Dagur - 19.08.1953, Blaðsíða 2

Dagur - 19.08.1953, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 19. ágúst 1953 Norræna bindindismálaþingið Efth EIRÍK SIGURÐSSON Rik nauðsyn að vaka yfir heiSsu- fari sauðfjárins í iandinu Orðsending til bænda frá Guðm. Gíslasyni lækni Nítjánda norræna bindindis- málaþingið var haldið í Reykja- vík dagana 31. júlí til 6. ágúst sk, cg er þetta í fyrsta skipti, sem þéssi þing eru eru haldin hér á Iandi. Þáttíakcndur voru á þriðja húndráð og voru um hundrað þeirra frá frændþjóðunum á Norðurlöndum. Festir voru þálttakendurnir frá Svíþjó'ð, 60—70, næst frá Finn- landi, 20—30, en aðeins 6 frá Noregi og jafnmargir frá Dan- mörk. Settu Svíar því mjög svip á þingið. Segja má að svona þing hafi ei'nkum tvenns konar tilgang. f fyrsta lagi, að Norðurlandaþjóð- irnar læri hver af annarri í starfi sínu fyrir hófsemi og bindindi og skýr hver annarri frá reynslu sinni í því efni. í öðru lagi að kynnast hver annarri og landi því og þjóð, þar sem þingin eru haldin. Og er eg þess fullviss, að þetta síðasta þing var hin bezta iandkynning. Formaður íslenzku móttökunefndarinnar var Bryn- leifur Tobiasson, yfirkennari, og leysti nefndin verk sitt prýðilega af hendi. Sérfundir. Þingið hófst með sérfundum föstudaginn 31. júí og stóðu þeir til hádegis á laugardag. Á þessum sérfundum voru 6 hópar. 1. Norrænt samband bindindis- kvenna. 2. Norrænt kristilegt bindindisráð. 3. Norrænt bind- mdismót kennara. 4. Norrænt bindindismót stúdenta. 5, Fundur um læknfngu 'áfen^issjúkhnga' 6. Bindindisfundur norrænna * bíl- stjóra. Á þessum sérfundum kynntust menn nokkuð og er eg þess fullviss, að þeir voru þýð- ingarmikill þáttur í störfum öindindismálaþingsins. Þingsetning. Eins og kunnugt er var þingið sett í Þjóðleikhúsinu á. föstu- dagskvöldið. Fyrst lék 5 manna hliómsveit íslenzk þjóðlög undir stjórn Þórarins Guðmundssonar. Þá flutti formaður móttöku- aefndar, Brynleifur Tobiasson, ávarp, en Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, ræðu. Næst var kórsöngur, norræn þjóðlög. Þá flutti Lárus Pálsson, leikari, kvæði um Norðurlönd, eftir Tómas Guðmundsson, sem var ort fyrir þetta tækifæri. Næst voru flutt ávörp frá hverju Norð- urlandanna, en á eftir ávörpun- um söng Guðmundur Jónsson ís- lenzk lög. Hátíðardagskránni iauk með því að kórinn söng ís- ienzka þjóðsönginn. Vio þing- setninguna voru viðstödd for- setahjónin og ráðherrar og var oessi athöfn öll mjög hátíðleg. kingstörf liefjast. Laugardaginn 1. ágúst hófust ívo þingstörfin. Þetta var dagur Finnanna. Fluttu tveir Finnar er- indi þennan dag um bindisstarf- æmina í Finnlandi. A sunnudaginn voru guðsþjón- jstur í 5 kirkjum, þar sem nor- .ænir prestar af bindindisþinginu predikuðu. Þetta var dagur ís- iands. Prófessor Björn Magnús- son ílutti erindi um kirkjuna og oindindisstarfið og á eftir fór pingið upp að Jaðri í boði Stór- átúkunnar, en nokkur hluti þess, um 50 manns var boðinn að áessastöðum á undan til Forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirs- jonar. Mánudagurinn 3. ágúst var iagur Svíanna. Dagurinn hófst neð tveimur eriridum um sænskar rannsóknir á áfengis- málum og þýðingu þeirra. Eftir hádegið var farið til Þingvalla og sagði próf. 'Þorkell Jóhannes- son frá sögu staðarins að Lög- bergi. Þar var þingið boðið í mið- degisverð í Valhöll af ríkisstjórn- inni og flutti utanríkisráðherra oar ávarp. Á þriðjudaginn voru áframhald- andi umræður um erindi Svía um nýjar leiðir í bindindisstarfinu. Síðar um daginn flutti Harald Löbak, stórþingsmaður, Noregi, erindi um, hvað norska ríkið gerði til að styrkja skemmtanalíf án áfengis með því að styrkja félagsheimili og bindindishótel. Þar á etfir flutti Adolp Hansen frá Danmörk skorinort erindi um áfenga öliö og reynslu Dana af 3VÍ. Var samþykkt sérstök álykt- un um það efni. Um þetta hVort tveggja urðu talsverðar umræð- ur. Miðvikudaginn 5. ágúst var farið að Gullfossi og Geysi og heppnaðist sú ferð í alla staði vel. Geysir gaus fögru gosi og Gull- foss var skoðaður í sólskini. — Undir borðum við Geysi afhenti fultrúi Hástúkunnar Brynleifi Tohiassyni, heiðursmerki Há- stúkunnar með ræðu. Á heimleið var drukkið kaffi í boði Reykjavíkurbæjar við Sogs- fossa. Fimmtudaginn 6. ágúst voru umræður til hádcgis, en þá fóru þingslit fram. Næsta norrænt bindindismálaþing var ákveðið í Danmörk 1956. Aðalforseti þingsins var Bryn- leifur Tobiasson. En vaiaforsetar Björn Magnússon, stórtemplar, Harald Löbak, Noregi, Ad- olph Hansen, Danmörk, Oscar Franzen, Svíþjóð og Viktori Karpio, Finnlandi. Aðalritari þingsins var Árni Óla, blaðamað- ur, en honum til aðstoðar einn maður frá hverju landi. Fram- kvæmdastjóri Alþjóðasambands- ins gegn áfengisbölinu, Archer Tongue, Lausanne, Svoss, sat þingið og flutti ávörp og kveðju frá Alþjóðasambandinu. Á laugardagskvöldið var hald- inn fundur í Stórstúku íslands og hástúkustig veitt. Á þeim fundi heiðraði fulltrúi Hástúkunnar, Rune Rydén, þá Jón Árnason og Jóhann Ögm. Oddsson með heið- ursmerki Hástúkunnar. Aðal- ræðurnar á fundinum fluttu Daniel Vefald, skólastjóri í Nor- egi og Friðrik Á. Brekkan. — I. O. G. T.-kórinn söng undir stjórn Ottós Guðjónssonar. Þá hef eg sagt það helzta, sem gjörðist á þinginu og þó sleppt mörgu. Og vaknar þá spurningin: Hvað er það þá einkum, sem við getum lært af reynslu frænd- þjóðanna á Norðurlöndum í bindindismálum? Hér skal að lokum drepið á 2—3 atriði sem einkum snerta okkur hér á landi. Það er þá fyrst að nefna, að allir voru sammála um það á þessu þingi, að neyzla öls sé upp- haf að neyzlu sterkra drykkja og því skaðleg. Hins vegar er mikill áhugi fyrir aukinni framleiðslu óáfengra drykkja í stað hinna. Þá er það athyglisvert í rann- sókn Svía á áfengisvenjum, að meiri hluti þeirra unglinga, sem eru bindindssamir, eru frá bind- indisheimilum eða vai'ið tóm- stundum sínum í eirihverjum menningarfélögum. Þá hefur það líka komið í ljós, að því minni skólamenntun, sem unglingarnir fá, því hættara cfr þeim að verða áfenginu að bráð. Norðmenn hafa lög um héraða- bönn í kaupstöðum með yfir 4000 íbúa. Geta íbúarnir ákveðið með yfirkennara atkvæðagreiðslu á 5 ára fresti, hvort þeii' vilja að sterkir drykkir séu seldir eða veittir í veitinga- húsum. Árið 1951 fór þar fram atkvæðagreiðsla í 20 bæjum, 17 eftir óskum bindindismanna, og 3 eftir óskum þeirra, sem vildu hafa útsölustaði. Niðurstaðan var óbreytt en einhverjar tilfærslur. Álasund er einn af þeim bæjum, sem hefur enga áfengisútsölu. í Noregi styrkir ríkið bindind- issamtökin til að breyta skemmt- analífinu, því að þar, eins og hér, eru skemmtistaðirnir og veit- ingastaðirnir sterkustu vígi drykkjusiðanna. Styrkir norska ríkið bindindissamtökin til að koma upp bindindishótelum og félagsheimilum, þar sem ekki er veitt áfengi. Hér skal staðar numið að sinni, en af mörgu er að taka. Að lok- um þetta: Norræna bindindis- málaþingið gaf okkur íslenzkum bindindismönnum aukna trú til starfa við að kynnast mörgum ágætum menntamönnum og kon- um af Norðurlöndum þingdagana. Frá Golfkliibbnum Meistaramót Akureyrar í golfi hófst á golfvellinum sunnudaginn 16. ágúst. Leiknar voru 18 holur þann dag, en alls er keppnin 72 holui'. Þátttakendur í mótinu eru 17. Eftir 1. umferð standa leikar þannig, að Hafliði Guðmundsson lék í 78 höggum, Sigtr. Júlíusson í 82,. Jakob . Jakabsson í 85 og. Jakob Gíslason í 86. Keppnin heldur áfram næstk. laugardag kl. 2 e. h. og lýkur síð- an á sunnudaginn. Fyrir skömmu lauk keppni um Olíubikarinn, en það er útslátt- arkeppni, til úrslita kepptu þeir Jón Egils og Sigtr. Júlíusson, sigraði Sigtryggur og vann þenn- an bikar nú í annað sinn í röð. Þá er einnig nýlokið hér „Einn- ar kylfu keppni“, hún var unnin af Jakob Jakobssyni, mjög efni- legum, ungum kylfingi. Um æfingarbikarinn var keppt laugardaginn 9. ágúst, hann vann að þessu sinni Jakob Gíslason. Óvenjumikill áhugi hefur ver ið, hér fyrir golfíþróttinni í sum- ar og hafa margir nýir meðlimir bætzt í hópinn. Fíeiri danskir milljónarar Samkvæmt skýrslum danskra skattayfirvalda fer milljónör- um í Danmörk fjölgandi og voru taldir 976 um áramótin 1952—1953 og hafði fjölgað um 68 á einu ári. Skattgreiðendur í Danmörk eru 2 millj. og 100 þús. talsins, en af þcim cru að- eins 4000 sem hafa mcira en 50 þús. kr. árslaun (d. kr.) 870 þús. skattgreiðendur eru taldir eignalausir, og 270 þús. skattgreiðendur telja eigur sínar minna en 2000 kr. virði. Stórbændur — herragarðseig- endur — forstjórar, verk- smiðjueigendur og heildsalar eru ríkustu stéttir í Danmörk. Næstir koma lögfræðingar. Eg vil hér með Jeyfa mér að vekja athygli á því, hvc mikils- vert er að vaka stranglega yfir heilsufari sauðfjárins í landinu, og ef eitthvað ber úí af, þannig að lcind drepist, sé felld eða láti fóstri, þá sé allt gert, sem unnt er, til að upplýsa orsakir sjúkdóms- ins með fullri vissu. Til þessa þarf nákvæma líf- færaskoðun og rannsóknir, sem erfitt er að framkvæma nema á viðeigandi rannsóknarstofnun. — Það er mikilsvert, að bændur sendi líffæri til rannsóknar úr öllum kindum, sem nokkur tök eru á að koma frá sér óskemmd- um. Varúð á fjárskiptasvæðunum. Á þeim svæðum, þar sem fjár- skipti hafa verið framkvæmd, er auk þess sérstök nauðsyn að fylgjast nákvæmlega með heil- brigði fjárins. Ef einhver tilfelli kynnu að koma fram af þurra- mæði, mæðiveiki eða garnaveiki, sem víða er möguleiki á og jafn- vel líkur til að geti orðið, þá er árangur fjárskiptanna og raunar framtíð fjárbúskaparins í þessum héruðum fyrst og fremst undir því komin, að hægt sé að stað- festa slík sjúkdómstilfelli sem allra fyrst, en það er ekki hægt nema með því að framkvæma ná- kvæma skoðun á líffærum úr viðkomandi kindum. Líffærin þurfa einnig að nást til rann- sóknar í góðu ásigkomulagi og greinilega merkt. (Merkja: Nafn’ eða No. kindar og aldur. Nafn á! býli, bónda og dagsetningu.) Líffærin þarf að senda í frystihús sem allra fyrst eftir slátrun. Þar verða þau síðan geymd og send, sé um langa leið að ræða, annað hvort í frystiskipi eða flugvél til rannsóknarstöðvarinnar á Keld- um. Sjúkdómar geta leynzt. Þuri’amæði og garnaveiki fara mjög hægt af stað og geta auð- veldlega leynzt í fénu svo árum skiptir, meðan sjúkdómurinn er að magnast í fjárhópnum. Ef mistök verða á því að senda líffæri úr fyrstu kindunum, sem veikjast eða þær týnast á fjalli, geta liðið svo allmörg ár, að sjúk- dómurinn fái næði til að búa um sig og breiöast út í friði, án þess nokkur maður hafi hugmynd um það. Til þess að foi'ðast, að sjúk- dómar þessir geti þannig falizt svo árum skipti og breiðzt út með leynd, má eins og fyrr segir ekki farast fyrir að nákvæm skoðun sé framkvæmd á líffærum úr hverri kind, sem drepst eða felld er sjúk. En til þess að forðast með öll- um ráðum að veikin geti leynzt í nýja stofninum þarf auk þess að senda til rannsóknar næstu árin lungu (ásamt lungnaeitlum) og bút úr mjógörn við langa úr öll- um fullorðnum kindum, sem slátrað er eða drepast á fjár- skiptasvæðunum. Sé um veikar kindur að ræða, er rétt að senda til rannsóknar öll innyfli úr brjóst- og kviðarholum nema vömbina. Rétt er að hreyfa sem minnst líffærunum, en búa vandlega um þau, koma þeim strax í frystihús og tilkynna í bi'éfi eða símtali um sendinguna og geta jafnframt um helztu sjúkdómseinkenni. Verður þá reynt að greiða fyrir rannsókn- um eftir því sem tök eru á og viðkomandi aðilum tilkynntar niðurstöður strax og unnt er. Hér hefur verið bent á þýðingu líffæraathugana í sambandi við þær tilraunir til útrýmingar fjár- prestanna, sem þegar ná yfir mikinn hluta landsins og nálgast nú það stig baráttunnar, sem mest mun reyna á þrek og festu bæði forustumanna og einstakra bænda og hafa úrslitaþýðingu um frambúðarárangur fjárskipt- anna. Tilgangur skipulagsbundinna athugana. Skipulagsbundnar athuganir á líffærum sauðfjár um allt landið hafa líka þann tilgang að gera mönnum mögulegt að fylgjast með ýmsum kvillum, sem þjá fjárstofninn, sem sem t. d. garna- ormar, lungnaormar, lungna- bólga af breytilegum uppruna og á mismunandi stigum, lambalát, lambadauði, „Hvanneyrarveiki“, ígerðir o. fl. o .fl. Þessir sjúkdómar geta magnazt hér og þar fyrst í einstökum fjár- hópum, síðan í nágrenninu og, eins og reynslan hefur sýnt, furð- anlega fjótt dreifzt um stór lands- svæði. Það gildir sama um sauðfjár- ræktina og aðra búfjárrækt hér og erlendis, að nauðsynlegt mun reynast að fylgjast nákvæmlega með öllum kvillum, sem koma fram 4- einstaklingunum, og gera sér fulla grein fyrir orsökum þeirra. Mun þá oft — og í vax- andi mæli — unnt að fyrirbyggja stærri áföll af völdum sauðfjár- sjúkdóma. Guðmundur Gíslason. Fegrunarfélagið veiíir fallegustu skrúðgörðunum viðurkenningu Fegrunarfélag Akureyrar hef- ur nú tekið upp nýja skipan á viðurkenninguni fyrir beztu hirtu og fallegustu skrúðgarða í bæn- um. Ilcfur liænum verið skipt í fimm hverfi, og verður fegursta garði í hverju hverfi veitt viðurkenning. Auk þess verða verðlaun veitt bezt hirta og fegursta skrúðgarði bæjar- ins. Sérstök dómncfnd hcfur unnið að því að undanförnu að kynna sér garðana. Skipa hana þessir merin: Jón Riignvaldsson, garðyrkjrifræð- ingur, frú Maja Baldvins og Árni Jónsson, tilraunastjóri. Nefndin leggur til að cftirtöld- tim görðum verði veitt viðurkenn- ing: 1. Innbær: Aðalstræti 70. Elísa- bet Geirmundsdóttir, Ágúst Ás- grímsson. 2. Syðri brekka: Austurbyggð 8. Margrét Antonsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Sigurg. Sigurðsson. 3. Hafnarstr. og iriiðbær: Hafn- arstræti 15. Kristbjörg Sveinsdóttir, Karl Jónsson. 4. Ytri brekka: Helga str. magra 26. Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Guðmundsson. 5. Oddeyri: Ægisgata 21. Elísabct Jónsdóttir, Halldór Jónsson. Verðlaun hljóti: Ægisgata 24. Laufey Jónsdóttir, Helgi Stcinarr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.