Dagur - 09.09.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 09.09.1953, Blaðsíða 1
GJALDDAGI blaðsins var 1. júlí. — Léttið innheimtuna! Sendið afgr. áskriftargj aldið! DAGUR kemur næst út á regluleg- um útkomudegi, miðviku- daginn 16. september. XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 9. september 1953 49. tbl. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hefur nú eignazf fjórða „nýsköpunartogarann" Enginn staður hefur tekið meiri stakkaskiptum hér í bænum á síðustu tveimur árum en Eiðsvöllur á Oddeyri. Þar er nú grænn völlur og fagurt blómaskrúð. Á sama tíma cr Ráðhústorg óbreytt. Ljóta girðingin stendur enn og þcssi blettur, sem ætti að vera grænn casis í miðjum bænum, er raunar lítið nema Ijótt bílastæði. Tveir togarar héðan byrja á ný að veiða fisk til herzlu Tveir af togurum Útgerðar- félags Akureyringa h.f., Harð- bakur cg Svalbakur, eru að hefja veiðar á ný, eftir nokkurt hlé, m. a. vegna eftirlits skipanna, og munu skipin leggja aflann hér upp til herzlu. Líklegt er að nýi togarinn, Sléttbakur, leggi hér upp fisk til herzlu til að byrja með a. m. k. Fjórði togarinn, Kaldbakur, veið- ir nú fyrir Þýzkalandsmarkað. Mikil atvinna er samfara þess- ai-i fiskverkun og kemur það í góðar þarfir nú með haustinu, er atvinnuútlit hér í bænum er ískyggilegt. Útgerðarfélagið á hér nú liggjandi um 200 lestir af skreið, og mun pökkun til út- flutnings hefjast innan skamms. Jörundur á reknetaveiðum. Fimmti togarinn, sem hér er gerður út, Jörundur, sem var aflahæsta skip flotans á síldveið- Álftin flaug af tjörninni f gærmorgun heyrðu bæjar- menn svanasöng á Pollinum skammt frá Torfunefi. Var þar komin cin álftin af andatjörn bæjarins. Hafði hún allt í einu tekið sig upp og flogið burt. Nokkru seinna var hún hand- sömuð og flutt á tjömina aftur. A. m. k. cin gæsin á tjörninni cr flcyg og fer stundum í fcrða- lög, en leitar jafnan á tjörnina aftur. unum í sumar, er á reknetaveið- um austur í hafi. Slys við nýju Hörgárbrúna Á mánudagsmorguninn varð það slys við nýju Hörgárbrúna, sem nú er í smíðum, að bjálki féll í höfuð Þórðar Pálmasonar frá Núpufelli er þar vann og meiddist hann alvarlega og var fluttur í sjúkrahúsið hér. Eru meiðsli hans talin alvarlegs eðlis. Lítil telpa varð úti í Steingrímsfirði Átakanlegt slys, sem snortið hefur alla þjóðina djúpt, varð skarnmt frá Hólmavík í s. 1. viku, cr lítil telpa, nær fjögra ára, villtist út úr þorp- inu á fimmtud. og fannst ckki fyrr cn á sunnudág, um 8 km. frá þorp- inu og var hún látin af vosbúð og jrreytu. Fjöldi manns lcitaði henn- ar allan tímann. Litla telpan var frá Akranesi og hafði komið til Hólmavíkur sama daginn og liún týndist, með foreldrum sínum, að heimsækja ættingja. Hún hét Dað- ey Pétursdóttir. Aðalfundur Stéttar- sambands bænda Aðalfundur Stéttarsamb. bænda hófst að Bjarkarlundi í Reykhóla- sveit á mánudaginn og sækja hann fulltrúar víðs vegar af landinu. Um- ræður hafa aðallega snúist um verð- lagsmál landbúnaðarins. Þingeyingar minnast aldarafmælis Stephans G. Á sunnudaginn minntust Þing- eyingar aldarafmælis Stephans G. Stephanssonar skálds með samkomu að Laugum. Gekkst Héraðssamband Þingeyinga fyrir samkomunni. Aðalræðuna fyrir minni skáldsins flutti Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Héraðs- sambandið hyggst koma upp minningarlundi að Laugum og hefur héraðsskólinn gefið land til þess. ÞSHKBSkHKHXtSHS CBKHKH3-. Malvöruverð hjá KEÁ er lægra en lægsta smásöluverð í Rvík Hinn 1. sept. birti verðlagsskrifstofan í Reykjavík hina tnán- aðarlegu skýrslu um verðlag nauðsynjavarnings í Reykjavík. f Er allmikill verðmismunur á ýms um vörutegundum. Athjgl- isverðast er, að lægsta smásöluverð á ýmsum nauðsynjavörum í verzlunum í Reykjavílt er hærra en ríkjandi smásöluverð hjá Kaupfélagi Eyfirðinga hér á staðnum. Dæmi: Lægsta verð í Rvík Verð KEA Rúgmjöl 2,80 2,30 Hveiti 2,90 2,80 Haframjöl 3,20 3,10 Baunir 5,00 4,55 Strásykur 3,20 3,15 Púðursykur 3,20 3,00 Frá þessu verði reiknar kaupfélagið síðan endurgreiðslu þá, sem aðalfundur kann að ákveða. Sl. ár nam hún 5% og er sam- anburðurinn því raunverulega þehn mun hagstæðari en ofan- greindar tölur gefa til kynna. fOOOOtKHKHKBKHKBKHKHKKBKHKHKHKKHKBKKHKHKHKHKHKKlííC Akureyri er orðin, ásamt Hafnarfirði, næst stærsta togaraútgerðarstöð landsins Síðastl. miðvikudag undirrituðu þeir Jakob Frímannsson fram- kvæmdastj., Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastj. og Steinn Steinsen bæjarstjóri, samning mn kaup á togaranum Helgafelli frá Reykjavík, fyrir liönd Útgerðarfélags Akureyringa, og hefur félag- inu þannig bætzt fjórði „nýskökpunartogarinn'* og togaraflota Ak- ureyringa fimmta skipið. Er Akureyri þar með orðin, ásamt Hafnarfirði, næst stærsti togaraútgerðarstöð landsins. — Stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. hefur gefið út fréttatil- kynningu um kaupin, svohljóð- andi: „Stjórn Útgerðarfélags Ak- ureyringa hcfur nýlega fest kaup á togaranuin „Helgafelli“, Reykjavík. — Samninga fyrir félagsins hönd önnuðust þcir Jakob Frímannsson, Steinn Steinsen og Guðmmidur Guð- mundsson. Kaupsamningur var undirritaður í Reykjavík 2. þ. m. og er kaupverðið SVi milljón krónur. Skoðun á skipinu fram- kvæmdu þeir Albert Sölvason, framkvæmdastj., og Guðmund- ur Guðmundsson, fram- kvæmdastj., auk Erlings Þor- kelssonar, skipaeftirlitsmanns. Töldu þeir skipið í góðu lagi. Skipið verður afhent í Reykjavík 8. þ. m. og fer þá strax hingað til Akureyrar, þar sem það verður útbúið á veið- ar. Breytt verður um nafn á skipinu og það verður skráð hér á Akureyri, og hefur því verið valið nafnið „Sléttbakur". Skipstjóri verður Finnur Daníelsson, sem verið hefur 1. stýrimaður á „Kaldbak". Þannig segir í fréttatilkynn- ingu Útgerðarfélagsstjórnarinnar. Auk þess, sem þar er greint, er blaðinu kunnugt um, að „Slétt- bakur“ mun bera einkennisstaf- ina EA—4, (hinir togararnir bera einkennisstafina EA 1—3. — 1. stýrimaður verður Vilhjálmur Þorsteinsson frá Hrísey. Lán frá Samvinnutryggingum. Fimmtudaginn 3. september kom bæjarráð saman á fund til þess að taka afstöðu til tilkynn- ingar stjórnar Útgerðarfélagsins um kaupin á togaranOm og til beiðni um bæjarábyrgð fyrir lán- um, sem félagið hefur tekið til kaupanna. Samkvæmt því sem fram kom á fundinum, eru greiðsluskilmálar þessir: Við undirskrift samnings greiðast 500 þús. kr., og tók Útgerðarfélagð þá upphæð að láni hjá Samvinnu- tryggingum, til 4 ára, fyrsta af- borgun fer fram í sept. næsta árs. Þá er 500 þús. kr. víxill, til sex mánaða. til fyrri eigenda. Þá er skuldabréf til 10 ára, til fyrri eig- enda, að upphæð kr 3.084.667.30, yfirtekin skuld við stofnlánadeild sjávarútvegsins kr. 1.322.000 og loks yfirtekin skuld við ríkissjóð kr. 93.132.80. Samtals kr. 5.500.000.00. Meiri hluti bæjar- ráðs, eða 4 af 5 bæjarráðsmönn- um, samþykkti að heimila ábyrgðina. Annar fulltrúi Sjálf- stæðsflokksns í bæjarráði greiddi ekki atkv. Þessi ákvörðun bæjar- ráðs var síðan staðfest á bæjar- stjórnarfundi sl. föstudag. Þýðingarmikið spor. Vafalaust er, að allur þorri bæjarmanna fagnar þessum framkvæmdum. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hefur sannað það með rekstri fyrri togara, að því er vel trúandi fyrir þessari aukningu flotans. Félagið hefur verið farsælt allt frá fyrstu tíð. Til þess hafa valist ágætir menn, bæði á sjó og landi, enda sýna nú verkin árangurinn. Félagið hefur — á sama tíma sem togaraútgerð annars staðar hefur átt í miklum (Framhald á 7. síðu). Tveir íslendingar sækja lýðháskóla norskra bindindismanna Þegar Hannes J. Magnússon skólastjóri var á ferð í Noregi á sl. vori og ræddi við forustumenn norsku bindindissamtakanna, buðu þeir ókeypis skólavist fyrir tvo íslenzka námsmenn að lýðhá- skóla norsku samtakanna, að Frekhaug við Bergen. Þetta til- boð var auglýst innan íslenzku góðtemplararreglunnar og sótti margt ung fólk um skólavistina. Nú nýlega hefur verið ákveðið, að skólavistina hljóti þau Jón B. Gunnlaugsson frá Olafsfirði og Sigrún Gissurardóttir í Reykja- vík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.