Dagur


Dagur - 27.06.1953, Qupperneq 5

Dagur - 27.06.1953, Qupperneq 5
Laugardaginn 27. júní 1953 D AGUR 5 Morgundagurmn er Nú eiga kjósendur leikinn Á morgun eigum við Akureyringar þess kost að veita Sjálfstæðis- flokknum verðuga ráðningu fyrir frammistöðu hans undangengna áratugi í þjóðmálunum í heild og þó ekki sízt — að því er okkur varðar sérstaklega — fyrir slælega forstöðu þessa flokks fyrir brýn- um og aðkallandi hagsmunamálum þessa bæjarfélags á Alþingi. dagur reikningsskilanna Verður messufall á íhalds-annexíunni? En fyrir þvf hafa áður og iðu- lega verið færð gild rök og óhrekj- andi hér í blaðinu, að íhaldið hef- ur að undanförnu og yfirleitt látið Akureyri og málefni hennar sitja mjög á liakanum á þeim vettvangi fyrir þá eina sök, að því er virðist, að flokkurinn hefur litið á þennan bæ sem svo sjálfsagt pólitískt her- fang sitt og örugga annexíu, að þess gerðist engin sérstök þörf að vaka yfir né hygla hjörðinni hér á sama liátt og þessir menn leggja á sig and- vökur og ærið erfiði — að minnsta kosti svona rétt fyrir kosningar — i því skyni að finna máleíni, er þeir geti tileinkað sér og sýnt ein- hvern lit á að vinna fyrir og þykjast hafa áhuga á, — er ganga mundu í augu kjósenda í „vafakjördæmun- um“ svokölluðu og eins þeim kjör- dæmum, þar sem foringjarnir sjálfir og helztu áhrifamenn flokksins eru í kjöri. Eini möguleikinn EKKI GETUR nokkrum heil- skyggnum manrii blandast hugur um það,að eini möguleikinn til þess að hrekja „Sjálfstæðið" a£ þessari hjáleigu sinni og velgja því verulega undir uggum,. .syo að það gleymi ekki eftirleiðis bænum og málefnum hans algerlega í ljóma þingsalanna, — er sá, að allir liugsandi og á- byrgir andstæðihg'ar íhaldsstefn- unnar hér í btenum sameinist að þessu sinni um þann frambjóðand- ann, sem lang-líklegástur er til þess allra frambjóðenda andstöðuflokk- anna að ná því kjörfylgi, er endast mætti til þess að velta íhaldinu af valdastóli. Ber þar margt til, að dr. Kristinn Guðmundsson kemur einti til greina í þessu sambandi. Ekki aðeins það eitt, að flokkur sá, er að framboði hans stendur, Fram- sóknarflokkurinn, liefur um langt skeið verið vaxandi flokkur hér í bænum sem annars staðar í landinu, — forustuflokkur, sem sýnt liefur Ijóslega á löngu og glæsilegu starfs- skeið, að hann er ábyrgur urnbóta- flokkur, sem er fyllilega þeim vanda vaxinn að veita málefnum þjóðar- innar sterka og örugga forstöðu og það jafnvel á hinum hættulegustu umróts- og krepputímum, svo sem tíðum hefur komið í hans hlut, þegar aðrir brugðust og lilupu frá stýrinu, gleymdu allri ábyrgð og níddust á því, sem þeim liafði verfð til trúað. Beztu meðmælin EN FLEIRA ber og til, er myður og aílir kjörfylgi dr. Kristins. Allir, Mi eitthvað þekkja til mannsins, véta, að hann er ekki aðef«s glæsi- manni og kempa á að líta og í framgöngu allri, gáfaður og dug- mikill maðjur, hámenntaður, lífs- reyndur og þaulvanur hvers konar opiaberum störfum og félagsmála- baráttu. Að öllum liinum frambjóð- endunum ólöstuðum mui hann, að dómi þeirra, er bezt til þekkja og ekki eru haldnir neins konar póli- tískri starblindu, sameirm langbezt frambjóðendanna alla þá miklu kosti, er nú voru taldir. En langmest kann þó, þegar öllu er á botninn hvolft, að vera um það vert, að allir, sem nokkuð þekkja til dr. Kristins, vita gjörla, að hann er drengur góður og hjartahlýr, sem í engu má vamm sitt vita og á engu vill níðast, því, er honum er til trúað. Ef til vill sannar sú stað- reynd betur en allt annað, að hér er rétt frá skýrt og í engu ýkt, að þrátt fyrir einörð og mikil afskipti sín af opinberum málum — oft heitum og hörðum deilumálum — og þrátt fyrir skattstjórastarf sitt —■ sem öðru jöfnu mun líklegra til tortryggni, ýfinga og vanþakklætis en flest, ef ekki öll, önnur störf — hefur dr. Kristni tekizt að verða einhver vinsælasti borgari í bænum og halda sem maður og drengur fyllsta trausti og hylli samborgara sinna úr öllum stéttum og úr öllum pólitískum flokkum. Allir eru þeir frambærilegir menn UM FRAMBJÓÐANDA hins nýja „Þjóðvarnarflokks“ er það að segja, að í augum okkar Akur- eyringa er hann óskrifað blað, þar sem við þekkjum á honum engin deili, fremur en landsmenn yfirleitt, enda má liann og flokkur hans gjárnan liggjá hér alveg milli liluta, þar eða hann á hér einskis kjörfylgis von, er nokkru máli skipti. — Fram- bjóðendur hinna flokkanna þekkj- um við hinsvegar vel, og fúslega skal það hér játað og viðurkennt, að þeir eru allir meeta vel frambari- legir menn, sem liver um sig hefur sér til ágætis nokkuð, persónulega og hver á sínu sviði. Og um fram- bjóðarida Sjálfstæðismanna, Jónas Rafnar, er blaðinu ljúft að taka fram og leggja á það áherzlu, að hann er sérlega geðfelldur og mynd- arlegur ungur maður, greindur, vel menntaður og háttvís, enda mun hann vel metinn í hvívetna, vin- sæll og vafalaust drengur góður, svo sem hann á kyn til. En á hinn bóginn getur hann heldur enginn skörungur kallast, né lieldur sérlega líklegur til áhrifa eða leiðsagnar í þjóðmálabaráttunni, enda reynslu- lítill enn á því sviði, og víst það sánnasta orða, aðþingsætiðhér hlaut hann með nokkuð svipuðum hætti og gerist um erfðaprinsa, sem setj- ast án eigin verðskuldunar í valda- stólinn, þegar liann losnar, eða upp úr honum er staðið af þeim, sem áður sátu þar í náðum og héldu að sér höndum. Gegn flokki, en ekki persónu SÓKN OKKAR Framsóknar- manna og annarra þeirra kjósenda liér á Akureyri, er nú munu veita dr. Kristni fylgi sitt á kjördegi, beinist þannig alls ekki gegn Jón- asi Rafnar persónulega, heldur er áhlaupinu beint gegn flokki þeim, sem styður hann til valda, stefnu lians, eða þó kannske öllu lieldur eins og nú er komið málum — algjöru stefnuleysi. — Ekki er sér- lega langt um liðið, á mælistiku þjóðarsögunnar, að íhaldsflokkur- inn gamli skipti um nafn og tók að kalla sig Sjálfstæðisflokk. Nafna- breytingin var aðeins auglýsinga- bragð, sem Kommúnistaflokkurinn apaði síðar eftir, er hann tók upp hið langa og leiða heiti, er hann nú ber, en fæstir muna annars eða nota: — í hvorugu tilfellinu var um að ræða nokkra breytingu aðra en nafnaskiptin: Mennirnir, stefnumálin, baráttuaðferðirnar — allt sat við sama keip og áður, öld- ungis á sama hátt og þess er naum- ast að vænta, að maður, sem áður liefur heitið Júdas, taki nokkrum eðlisbreytingum, þótt hann láti skíra sig upp og heiti eftir það Símon Pétur! Nýja nafnið á gamla flokknum MÖRGUM GÓÐUM manni hef- ur hins vegar veitzt erfitt að bera hið nýja lieiti flokksins sér í munn, því að ekki er fortíð þessarar sveitar slík í sjálfstæðisbaráttu þjóðarihnar, að hún réttlæti þessa nafngift á honum fram yfir aðra flokka, nema síður sé. Og ekki er sjálfstæðinu fyrir að fara í þjóðmálabaráttunni og stefnumálunum Iieldur, nema ef vera skyldi, að drabbið og hring- landahátturinn gæti kallast sjálf- stæði! Af þessum sökum verður mönnum það oft á, að kalla flokk- inn enn sínu gamla heiti, íhalds- flokk, en raunar skal það játað, að sú nafngift er heldur engan veginn rétt, nema að vissu marki. — Öllum þjóðum, sem fast vilja halda í forna og fræga arfleifð sína, menn- ingareinkenni, þjóðerni, tungu og' gamla og góða siðu, er nauðsynlegt að sýna nokkurt íhald og aðgát um öll þessi verðmæti, svo að þau fari ekki forgörðum. Heilbrigð og fram- sýn íhaldssemi og varfærni getur og átt fyllsta rétt á sér á sviði fjármála og atvinnuþróunar. íhaldsflokkur- inn enski ber þannig ílokksheiti sitt með réttu og lxeldur því stoltur á lofti sem sæmdarheiti. Það liefði íhaldsflokkurinn gamli hér á ís- landi einnig getað gert enn þann dag í dag, ef hann hefði skilið sinn vitjunartíma og ekki atað skjöld sinn svo út, að flokknum var nauð- syn að fleygja honum frá sér og reyna að flýja frá fortlð sinni og sögu — freista þess að dyljast í ryk- skýi nýrrar og falskrar nafngiftar. Þá hefði „Kosningablaðið" þing- eyska heldur ekki talið sig tilneytt að birta svo óskammfcilið níð um látna menn — beztu menn síns eig- in flokks, frá öndverðu — sem það gerði nú á dögunum, né heldur svo smekklaust skrum um hið nýja „sjálfstæði": „Jón Þorláksson vildi mynda hér ihaldsflokk að enskutn sið (eftir þessu orðalagi að dæma er það enskur siður að mynda íhalds- flokka!), en fljóll kom i Ijós, að slik stefna samrýrndisl ekki frjáls- lytidu eðlisfari Islendinga. (Þar liafa menn dóminn um Jón heitinn Þor- lákssoii og íhaldsflokkinn gamla, kveðinn upp af ný-íhaldsblaði!) — — Stofnendur Sjálfstœðisflokksins völdu sér þvi frjálslynda stefnu og öfgalausa, Jtar sem reynt var að meeta rótgrónu eðlisfari Islend- inga." (!)-------„Sjálfstœðismenn treysla svo mjög á frelsið vegna þess, að þeir trúa, að það góða, sem býr i hverjum m.anni, tiái bezt yfirhönd- inni undir heiðskírum himni frelt- isins(!) — Ef þetta er ekki skrtim og kokhreysti, ja, livað er þá skrum og fagurgali, góðir liálsar? íhaldið - dauðahaldi í sérréttindi EN AÐ EINU leyti a. m. k. hef- ur þessi flokkur þó ávallt reynzt í- haldssamur og ber því lieiti með réttu að vissu marki, þegar liann er við íhald kenndur: — Hann hefur ávallt haldið fast í sérréttindaað- stöðu braskaralýðs Reykjavíkur, er ætíð hefur verið kjarni flokksins og uppistaða, enda ráðið þar öllu að tjaldabaki. Til þess að þjóna þcssum „hugsjónum" hefur flokk- urinn því alltaf lialdið dauðahaldi í sín pólitísku völd og aðstöðu, — kropið við rekkjustokk kommúnista og fengið enda að skríða undir póli- tísk nærklæði þeirra, þegar það hef- ur þótt lienta, — fjandskapazt eink- um og sér í lagi við samvinnuhreyf- inguna sem erfðafjanda sérhyggj- unnar og einstaklingsgróðans, — heimtað í orði kveðnu frjálsa verzl- un og afnám hvers konar hafta, en í íeyndinni og bak við tjöldin stutt livers konar höft og einokunarað- stöðu (sbr. fisksölumálin), enda er það deginum ljósara, að sú eina stétt, sem hefur grætt á höftunum og vill því í leyndum lijarta síns um fram allt viðhalda þeim, þótt ekki þyki henta að flagga þeirri afstöðu framan í kjósendum, — er einmitt heildsalaklíkan i Reykjavík, svarta- markaðsbraskararnir og allur sá lýð- ur, sem kringum þá herra lifir og hrærist. Spámaður leikaranna rís upp! ÞESSARI KLÍKU hefur jafnan verið ljóst, að til þess að viðlialda sérréttindaaðstöðu sinni varð hún að lialda hinum pólitísku völdum í landinu, hvað sem það ltostaði. En til jress að svo gæti orðið, dugði auðvitað ekki, að braskararnir sjálf- ir kæmu til dyranna eins og þeir eru klæddir — í tötrum eiginglrn- innar og sérhyggjunnar liið innra, en ytri maðurinn jafnvel skrýddur viðhafnarflíkum, með hvítt um háls- inn og enda með silkihanzka á höndum, þær stundir sem þeir eru þá ekki að kafa inni í „rottuholurn- ar eftir stríðsgróðanum", eins og Ólafur Thors orðaði þetta einu sinni! — Nei, ekki mundi nein skrautsýning í þeim stíl stoða, er á liólm kosningabardagans kæmi. Þeir yrðu að hafa um sig mikla hirð —- stóran pólitískan flokk í landinu — og til þess að svo mætti verða, yrðu þeir að beita öðrum fyrir sig —- og hvergi koma sjálfir fram úti á með- al fólksins. Til þess að ná þessu takmarki var allt til vinnandi, og fyrst og fremst mátti ekki spara lýð- skrumið, loforðin og blekkingarnar. Og sjá! í fyllingu tímanns reis upp sá spámaður, sem þessir menn sér- staklega þurftu á að halda, og var raunar sjálfur úr þcirra innsta hring að uppruna og leyndum liags- munum: Leikarinn mikli, er kunni allar þessar listir lýðskrumsins, aldr- ei flökraði við neinu, sem tunga hans sjálfs talaði, aldrei hikaði á braut lientistefnunnar og hinnar pólitísku spákaupmennsku — sjálf- ur Ólafur Tliom — gekk fram á sviðiS og klappaíi sér sjálfur ákaft lof í lófa, rneðan kastljósum Morg- unblaðsins og annarra íhaldsmál- gagna var að honum beint, — og skrautlýsing sýndarmennskunnar ljómaði um sviðið ^eir, sem látið hafa jlekkjast MARGT ágætra manna og dug- andi þjóðfélagsþegna hefur ávallt fyllt flokk Sjálfstæðismanna og stutt hann til valda. Segja má, að aessu fólki hafi verið mikil vor- kunn, að það hefur látið blekkjast, jví að þrátt fyrir allt hefur sjón- leikurinn verið vel upp færður á ýmsa grein og því orkað sannfær- andi á ýmsa opna og lirekklausa hugi, enda mikill og snjall kunn- áttumaður í hinni pólitísku leik- tjaldaíþrótt ekið til „kúlissunum" og annazt leikstjórnina alla. Þessu góða fólki hefur og verið ljóst, að hófsamur, gætinn og ábyrgur íhalds- ílokkur (að enskum sið!), umbóta- sinnaður og sæmilega frjálslyndur — flokkur eins og Jón heitinn Þor- láksson vildi hafa sinn flokk (sem hann er nú dæmdur fyrir!) — getur átt fyllsta rétt á sér sem hæfileg kjölfesta í ungu og óráðnu þjóðfé- lagi. En nú hefur leikaraskapurinn, sýndarmennskan og spákaupskapur- inn gengið svo langt, — glamrið, tvísöngurinn og hundavaðsháttur- inn í hverju máli keyrt svo úr hófl fram — að æ fleiri þessara manna eru teknir að átta sig á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn er alls ekki slikur flokkur, sem þeir höfðu vænzt, en alveg hið gagnstæða. — Það er því þetta fólk, sem farið er að svipast í kringum sig eftir nýjum úrræðum. Það er þetta fólk, sem hagskýrslur um kosningaúrslit síðustu ára sýna, að er nú sem óðast og í æ stærri stíl að yfirgefa „The Show Boat“, og leita skiprúms lijá öðrum og á- byrgari flokkum. Og verði það ekki á morgun — sem sízt er ósennilegt — þá líður þó óðfluga að þeirri stund, að augu svo marga kjósenda hér á Akureyri opnast fyrir þessari stað- reynd, að bæjarbúar verðlauni ekki oftar frammistöðu liins reykvíska farand-leikflokks með þvf að senda honum aðra eins rós eins og Rafnar upp á sviðið, þegar tjaldið fellur. ★ ★ ÓHEIÐARLEIKI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS. (Framhald af 8. síðu). skattamál í blaði Lýðveldis- flokksins, Varðbergi. KOTROSKINN UMBÓTA- MAÐUR. Það er því ekki að furða, þótt Magnús Jónsson og Heimdelling- ar hans á flokksskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins séu kotrosknir nú yfir þessum dæmalausu skatta- málaumbótum Sjálfstæðisflokks- ins. Hér er um að ræða einhvern þann allra furðulegasta skrípa- leik, sem um getur í stjórnmála- sögu seinni ára, og það er þó nokkur vitnisburður um mat Sjálfstæðisfl. á þingmönnum sínum og lipurheitum þeirra í áróðursmálum, að athuga, hvaða menn voru valdir úr þingliði flokksins til að standa að þessum dæmalausa áróðai. Og að því at- huguðu, hefði flestui* fundirf hyggilegt af „ísl.“, að láta MbL um að reyna að blekkja áhang- endur Lýðveldisflokksias í Rvík, en sýna Eyfirðingum þá virðingu, að bera ekki blekkingar af þesgp. tagi á borð fyrir þá. Skattalög- gjöfin er nú í endurskoðun og munu allir sammála um, að þörf sé á róttækri endurskoðun á henni. Það er ekkert sérmál Sjálfstæðisflokksins og engum góðum málstað ' er þjónað með svona loddarabrögðum. KjósiS Krislin GuSmundsson

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.