Dagur - 11.10.1953, Blaðsíða 6

Dagur - 11.10.1953, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 14. okíóber 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheirata: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. r Arangur efnahagssamstarfsins Á LAUGARDAGINN var straum hleypt á raf- magnslínuna nýju frá Laxárvirkjun hingað til bæjar- insins, og enda þótt nokkrar tafir yrðu á því að fólk fengi að njóta orkunnar af völdum óveðurs og snjóa, verður eigi að síður að telja, að mannvirkið sé þar með fullgert og starfhæft, enda mun verða unnið að því að fyrirbyggja að tíðarfarið hafi áhrif é eðlilega starfrækslu orkuversins. Með vígslu nýju Laxár- virkjunarinnar er mjög mikilsverðum áfanga náð í framfarasögu þessa landshluta og raunar landsins alls. Orkan, sem nú er beizluð, opnar möguleika til alls konar iðnaðar og framkvæmda í þéttbýlinu — ef ekki strandar þar á annarri aðstöðu — og nú er einnig hægt að leiða rafmagn um hin dreifðu býli í tveimur fjölmennum héruðum og veita sveitunum tækifæri til lífsþæginda, sem jafnast á við þá að- stöðu, er kaupstaðirnir hafa lengi notið. Áhrif þessa mannvirkis geta því verið mikil og margvísleg, ef rétt er að farið. Orkuverið sjálft er aðeins áfangi að því takmarki, að jafna aðstöðuna í landinu og efla atvinnulíf og heilbrigða efnahagsafkomu fólksins. Að því marki er enn löng leið og torsótt. Þó er vert að minnast þess, að afskipti nýju ríkisstjórnarinnar af rafmagnsmálum til þessa, lofa góðu um skilning á því mikla verkefni, sem fyrir höndum er. HIN NÝJA LAXÁRVIRKJUN er mikið og gott mannvirki, enda nemur kostnaður þegar 60 milljón- um króna. Hvaðan er þetta fé komið? Það er lær- dómsrikt fyrir fólk að glöggva sig á því. Samkvæmt þeim skýrslum, sem birtar hafa verið nú undan- farna daga, hefur mestur hluti þessa mikla fjár- magns komið frá Bandarxkjunum, sem lán og gjafir. Lán og gjafir frá Efnahagssamvinnustofnuninni og lán úr mótvirðissjóði nema alls 48,4 millj. króna, og að auki nemur lán Alþjóðabankans 7 millj. króna. En innlent fjármagn, sem ekki er beint eða óbeint tengt efnahagssamvinnunni við Bandaríkin, er ekki nema 4,6 millj. króna. Þessar tölur tala ótvíræðu máli. Þær sýna, að það hefði verið gjörsamlega útilokað fyrir íslendinga að byggja orkuverið við Laxá eitt með eigin fjármagni á svo skömmum tíma, hvað þá heldur að byggja við Sog og áburðarverk- smiðju samtímis. Það er alveg ljóst, að ef íslending- ar hefðu ekki gerzt aðilar að efnahagssamstarfi vest- rænna þjóða, er til þess var stofnað að forgöngu Bandaríkjanna, hefðu þessi mannvirki öll í mesta lagi verið til í heilabúi verkfræðinga og arkítekta, en ekki sem raunhæfir og áþreifanlegir hlutir, sem eru þess megnugir að létta lífsbaráttu og efla fram- farir um langa framtíð. Þessi sama saga hefur gerzt víða um vestræn lönd. Verksmiðjur, orkuver og hvers konar önnur mannvirki, sem varanlegt fram- tíðargildi hafa, eru tekin til starfa fyrir tilverknað þessarar samvinnu lýðræðisþjóðanna, og vegna þeirrar framsýni, sem lýsti sér í ákvörðun þings og stjórnar Bandaríkjamanna, að veita nokkru af mikl- um auðæfum þessa stóra lands til efnahagslegrar viðreisnar annarra þjóða eftir hörmungar styrjaldar- innar. ÞEGAR MENN ATHUGA þessar tölur og stað- reyndir, hljóta þeir jafnframt að minnast þess, að flokkur manna hér á landi og trúbræður þeirra er- lendis, börðust með hnúum og hnefum gegn því, að við gerðumst aðilar að þessu efnahagssamstarfi, og létu einskis ófreistað að afflytja það og gera tor- tryggilegt. Það er alveg víst, að ef kommúnistar og þeirra fylgifé hefði ráðið lofum og lögum í landi hér, er stofnað var til þessarar samvinnu,, hefði engin vígsla farið fram við Laxá sl. laugardag og engin vxgsla væri þá réðgerð við Sog nú innan tíðar, né heldur mundi þá hafa bólað á hinum miklu mannvirkjum, sem upp eru risin í Gufunesi. Ef menn þurfa frekar vitnanna við um það, að kommútjistar skríða flatir í duftinu fyrir erlendu valdboði og taka er- lenda hagsmuni fram yfir inn- lenda, þá eru þeir ekki sjáandi né heyrandi. Hvernig mátti það gagna málstað íslands, að afneita fram- réttri hönd vinsamlegra þjóða til þess að koma upp þessum mann- virkjum? Enginn maður með heil- brigða skynsemi kemur auga á neina íslenzka ástæðu fyrir fram- ferði kommúnista. Hitt vita allir, sem fylgst hafa með þróun al- þjóðamála, að í „kalda stríðinu" hefur rússneska herveldið talið það gagna, sér bezt, að viðreisn Vestur-Evrópu yrði hægfara og þar skapaðist jarðvegur fyrir byltingarstarfsemi samsæris- manna. Það voru hagsmunir Rússa sem herveldis og forusturíkis í ein- valdsheiminum, sem réðu afstöðu kommúnistaleppanna hér og ann- ars staðar um vestlæg lönd. Þegar lokið er hinum miklu mannvirkj- um hér, er réttmætt og skylt að minna á, hverjir lögðu stærstan stein í veg framkvæmdanna og hverjir störfuðu að því að ryðja honum úr vegi. Saga virkjananna sýnir árangurinn af friðsamlegu og vinsamflegu samstarfi lýðræðis- þjóðanna og varpar jafnframt ljósi á kommúnista sem berstrípaða málaliðsmenn erlends herveldis og annarlegra hagsmuna. FOKDREIFAR Sumar kveður Á skammri stund skipast veður í lofti. Á einum degi hverfur hinn angurværi og fagri svipur háusts- ins á landinu og vetur gengur í garð. Enn er sumar samkvæmt alm- anakinu, en náttúran fer ekki eftir bókurn og þetta dásamlega og fagra sumar kveður nú með snjó og frost- um. Okkur þykir veturinn heldur snemma á ferðinni að þessu sinni og vitnum í sumarið næsta á undan og raunar fleiri næstliðin sumur, en þó er naumast ástæða til að kvarta eða blása í kaun. Miklu frem ur er ástæða til að minnast góð- viðra og gróðurs með þakklæti og taka því sem að höndum ber hér eftir með þolinmæði og karl- mennsku, enda naumast mikil raun enn sem komið er. Margt var sér til gamans gert. Margt var sér til gamans gert á þessu sumri. Margir eiga minning- ar frá útivist og ferðalögum um landið, sem mun ylja þeim til næsta vors. Aðrir eiga minningar um góða uppskeru og hagstætt veður til sjáv- ar og sveita. Flestir ættu að vera vel undir vetur búnir, bæði að and- lcgum og efnalegum forða. Meira getuni við ekki farið fram á. Enda hýrnar yfir flestum, er maður ræð- ir sumartíðina við þá. Bréf, baðað í birtu. Ef til vill hefur hin bjarta sumar- tíð haft áhrif á skaplyndi manna svo að þess verður víðar vart en í léttu spori og hýrum svip. Til dæm- is er kunnugt um a. m. k. eitt bréf á opinberum vettvangi, sem er laust við hátíðlegheit og durgslegt orð- færi opinberra plagga yfirleitt eins og þau gerazt flest á landi hér. Bréf þetta ritaði Jón Sveinsson, fyrrum bæjarstjóri og skattdómari, bæjarráði Akureyrar 18. júlí í sumar einmitt þegar sólin skein bjartast og landið var hýrast og vinalegast á að líta. Enda ljómar stíllinn af birtu, glettni og mannkærleika. En bréfið er svohljóðandi: 18. júlí 1953. „Þar sem ég gerist nú þungur á fót, en nauðsynlegt og mér gott sem eldri manni, að rölta dálítið, hefi ég verið að smá nudda á við- konxandi bæjaryfirvöldum að setja niður bekki á eina þrjá staði á leiðinni frá Kaupvangstorgi inn að gamla kirkjustæðinu. Þó hefir þetta engan árangur borið til þessa á yfirstandandi sunxri. Margt eldra fólk æskir þess mjög sem ég, að bekkjum sé komið upp hér í inn- bænum, sem hægt sé að hvíla sig á. í öllum stærri bæjum í menn- ingarlöndum eru bekkir hafðir með vissu millibili, sem fólk getur tyllt sér niður á eftir vild, svo hægt sé að færa sig yfir heilan bæjarhluta með hvíldum, án þess að verða neyddur til að nota ökutæki, ef hægt á að vera að færa sig yfir. Nú vil ég eindregið fara þess á leit við bæjarráð, að það leggi svo fyrir, að bckkir séu settir upp t. d. á eftirtöldum þrern stöðum: 1. Austan Hafnarstrætis gegnt Samkomuhúsinu, t. d. í vegarhorn- inu suður af Hafnarstræti 64. 2. Sunnan við húsið Hafnarstræti 20, þar sem bekkur hefir eiginlega alltaf staðið til þessa. 3. Við Aðalstræti austan við gamla kirkjugrunninn, norðan við lystigarð Ryelshjónanna. Ég skyldi sjá um að bekknum sunnan við Hafnarstræti 20 væri haldið hreinum, eða biðja gott fólk að gera það, enda búa þar í vink- il þrjú af bæjaryfirvöldunum, sem ég geng út frá, að væri kært að líta eftir honum. Bekknum framan við Samkomuliúsið gcng ég út frá að litið sé eftir af ýmsum í því húsi. En Ryelshjónin hafa lofað að líta eftir bekknum austan við kirkjugrunn- inn. Er það einlæg ósk margra, að bæjarráð sjái um, að þetta verði framkvæmt á opinberan kostnað án frekari tafar, enda mun vera samþykktir fyrir þessum nauð- synlegu þægindum." Kemur svar á vctumóttum? Nú er kominn vetur, en svar við þessu hlýlega tilskrifi var ókomið þegar síðast fréttist og hvergi hefur þess orðið vart, að tilgreind bæjar- yfirvöld hafi gert það að umtals- efni opinberlega eða látið i Ijós álit sitt á þeirri ætlun bréfritarans, að þau mundu taka að sér það mannkærleikans verk, sem talið er í bréfinu að þeim sé ljúft að vinna „í vinkil“ með jrví ágæta fólki, sem í bréfinu býður fram þjónustu sína. En kannske kernur svarið þegar almanakið skráir innreið vetrar. Sumir horfa hvort eð er á bókstaf- inn, aðrir í bók náttúrunnar sjálfr- ar. — Vetrarstúlka óskast, helzt eldri kona. — Sérherbergi. Afgr. vísar á. Niðurskorið matarbrauð nýtur vaxandi vinsælda SKÖMMU FYRIR stríðið hófu sum dönsk brauð- gerðarhús að selja matarbrauð niðurskorin, innpökk- uð í staniol eða sellofan. I pökkunum eru eingöngu heilar sneiðar, ýmist heil eða hálf brauð. Þetta brauð var selt eitthvað dýrara en venjuleg heil og hálf brauð, en það sýndi sig að húsmæðurnar töldu sér eigi að síður hagkvæmt að kaupa pakkana. í fyrsta lagi varð rýrnun á brauðinu í höndum þeirra minni en ella, þ. e. éngar skorpur eða brauðendar fylgdu með, og svo voru það mikil þægindi að fá brauðið niðurskorið. Umbúðirnar éru loftþéttar, svo að brauð- ið harðnar ekki og hver pakki á að geta geymzt all- lengi eftir að frá honum er gengið. ■e&f': •:*4 SNEMMA Á ÞESSU sumri varð allveruleg hækk- un á brauðaverði í Dan’mörk, vegna þess að ríkið kippti að sér hendinni með niðurgreiðslur á brauðum. Þá bjuggust brauðgerðarhúsin við því, að sala á „pakkabrauðinu“ eða niðurskorna brauðinu, mundi stórminnka, því að verðmismunurinn hélzt og var talið að fólk mundi telja nóg að greiða hið hækkaða verð á heilum og hálfum brauðum, þótt' það keypti ekki líka niðurskurðinn og umbúðirnar. En reynsían varð önnur. Það kom í ljós, að húsmæðurnar töldu „pakkabrauðið“ ómissandi og sala .þess .er enn vax- andi. I Kaupmannahöfn er nú um 30%"af aljri brauð- sölu „pakkabrauð", og um 50% af sölu suirira brauð- tegunda. BRAUÐGERÐARHÚSIN hafa með ,tilraunum komið þessari framleiðslu í fast form og ýfirstigið erfiðleika, sem áberandi voru í fýrsttí. Bfönðið er skorið í vélum, og tók nokkurn tíiha að fá hentugar vélar til þess. Einkum þótti rúgbrauðsskurðurinn ganga dálítið erfiðlega fyrst. Stærðin á þeim vildi verða dálítið misjöfn, svo þurftu þau að vera hæfilega köld áður en skurðurinn hófst. En þetta tókst eigi að síður. Eftir að skurðinum er lokið er brauðinu raðað í umbúðirnar, sumpart með vélum, en sumpart með handafli. Umbúðirnar eru nú aðallega staniol, sem er mjög þokkalegt og eru þær loftþéttar eftir að búið er að loka þeim. Til þess að tryggja að pakkarnir þoli talsverða geymslu eru pakkarnir siðan gerilsneyddir og auglýsa brauðgerðarhúsin að pakkarnir geti geymzt í 3—4 vikur án þess að merkjanlegt sé á brauðinu. Þessi gerilsneyðing er framkvæmd þannig, að pökkunum er stungið inn í venjulegan bakaraofn, eftir að þeim hefur verið lokað. ÞEGAR HEIMILI kaupir einvörðungu „pakka- brauð“, fellst ekkert til af brauðendum og skorpum, sem hægt er að nota í brauðsúpur. Aftur á móti eiga brauðgerðarhúsin nóg af afgöngum, og þeim koma þau í verð með því að búa til úr þeim brauðduft, sem selt er í pökkum og notað í brauðsúpur. I brauðdauft- ið er látið hvítölsduft og hefur verið sannað með rann- sóknum, að brauðduftið, sem er þurrkað, og ölduftið, inniheldur eðlilegan skammt af vítamxnum, þrátt fyrir þessa meðferð. Ýmsar tegundir og blandanir af þessu brauðdufti eru á markaðinum og þykir þetta hið bezta efni í ljúffengar brauðsúpur. ENGIN BRAUÐGERÐARHÚS hér á landi munu hafa „pakkabrauð“ á boðstólum, en ekki er ósennilegt að þessi nýjung — sem einnig er útbreidd vestan hafs — eigi eftir að koma hingað, og sennilegt er, að henni yrði fagnað af talsverðum hluta húsmæðranna að minnsta kosti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.