef vcrk-
fallið leystist — að vinna yrði
hafin í nótt við uppskipun í
Reykjavíkurhöfn og jafnframt
að hlaðfii yrðu sltip til að flytja
varning út á land. Mundi þá
verða hægt að hlaða smáskip,
sem flytja varning út á land, á
morgun. í ráði var í gærkvöldi
að skip úr Reykjavík flyttu
hingað til Akureyrar ávexti og
jólatré og e. t. v. citthvað fleira
og mundi það ná hingað síð-
degis á mánudag ef allt gengi
að óskum.
Þctta eru þó aðeins ráða-
gerðir, því að þegar þetta er
ritað, er verkfallið sjálft óleyst
bæði syðra og nyrðra og elcki
vitað, hvernig atkvæðagreiðsla
muni fara, þótt þess sé vænst,
að verkfallinu létti. Hér á Ak-
ureyri var t. d. unnið gegn
samþykkt samninganna í gær-
kvöldi á þeim forsendum, að
bæjarstjórnin hefði ekki lýst
yfir útsvarslækkun til jafns við
Reykjavík. Ekki skal hér
mælt gegn útsvarslækkun, en
einkennilegt væri að lialda
uppi verkfalii hjá atvinnurek-
endum af þessum ástæðum, því
að ekki segja þeir bæjarstjóm
eða niðurjöfnunarnefnd fyrir
verkum. Hins vegar er senni-
legt að bæjarstjórnin hér telji
rétt að samræma gjaldskrá sína
og lækkanir bæjarstjórnar í
Reykjavík, enda þótt Reykja-
víli hafi þar allt önnur og
margfalt betri skilyrði til þess
að draga að sér hendina með
skattheimtu, en bæjarfélögin
úti á landi. sem öll eiga við
fjárskort að stríða.
verulega tekjuaukningu fyrir
launamenn. í greinargerð sátta-
nefndarinnar er gerð nokkur
grein fyrir, hvað þetta þýðir í
peningum. Er alls staðar miðað
við Dagsbrúnar-verkamann, hjón
með 3 börn.
Verðkekkunaraðgerðir ríkis-
stjórnarinnar eru taldar nema
fyrir slíkan mann um 1100 kr. á
ári.
Hinar auknu fjölskyldubætur
þýða í framkvæmd 1440 kr.
ávinning á ári.
Lækkun útsvarsins í Reykjavík
er talin muni nema 600 kr. á ári.
Hækkun orlofsfjár nemur fyrir
verkamann, í fastri vinnu, 300 kr.
á ári eða þessir liðir samtals fyrir
slíkan verkamann 3440 kr. á ári.
Auk þess nemur hagnaður af
minnkun kaupgjaldsvísitöluskerð
ingar, úr 1830 kr. í 2200 kr. um
1000 kr. á ári. Þá er ótalið það, er
fram mun koma í lægra vöru-
verði vegna lækkunar á farm-
gjöldum, álagningu, benzíni o. fl.
Er því hér um verulegt skref
að ræða til þess að auka kaup-
mátt peninganna, og byggist það
á þeim ráðstöfunum ríkisvaldsins
að sjá um verðlækkun á ýmsum
nauðsynjum. í því sambandi er
vert að minna á, að í alla 19 daga
verkfallsins kom engin raunhæf
tillaga um slíkar aðgerðir fram
frá verkfallsforuslunni og allt
fram á síðustu stund fullyrti blað
kommúnista, að ekki yrði kvikað
frá kröfunni um 15% grunn-
kaupshækkun. En þegar komm-
únistar sáu að þeir voru að ein-
angrast og fólkið að snúa við
þeim bakinu, urðu þeir hræddir
og átu öll stóru orðin og hlupu til
að samþykkja það, sem áður hét
„smánartilboð“. Atkvæðagreiðsl-
ur í félögunum hófust þegar í
gærkvöldi.
og er talið líklegast, að þessi nýi
samningsgrundvöllur verði sam-
þjTtktur og verkföllunum aflétt í
dag.
Niðurjöfnunamefnd hér spurð
í gær sneri verkfallsforustan
hér á*\kureyri sér til niðurjöfn-
unarnefndar bæjarins og spurðist
fyrir um, hvort hún gæti gefið
fyrirhbit um lækkun útsvara á
láglaunum í samræmi við yfirlýs-
ingu niðurjöfnunarnefndar Rvík-
ur. Mun samþykkt um slíka til-
hliðrun við fjölskjddumenn hafa
verið gerð í gærkvöldi.
VALBJORK
hið góðkunna húsgagnaverk-
stæði hér i bæ, hefur gluggaút-
stilingu á nokkrum nýjum teg-
undum húsgagna að Hótel
Norðurlandi þessa dagana. Eru
þetta falleg og nýtízkul. húsgögn.