Dagur - 10.02.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 10.02.1954, Blaðsíða 1
DAGUR kemur næst út á reglul. útkomudegi^ miðvikudag- inn 17. febrúar. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. febrúar 1954 9. tbl. 1. fundur nýju bæjðrstjórnarinnar Þorst. M. Jónsson kosinn forseti bæjarstjórnar. Steinn Steinsen kjörinn bæjarstjóri. - Kæru Alþýðuflokksins vísað frá Ör skýrslu framkvæmdesfjóra K E A á félagsráðsfundi mánud. 8. febr. 1954. Vörusalan hefur enn aukist aS magni til, samsvarandi við lækkandi verð- lag. Árið 1953 var hagstætt ár bæði til lands og sjávar Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar hófst kl. 4 síðdegis í gær, og voru allir aðalfulltrúar mættir. Fyrst var fyrir tekin kæra AI- þýðuflokksins út af kosningun- um, sú er birt er hér á öðrum stað í blaðinu. Var kærimni vís- að frá með 9 atkv. gegn 2. Forseti bæjarstjórnar var kos- inn Þorst. M. Jónsson með 11 at- kvæðum. Fyrsti varaforseti var kjörinn Guðm. Guðlaugsson og annar varaforseti Steindór Stcin- dórsson. Ritarar: Steindór Sleindórs- son og Guðmundur Jörundsson. Áður en gengið væri til bæj- arstjórakjörs, en um stöðuna. höfðu sótt þeir Steinn Steinsen og Jón Sveinsson, var lesið upp bréf frá hinum síðarnefnda, þar sem hann tók aftur umsókn sína og bað Steinsen blessunar. -— Mæltist Jón og til þess við hina nýkjörnu bæjarstjórn, að hún tæki sem minnst fram fyrir hend- ur á bæjarstjóranum í fram- kvæmdum öllum. Síðan var gengið til bæjar- stjórakjörs og var Steinn Stein- sen kjörinn með 6 atkv., 5 seðlar voru auðir. Þá fóru fram kosningar í nefndir og bæjarráð. Bæjarráð: Jakob Frímannsson, St.eindór Steindórsson, Tryggvi Helgason, Helgi Pálsson, Jón G. Sólnes. Varamenn: Guðmundur Guð- laugsson, Marteinn Sigurðsson, Björn Jónsson, Guðmundur Jörundsson, Jón Þorvaldsson. Vantar 7 atkvæðaseðla í Reykjavík? Staðhæft er að 7 atkvæðaseðla vanti í Reykjavík samkv. bókun- um kjörstjórna. Grunur leikur á að kosið hafi verið fyrir látna menn og fjarverandi og að kosið hafi verið oftar en einu sinni fyr- ir sama nafn á kjörskrá. Eftir kosningarnar fannst gild- ur atkvæðaseðill í skólaborði í kennslustofu. Samkvæmt lögum er þung skylda lögð á herðar kjörstjórnum. Verða þær að geta gert grein fyrir hverjum einasta atkvæðaseðli sem þær taka við. Bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sýna, að of mikið hef- ur verið lagt á herðar kjörstjórn- anna þar, ef rétt er frá hermt, að atkvæði vanti og að fleiri mistök hafi átt sér stað þar. Kosning hefur þó ekki verið kærð. Byggingarnefnd: Innan bæjar- stjórnar: Marteinn Sigurðsson og Jón Þorvaldsson. Utan bæjar- Stefán Reykjalín og Karl Frið- riksson. Hafnamefnd: Innan bæjarstj.: Guðmundur Guðlaugsson, Helgi Pálsson, Tryggvi Helgason. Utan bæjarstjórnar: Albert Sölvason og Magnús Bjarnason. Framfærslunefnd: Helga Jóns- dóttir, Jón Ingimarsson, Svafa Skaftadóttir, Kristján Árnason, Ingibjörg Halldórsdóttir. Varamenn: Jónína Steinþórs- dóttir, Eggert Ól. Eiríksson, Sveinn Tómasson, Einhildur Sveinsdóttir, Ásta Sigurjónsd. Rafveitunefnd: Steindór Stein- dórsson, Þorst. M. Jónsson, Sverrir Ragnai's, Indriði Helgas., Guðmundur Snorrason.^ Sóttvarnarncfnd: Bjarni Hall- dórsson. Heiibrigðisnefnd: Þorst. M. Jónsson. Kæran var send bæjarstjórn Akureyrar sl. mánudag. Er hún svohljóðandi: Akureyri, 6. febrúar 1954. Á sameiginlegum fundi Alþýðu- flokksfélaganna á Akureyri hinn 3. þ. m. vorum við undirritaðir kjörnir í nefnd til þess að fengn- um niðurstöðum yfirkjörstjórnar að taka akvörðun um, hvort kæra skyldi kosningu þá til bæjar- stjórnar, er fram fór hér á Akur- eyri 31. jan. sl. Nú hefur yfirkjörstjórn lokið störfum og kom þá endanlega í Ijós, að af atkvæðaseðlum þeim, er notaðir voru við kosninguna samkvæmt talningu, sem ætti að vera óyggjandi, vantaði 5 þegar talið var úr atkvæðakössunum. Séu hins vegar merkingar í kjör- skrám, sem gerðar eru í kjör- deildunum á kjördegi, lagðar til grundvallar tölu notaðra seðla, þá hefur komið 4—6 atkvæða- seðlum of mikið úr atkvæðaköss- unum. Á þessum skekkjum hefur ekki fundizt nein skýring nema sú, að einhver mistök hljóti að hafa átt sér stað. Við svona mikla ónákvæmni verður ekki unað, þó ekki geti verið um 1 eiim bljóði Það mun einsdæmi í margra flokka bæjarstjórn að forsetinn sé kosinn í einu hljóði eins og Þ. I M .J. í gær. Sýnir þetta hverrar | virðingar og vinsælda hannnýtur. breytingar á fulltrúatölu flokk- anna að ræða, þegar þess er gætt, að á aðalmanni A-listans og 1. varamanni munað aðeins 2 at- kvæðum, að á 4. aðalmanni D- listans og 1. varamanni munar aðeins 5 og 20/22 úr atkvæði, að á 1. og 2. varamanni D-listans munar aðeins 1 atkvæði og 1. og 2. varamanni F-listans munar aðeins 4 atkvæðum. Við viljum ennfremur benda á, að kjörfundi var haldið áfram um það bil klukkutíma fram yfir kl. 12 á miðnætti hinn 31. janúar sl. Teljum við lagaheimild til þessa hæpna og viljum gjarnan fá skor- ið úr hvort heimilt sé. Með tilvísun til framanritaðs leyfum við okkur í umboði Al- þýðuflokksfélaganna á Akureyri að kæra framangreinda bæjar- stjórnarkosningu. Gerum við kröfu til þess að kosningin verði ógilt og kosið verði að nýju. V irðingarfyllst, Albert Sölvason. Bragi Sigurjónsson. Friðjón Skarpiiéðinsson. Jón Þorsteinsson. Steindór Steindórsson. Þótt ekki Iiggi fyrir uppgerðir reikningar Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið 1953, vil eg þó í þessari skýrslu niinni leitast við að gefa nokkurt yfirlit yfir vörusölu, framlciðslu og önnur viðskipti félagsins á liðnu ári. Á árinu hefur verðlag á er- lendri vöru yfirleitt farið lækk- andi. Sérstaklega hefur orðið mjög mikil verðlækkun á vefnað- arvörum. Þrátt fyrir verðlækkun æssa hefur heildarsala erlendra vara í krónutölu ekki minnkað, nema í einni deild, eða Véla- og varahlutadeildinni. Hefur sala þessarar deildar minnkað um nær hálfa aðra milljón, sem stafar nær eingöngu af minni innflutningi landbúnaðarvéla, en á árinu 1952 var óvenjulega mikið flutt til landsins af þeirri vöru. Sala ann- arra aðalsöludeilda félagsins má heita að sé nákvæmlega eins í krónum og var 1952. Bendir þetta til þess ,að raunverulega hafi vörusalan aukizt, að magni til, samsvarandi við lækkandi verð- lag. Framleiðsla landbúnaðarvara. í sláturhúsum félagsins á Ak- ureyri, Dalvík og Grenivík var slátrað alls 14201 kind, og nam kjötþunginn 220.304 kg. Gæru- innlegg var alls á árinu 1953 22.281 stk., 72415 kg. Hefur þá enn aukizt að veru- legum mun sláturfjártalan og nálgast nú óðum, að hún verði svipuð og var fyrir fjái'skiptin. Ullarinnlegg reyndist 21.454 kíló, mest allt óþvegin ull. Er það næstum hálfu öðru tonni meira en í fyrra. Ofurlítið barst af þveg- inni ull, en þar sem heimaþvegnu ullina verður einnig að vélþvo, ættu framleiðendur að skoða huga sinn um að halda áfram heimaþvotti á henni. Jarðepli. — Alls hefur félagið veitt móttöku hér á Akureyri 4733 tunnum á tímabilinu 1. okt. I til 31. des. Þar að auki hefur það greitt upp í heimageymd jarðepli samtals 3110 tunnur. Áætlað er, að heildarframleiðslan, sem koma mun til sölu hjá félaginu, muni nema um 12000 tunnum. Pylsugerðin hefur, sem að und- anförnu, veitt ýmsum landbún- aðarvörum móttöku til vinnslu og sölumeðferðar. Ilelztu vör- urnar voru svínakjöt um 12500 kg., kálfakjöt 9.500 kg., nauta- kjöt 9.500 kg., hrossakjöt 5.800 kg., egg 10.500 kg., smjör 4.800 kg. og að auki ýmsar vörur, svo sem hænsni, rjúpur, slátur, mör, fiskmeti og alls konar grænmeti. Alls framleiddi pylsugerðin rúmlega 121.500 kg. af kjötfarsi, kjötbúðingi, ýmiss konar pylsum og bjúgum, áleggi alls konar, slátri, kæfu, niðursuðuvörum o. fl. Gengur sala á vörum þessum mjög vel og fer stöðugt vaxandi. Nú í janúarlok hefur pylsu- gerðin starfað í 20 ár. Ekki er með fullri vissu hægt að segja, hve mikið magn af vörum framleitt hefur verið á þessu tímabili, þar sem framleiðsluskýrslur eru ekki til yfir fyrstu fjögur árin. En láta mun nærri, að öll framleiðslan sé milli 14 og 15 hundruð tonn. Upphaflegur tilgangur með rekstri pylsugerðar var að koma í verðmæti því kjöti framleið- enda, sem erfitt reyndist að selja með öðrum hætti, og mun pylsu- gerðin hafa gegnt því hlutverki sæmilega. Mjólkursamlagið. Móttekið mjólkurmagn árið 1953 var 8.661.430 lítrar, en 1952 8.227.875. Mjólkurmagnið hefur því aukizt um 5,27% eða 433.555 lítra. Árið 1953 var fitumagn mjólkurinnar 3.628%, en árið áð- ur 3.560%. í lok ársins hafði framleiðend- um verið greiddar kr. 15.032.192.21, en það var að með- altali 173,55 aurar á lítra, eða urn 4 aurum rneira en árið 1952. Framleiðsla sjávarafurða. Hraðfrystur fiskur. — Áætlað heildarverðmæti, að meðtöldum bátagjaldeyri, er kr. 3.550.000.00. Um áramót voru liggjandi á húsunum ca. 40% af ársfram- (Framhald á 5. síðu). Andrés Kristjánsson formaður Blaðamanna- félagsins Aðalfundur Blaðamannafélags íslands var haldinn í Reykjavík sl. sunnudag’ og var fjölsóttur. — Formaður félagsins á næsta starfsári var kjörinn Andrés Kristjánsson blaðamaður við Tímann. (Framhald á 8. síðu). Kæra Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn hefur kært bæjarstjórnar- kosningarnar hér á Akureyri, er fram fóru 31. janúar síðastliðinn, og krefst þess, að kosn- ingin verði dæmd ógild og kosið verði að nýju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.