Dagur - 19.12.1953, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.1953, Blaðsíða 5
Laugardaginn 19. desember 1953 D A G U R 5 UTJTJTJTJTJTJTJTJTJTjn_nJTjTJTJTLiTJTJT.TJTJTJTJTJTJTJTJTJTJlJTJTJTjTTLrL - Síða Félags migra Franisóknarmanna j U UITLJ U UJj U TLTTLJ Hversu margir af hinni upp- vaxandi kynslóð liafa ckki keyrt sagt og það ofíar en einu sinni: ,.Þú skalt ekki fara að skipta þér af stjórnmálum, það er mann- skemmandi.“ Eg hygg að það séu ekki margir, sem aldrei hafa heyrt þetta. Oft er það að foreldrar telja það skyldu sína að bœgja barni sínu frá svo óhreinum og siðspill- andi hlut sem stjórnmál og stjórn- málabarátta er. Ef við nú athugum þetta og hugleiðum vel, hljótum við að sjá hvílík regin hugsanavilla þetta er og hversu mikilli þröngsýni og grunnhyggni þetta lýsir. Við skul- um fyrst gera okkur ljóst, hvað er stjórnmál og stjórnmálabarátta. Stjórnmál eru fyrst og fremst þau mál, sem lúta að stjórn landsins, þ. e. mál, sem almenning varðar. Stjórnmálaþátttaka einstaklingsins er þá ekkert annað en það, að hann notar sér þann rétt, sem hvert lýð- rasðisþjóðfélag veitir honum til áhrifa á stjórn opinberra mála. Það er að velja á milli og hafna mönn- um og málefnum. Það er að leita sannleikans, leita að sem réttlát- ustu og sanngjörnustu þjóðskipu- lagi, þar sem öllum líði sem bezt. En hér er sem fyrr: Menn greinir á um leiðir að hinu sama marki og stjórnmálabarátta er í því fólgin, að menn með svipaðar skcðanir fylkja sér saman til þess sameig- inlega að beriast fyrir og ná því marki, sem hverjum einum út af fyrir sig er ókleift að ná. Þeir menn, sem þannig fara að, þakkja samtakamáttinn, þeir játa og fara eftir þeim sannindum að: samein- aðir stöndum vér, sundraðir föllum Un vér. Getur nokkuð verið óhreint eða mannskemmandi við það að leita sannleikans, leita að betra og sannara þjóðskipulagi, þar sem hverjum einstaklingi Jíði sem bezt í samfélagi við meðbræður sína? Getur nokkuð mannskemmandi verið við það að berjast fyrir því, sem maður telur réttast, og að skipa sér yio hlið þeirra manna, sem fyrir sömu hugsjón berjast? Er það ekki einmitt það göfugasta og háleitasta, sem hægt er að helga krafta sína. Hinu ber ekki að lej'na, að oft er það í stjórnmála- baráttunni, sem er haldið uppi af breyzkum mönnum, að tilgangur- inn er látinn helga meðalið og einskis svifist. En þess ber að gæta að í því tilfelli eru það mennirnir sem hafa saurgað stjórnmálin en ekki stjórnmálin mennina. Einmitt í þessu liggur hugsanaskekkjan. Það eru alltof fáir sem veita þessu athygli sem skyldi, ella væri áreið- anlega mikið öðruvísi umhorfs víða. Og það er undir hverjum manni sjálfum komið hversu hon- um tekst til á þessu sviði, hvort hann metur meira að koma fram máli eða sannan og drengilegan málflutning. Að þessu athuguðu sjáum við hversu geysi þýðingarmikið það er fyrir hvern einasta æskumann og hverja einustu uppvaxandi konu, að fylgjast með og taka virkan þátt í stjórnmálabaráttunni. Hver og einn þarf að skipa sér í fylking þeirra manna, sem hafa skoðanir líkar hans, með því einu getur hann haft þau áhrif á stjórn málanna, sem honum ber réttur til. Og hon- um ber þjóðfélagsleg skylda til þess að nota þennan rétt sinn. Hver einasti maður, sem hjá situr, ber vatn á myllu andstæðinganna. A ndstseðinga, sem þannig komast til valda fyrir aðgæzluleysi og kæruleysi annarra og ekki fyrir fylgisstyrk sinn. Það er einmitt þetta, sem svo oft hefur haft mikil áhrif á gang mála hér hjá okkur Islendingum. Einmitt hinir lýðræð- issinnuðu umbótamenn sitja heima og láta hina koma sinni ár fyrir borð. Það er ekki nokkur einasti vafi að þetta hefur ekki átt minnstan þátt í viðgangi komrnún- ’sta hér á landi. Enda höfum við áreiðanlega aldrei heyrt kommún- ista segja þau orð, sem eg nefndi í upphafi. Þeir hafa lært að nota sér sundrungu og andvaraleysi hinna lýðræðissinnaðri, frjálslyndari and stæðinga sinna. Enda sér það á, að þeir reyna hvar sem er að kliúfa og sundra, rífa niður og byggja ekkert í staðinn. Hvað eigum vdð lengi að horfa á þetta, hvar sem augað eygir allt í kringum okkur? Hvað eigum við lengi að skella skollaeyrum við jUUUUUUUTJUUUUT reynzlunni og láta sem vind um eyru þjóta allt sem sagan segir okkur. Er ekki kominn tími til að vakna og taka til starfa, hrista af sér drungann og deyfðina, læra af reynzlunni að það þýðir ekki að sitja hjá og horfa aðgerðarlaus á, að það gefur aðeins neikvæða raun? íslenzkir æskumenn, það erum við, sem eigum að erfa landið. Við eigum óðar en líður að taka við og þá er það siðferðisleg og þjóð- félagsleg skylda okkar að vera sem bezt undir það búnir. Við get um aldrei vrænzt þess að fá upp- fyllingu óska okkar ef við sitjum þögulir hjá og látum aðra stjórna fyrir okkur. Þess vegna skora eg á þá, sem vilja hrinda einræðis- og ofbeldis- mönnum fjarstýrðar klíkur og star- blindum sérhagsmunaseggjum auð- valds og afturhalds, sem ekkert hugsa um annað en sína eigin pyngju, burt úr íslenzku þjóðfélagi, að sameinast undir kjörorðinu: Samvinna, frelsi, samhjálp og lyfta merkinu svm hátt, að af því beri ljóma yfir allar Islands byggðir. Þá mun sigurinn vís. L. K. um heilindi og umbótavilja hinna pólitísku flokka. Væntanlega gefst tækifæri síðar að ræða á þessum vettvangi um hinar æpandi mót- sagnir í gerðum, bæði íhaldsins og kommanna fyrr og nú. Við verðum allir að sýna það í verki, að við kunnum að meta það að eiga kost að fá eins ágætt heimildarrit eins og bókin „Framsóknarflokk- urinn, störf hans og stefna“ er. Það gerum við með því að lcaupa bók- ina og lesa með kostgæfni. Oft heyrast pólitískir andstæð- ingar halda því fram, að æskan sé fráhverí Framsóknarflokknum. Hann samanstandi einvörðungu af þurrum og íhaldssömum gamal- mennum og ungu mennirnir séu alveg í skugganum. Víst getur það værið aS eitthvað sé til í þessu. Það er að minnsta kosti víst ,að revnslan hefur sýnt það, að það er ekki háttur Framsóknarmanna að taka neinum vættlingatökum á vandamálunum. Þetta orsakar svo það, að fundir þeirra og umræðu- efni snúast oft um hluti, sem ung- um mönnum finnst oft skipta Iitlu máli. Unga fólkið þarf háar og göf- ugar hugsjónir til að berjast fyrir. Og víst er um það, að Framsókn- arrnenn skortir þser ekki. Er til fegurri hugsjón að berjast fyrir en. samvinnuhugsjónin? Samvinnu- stefnan er alls ekki eingöngu verzl- unarstefna, þó að mest og glæsileg- ust séu merki hennar á sviði verzl- unar. Verum þess minnug, að sam- vinnustefnan er þjóðmálastefna, sem við þurfum að berjast fyrir að komi í framkvæmd. Við þurfum að reka bæði útgerðina og iðnað- inn á samvinnugrundvelli. Ungir samvinnumenn! Berum merki samvinnunnar hátt og leið- um þessa göfugu stefnu til sigurs. Einu megum við þó aidrei gleyma: Við megum aldrei gieyma sjálfs- gagnrýninni. Munið, að það er greiði við góðan málstað að gagn- rýna hann. Dragið ekki að lesa bókina „Framsóknarflokkurinn, störf hans og stefna“. Með því undirbúið þið ykkur bezt undir baráttuna, með þyí kynnist þið lögum samvinnu- félaganna, og síðast, en ekki sízt, kynnist þið störfum þess flokks, sem samvinnufélögin í dag eiga tilveru sína að þakka. ifrr- v. Ekki alls fyrir löngu kom út bók sem heitir „Framsóknarflokkurinn, störf hans og stefna“. Ritið er sam- ið að tilblutun miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, samkvæmt álykt- 9. flokksþings Framsóknar- manna 1950. Allir, bæði Fram- sóknarmenn og aðrir, eru sammála um það, að bók þessi sé til fyrir- myndar um slík rit sem þessi. I bókinni eru rakin þau helztu mál, sem flokkurinn hefur beitt sér fyr- ir og alls staðar vitnað beint í AI- þingistíðindi eða önnur slík heim- ildarrit, sem ekki er hægt að hrekja. Eg er ekki viss um, að við Framsóknarmenn gerum okkur nógu vel ljóst mikilvægi þessarar bókaútgáfu. Þetta er t. d. mikið mikilvægara fyrir okkar flokk en hina flokkana. Það er fyrst og fremst vegna þecs að Framsóknar- flokkurinn á engar nákvæmar hliðstæður í nágrannalöndunum til þess að miða við. -—- Við skuium t. d. athuga í þessu sambar.di Al- þýðuflokkana á Norðurlöndum. — Það er alkunna, að þessir flokkar hafa nú alveg nýlega sýnt greini- legt frávik frá þjóðnýtingu, en það er hún, sem hér á landi hefur verið aðalágreiningsmál milli Fram- sóknarfl. og Alþýðuflokksins. Til er pési, sem heitir „Hvað vill Al- þýðuflckkurinn, og hvað villt þú.“ Þar er víða minnzt á þjóðnýtingu. I stefnuskrá flokksins, sem birtist í Alþýðublaðinu síðastliðinn vetur, er orðið „þióðnýting" ekki nefnt á nafn. A hinum Norðurlöndunum er samviniiuhreyfingin borin uopi af alþýðuflokkunum, sem eru líka stærstu og öflugustu flokkarnir. Það er engin tilviliun að viðbrögð- in eru þau sömu hér og t. d. í Nor egi. Einnig kemur oft fyrir að : Alþýðublaðinu birtast greinar og vmis fróðleikur um heimsfræga jafnaðarmenn og er það vel. Þetta er aðeins nefnt hér til þess að skíra það margháttaða gagn, sem Adþýðuflokknum er, að eiga sér hliðstæður víða um lönd. Hins veg- ar ber að harma þá neikvæðu af- stöðu, sem jafnaðarmenn hér á landi hafa oftlega tekið til sam- vinnusteínunnar. A alveg sama hátt má oft sjá í Mogganum vitnað í íhaldsflokka og mikilmenni eins og Churchill gætu jafnvel stundum virzt með- limir í hinum íslenzka íhaldsflokki. Um kommana þarf ekki að ræða, ef á annað borð er hægt að kalla þá íslenzka hugsjónamenn í ís- lenzkum flokki. I þessu sambandi verður að minna á stefnu Framsóknar- flokksins. Framsóknarmenn álíta að hvorki fullkomið einkaframtak ■ fullkominn sósíalismi sé ein- hlítt stjórnskipulag. Þess vegna er flokkurinn hvorki hægri né vinstri flokkur ,heldur frjálslyndur milli- flolckur. Um úrlausn hinna ýmsu mála veltur þess vegna á því, hvernig reynslan hefur sýnt að bezt sé, annað hvort hér á landi eða erlendis. Reynslan er bezti kennarinn og mætti ábyggilega nota hana meira til hliðsjónar en oft er gert. Þetta frjálslyndi í stefnu flokksins hefur oft verið túikað sem stefnuleysi, Framsókn- arfl. hafi enga stefnu. Þeir, sem halda þessu fram, ættu að kynna sér vel störf flokksins þann langa tíma frá stofnun hans. Þetta var hins vegar alls ekki auðvelt áður en hið frábæra heimildarrit var gefið út. Það er mikil nauðsyn öll- um Framsóknarmönnum að kynna sér vel málefnaskrá flokksins. Eg er óhræddur við þann dóm, sem lagður yrði á störf þingmannanna, að þeim lestri loknum. Viö verðum ávallt að vera vel minnugir þess sem miður fer og skyggnast sífellt inn í fprtíðina Með því fáum við bezta vitneskju Mikið hefur verið rætt um kosningabandalög stjórnmála- flokka í blöðum og manna á milli nú undanfarið. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins hafa boriS fram á þingi frumvarp þar að lútandi. Víst er um það, að frjálslyndum og þjóðhollum Islendingum finnst nú tími til kominn, að gripið sé til vopna gegn afturhaidsöflum hins íslenzka þjóðríkis, þeim öflum, sem virðast hafa stjórnað gerðum tveggja stjórnmálaflokka í land- inu, þess flokks, sem skírir sig fallegu nafni og kennir sig við sjálfstæði, og ekki síður þess flokks, sem kennir sig við samein- aða alþýðu og sósíalisma. Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn, — sem stjórnað er af hreintrúuðum kommúnistum, er einn hinn svartasti flokkur aftur- halds og efnishj'ggju, sem fram hefur komið í íslenzkum stjórn- málum í langan tíma. Hann vinnur að þvi leynt og ljóst að kollvarpa hinu íslenzka ríki og koma hér á stjórnarháttum, sem tíðkast nú í löndum þeim, sem Sovét-komm- únisminn hefur með blóðugum byltingum og valdaránum komið á x fjölmörgum þjóðjöndum í heim- ir.um. Kommúnisminn, sem kenning, er orðinn öflugt tæki í höndum heimsvaldastefnu Ráðstjórnar- ríkjanna. Kiommúnisminn virðist einnig vera tengdur á óhugnanleg- an hátt hinum pólitíska zíonisma og einnig virðist hinn siðspiltasti kapítajismi vera tengdur Sovét- lcommúnismanum einhverjum Ievniþráðum, en það er önnur saga. Upp af þessu sprettur svo ný- kommúnisminn, sem siglir nú hraðbyri um Evrópu. Undir liann Jieyrir hinn nýstofnaði Þjóðvarnar- flokki.xr alveg tvímælalaust. Það mun reynslan vissulega sanna. Sá flokkur mun aldrei verða neinum til gagns, nema kommúnistum, en því miður munu forystumenn hans! nrenn við styrið. fyrir land og lýð, hvaða framfara- málum hann hefur komið fram ís- lenzkri menningu og atvinnuveg- um til handa. Fyrst ber að geta þess, að á pappírnum er Sjálfstæð- isflokkurinn fylgjandi öllum fögr- um málefnum og hugsjónum, eða geta menn bent á eitthvað mál, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lýst sig fylgjandi í stefnu- skrám sínum og áróðurspésum? En það er ekki nóg. Þar hafa þeir telcið að sér hið ógæfulega hlut- verk lýðskrumáramia. I Sjálfstæðisflokknum hafa auð- menn Reykjavíkur hreiðrað um sig og ráða þar nú lögum og lofum. Það sýna geröir flokksins. Má það hverjum ljóst verða, ef vel er gætt að. Undanfarið hefur verið að því stefnt beinlínis að soga fjármagn landsmanna suður á Reykjanes- skaga, og velta forkólfar Sjálfstæð- isflokksins sér þar í peningux-.i. Þetta hefur 'reynzt harla auðvelt, þar sem Sjálfstæðismenn hafa al- gsr yfirráð í bönkum og yfir út- lánastarfseminni. Þeir hafa barizt gegn þeim samtökum, sem mest og bezt hafa unnið að málefnum al- þjóðar, þ. e. a. s. samvinnufélögun- um með SÍS og KEA í fararbroddi. Má þar minnast hinna furðulegu skrifa ungra Sjálfstæðismanna, þar sem þeir sungu sama sönginn og birtist í „Þjóðviljanum" í kosnir.g- unum í sumar. Þess ber því ekki að dyljast að Sjálfstæðisflokkur- inn er höfuðóvinur allra sannra framfara í landinu, á meðan pen- ingamennirnir ráða þar í innsta búri. Það er staðreynd, sem marg- sönnuð er, að innan Sjálfstæðis- flokksins og Kommúnistaflokksins er það svartasta afturhald, sem fram hefur komið nú um langan tíma. Má þar minnast svokallaðr- ar nýsköpunarstjórnar, sem var á góðum vegi að sökkva þjóðarskút- unni, þrátt fyrir milljóna inneignir, en ekki er von á góðu, með slíka ekki til þess fallnir að bera skyn- bragð á það. Þar eru það tilfinn- ingarnar sem ráða! Slíkir flokkar, sem beint og óbeint stefna öryggi þjóðarinnar í voða, eiga vissulega ekki skilið að heita íslenzkir. Sá flckkur, sem skírt hefur sig sjálfan Sjálfstæðisflokk, er flokk- ur allra stétt3 að sjálfs sögn. Menn mega ekki láta blekkjast af fögrum búningi og glamuryrð- um. Við skulum lita á, hverju hinn ágæti flokkur, Siálfstæðisflokkur- inn, hefur komið fram til hágsbóta Við verðum að sameina öll þau öfl, sem vilja vinna að heilbrigðum framförum í landinu, gegn pen- ingavaldi Siálfstæðisflokksins og þeirri óþjóðlegu hreyfingu sem kommúnistar og þeirra hjálpar- menn vinna markvisst að að skapa. Kosningabandalag Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins gæti vissulega stefnt í þá átt. En til þess að svo megi verðn, þá verða for- ystumenn Albvðuflokksins að sýna meiri ábyrgðartilfinningu heldur en ríkt hefur í beim herbúðum. (Framhald á 12. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.