Dagur - 09.09.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 9. september 1953
D A GUR
5
Alþjóðabankinn lánar 22 millj. króna Sautján ára sægarpur reri þrjár
lil bygginga og ræktunar í sveitum ver,lðir a Græn,andsmiðum
Líklegt að lán fáist til að byggja
sementverksmiðju á Akranesi
Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra flutti þjóð-
inni útvarpsboðskap um þessi mál
á föstudagskvöld s. 1.
Samkvæmt tilkynningu Fram-
kvæmdabankans 4. þ. m. undrrit-
aði dr. Benjamín Eiríksson,
bankastjóri, lánsskjöl fyrir tveim
lánum, sem bankinn tekur hjá
Alþjóðabankanum með ríkis-
ábyrgð. Lánin eru tekin í Ev-
rópugjaldeyri og eru að fjárhæð
22,32 millj. ísl. kr. og 4,112 millj.
ísl. kr. Stærra lánið er ætlað til
bygginga og ræktunar í sveitum,
en hið lægra til byggingar stutt-
hylgjustöðvar á Rjúpnahæð
vegna flugþjónustu. Eysteinn
Jónsson, fjármálaráðherra, flutti
ávarp í útvarpið á föstudags-
kvöldið um þessi mál.
Útvarpsávarp Eysteins Jóns-
sonar, fjármálaráðherra, fer hér
á eftir:
— Haustið 1951 tókust samn-
ingar við Alþjóðabankann um að
hann lánaði íslenzka ríkinu jafn-
virði $2.000.000.00 til áburðar-
verksmiðju og til almennra land-
búnaðarframkvæmda. Um vorið
höfðu náðst samningar við Al-
þjóðabankann um nokkurt lán
til þess að standast kostnað í Ev-
rópugjaldeyri, við byggingu
Sogs- og Laxárvirkjana.
Jafnframt því sem gengið var
frá lántökum til Sogs- og Laxár-
árvirkjana vorið 1951 lagði eg
fram umsókn um lán til bygg
ingar sementsverksmiðju, en því
máli hafði raunar verið hreyft
Alþjóðabankann á árinu 1950.
Kem eg að því máli hér á eftir.
Áætlun um landbúnaðar-
framkvæmdir.
Þegar gengið var frá landbún
aðarláninu haustið 1951 var Al-
þjóðabankanum gert kunnugt, að
við mundum fljótlega snúa okkur
til þeirra á nýjan leik og óska
frekari lánveitinga til landbúnað-
arframkvæmda og var bankanum
í því samþandi kynnt allýtar
lega áætlun um framkvæmdir
í íslenzkum landbúnaði á næstu
árum, sem gerð hafði verið
samráði við félagssamtök land-
búnaðarins.
Lánsféð frá Alþjóðabankanum
vegna landbúnaðarframkvæmda
var afhent byggingarsjóði og
ræktunarsjóði og voru lánveit
ingar Búnaðarbankans úr þessum
deildum á árinu 1952 að mestu
byggðar á þessu fé.
Siðara hluta sumars í fyrra
voru lánamál landbúnaðarins
tekin upp á nýjan leik við Al-
þjóðabankann, þar sem fyrirsjá-
anlegt var, að lánsfjár þurfti að
afla erlendis enn á ný, til þess að
standa undir lánveitingum stofn-
lánadeildar Búnaðarbankans, bygg
ingarsjóðs og ræktunarsjóðs á yf-
irstandandi ári. Var sótt um jafn-
virði $350.000.00 eða sem svarar
22 milljónum ísl. króna.
22 millj. kr. lán veitt.
Hefur þetta mál verið til með-
ferðar síðan og niðurstaðan orðið
sú, að gengið hefur nú verið frá
nýrri lántöku vegna landbúnað-
arins hjá Alþjóðabankanum að
fjárhæð sem svarar 22 milljónum
ísl. króna, svo sem fréttatilkynn-
ing Framkvæmdabankans frá í
dag ber með sér. Lánið er tekið í
Evrópugjaldeyri, til 22 ára og
vextir eru 5%.
Er gert ráð fyrir að endurlána
þetta fé stofnlánadeildum Búnað-
arbankans, byggingarsjóði og
ræktunarsjóði, og verði það
ásama því fé, sem þessar deildir
fá hjá Framkvæmdabankanum,
af mótvirðissjóði, grundvöllur að
lánveitingum þessara sjóða á
þessu ári út á byggingar og
ræktun.
Sameign margra þjóða.
Alþjóðabankinn er stofnað'ur
sem samvinnu- og sameignarfyr-
irtæki margra þjóða. Voru ís-
lendingar með þegar í byrjun.
Bankanum er ætlað það hlutverk
að útvega fjármagn í þeim lönd
um, sem hafa fé aflögu, og lána
það aftur til hinna, sem sérstak
lega þurfa á fé að halda erlendis
frá til nýrra framkvæmda. Bank-
inn lánar eingöngu til nýrra
framkvæmda og eingöngu fyrir
þeim hluta af kostnaðarverði
hvers fyrirtækis, sem samsvarar
innfluttu efni eða vélum. Enn-
fremur hefur bankinn á reiðum
höndum, fyrir þá, sem það
vilja notfæra sér, ráðleggingar og
leiðbeiningar reyndra fjármála-
manna um fyrirkomulag á lána-
starfsemi og fjáröflun til fram-
kvæmda.
Framkvæmdabankinn tekur til
starfa.
í sambandi við fjáröflun til
þeirra miklu framkvæmda, er ís-
lendingar hafa haft með höndum
nú urn skeið og viðræður, sem
um þau efni hafa farið fram við
Alþjóðabankann undanfarið, kom
fram sú hugmynd að koma hér á
fót sérstökum fjárfestingar- eða
framkvæmdabanka, sem hefði
með höndum lántökur erlendis og
öflun fjármagns innanlands til
fjárfestingarlána. Lög um Fram-
kvæmdabanka íslands voru sett í
byrjun þessa árs og tekur sá
þanki til starfa á þessu ári sem
kunnugt er.
Alþingi hafði heimilað ríkis-
lántöku erlendis til landbúnað-
arins, snemma á síðasta þingi, en
eftir að sú lánsheimild vár sam-
þykkt og meðan verið var að
vinna að landbúnaðarláninu voru
sett lög um Framkvæmdabank-
ann og þeim banka heimilaðar
lántökur erlendis í samráði við
fjármálaráðherra og með ábyrgð
ríkissjóðs. Þótti fjármálaráðu-
neytinu eðlilegast, þegar svo var
komið málum, að Framkvæmda-
bankinn tæki landbúnaðarlánið
og er nú þannig frá málinu geng-
ið, að sá banki er lántakandi, en
endurlánar féð til stofnlánadeild-
ar Búnaðarbankans.
Er með þessu tekin upp sú
stefna, sem mörkuð er í lögunum
um Framkvæmdabanka, að ríkið
verði ekki framvegis lántakandi
erlendis að fjárfestingarlánum,
heldur taki Framkvæmdabank-
inn við því hlutverki.
Þeir Jón Árnason bankastjóri
og Benjamín Eiríksson banka-
stjóri hafa unnið með fjármála-
ráðuneytinu að samningum um
lántökuna.
íslendingar hafa nú tekið 5 lán
í Alþjóðabankanum, öll í Evrópu-
gjaldeyri og nema þau samtals
sem næst 95 milljónum króna.
Eins og eg gat um áður lagði
eg fram í júní 1951 umsókn til
Alþjóðabankans um lán til se-
ments verksmiðj unnar. — Hefur
þetta mál stöðugt verið í athugun
síðan. Ýmsir trúnaðarmenn Al-
þjóðabankans hafa kynnt sér
málið. Sérstakar ráðstafanir verið
gerðar til að sannprófa, að sú að-
ferð við öflun hráefnis, sem fyrir-
huguð var, sem sé að dæla skelja-
sandi af botni Faxaflóa, gæfi góða
raun og ýmsar aðíar undirbún-
ingsráðstafanir verið gerðar.
Endanleg svör frá Alþjóða-
bankanum við lánbeiðninni liggja
þó ekki fyrir og getur dregist
nokkra mánuð að frá málinu
verði gengið, en eg tel góðar
horfur á æskilegum málalokum.
Miklar kröfur eru gerðar um
verklegar framkvæmdir á íslandi
og stórhugur mikill í mönnum.
Er ástæða til að fagna þessu. Yf
irleitt verða hinar stærri fram-
kvæmdir að byggjast að miklu
leyti á lánsfé, það mun mönnum
ljóst. Það er því hollt og nauðsyn
legt að gera sér þess fulla grein,
að lánsfé til þessara fram
kvæmda verður ekki fengið nema
með tvermu móti. Annars vegar
innanlands af því fé, sem lands-
menn leggja til hliðar, og hins
vegar erlendis frá.
Það er rétt að mínum dómi að
taka lán erlendis til arðbærra
framkvæmda innanlands, eftir
því sem þau eru fáanleg og ætti
ekki að fylgja því nein hætta, ef
lánsfénu er skynsamlega varið.
En það er brýn nauðsyn að gera
sér grein fyrir því, að fram-
kvæmdir verða ekki byggðar
eingöngu á erlendu lánsfé. Vil eg
í því sambandi minna á það t. d.
sem eg drap á áðan, að Alþjóða
bankinn lánar ekki nema fyrir
erlenda kostnaðinum við að koma
fyrirtækjum upp og svo mun
vera yfirleitt, að erfitt er að fá
erlendis lán fyrir innlendum
stofnkostnaði fyrirtækja.
Það er því blátt áfram lífsnauð
syn að gera ráðstafanir, sem gætu
aukið spamaðinn í landinu og
lánsfjárframboð innanlands. Tak
ist það ekki, verður ekki mögu
legt að koma því í framkvæmd
sem menn hafa nú hug á. Meðal
annars af þessum ástæðum þarf
að setja ný skatta- og útsvarslög,
sem miðið að því að auka sparn
aðinn.
Það verður að gera allt sem
unnt er til þess að auka fram-
leiðsluna og fá menn til þess að
eyða ekki öllum tekjum sínum
heldur leggja til hliðar, svo að
lánsféð aukizt.
Jafnframt verður að vinna að
því með festu að viðhalda og
auka lánstraustið erlendis svo að
unnt reynist að fá á næstu árum
lánsfé erlendis til framkvæmda.
því sambandi verður þýðingav
mest að hafa greiðsluhallalausan
ríkisbúskap, forðast verðbólguút-
lán og koma á samtökum yfirleitt
um þá stefnu í fjárhagsmálum
sem gæti viðhaldið til frambúðar
fjárhagslegu jafnvægi inn á við
og út á við og komið í veg fyrir
stórfelldar verðsveiflur, sem verst
leika sparnaðarviljann og eru
mikill undirrót lánsfjárskortsins
Ragnar Festöy heitir hann og er
autján ára. Þrjár vertíðir hcfur
hann þegar verið á Grænlands-
miðum, svo að drengurinn sá
hefur verið snemma á ferli.
Fyrstu tvö árin var hann aðstoð-
arkokkur, en í ár háseti upp á
lilut. Ragnar er Rómsdælingur og
hefur öll árin farið með línuveið-
aranum „Havbryn“ frá Álasundi.
Ragnari segist svo frá í viðtali
við blaðamann í Gula Tidend, að
reir hafi komið bæði í Færey-
ngahöfn, Asgricohöfn og einnig
Holsteinborg. í Færeyingahöfn
séu engir Norðmenn, en í Asgrico
séu bæði Norðmenn og Færey-
ingar og hafi þar aðsetur. Er
skammt milli þessara hafna
tveggja, og báðar í sama firði. Á
miðunum sé fjöldi erlendra tog-
ara á veiðum án þess að leita
lands.
— Er margt manna í Asgrico?
— Þar hefur enginn vetursetu,
en á vertíðinni er þar fjölmennt.
Þar eru um 60 norsk veiðiskip, og
jafnmörg eða fleiri færeysk.
— Sástu nokkuð til færeysku
fjölskyldnanna, sem setzt hafa að
þarna vestra?
— Nei. En mér er kunnugt um
Dað, að 5 fjölskyldur færeyskar
áttu að setjast að nokkru sunnar
— í Júlíaneflóa. Þær fluttu þang
að í fyrra ,en eg hef ekkert af
)eim frétt.-----—
— Hver varð nú hlutur þinn
ár?
— Það varð nú engin upp-
gripavertíð að þessu sinni, en
samt má segja, að gengið hafi
sæmilega. Á 2V2 mánuði fengum
við 100 smálestir fisks, og gerði
það tæpar 3000 krónur í hlut,
nettó. Vinnutími er mjög misjafn.
Þegar mest er að gera, vinnum
við venjulega 18—19 stundir á
dag. Hvor leið tekur um 10 daga.
Þá skiptist dagurinn venjulega í
tveggja stunda vöku. Og þá
liggjum við í leti. — Við vorum 5
vikur á veiðum.
— Er „Havbryn“ línuveiðari?
— Já. Við veiddum með 2
„lengjum“, 2500 önglar á hvorri,
og lá alltaf önnur, meðan hin var
dregin. Og var beitt jafnóðum og
dregið var.
— Hve mikið mikið gátuð þið
fengið í einni lögn?
— Stundum allt að 1000 fiska.
En venjul. 400—500. Síðan var að
blóðga fiskinn, slægja og fletja,
skola af honum og salta hann í
hlaða í lestinni.-------
— Það er sagt, að margir verði
illa sárfingra — sérstaklega á
línuskipunum.
— Já, fingurnir verða svo þurr
ir og sárir. Eg hef nú annars ver-
ið heppinn. Maður notar feiti til
að mýkja fingurna og svo ýmsar
apótekvörur. Það hleypur oft illt
í öngulsár, en við því eru nú
mörg ráð.
— Leggið þið veiðina upp í
Grænlandi eða hér heima?
— Við flytjum hana heim og
leggjum hana upp í Kristjáns-
sundi.
— Og hvert skal nú halda?
(Þetta var í júlí.)
— Til fslands á síldveiðar!
Hér heima hefur gengið hálf-
stirt að fá nægilega marga háseta
á veiðiskipin, og jafnvel á hina
glæsilegu nýtízku-togara að
sumarlagi. Og allmargir efnilegir
æskumenn virðast jafnvel forð-
ast fiskimiðin.
Þannig virðist ekki vera í Noregi.
Síðastliðið vor sóttust óvenju-
margir unglingar eftir að komast
á selveiðiskipin frá Álasundi og
Sunnmær, og er þó ekki heiglum
hent að leggja norður í Græn-
(Framhald á 7. síðu).
Ljóð um daginn og veginn
1 BERJAMÓ.
Senn er á enda sumar frjótt,
— sólfar á hverjum degi —.
Að sæta og binda sækist fljótt,
sérhver hlaða og fjárhústótt
er full af fegursta heyi.
Inn til dala og út með sjó
eru stórir og smáir
að bogra og skríða í berjamó
með brúsa og fötu, tínu og kló.
glaðir og berjabláir.
Unnið af kappi oft þar sést
og enginn um Iaunin karpar.
Sá þykir hcztur, er mokar mest,
þeir metast um það, hver aflar bezt,
líkt og laxveiðigarpar.
Endrum og sinnum er eg með,
og áhuga lítinn sýni,
tek það með ró og raula og kveð,
eða rölti um hagann, eins og féð,
— og týni frekar cn tmi.
DVERGUR.
ÍHKHKHKBKBKBKBKKBKHKBKBKBKHKBKíamtKBKKHKBKBKBJCBKav