Dagur - 06.08.1953, Blaðsíða 8

Dagur - 06.08.1953, Blaðsíða 8
8 Baguk Fimmtudaginn 6. ágúst 1953 Síldaraflinn orðinn yfir 200 þús. mál og tunnur Þr jú Akureyrarskip aflahæst í síldveiðiflotanura Samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands var heildaVsíIdaraflinn orðinn rúmlegða 200 þús. mál og tunnur sl. laugardagskA'iild og höfðu 3 skip aflað yfir 4000 mál og tunnur. Eru þau öll frá Akur- eyri. Togarinn „Jörimdur“ cr aflahæstur, með 5850 mál og tunnur, þá „Snæfell“ með 5230 mál og tn. og „Akraborg“ með 4371 mál og tunnur. Aflinn skiptist þannig: í bræðslu hefur farið 92011 hl. (26320 í fyrra), í salt 125.461 tunna (28141 í fyrra), til fryst- ingar 5907 tunnur (5535 í fyrra). Alls stunda nú 160 skip veið- arnar og voru 125 þeirra komin á skrá með veiði á laugardags- kvöld. Afli norðanskipanna. Norðlenzku skipin afla yfir- leitt vel. Auk hinna þriggja fyrr- nefndu Akureyrarskipa, eru þessi á skrá Fiskifélagsins: Bjarki, Ak., 1040, Auður, Ak., 1088 (þetta skip hefur hætt veiðum vegna vélbilunar og liggur hér í höfn- inni), Baldur, Dalvík, 3055, Bjarmi, Dalvík, 2380, Björgvin, Dalvík, 2154, Dagný, Siglufirði, 2049, Einar Þveræingur, Ólafsf., 2381, Garðar, Rauðuvík, 2728, Grótta Sigl., 572, Græðir Ólf., 1594, Gylfi, Rauðuvík, 2465, Hagbarður, Húsav., 2404, Hannes Hafstein, Dalv., 1510, Haukur I, Ólf., 2808, Ingvar Guðjónsson, Ak., 3503, Kristján, Ólf., 948, Milly, Sigluf., 856, Njörður, Ak., 2130, Pétur Jónsson Húsav., 2332, Sigurður, Sigluf., 2642, Smári, Húsav., 2401, Stígandi, Ólf., 2778, Stjarnan, Ak., 1811, Súlan, Ak., 3936, Sæfinnur, Ak., 1312, Særún, Sigluf., 1930, Sævaldur, Ólf., 1229, Von, Grenivík, 2615, Vörður, Grenivík, 3150, Þorsteinn Dalv., 13328. Eyfirzku verksmiðjurnar. Til eyfirzku verksmiðjanna mun hafa borizt: Til Krossaness um 7 þús. mál til Dagverðareyrar um 7 þús. mál, og til Hjalteyrar um 16 þús. mál. Sild aftur á vestursvæðinu. Það hefur aftur glætt vonir manna um síldveiðina, að í fyrrinótt fengu nokkur skip 200—700 tunnur norðaustur af Grímsey og við Kolbeinseey, en áður hafði veiðin mest öll verið austur í hafi, nú um nokkurt skeið, og fór minnk- andi þar. Þykir veiðin í fyrra- nótt hér á vestursvæðinu lofa góðu. Erindreki Ungmennafélags íslands kennir sfarfsíþróttir í héraðinu Mikill áhugi ríkjandi meðal imgmennafélaga að útbreiða þekkingu á þessari grein Þann 28. júli kom hingað iil Eyjafjarðar erindreki á vegnm Ungmennafclags lslands. Hann heitir Stefán Olafur Jónsson og er að kynna ungmennafélögunum starfsiþróttir. Stefán Ólafur fór utan á vcgum U. M. F. í. til að kynna sér þcssa grein íþrótta og var m. a. í Noregi, en þar eru starfsíþróttir mjög vin- sælar og eru mikið stundaðar. Má geta þess, að þar fara fram félnga-, héraða- og landskeppnir í þessari grein og einnig hafa farið fram millilandakeppnir milli Norður- landanna. íslendingum hefur \crið boðin þátttaka, en þeir hafa ckki getað farið, sökum þess aö þe ir erit svo nýlega farnir að kynnast þessu. Eöli slarfsiþrótta. Eins og nafnið bendir t!l, er þetta bæði starf og íþrótt, og cnn sem komiö er hefur jretta eingöngu verið miðað við heimilis- og sveita- störf. — Þarna kemur til greina kepjnti í traktoraakstri, búfjárdóm- um, ýmiss konar heimilisstörfum og handavinnu fyrir kvenfólk, starfs- hlaupi, þar sem keppendur þurfa að leysa viss verkefni af hendi á þeirri leið, sem hlaupin er, o. m. fl. Eyfirðingar kynnast starfsiþrótlum. Eyfirðingar hafa lítillega kynnzt starfsíþróttum, og var m. a. keppt í starfshlaupi á héraðsmóti U. M. S. E. í sumar, og þann 6. maí í fyrra kepptu Oxndælingar í trakt- oraakstri, sem þótti takast mjög vel. Má gela þess, að sú keppni var fyrsta félagakeppni í starfsíþróttum hérlendis. Stefán Ólafur ferðaðist um Eyja- fjörð ásarnt íþróttakcnnara U. M. S. E. Hafði hann tal af öllum for- mönnum ungmennafélaga hér á svæðinu og kom auk þess á starfs- íþróttakeppni hjá ungmennafélag- inu Þorsteini sviirfuði í Svarfaðar- dal. Var það eins konar tilraun eða reynslúkeppni. Þreytt var keppni í traktoraakstri og að dæma kýr. Var áhugi ungmennafélaganna mikill, og hyggja þeir gott til að hafa slíka starfsíþróttakeppni með haustinu. Stefán Olafur hefur ferðazt urn Suðrlandsundirlendi og Skagaf jörö, og alls staðar hefur verið áhugi og skilningur ríkjandi gagnvart starfs- íþréittum, og þá ekki hvað sízt hjá eldri bændum. Auk Ungmennafé- lags íslands hafa Búnaðarfélag ís- lands, Stéttarsamband bænda og landbúnaðarráðherra lagt þessu lið. Kunnur stjórnmála- leiðtogi látinn í sl. viku andaðist á sjúkrahúsi í New York Robert A. Taft öld- ungadeildarþingmaður, einn af helztu forvígismönnum Repú- biikanaflokksins í Bandaríkjun- um. Taft reyndi þrisvar að hreppa framboð flokks síns í forsetakosningunum, en beið jafnan ósigur, síðast fyrir Eisen- hower, á flokksþingi á sl. hausti. 20 þús. öldura laxaseið- um verður sleppt í Eyjafjarðará Nú í þessum mánuði mun stangveiðifélagið Straumar hér í bæ láta 20 þús. laxaseiði af Ölf- usárstofni — úr Laxá í Hreppum — í Eyjafjarðará. Hafa seiðin verið í eldi hjá Skúla Pálssyni fiskiræktarmanni í ^xalóni í Mosfellssveit og hef- ur farið vel fram. Eru þau orðin 4—5 cm. löng. Seiðin verða flutt norður með flugvél og ekið með þau í Eyjafjarðará af flugvellin- um. Tekur flutningurinn allur aðeins fáar klst. og er talið ör- uggt, að seiðin þoli flutninginn vel. Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri er staddur hér nyrðra um þessar mundir og mun hann leið- beina félaginu hér um það, hvar seiðunum verður sleppt. Stang- veiðifélagið mun láta laxaseiði í ána í fimm ár samfleytt a. m. k. og er það von manna að með þessum aðgerðum megi koma upp laxastofni í Eyjafjarðará, sem er nú laxlaus að kalla. Líklegt er að seiðunum verði sleppt í ána fyrri hluta næstu viku. Undarlegt skrjáf í laufi heyrðist í Egilsstaðaskógi Athugun sýndi að blæösp vex villt í skóginum - hefur áður fundizt á tveimur stöðum aðeins f s.l. mánuði gekk Ingimar, sonur Sveins bónda á Egilsstöð- um, að leita að kúm í Egilsstaða- skógi. Hafði hann leltað kúnna nokkra stund í skóginum, er snörp vindhviða gekk yfir. Heyrði hann þá hátt og undar- legt skrjáf í lauti, og virtist hon- um það allt annars eðlis en þegar þýtur í birkilaufi. Ingimar gekk á hljóðið og fann tvö tré, sem hann þekkti ekki, og síðan fann hann margar smærri plöntur umliverfis þessi tré. Var blæösp. Fyrir sl. helgi kom Ingólfur Davíðsson grasafræðingur austur að Egilsstöðum og var hann beð- inn að skoða þessi tré í skógin- um. Reyndust þau vera blæösp. Blæösp er áður fundin á tveimur stöðum hér á landi, í Garði í Síldarflotinn leitar vestur á bóginn Fréttirnar um síldveiði norð- austur af Grímsey og við Kol- beinsey hafa nú orðið til þess að síldveiðiflotinn hefin- leitað vest- ur á bóginn, því að veiðilítið var á austursvæðinu. — í gær var mikill fjöldi skipa kominn að Kolbeinsey og Grímsey, en ekki höfðu borizt fréttir um veiði þar í gærkveldi ,er blaðið var tilbúið til prentunar. Fnjóskadal og Gestssíaðahlíð í Fáskrúðsfirði. Fögur tré. Aspirnar í Egilsstaðaskógi voru 4—5 metra háar, beinvaxin og fögur tré. Blæösp er lík birki og sést mönnum því auðveldlega yfir hana í birkiskógi. Blað- stilkarnir eru þó miklu lengri en á birki, og grennri, þess vegna skrjáfar í laufinu við hvað lít- inn andblæ sem er, saman ber málsháttinn að titra eins og espi- lauf. í gær veiktist fjöldi manns á Keflavíkurflugvelli — flestir starfsmenn, er vinna hjá Hamil- ton-félaginu ameríska, að bygg- ingaframkvæmdum. Var matar- eitrun um að kenna. Var talið að á þriðja hundrað manns hefðu veikst ,en enginn lífshættulega, að því talið var. Mál þetta var í rannsókn í gær. Maður drukknar við Torfunefs- bryggj« Laust fyrir kl. 1 sl. fimmtudag varð það hörmulega slys hér við nyrðri Torfunefsbryggju, að Þor- geir Ágústsson, byggingaverka- maður, starfsmaður vélsm. Odda, féll af reiðhjóji í sjóinn og drukknaði. Þorgeir heitinn kom hjólandi fram bryggjuna laust fyrir kl. 1, en mun hafa fengið krampaflog, er hann átti vanda fyrir, og því ekki ráðið við hjólið. Tveir menn, er voru nærstaddir, Sigurður Árnason, 2. stýrimaður á Svalbak, og Búi Sveinsson vél- smiður, stungu sér í sjóinn til að bjarga manninum, en tókst ekki að ná til hans, þar sem hann var sokkinn. Eftir um það bil 15 mín. tókst að ná honurh upp og var hann þá tafarlaust fluttur í sjúkrahús, þar sem lífgunai'til- raunir voru gerðar, en þær báru ekki árangur. Þorgeir Ágústsson var 43 ára gamall, kvæntur og átti 4 börn. Hann átti heima í Að- alstræti 54B. Um 400 manns íóru til Grímseyjar um verzlunarmannahelgina Litla telpan látin af brunasárunum Á annan í hvítasunnu skað- brenndist hér í bænum lítil telpa, Bergljót Björnsdóttir, Ránargötu 6, er eldur komst í kjól hennar er hún var að leika sér með logandi kerti í barnaeldavél. Var barnið mjög brennt, er tókst að kæfa eldinn. Nú fyrir nokkrum dögum andaðist litla telpan af brunasár- unum, í sjúkrahúsinu hér. Er sár harmur kveðinn að foreldrum og öðrum aðstandendum af þessum atburði. Eerðaskrifstofa rikisins efndi til skemmtiferðar til Grimseyjar á m.s. Esju um verzlunarmannahelgina, og var mikil þátttaka. Fór Skipið tvær ferðir, og tóku um 400 ntanns sér far með því. — Fyrri ferðin hófst hér á laugárdág, og var siglt til Siglufjarðar og dval- ið þar um kvöldið og nóttina, en síðan siglt til Grímseyjar og gengið á land þar um kl. 9 á sunnudags- morgun. Var dvalið í Grímsey um 4 klst., eyjan skoðuð, bjargsig sýnt og fl. gert til skemmtunar. Tóku Grímseyingar ferðafólkinu afburða vel og buðu mörg heimili fólki til kaffidrykkju. Síðan var siglt kring- um Grímsey og til Húsavíkur og þar dvalizt um 2 klst. Frá Húsavík var siglt sunnan við Flatey, grunnt með iandi til Eyjafjarðar. — Veður var fagurt allan tímann, sólskin og logn x>g því hið bezta skyggni. — Ferðafólkið rómar mjög allan við- urgjörning um borð í Esju og á- gæta fararstjórn Hermanns Stefáns- sonar og Jóns Egilssonar. Seinni förin var farin á mánu- daginn til Grímseyjar. Var veður þá enn mjlt og gott, en rigning í Grímsey. Þessi nýbreytni um verzlunar- mannahelgitia mæltist mjög vel fyrir, og eiga Ferðaskrifstofan hér, Skipaútgerðin og aðrir aðilar, sem þarna lögðu hönd að verki, þakkir skildar fyrir framtakið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.