Dagur - 10.02.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 10.02.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 10. febrúar 1954 D AG U R 5 BETUR MÁ EF DUGA SKAL Nokkur hvatningarorð um aukna kartöfluneyzlu, frá Húsmæðra- r kennaraskóla Islands I haust var mikið um það talað, bæði í blöðum og útvarpi, að aulca þyrfti kartöfluneyzlu okkar íslendinga að miklum mun, þar eð uppskcran á síðastliðnu hausti varð mun meiri en undanfarin ár og jafnvel miklu meiri en kar- töfluneyzlan hefur verið á síð- ustu árum. íslendingar hafa á undanförn- um öldum lifað við mikla fátækt. Mörg húsmóðirin hefur áreiðan- lega oft haft lítinn matarforða í búri og eldhúsi, til að skammta heimafólki sínu. ísland er að mörgu leyti hart land og hrjóstr- ugt. Ekki getum við ræktað hér á landi korn til matar, svo að neinu nemi, né heldur ýmsa ávexti, sem nágrannaþjóðir okk- ar og frændþjóðir eiga aftur á móti auðvelt með. Þrátt fyrir það vildum við ekki fyrir neinn mun skipta á kjörum við þær. Við viljum fsland eins og það er og lofum það og elskum jafnt í blíðu sem stríðu. Kjör almennings hér á landi hafa mjög breytzt til batnaðar á síðustu áratugum. Má þakka það endurfengnu frelsi okkar og auk þess nútíma tækni á mörgum sviðum, sem stuðlar að almenn- ingsheill. Við erum öll sammála um það, að ékki lifum við lengi hamingjusömu lífi hér í þessu landi, nema við getum varðveitt frelsi okkar og sjálfstæði. Ein máttarstoð þess er einmitt heilbrigt viðskiptalíf við aðrar þjóðir. Við þurfum öll að vinna að því að nýta þau verðmæti, sem hér leynast í lofti, á landi og í legi. Við erum fámenn þjóð. Þess vegna er það ennþá mikilvægara, að við stöndum saman að hverju því málefni, sem til þjóðarheilla horfir. Hver einstaklingur er hér \ enn stærri hlekkur í þjóðarheild- inni en meðal stórþjóðanna, ber meiri ábyrgð á velferð alþjóðar og hefur meiri skyldum að gegna við þjóðfélagið. Eins og áður er sagt, var kar- töfluuppskeran meiri í ár en nokkru sinni áður. Við höfum verið hvött til þess að auka kar- töfluneyzluna hér á landi til muna. Hvernig höfurrr við brugð- izt við þessu, hver og einn? Því miður ekki nægilega vel, þrátt fyrir áeggjanir. Áreiðanlega hafa margir lagt eyrun við, er þeir hafa hlýtt á þessi hvatningarorð og hugsað sér að verða vel við, þetta væri auðvitað rétt og satt mál. En hvernig hafa efndirnar orð- ið? Alls ekki nægilega góðar. — Eins og nú er komið liggja afar miklar birgðir af kartöflum hjá Grænmetisverzlun ríkisins undir skemmdum. Eigum við að láta það viðgang- ast hér á landi, að við hlítum ekki þeirri köllun okkar að breyta mataræðinu lítillega eftir því, hvernig árar í landinu, vegna eigin duttlunga eða eftirlæti við sjálf okkur. Vafalaust mun ein- hver hugsa, að þetta séu stór orð um smávægilegt málefni. En svo er þó ekki. Það er oft sagt með réttu, að störf húsmóðurinnar séu mikil- væg fyrir þjóðfélagið. Um hend- ur húsmóðurinnar fer meginþorri af tekjum hvers heimilis. Það veltur því á því, hvernig hún ver verðmætunum, hvernig heimilinu farnast. Hvert heimili, og hvern- ig búið er þar, er máttarstólpi þjóðarheimilisins. Það má segja það hér, ekki síður en víða ann- ars staðar, að margt smátt gerir eitt stórt. (Framhald af 1. síðu). leiðslunni, en þann fisk er verið að taka þessa dagana. Saltfiskur. — Framleiðsla salt- fisks á vegum félagsins var alls um 2210 skippund. Áætlað verð- mæti, að meðtöldum bátagjald- eyri, er kr. 2.485.000.00. Saltfiskuppbót var greidd á saltfisk framleiddan 1952. Nam sú upphæð kr. 127.686.41. Skreið. — í Hrísey voru heiigd upp 76V2 smál af fiski, slægðum LJÖ© UM DAGINN OG VEGINN BÆJARSTJÓRNAEKOSNINGAR. Búizt var í bæjarstjórnarkjör á bekkjarsæti flokka, pall og skör, cn blöðin byrptust út í aragrúa, þau voru ekki á vizku og gæzku spör og vandaniálum guldu smellin svör, — en kjósendurnir kepptust við að trúa. Og þenna langa, langa sunnudag, sem logaði af stríði um bæjarhag, á ferli líta mátti margar sálir, sem vissu að þar gat skapað örlög einn, og örsmár blýantskross var þyngri en steinn á mannavalsins vökru metaskálir. Svo kom nóttin yfir val og völl, og vopnin felldu sóknarliðin öll, en bærinn fylltist friðsamlegum hrotum. Þótt ennþá vissi enginn maður neitt, og ýmsum sigurvonum gæti breytt ein pínulítil tala í brotabrotum. En nú cr allt að falla í ljúfa löð, menn lesa aftur prúð og hógvær blöð, og fjögra ára friður verður settur. Það kemur fjör í framvinduna á ný er fimmhjólaði vagniim kippir í, — nú verður tekinn skratti skarpur sprettui’. 18 DYERGUR. En það er alls ekki nóg, að hús- mæðurnar standi sig vel og vilji auka kartöfluneyzlu heimilisins. Heimilisfólkið verður að hlýða og standa með henni, vinna að hinu sama málefni. Það þarf ekki að endurtaka hér neitt um gildi kartöflunnar sem fæðutegund. Við vitum það sjálf- sagt öll, að kartöflur eru hollur matur, gefa okkur hitaeiningar, steinefni og vitamín. Þær eru ódýr fæðutegund, innlend fram leiðsla og stundum mætti kalla )ær, ásamt fjallagrösum, okkar íslenzka korn. Þess vegna ber okkur skylda, einum og öllum, að neyta hennar í ríkum mæli. Það mun vera algengt hér landi, að fólk borði um 200 gr. af kartöflum á dag. Nágrannaþjóðir okkar láta sér þó ekki nægja minna af kartöflubirgðum en 400 500 gr. á hvern mann á dag allt árið. Því skyldum við ekki geta staðið þeim jafnfætis hér, ekki sízt, þegar okkar eigin hagur er í veði. Við erum hvort sem er sí- fellt að þreyta kapp við aðrar jjóðir í ýmsum greinum, sem sumar hverjar eru minna virði en Detta. Stöndum nú saman í þess- ari keppni eins og í sundkeppn mni norrænu, og göngum með sigur af hólmi eins og þá. í haust birtist í dagblöðum og útvarpi hvatningarorð um aukna kartöfluneyzlu frá Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Húsmæðra kennaraskóli íslands vill taka undir öll þau eggjunarorð. Við viljum minna húsmæður á alla þá kartöflurétti, sem þar voru gefn ir, ef ske kynni að þeir hefðu gleymzt að einhverju leyti eða þeim fækkað á borðum síðustu vikur. Gefist ekki upp, þótt heimilisfólkið hafi kannske ekki tekið þeim sem bezt í fyrstu Hver veit, nema þeir eigi eftir að verða eftirlætisréttur á heimilinu Minnið á þegnskyldu við land og þjóð um notkun innlendra af urða. Húsmæður! Hafið þið búið til kartöflusúpu, kartöflusalat, kar' töflutertu eða kartöfluflatbrauð síðustu viku? Ef ekki, þá látið ekki svo við sitja lengur. Berið kartöflurétti á borð svo oft sem þið getið — auk þess sem þið gef ið heimilisfólki ykkar kartöflur daglega soðnar, steiktar eða brúnaðar á venjulegan hátt, Komið því á óvart með fjöl breytni í kartöfluréttum. Húsmæðrakennaraskólinn mun nú gefa uppskriftir af nokkrum nyjum kartöflurééttum, sem kannske væri gaman að reyna. r _ Ur skýrslu framkvæmdarstjóra KEA með haus, sem gera mun ca. 13 smálestir af fullverkaðri skreið. Um helmingur skreiðarinnar er farinn ,eða í þann veginn að fara, en hitt er enn í verkun. — Áætlað útflutningsverðmæti skreiðarinn- ar, að meðtöldum bátagjaldeyri, er kr. 150.000.00. Saltsíld. — H/f Njörður saltaði á Siglufirði í 2420 tunnur, og á Akureyri 218 tunnur. M/s „Snæ- fell“ saltaði um borð í 820 sunnur af reknetjasíld (allt miðað við uppsaltaðar tunnur). Utflutn- ingsverðmæti síldarinnar má áætla rúrnl. 1 milljón kr. Kartöflumjólkursúpa. 350 gr. kartöflur 75 gr. gulrætur V2 1. beinasoð %.l. mjólk 8. gr. laukur salt og pipar 25 gr. smjörlíki steinselja, söxuð Kartöflur og gulrætur eru hreinsaðar og skornar smátt. Laukurinn saxaður. Allt látið í pottinn ásamt beinasoðinu. Soð- ið í 10 mín. Þá er mjólkin látin út í og soðið áfram í 10—15 mín., par til gulræturnar eru meyrar og kartöflurnar farnar að jafna súpuna. Þá er smjörbitinn látinn út í og kryddað eftir smekk. Síðast er söxuð steinselja látin súpuna. Kartöflur og flesk í eggjasósu. 200 gr. reykt flesk 400 gr. kartöflur 2 egg 4 dl. mjólk. Skerið fleskið og kartöflurnar teninga. Steikið fleskið ljóst á pönnu og síðan kartöflurnar líka. Setjið það í eldfast mót og hellið yfir eggjum og mjólkinni, sem hefur verið þeytt saman. Bakað um stund í ofni, þar til það er fallega gulbrúnt. Fylltar, bakaðar kartöflur. 12 stórar kartöflur (um 2 kg.) 60 gr. smjör 100 gr. rifinn ostur 1 egg salt, sykur, múskat (ef vill). Bakið kartöflurnar í ofni, þar til þær eru mátulega meyrar. Kljúfið þær síðan langs. Skafið þá innan úr kartöflunum með skeið, hrærið saman við það sfnjörinu og kryddinu, blandið egginu og ostinum saman við. Ef deigið er nokkuð þykkt, má hræra saman við það rjóma eða mjólk. Fyllið kartöfluskálarnar með þessari hræru, smyrjið að ofan með svolitlu smjöri og bakið áfram í ofninum þar til það er gulbrúnt. Síldar-kartöflusalat. 250 gr. hreinsuð, afvötnuð síld 250 gr. soðnar kartöflur 250 gr. rauðrófur 250 gr. epli 1 dl. rjqmi. edik, salt og pipar efti rsmekk Skerið síldina, eplin, rauðróf- urnar og kartöflurnar í teninga Blandið rjómanum í og dryddinu, Verklegar framkvæmdir. Lokið var við innréttingu nýju búðarinnar í Hafnarstræti 93. Hefur véla- og varahlutadeildin nú verið flutt þangað, og enn- fremur hafa verkfæri, búsáhöld og rafmagnsvörur, sem áður voru seldar í járn- og glervörudeild, verið fluttar í þessa nýju búð. — Lokið við innréttingu kartöflu- geymslunnar við Skipagötu og settar upp kælivélar með útbún- aði til að halda réttu hita- og rakastigi í geymslunni. Lokið við að innrétta skrifstofuhæð nýja verzlunarhússins á Dalvík og var flutt í skrifstofurnar í desember- mánuði síðastl. Byggt einnar hæðar verzlun- arhús í Mýrahverfi á Akureyri. Byggingin var fokheld fyrir ára- mót, og er nú unnið að innrétt- ingu .Verður þarna sett upp úti- bú frá nýlenduvörudeildinni óg Dar selt ennfremur mjólk, brauð og kjötbúðarvörur. Hafin var bygging fyrir verzl- unarútibú að Hauganesi, Ái— skógshreppi. Hafin bygging á starfsmanna- bústað við gróðurhúsin að Brúna laug. Hvað er framundan? Árið 1953 mun vafalaust verða talið mjög hagstætt ár til lands og sjávar. Aflabrögð voru að vísu léleg hér fyrir Norðurlandi, sérstak- lega hvað síldina snertir, en greiðlega gekk með sölu á sjávar- afurðum, og verðið hélzt sæmi- legt allt árið. Heyskapur var óvenju mikill vegna ágætrar sprettu og mjög hagstæðs tíðarfars sl. sumar. Verðlag á landbúnaðarafurðum hækkaði lítið eitt á árinu og gekk sala þeirra öllu greiðlegar en 1952. En þótt afkomá liðins árs væri yfirleitt betri en ársins 1952, er því miður ekki hægt að segja, að markaðshorfur séu jafn góðar á þessu nýbyrjaða ári. Yfirleitt fer verðlag nú lækk- andi á erlendum markaði og má búast við, að sú verðlækkun nái til útflutningsafurða vorra áður en langt líður. Fram að þessu hefur ekki þurft að flytja út neitt kjöt eða mjólkurafurðir um mörg undanfarin ár, en með vaxandi framleiðslu líður óðum að því, að ekki verður komizt hjá að hefja aftur útflutning á þessum land- búnaðarvörum. (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.