Dagur - 13.01.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 13. janúar 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa 1 Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverli Odds Björnssonar h.f. Wííííííííííííííííííííííííííííííííííííííísííííííííí1 Höfrnn við ffengið til ÞAÐ ER STUNDUM sagt að kjósendur séu ekki langminnugir og hefur við það að styðjast, að oft tekst óbilgjörnum áróðursmönnum að helga mál- efni fyrir sinn flokk, sem miltil andspyrna var gegn áður. í sumum bæjarblöðum hér virðist treyst á þetta minnisleysi kjósenda. Ýmsir áróð- ursmenn halda því t. d. fram nú fyrir þéssar kosn- ingar, að hér hafi ríkt mikil kyrrstaða í bæjai’mál- efnum, enda hafi „afturhaldsmenn" stýrt málefn- um bæjarins. Fullyrðingar um kyrrstöðu eru sleggjudómur, og vafalaust er því treyst, að marg- ir kjósendur muni ekki lengur, hvaða málefni voru hér aðallega á dagskrá fyrir fjórum árum, eða hirði ekki um að rifja það upp. Þótt margt hafi farið miður en skyldi hér í bænum á liðnum 4 árum, er eigi að síður rétt og skylt að viðurkenna það, sem vel hefur verið gert. Bæjarblöðin frá því í janúar 1950 votta, hvaða málefni voru á dagskrá á kosningabardaganum þá. Er fróðlegt að fletta þeim og minnast þess, hvernig þau mál, er þá voru rædd af mestu kappi, standa nú í dag. LAXÁRVIRKJUNIN nýja var eitt stærsta við- fangsefni bæjarfélagsins og þá um vorið 1950 var ráðgert að hefjast handa um virkjuniha. Þátttaka íslands í Marshall-samstarfinu (gegn eindreginni andspyrnu kommúnista) var sú undirstaða, sem þessar framkvæmdir hvíldu á. Hlutverk bæjar- stjórnarinnar var að vinna að öflun innlends fjár- magns, og með samvinnu við ríkisvaldið tókst það. Nú er Laxárvirkjunin nýja fullgerð og tekin til Starfa. Hér var stórmerkilegt framfaraspor stigið og lagður grundvöllur að atvinnulegum fram- kvæmdum á ókomnum árum. Annað stórmál var á dagskrá í janúar 1950, nýja sjúkrahússbygging- in. Það mál átti langt í land í ársbyrjun 1950. Þá var rætt um leiðir til að afla fjár til áframhaldandi framkvæmda og til að tryggja rekstur sjúkrahúss- ins. Hvort tveggja þessi verkefni voru leyst, þótt drægist rösku ári lengur að koma sjúkrahúsinu í gagn en þá var ráðgert. Nýja sjúkrahúsið er nú tekið til starfa og með samningum bæjarstjórnar og ríkisvalds hefur tekizt að tryggja rekstur þess, þótt reynsla eigi enn eftir að sýna, hvernig fjár- hagsaðstaða þess verður í framtíðinni. Um hafn- armál var rætt í kosningunum 1950. Þá lá fyrir að ljúka viðgerð Torfunefsbryggju, sem var mikið verk og dýrt, og enn var rætt um að bæta aðstöðu togaranna með því að koma upp togarabryggju við Glerárósa. Viðgerð Torfunefsbryggju er að mestu lokið, en togarabryggjan er ókomin, enda ekki allir á eitt sáttir um það mál. En verulega hefur miðað áfram að gera dráttarbrautina nýju að þýðingarmiklu atvinnutæki í bænum og verður verkefni hinnar nýju bæjarstjórnar að gera þar enn betur, með stækkun athafnasvæðisins og nýrri dráttarbraut fyrir togarana. í hafnarmálunum hef- ur því ekki ríkt kyrrstaða, enda þótt ekki yrði öllu lokið á kjörtímabilinu, sem um var rætt. — Flugvallarmálið var hér og á dagskrá fyrir síðustu kosningar. Þá var ekki byrjað á framkvæmdum við Eyjafjarðarárósa, en rætt um nauðsyn þess að bærinn efndi til samvinnu við ríkisvaldið um lausn málsins, léti af hendi land og stuðlaði að framkvæmdum. Nú hefur þessu máli þokað veru- lega á leið. Nú hillir undir, að nýji flugvöllurinn verði nothæfur. Hér er um stórframkvæmdir að ræða, sem kosta mjög mikið fé og veltur þar mest á framlögum ríkisins. Á síðustu árum hefur mikill skerfur ríkisframlags til flugmála gengið til framkvæmda hér, til öryggisþjónustu og flug- vallargerðar. Hér hefur því ekki ríkt kyrrstaða heldur er veruleg framför. Vegamál eru eilíft dag- skrárefni í bæjarstjórnarkosning- um. í janúar 1950 var mest rætt um nýja brú á Glerá og akveg gegnum Glerárþoi-p. Þeim fram- kvæmdum má heita lokið og vann bæjarstjórnin að þeim málum á liðnu kjörtímabili. Þá var hér rætt um nauðsynlegar breytingar á Samkomuhúsinu, sem nú er lokið, um stuðning við að koma upp æskulýðsheimili templara, endurvarpsstöð og nauðsyn þess að koma upp nýrri innisundlaug. Flest þessi verkefni eru komin í höfn, en þó er sundlaugarmálið enn hálfkarað, og er ekki vansa- laust. Það verður verkefni nýju bæjarstjórnarinnar að láta Ijúka byggingunni hið bráðasta og mun raunar þegar nú einhver skriður kominn á það mál. LOKS ER að geta þess, að fyrir kosningarnar 1950 var rætt um gildi þess að auka togaraflotann og eygðu menn þá möguleika til þess að fá skip af togurum þeim, sem ríkisstjómin var þá að láta smíða í Bretlandi. Svo fór líka' að hingað fékkst eitt af þeim skipum, en meira var ekki ráð- gert. En svo hafa málin ráðist á þessu kjörtímabili, að aukningin varð tvö skip. Á sl. ári bættist flotanum ágætt skip fyrir atbeina efsta manns á lista Framsóknar- manna og fékkst stuðningur bæjarstjórnar, þótt þar væri, veruleg andspyrna gegn málinu til að byrja með. Af öðrum fram- kvæmdamálum, sem þó koma ekki beinlínis við störf bæjar- stjórnar, en voru hér á dagskrá í kosningunum 1950, má minna á hinar miklu verksmiðjubyggingar samvinnufélaganna. Þeim er nú lokið og með þeim fengin þýð- ingarmesta nýsköpun í atvinnu- lífi bæjarins um margra ára skeið. ÝMÍS FLEIRI málefni voru hér á dagskrá í bæjarblöðunum, en hér er stiklað á nokkrum aðal- atriðum og sýnir saga þeirra, að fullyrðingar um kyrrstöðu eru úr lausu lofti gripnar. Hér hefur orðið veruleg framför og það er athyglisvert fyrir kjósendur, að í öllum þessum framkvæmdum hefur notið stuðnings og víða for- ustu af hálfu Framsóknarmanna. En þótt nokkrum áföngum sé náð, eru verkefnin fleiri, sem bíða. Hvert nýtt kjörtímabil færir ný verkefni til úrlausnar. Svo er og hér nú. Hér þarf mjög að efla atvinnulíf, með aukinni útgerð, auknum iðnaði og fleiri fyrir- tækjum, sem geta orðið langlíf í bænum, framleitt verðmæti og skapað atvinnu. Saga síðustu áratuga sannar, að í þeim efnum hefur mest munað um samvinnu- félagsskapinn. Hann er og enn líklegastur til varanlegra átaka, ásamt með þeim framkvæmdum, sem bæjarfélagið sjálft hefur for- göngu um og styður. En það er ekki lítilsvert, að þau öfl, sem vilja hefta eðlilegan vöxt sam- vinnufélaganna, nái ekki yfirhönd í bæjarstjórninni. Þar mundi þeim veitast léttara en áður að tefja framsóknina með tilliti til þröngra eiginhagsmuna. Með því að styðja lista samvinnumanna leggja menn því lóð á vogarskál- ina til þess að hér verði enn hafin sókn í atvinnu- og efnahagsmál- um og þannig undirbúin, að hún standi um langan aldur. FOKDREIFAR Mikið skrifað — minna skrafað. Höfuðstaðarblöðin eru þegar froðufellandi af pólitískum æs- ingi, en höfuðstaðarbúar segja að minna sé skrafað en skrifað um kosningarnar. Fólk virðist láta sér hægara en blöðin. %Iér hjá okkur hefur allt verið fremur kyrrt til þessa, líka í blöðunum, en vafalaust hvessir er líður á mánuðinn. Hér í bænum er aftur á móti töluvert skrafað um kosningahorfurnar og menn gera sér það til dundurs að reikna út, hvernig úrslitin munu verða. Virðist álit flestra, að lítilla breytinga sé að vænta á bæjar- stjórninni. Yfirleitt eru framboðs- listarnir lítið breyttir nema Fram sóknarlistinn. Af 22 nöfnum á honum eru 14 ný og er það lang- mesta breyting, sem gerð hefur verið á nokkrum listanum. Til dæmis eru 4., 5., 6., 7. og 8. mað- ur listans ný nöfn í bæjarstjórn- arkosningum hér, allt ungir menn, sem líklegir eru til þess að láta gott af sér leiða í bæjarmál- um. Ætla 200 manns að útiloka sig frá áhrifum í bæjarmálum? ÞAÐ ER nú skoðun margra, og fær aukin byr eftir því sem líður á mánuðin, að líkur séu fyrir því að Framsóknarmenn fái verulega aukið fylgi í kosningunni, enda möguleiki að listinn geti fengið 4 menn kosna. Sjálfstæðismenn reikna sjálfir ekki með því að fá betri útkomu en í síðustu bæjar- stjórnarkosningum og telja sig þurfa að halda á spöðunum til þess að halda fulltrúatölu sinni. Bæði kommúnistar og kratar eru í hættu að tapa sæti og þó komm- ar í meiri hættu, enda gengur kommúnistafylgi hvarvetna sam- an hér á landi og skriftina á veggnum sáu kommúnistar hér í sumar. Þjóðvarnarflokkur býður nú í fyrsta sinn fram til bæjar- stjórnar, en ólíklegt er að hann fái mann kjörinn. Fólk telur að hann eigi ekkert erindi í bæjar- stjórn með Keflavíkurmál sín, og um ,,stefnuskrána“, sem þeir birtu fyrir jólin er það sannast sagna, að engan nýjan flokk þarf til þess að framkvæma ýmis þau málefni, sem bæjarmenn eru mest sammála um. Horfur eru á þv^ að •fylgi Þjóðvarnarliða dragist sam- an frá í sumar, enda vitað um ýmsa, sem ljáðu þeim fylgi til Al- þingis, sem telja þíi ekkert hafa að gera í bæjarstjórn. En til þess að flokkurinn komi manni að þarf hann að auka fylgi sitt veru- (Framhald á 7. síðu). Atvinnuöryggi, einkarekstur og samvinnurekstur NÝLEGA SKRIFAÐI formaður Iðju grein um atvinnumál í kommúnistablaðið og varpar þar fram spurningu um, hvað þurfi að gera til þess að tryggja öllum arðvænlega atvinnu. Spurningunni svarar hann ekki, en lætur í það skína, að helzta bjargráð- ið sé að kjósa fulltrúa kommúnista í bæjarstjórn, og mun verkafólki þykja bjargráðið létt í lófa. Þessi ábending formannsins vakti þó enga furðu því að enda þótt hann teljist naumast til þeirra, sem eru glákomblindir kommúnistar, hefur hann nú um langa hríð gengið með meiriháttar sjón- skekkju og séð hagsmuni „flokksins“ nær sér en atvinnumál iðnaðar og iðnverkafólks. En naumast getur þó hjá því farið, að það veki furðu félaga í Iðju, að formaður félagsins skuli skrifa langa grein um atvinnumál og bæjarmál án þess að minnast nokkurs staðar á hagsmuni iðnaðarins og iðnverka- fólksins eða möguleika iðnaðarins til þess að verða enn stærri atvinnuveitandi en hann nú er. Slíkur foringi er meira en lítið undarlega vaxinn. MÁLEFNI IÐNAÐARINS hér í bæ eru vissu- lega þess virði að ræða þau. í iðnaði hafa hér orðið miklar framfarir á liðnu kjörtímabili og það er vel þess virði, að glöggva sig á því, með hverjum hætti þær eru til komnar og hverjir hafa þar haft forustu. Formaður Iðju ræðir í grein sinni m. a. um byggingu hraðfrystihúss, sem að sjálfsögðu mundi mjök auka atvinnu hér ef trygging er fyrir hendi um upplag hráefnis þegar atvinnuþörfin er mest. En jafnvel slíkur rekstur mundi hvergi nærri eins mikilvægur fyrir vöxt og viðgang bæjarfélags- ins og þær iðnaðarframkvæmdir, sem búið er að framkvæma hér á síðasta kjörtímabili, en form. sér enga ástæðu til að minnast á: Hin gífurlega fjárfesting samvinnufélaganna í nýjum iðnfyrir- tækjum hér á Akureyri og starfræksla þeirra. SÍÐAN boi'gararnir gengu hér síðast til bæjar- stjórnarkosninga hafa stórtíðindi gerzt í iðnaðar- málum, sem haft hafa mikla þýðingu og hljóta að hafa það í framtíðinni, ef rétt er á haldið. Á Gefjuni er búið að framkvæma einhverja mestu „nýsköp- un“ í iðnaði hér á landi á síðari árum. Þar er risin upp algerlega ný verksmiðja, búin miklum og góð- um vélakosti. Þá er hafin starfræksla ullarþvotta- stöðvar sem hefur orðið til þess að hingað kemur mest öll ull landsmanna til einhvers konar með- höndlunar, sem veitir atvinnu. Þá hefur Fataverk- smiðjan Hekla verið stórlega aukin og veitir nú fjölda manns atvinnu og hefur gerzt brautryðj- andi á ýmsum sviðum framleiðslu fatnaðar. Þessi ,,nýsköpun“ í iðnaðimun er enn merkilegri fyrir það og traustari, að það er samvinnufélagsskapur- inn sem að henni stendur. Fyrir verkafólkið er það veruleg trygging. Reynslan hefur margsannað, að fyrir framtíðaratvinnuöryggi er valt að treysta einkarekstri. Einstaklingur getur tekið upp á því að hætta iðnrekstri og flytja fjármagn og vélar á brott. Slíkt hefur hent. Fyrir framtíð bæjarfélags- ins hefur samvinnurekstur af þessu tagi miklu meira gildi. Honum verðui'* ekki skyndilega hætt. Þótt mannaskipti verði í framvarðstöðum heldur samvinnureksturinn áfram. Einkafyrirtæki getur skyndilega hætt ef eigandinn er burtu kallaður. £ samvinnurekstrinum felst því miklu meira öryggi fyrir þá, sem við reksturinn vinna. Þar að auki sann ar nú reynslan hér, að í iðnaði samvinnumanna er jafnan vöxtur og endurnýjun. Aðstaða Akureyrar sem iðnaðarbæjar er allt önnur í dag, eftir hina miklu fjárfestingu Sambandsins í verksmiðjum hér, en áður var. Ekkert er líklegra en að heilbrigð þró- un í þessum iðnaði haldi áfram, ef ekki er að hon- um þrengt af utanaðkomandi öflum. ÞEGAR ÞETTA svið allt er athugað, hefði mörg- um fundizt það standa nær formanni Iðju, að hvetja félagsmenn til þess að standa sem dyggilegastan vörð um þennan iðnað, sem bæjarfélagið á svo mikið undir, og forða því að að honum verði þrengt af þeim öflum á stjórnmálasviðinu sem gjarnan vilja setja fótinn fyrir allan samvinnurekstur, hvar sem hann er að finna, heldur en taka undir ómak- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.