Dagur - 06.08.1953, Side 2

Dagur - 06.08.1953, Side 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 6. ágúst 1953 ÍÞRÓTTIR ÚRSLIT A MEISTARAMÓTI AKUREYRAR IMeistai’amót Ak. í frjálsíþrótt- um fór fram dagana 25.—28. júlí. Helstu úrslit voru þessi: 100 m. hlaup. Leifur Tómasson KA. 11.4 sek. Skjöldur Jónsson KA. 11.9 sek. Hjalti Þorsteinsson KA. 12.7 sek. 200 m. hlaup. Leifur Tómasson KA. 23.5 sek. Haukur Jakobsson KA. 25.2 sek. Skjöldur Jónsson KA. 25.4 sek. 400 m. hlaup. Leifur Tómasson KA. 52.4 sek. Haukur Jakobsson KA. 55.7 sek. Skjöldur Jónsson KA. 58.4 sek. 800 m. hlaup. Haukur Jakobss. KA. 2.15.0 mín. Kristinn Bergss. Þór 2.15.3 mín. 1500 m. hlaup. Einar Gunnlaugss. Þór 4.18.4 mín Kristinn Bergss. Þór 4.28.5 mín. Langstökk. Leifur Tómasson KA. 6.15 m. Haukur Jakobsson KA. 5.60 m. Skjöldur Jónsson KA. 5.45 m. Þrístökk. Páll Stefánsson Þór 12.15 m. ;Haukur Jakobsson KA. 11.99 m'. Helgi Valdemarss. KA. 11.96 m. Hástökk. Leifur Tómasson KA. 1.61 m. Helgi Valdemarsson KA. 1.56 m. Valgarður Sigurðss. Þór 1.56 m. Staagarstöklc. Þór 3.35 m. Valg. Sigurðsson Ak. met. Páll Stefánsson Þór 3.05 m. Kúluvarp. óskar Eiríksson KA. 11.55 m. Jóh. Gísli Sölvason KA. 11.19 m. Kringlukast. Óskar Eiríksson KA. 35.53 m. Jóh. Gísli Sölvason KA. 33.99 m. Haukur Jakobsson KA. 30.60 m. Spjótkast. Haukur Jakobsson KA. 46.90 m. Páll Stefánsson Þór 43.63. m. Skjöldur Jónsson KA. 42.53 m. 4X100 m. boðhlaup. Sveit KA..............47.8 sek. 3veit Þórs ...........49.0 sek. Fimmtarþraut. (Finnska stigataflan notuð) Haukur Jakobsson KA. 2595 stig (5.84, 50.42, 25.6, 31.50, 4.46.4) Leifur Tómasson KA. 2459 stig (6.29, 34.75, 23.9, 29.68, 5.00.0) Páll Stefánsson Þór 2194 stig (5.34, 44.77, 25.8, 27.98, 5.00.8) Knattspyrnufélag Akureyrar rann mótið með 102 stigum, íþróttafélagið Þór fékk 36 stig. Ilátíð í Leyningshólum. Þaon 26. júlí hélt Bindindisfél. Dalbúinn í Saurbæjarhreppi hátíð- 'egan Leyningshóladaginn á liátíða- ;va?ði sínu í Leyningshólum, Hófst samkoman kl. 2.30 með ræðu Arnar Friðrikssonar cand. theol., en síðan fór fram starfs- hlaup og ýmsar aðrar Iþróttir. Uin kl. 5 e. h. hófst dans A palli, og þar var kosin skógardísin, er að þessu sinni varð ungfrú Arnheiður Jóns- dóttir. Hátalara var komið fyrir á svæðinu, og var útvarpað músík meðan á skemmtuninni stóð. Veður var hið bezta á meðan á útiskemmtuninni stóð, og er á kvöldið leið, fóru menn að nálgast Dalakofann, en þar hófst dansleik- ur kl. 8, og skemmti fólk sér við dans fram yfir miðnætti. Veitingar voru seldar allar daginn. Fjölmenni var, og skemmti fólk sér hið bezta. Átta keppendur tóku þátt í starfs- hlaupinu og luku þeir allir keppn- inni. Úrslitin urðu þessi: mín. ]. Sigm. Benediktsson, Saurb. 3.22 2. Stefán Aðalsteinss., Hrafn. 3.34 3. Stefán Skagfjiirð, Saurb. 3.42 4. Haraklur Skjóldal, Hrafn. 3.53 Héraðsmót U. M. S. E. Héraðsmót U. M. S. E. í knatt- spyrnu hófst þann 28. júní. Fjögur knattsp.yrnulið taka þátt í keppn- inni og eru leiknar tvær umferðir þannig, að jafnmargir leikir fara fram á heimavelli og að heiman. Þetta er í fyrsta skipti hér á landi að knattspyrnumót fer fram með slíku sniði. Leiknir hafa verið tveir leikir af fyrri umferð og fóru svo, að Umf. Reynir á Árskógsströnd sigraði Umf. Framtíðina í Hrafna- gilshreppi með 3 mörkum gegn 0. Leikurinn fór fram á Hrafnagili. Hinn leikurinn fór fram á Sval- barðsströnd milli Umf. Æskunnar Og Umf. Ársól og 'Árroðans (samJ einaðra) úr Öngulsstaðahreppi, og sigraði Æskan með 4 mörkum gegn 1. Eftir eru 4 leikir af fyrri umferð. Næstu leikir fara sennilega fram á fimmtudaginn 6. ágúst. Lið Umf. Reynis: Baldvin Jóhannsson, markv. Reynald Þorvaldsson, v. bakv. Trausti Ólason, h. bakv. Sigurður Gunnlaugsson, v. frv. Níels Gunnarsson, miðfrv. Jóhannes Kristjánsson, h. frv. Anton Þ. Baldvinsson, v. úth. Kári Kárason, v. frh. Árni Ólason, miðfrh. Hákon Þorvaldsson, h. frh. Snorri Kristjánsson, h. úth. Lið Umf. Framtíðarinnar: Freyr Gestsson, markvörður. Valgeir Aitelsson, v. bakv. Óttar Ketilsson, h. bakv. Haraldur Skjóldal, v. frv. Helgi Schiöth, miðframv. Aðalsteinn Ilalldórsson, h. frv. Ingimar Skjóldal, v. úth. Ólafur Ólafsson, v. frh. Anton Kristjánsson, miðfrh. Ólafur Jónsson, h. frh. Páll Rist, h. úth. Gimnlaugur Daníelsson frá Tjarnargarðshorni Hann andaðist á heimili dóttur sinnar á Siglufirði í öndverðum júlímánuði hið fyrra ár. Gunn- laugur Daníelsson var fæddur 27. júlí 1868, Svarfdælingur að ætt og uppruna og' eitt af börnum þeirra Guðrúnar Jónsdóttur og Daníels Jónssonar er bjuggu í Tjarnargarðshorni frá 1861— 1875. Daníel Jónsson hvarf í hafið árið 1875 frá konu sinni og 6 börnum, flestum á ómagaaldri og var þá hið sjöunda enn í skauti móður sinnar. Guðrún Jónsdóttir, ekkja Daní- els, bjó á nokkrum hluta jarðar- innar næstu 5 árin, eða til ársins 1880. Þáði hún ekki liðveizlu sveitarsjóðs, mannbætur eða gustukagjafir, enda hinn mesti garpur að afköstum og allri fram- kvæmd, hugprúð og skörungur í lund. Urðu börn Daníels og Guð- rúnar hin gervilegustu og kunn að mánndáð og dugnaði. Gunn- laugur Daníelsson ólst upp að mestu leyti í foreldra- og móð- urgarði. Giftist ungur Onnu Zóphoníasdóttur frá Bakka. Anna lézt ung frá ungri dóttur þeirra Gunnlaugs, er Guðrún heitir, og giftist síðar Birni Sigmundssyni verzlunarmann á Akureyri. Síð ar eignaðst Gunnlaugur son er Gunnar heitir. Barnsmóðir Gunn laugs hét Valgerður og held eg víst að Gunnar Gunrllaugsson væri ‘ úppalinn með móðUr sinni Valgerði og stjúpföður, Guð mmrdi Bíldal. Liðu nú svo allmörg ár, að Gunnlaugur Daníelsson dvaldi á ýmsum stöðum og stundaði ýmist sjómennsku eða landbúnaðar- nnu. En árið 1907 giftist hann aftur og gekk þá að eiga Steinunni Sigtryggsdóttur frá Klaufa brekku, manngæðakonu og um flest vel á sig komna. Litlu síðar settu þau bú á Ytri-Másstöðum í Skíðadal. Eftir þriggja ára bú- Karl Arngrímssson sjötugur Ellifrár þú ennþá stár. — Engin tárin þjaki — . Með svartar brár og silfrað hár og sjötíu ár að baki. 28./7 — 1953. . Friðgeir H. Berg. DAGUR Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Áskriftargjaldið er kr. 50.00 Árni S. Jóhannsson sjöfugur Eg rankaði skyndilega við mér úti á Atlantshafi 29. júlí. Arni vinur minn frá Brekkukoti er í dag sjötugur. Þannig líður tím- inn ótrúlega fljótt. — Það var einu sinni sú unaðstíð, að yið Árni vorum daglega samvistum, íegar gæta þurfti kvíaánna á heiðum uppi eftir fráfærurnar — sitja yfir ánum, eins og það var kallað. Þá runnu ærnar upp hallandi hlíð og hóandi og syngj- andi smalinn þeim fylgdi, en himinsól blikandi blíð, brosandi skein yfir dalinn. Og svo var farið með ærnar upp í Sprungur, upp á Mýrar, upp á Flata og Bunka. Og þar sem þar uppi var beitiland bezt um brekkurnar ærnar sér dreifa, en smalinn á toppinn á Sjónarhól setzt og sér ef þær nokkuð sig hreifa. — Og svo var farið að þyggja sér bæ og bisa við laulsetna steina — kasta treyj- unni, berja saman hnefunum, taka hryggspennutökum og fljúg ast á af öllu afli. En Bílda eða Flekka læddust um Drögin, og áður en varir hafði hópurinn týnt tölunni og þá þúrfti sannarlega að taka til fótanna. Þá var gott að kunna að hlaupa, eiga sterkar fætur og góð lungu og geta revnt sig við smalahundinn. Já, það var inndælt að vera smali með Árna í Brekkukoti, harðduglegum, ósérhlífnum hlaupagarpi, sem hafði alltaf í nestisbuddunni sinni hið bezta flatbrauð, sem til var, því að Steinunn í Brekkukoti var meistari í brauðgerð og afbragðs kona á alla lund. Og svo komu vetrarkvöldin, þegar Benedikt Þorkelsson eða Sigluvíkur-Jónas, Gísli Gestsson og Angantýr kenndu okkur staf- róf vísindanna! Og leituðust við að leiða okkur í allan sannleika. Þá var Árni betri en ekki neitt, þegar glíma þurfti við þungu dæmin, — alltaf stei'kur á svell- inu og ískyggilega skeinuhættur í tuskinu. — Og svo kemur sam- veran í Stærra-Árskógi 1907, — báðir kaupamenn hjá Sæmundi sjógarpi, óendanlega skemmtilegt sumar, annálaður heyskapur á þeirri tíð, og ekki að gleyma Sveini frá Skeiði. — Þrír ungir Svarfdælingar, fullir áhuga að láta hendur standa fram úr erm- um. Aldrei hef eg kynnzt öðrum eins hamförum, öðrum eins dugnaðargörpum. Þá vann vinur minn Árni, sem eg hafði valið með mér, stundum á við tvo: All- ar engjar uppslegnar, einnig slægjureitur á Hámundarstöðum og mikið af Kúgilstúni. Ekkert stóðsti fyrir, — og þó var á ekk- ert að treysta nema orf og hrífu, reipi og klifbera. — Já, þá var gott að hafa unga menn, sem nenntu að hreifa sig og svitna. Og enn hittumst við Árni frá Brekkukoti sumarið 1911, á Hól- um, — hann búfræðingurinn, hægri hönd Sigurðar skólastjóra í Gróðrarstöðinni, eg ráðsmaður við heyskapinn hjá Trausta bú- stjóra. Þá var gaman að lifa. Og enn vann Árni á við tvo. — En svo vildi Árni á sjóinn og þá var ekki um annað að ræða en sýna ósérhlífni og dugnað þar, taka próf og verða fær í allan sjó. En þar skildu leiðir, því að aldrei var hægt að kenna mér á kompáiinn! En það hef eg heyrt sjómann segja, að aldrei hafi hann þekkt ósérhlífnari mann né harðdug- legri en Ái-na S. Jóhannsson, meðan heilsan leyfði, en hún hefur verið lin síðustu áratugina, enda hefur þessi gamli vinur minn alltaf annað slagið verið að liggja í lungnabólgu síðan 1906, en ekki dottið í hug að gefast upp, enda hugsa eg að hann hafi met í þeim efnum. — Og svo rifj- ast upp í dag, að þótt hann sé ári eldri, vorum við samt fermdir saman, ekki vegna vankunnáttu, því að Árni var efstur á því prófi, heldur vegna þess að hann var veikur, hefur líklega legið í lungnabólgu! Jæja, Árni vinur! Eg hugsa til þín, æskuvinarins og drengskap- armannsins, í dag, um leið og eg hripa þessar línur hér uppi yfir Shetlandseyj um. Eg sendi þér og þínum, ágætri konu þinni, Jóhönnu Jónsdóttur, og dóttur þinni, Steinunni, ein- lægar kveðjur, og bið þér og þín- um blessunar. Snorri. Rafmagnseldavél til sölu með tækifærisverði í Helgamagrastræti 51. skap þar töpuðu þau þessari staðfestu sinni og var hvorugu sjálfrátt. Er um það önnur saga þó eigi verði skráð hér. Urðu þau. Gunnlaugur og Steinunn, að sætta sig við húsmennskuhrakn- ing mörg hin r.æstu árin og ein- mitt á því árabili fæddust flest börn þeirra, en þau urðu 6, er öll komust upp og eru enn á lífi. Kom nú fleira til. Steinunn, kona Gunnlaugs, missti heilsuna og lézt á bezta aldri frá börnum þeirra ungum. Lét Gunnlaugur þá af búskap. En uppeldi barn- anna önnuðust vinir þeirra og vandafólk að miklu leyti. — Mörg hin síðari ár æfinnar dvaldi Gunnlaugur á Akureyri. Voru þá börn hans flest uppkomin, og naut hann hjá þeim skjóls og að- stoðar í aldurdómi og elliþunga. Gunnlaugur Daníelsson var í hærra meðallagi á vöxt, þrekinn og vöðvamikill og hraustlegur vöxturinn og yfirbragðið. Þrek- maður um líkamsburði og varð honum einhlít karlmennskan við erfið störf, bæði á sjó og landi. Hann var hagvirkur og búhagur (Framhald á 7. síðu). Til séra Sigurðar Stefánssonar I Möðruvöllum f (Flutt á tuttugu og fimm ára starfsafmæli hans) Fögur er hlíðin, fuglar loftsins kvaka fossar og lækir undir sönginn taka. Afmælisljóð þér gervöll svcitin syngur og scndir þér vinarkveðju — Hörgdælingur! Hún er við líf þitt helgu bundin bandi | og blessar þig, fremsta prest á Norðurlandi. f sveitanna næði fjarri heimsins harki jj hefur þú stefnt og náð að settu marki. $ 5 Starfað í friði fólksins unnið hylli 1 fegurstu hugsjón skírt með andans snilli. Þó auður, völd og frægð sé mikill fengur er fullkomnast, að vera góður drengur. Við þökkum þau ár, sem eru nú að baki, og óskum, að friðarstjarnan hjá þér vaki, að vorgyðjan þig á vængjum sínum beri \ með vaxandi þroska nytsamt líf þitt geri. Og starfsvangur þinn sé bæði frjáls og fagur 1 og framtíð þín björt, og hlý sem júnídagur. * Þ. V. I IMMMMMMMMMMMMMMMIlMMMMMMMMMMMMMMIMMM iiimmmmmmimmmimmmmmiiiimimmiiMr

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.