Dagur - 19.08.1953, Blaðsíða 6
6
Miðvikudaginn 19. ágúst 1953
Eyfirzkir þættir
Eftir JÓN JÓNSSON á Skjaldarstöðum
(Framhald).
Eins og áður er getið í þáttum þessum, var talsvert unnið að
vegagerð á póstleiðinni á þessum árum. Myndi það vera álit-
legur vegarkafli, ef allir þeir brautarstúfar á þjóðveginum frá
Akureyri og vestur að Grjótá á Öxnadalsheiði, væru komnir
í eitt. Víða voru þeir svo breiðir, að vel hefði mátt aka bílum
eftir þeim, en möl vantaði, því að öll tæki til malarflutninga
vantaði, enda mátti lieita, að eitthvað væri unnið að vegagerð
á hverju ári síðasta fjórðung aldarinnar.
Þó að frekar væri óhagstæð verzlun um þessar mundir og
lágt verð á framleiðsluvörum landbúnaðarins, voru þó jarðir
allar byggðar, þótt ntargir bændur væru fátækir. Ýmsir voru
þó bjargálna, og nokkrir taldir auðnienn. Ekki man eg eftir,
að margir btiandi menn, Jaótt mörg börn ættu, nytu hrepps-
styrks ,enda var réttindamissir og álitshnekkir að þiggja sveit-
arstyrk. Mun þá að sjálfsögðu hafa verið gætt ýtrustu sparsemi
á öllum sviðum. Óvíða mun hafa verið þrengra í búi en hjá
móður rninni eftir fráfall föður míns, meðan systkini mín
voru ung.
Faðir minn dó 20. janúar árið 1900. Var eg þá 14 ára, en
yngsta systkinið 2 ára. En það sem erfiðast var fyrir móður
mína, hvað efnahaginn snerti, var, að Ólafur bróðjr minn,
sem er 2 árum yngri en eg, lá í Sjúkrahúsi Akureyrar marga
mánuði og varð ekki vinnufær fyrr en eftir nokkur ár. Af
jjessum ástæðum varð móðir mín að taka vinnumann í 1 ár.
Og Jró að kaup vinnumanna væri ekki hátt á Jreim árum, mun-
aði um Jrað frá litlu búi. Þó geri eg ráð fyrir að við systkin
höfum ekki liðið verulegan skort, en oft munu fáir réttir hafa
á borðum verið, og skal eg geta hér um lítið atvik því til sönn-
unar.
Nágranni okkar um mörg ár var Lárus Guðmundsson,
bóndi á Miðhálsstöðum. Guðrún Ólafsdóttir hét kona hans.
Þeim leið sæmilega vel efnalega. Voru barnlaus, og 2 í kotinu
lengst af. Lárus var fjörugur karl og skrafhreifur, einkum ef
hann hafði svolítið í staupinu. — Það mun hafa verið árið
1902 eða 1903, að karl kom suður í Skjaldarstaði á aðfangadag
jóla'; 'var jrá að grennslast um kindur, er hatin vantaði kvöldið
áður. Var hann með vínglas í vasa sínum og vildi gefa okkur
að smakka. Vorum við dálitla stund að spjalla saman úti við.
Kom þá móðir mín út. Bauð hún Lárusi að korna inn og borða
með okkur rúggraut og mjólk, Jdví að komið væri að matar-
tíma. En Lárus svaraði fyrirlitlega: — Heldurðu að eg vilji
rúggraut á jólunum! — Og með það fór karl sína leið. — Það
mun ótrúlegt þykja, en eg býst við, að ekki hafi verið til kaffi
eða kaffibrauð þetta sinn, því að annars hefði móðir mín boð-
ið honum það.
Annað atvik, áþekkt þessu, set eg hér.
Það mun hafa verið haustið 1901, að Magnús Benediktsson,
móðurfaðir minn, frá Ytra-Tjarnarkoti á Staðarbyggð, kom
vestur til okkar. Ætaði liann að segja systkinum mínum til í
lestri, skrift og reikningi, því að ekki var um barnaskóla að
ræða á þeim árurn.
Gamli maðurinn fór að tala um það við mig, að eg skyldi
fara út að sjó og fá að fljóta með einhverjum fiskimönnum til
að fá ögn í soðið. Eg Jrekkti fólkið á Kjarna á Gálnraströnd,
hafði komið þangað, og tók þessari tillögu vel. — Á Kjarna
bjuggu þá Sigurður og Valgerður. Þar var líka tengdasonur
þeirra búandi: Sigurður Sigurðsson frá Kambhóli, giftur
Margrétu, elztu dóttur Jreirra hjóna. Þau voru foreldrar
Magnúsar bónda á Björgum og hans mörgu systkina. Önnur
dóttir þeirra Sigurðar og Valgerðar, var Septína, kona Rósin-
kars Guðmundssonar frá Æðey. Þriðja dóttir þeirra er Elín,
kona Jóns Thprarensens bónda í Lönguhlíð í Hörgárdal. Einn
son áttu þau: Magnús, hinn efnilegasta mann, er dó af slysför-
um veturinn 1895. — Á Kjarna var gömul kona, er Sigríður
hét, Grímsdóttir. Voru þær amrna mín og hún systkinadætur.
— Lagði eg svo af stað með poka á baki með hversdagsfötum
mínum o. fl. En ekki hafði eg stígvél eða skinnsokka. Eg fór
sem leið lá.yfir Hörgá á brú niður undan Hallfríðarstöðum,
niður Lönguhlíðarbakkana, óð báðar Tunguárnar, síðan út
hjá Möðruvöllum. Þá lá aðalvegurinn út Möðruvallanes við
túnið á Ósi. Þaðan út á Bakkaása og að Arnarnesi á Gálrna-
strönd. Þaðan fór eg svo vestur að Kjarna, og var Jrá orðinn
lúinn að labba þessa leið, sem mun vera um eða yfir 30 kíló-
metrar. Er það sjálfsagt einsdæmi, að tæpra 16 ára unglingur
fari svo langa leið til sjóróðra og hafa aldrei á sjó komið. Var
mér vel tekið og gisti eg þar um nóttina.
Þegar eg fór að minnast á að fá að fara með þeirn í róður,
var svo ástatt að þeir höfðu enga beitu og reru því ekki. En
þeir sögðu mér, að á Kambhóli, næsta bæ, væru 2 menn á fari
og mundu þeir kannske lofa mér að fara með. — Fór eg svo
D A G U R
FILMUR
★ ★ ★
Vasaluktir
★ ★ ★
Niðursuðuglös
★ ★ ★
Glervörur
ný sending.
Jám- og glervörudeild.
Cítronur
stórar og góðar
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
MINERS
Snyrfivörur
Naglalakk
nýjustu litir
Vár alitir
„Make up“
í hulstrum 2 stærðir.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin
Barnavagn
til sölu. Verð kr. 750.00.
Afgr. vísar á.
Húseign til sölu
í miðbænum, ef um semur.
íbúð og verzlunarpláss. —■
Gæd verið laust 1. október.
Upplýsingar í síma 1520.
Barnarúm
og saumavél til sölu.
Afgr. vísar á.
Við höfum ennþá til
fleiri tegundir af
nylon-sokkum
Svartir — brúnir.
Verzlunin DRÍFA
Sími 1521.
Mjög mikið litval af
PEYSUM
fyrir dömur og börn.
Merkin: ,,Hollyrood“
„Masters" og
„Ashford"
tryggja gæðin.
Verzlunin DRÍFA
Sírni 1521.
„Hollyrood“
Pliseruð pils og peysa
er fallegur búningur.
Verzlunin DRÍFA
Sími 1521.
\\V an d a ð ir
PERLON-sokkar |
J; nýkomnir.
Verzlunin DRÍFA
ji Sími 1521. '' Sj
1
Eyrnalokkur
(HENDI) tapaðist síðastlið-
inn sunnudag. Finnandi
góðfúslega skili honum á
afgreiðslu Dags.
Nýr trépallur
til sölu, hentugur ýfir ræsi.
Upplýsingar í síma 1174.
Bifreið til sölu
Tilboð óskast í 4 manna
Ford-bifreið. Smíðaár 1946.
Bifreiðin er vel útlítandi og
í góðu lagi. — Verður til
sýnis við Hafnárstræti 81,
kl. 8—9 í kvöld« — Nánari
uplýsingar á staðnum.
þangað og bað þá ásjár. Tóku þeir því vel, hafa sjálfsagt haft
gaman af hvað eg bar mig borginmannlega. Þóttjst fær í .allan
sjó, en hafði þó aldrei á sjó komið. Eg vil geta um riöfn Jressara
manna. Þeir hétu Stefán og ísleifur. Bjuggu þeir báðir á sömu
jörðinni.
Morguninn næsta var róið og fékk eg að íará með þeim.
Sýndu þeir mér áralagið, og var eg nokkuð fljótur að læra að
fara með árina. Líka kenndu þeir mér að beita línu og stokka
hana. Stefán og kona hans voru svo góð að láta mig liafa fæði
rneðan eg var Jrarna, og man eg ekki að Jrau settu neitt upp
fyrir það. Aflinn var frekar rýr. Og eftir fáa daga urðu þeir
beitulausir og liættu að róa í bráð.
(Framhald).
ÍBÚÐ
til leigu frá 1. okt. næst-
komandi í
Spítalastíg 1.
Berjatínsla
er stranglega bönnuð í landi
eftirtalinna jarða: Krossa,
Hellu, Engihlíðar og. Litla-
Árskógs í Árskógshreppi.
Ábúendur.
Til sölu:
Sex stálstólar með leður-
áklæði. Einnig barnarúm,
sem nýtt, og barnavagn á
háum lijólum, í giiðu lagi.
Afgr. vísar á.
Stór skúr
til sölu.
Afgr. vísar á.
Fataskápur
til sölu og sýnis eftir kl. 6 í
Helgamagrastræti 51.
Barnakerra
til sölu og sýnis í
Hamarsstíg 2,
Akureyri.
Stúlka
óskast í vist, helzt frá 1.
september næstkomandi. —
Þrennt í heimili.
Afgr. vísar á.
Sólóvél,
fjórgengisvél, 3JÁ hestafl,
nýuppgerð, í ágætu lagi,
til sölu. — Tækifærisverð.
Jón Kristjánsson,
Litla-Árskógssandi.
Kjúklingar
Með eins dags fyrirvara get
ég útvegað kjúklinga, til-
búna til matreiðslu.
Bjami Finnbogason..
Sími 1533.
íbúðir til sölu
Þeir, sem hafa hug á að
kaupa íbúð á þessu hausti,
mættu láta mig vita og myndi
ég þá senda þeim skrá yfir
eignir þær, sem ég hef til sölu,
með tilgreindum ýmsum upp-
lýsingum.
Björn Halldórsson.
Sími 1312.
Rafba-eldavél
til sölu. — Verð kr. 1400.00.
Sírni 1698.