Dagur - 24.02.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 24.02.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R - Miðvikudaginn 24. febrúar 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa f Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentvcrk Odds Björnssonar h.f. ÞAÐ MÁ því benda þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins á, að það er hægt að spara rikissjóði fé með öðrum hætti en gert var ráð fyrir í frv. þeirra ,er áður getur. Það er hægt með því að gera það að skil- yrði fyrir skattfrelsi Eimskipa- félagsins, að félagið flytji vörur á framhaldsfragt með strand- ferðaskipunum til hafna úti á landi. Með þeirri skipan mundi Eimskipafélaginu gert að greiða sanngjarnan hlut af kostnaði við strandsiglingarnar og allur at- vinnurekstur úti á landi mundi njóta góðs af í greiðari vöruflutn- ingum. Þarna er því um að ræða ráðstöfun til þess að „viðhalda jafnvægi í byggð landsins“. Von- andi stendur ekki á flutnings- mönnum þingsályktunartillagna um þau málefni að fylgja fram svo þýðingarmikilli ráðstöfun fyrir landsfólkið allt. FOKDREIFAR Eiga allir Islendingar að búa í borgum? Ráðstöfun til að viðhalda „jafnvægi í byggð landsins“ ALÞJÓÐ eru nú kunn afdrif frumvarps Sjálf- stæðismanna um að afhenda Eimskipafélaginu eignir Skipaútgerðar ríkisins og ofurselja hags- muni fólksins úti á landi geðþótta forráðamanna þessa stórgróðafyrirtækis í höfuðstaðnum. Alþingi afgreiddi málið eins og verðugt var, felldi það við 1. umræðu án þess að vísa því til nefndar. Var árás Sjálfstæðismanna á samgöngumál fólksins úti á landi þannig eftirminnilega hrundið. Eftir að þessi málalok urðu kunn, hefur það verið helzta ráð Sjálfstæðismanna á undanhaldinu að telja frumvarp sitt til þess gert að spara ríkissjóði Stórfé. í blöðum þeirra er mikið rætt um að rík- isjóður verði að leggja fram nokkurt fé til þess að halda uppi strandsiglingum, og þessi útgjöld megi spara. Hinu er ekki á lofti haldið, að strandsigl- ingarnar eru bein nauðsyn til þess að byggð hald- ist á ýmsum stöðum, og þjóðfélaginu í heild ber skylda tíl þess að halda uppi slíkri þjónustu sem víðast um landið. Það er athyglisvert, að þ'að eru sömu þingmennirnir, sem þannig vega að hagsmunum landsfólksins með flutningi frum- varps þessa og standa að sýndartillögunum um „ráðstafanir til þess að viðhalda jafnvægi í byggð landsins.“ Út á þær þingsályktanir er lítið komið enn, enda eru þær loðnar og óákveðnar. En frum- varpið um að afhenda Eimskipafélaginu strand- ferðaskipin var áþreifanlegur hlutur oghefðikom- ið í koll landsfólksins án tafar. Hljóta menn að meta þá viðleitni meira en fimbulfamb í þingræð- um og þingsályktunartillögum, sem ekkert verður úr í raunveruleika lífsbaráttunnar. EN FYRST ÞAÐ 'er nú yfirlýstur tilgangur Sjálfstæðismanna að spara ríkissjóði útgjöld vegna strandsiglinga má benda é, að það er hægt með öðrum hætti en afhenda öðrum aðilum skip ríkis- ins. Um þessar mundir liggur talsvert vörumagn sem senda á út um land, í skemmum Eimskipa- félagsins í Reykjavík. Verzlanir, verksmiðjur og atvinnurekstur vantar þessar vörur. Þær eru fluttar til landsins á vegum Eimskipafélagsins og Gunnar Kristjánsson á Dag- verðareyri skrifar blaðinu : ,,ÞAÐ ÞARF engan að undra 3Ó að spurt sé: „Iivað hugsar þú, bóndi?“ Því að sjaldan heyrist hljóð úr því horni, þótt ýmsar blikur séu á lofti, sem boða vissu- lega veðrabrigði, og gætu verið undanfari skaðaveðurs, ef ekki eru gerðar gagnráðstafanir. Hitt er annað mál, að flestir íslenzkir bændur éru einyrkjar, enda er það predikað fyrir þeim, beint og óbeint, að eigi að reka búskap á íslandi, þá skuli fjöl- skyldan ein að honum vinna, ann ars sé engin leið að tekjur og gjöld standist á. Um þetta ætla eg þó ekki að ræða nú, eða hvaða áhrif þetta búskaparlag muni í framtíðinni hafa á það, sem kallað hefur ver- ið sveitamenning, en aðeins benda á það, að tími mun vera takmarkaður til ritstarfa hjá mörgum bóndanum. ÞAÐ MUN vera nokkuð langt síðan að tekið var að ræða það, að Glerárþorp í Glæsibæjarhreppi ætti ekki orðið samleið með hreppnum, og bæri að sameina það Akureyri. Mörg rök munu hníga að því, að það sé réttmætt, þó að þöríin geti verið vafasöm, en á það ætla eg ekki að leggja neinn dóm, aðeins ræða nokkuð um hliðarráðstafanirnar eins og stjórnmálamennirnir kalla það Bæjarstjórn Akureyrar vill gjarnan hirða Glerárþorp, en þó ekki meðgjafarlaust. Minnsta meðgjöf, sem til greina getur komið, er land allt sunnan mæðiveikigirðingar, er liggur um Lónsbrú til efstu hnjúka, og Glerárdalur að auki, — þó mun það hafa verið orðað að ekki mætti minna vera en Kræklinga- hlíð öll út á bakka Hörgár og strandlengjan allt að hinum forna Gásakaupstað. Þannig löguð landvinningapólitík kaupstað- anna er að mínu áliti stórhættu- leg fyrir sveitirnar og misskiln- ingur að hún sé bæjunum til ávinnings. félagið á að sjá um að koma þeim til viðtakanda. En það gengur seint nú sem áður, því að siglingar skipa félagsins til hafna úti á landi eru strjálar og óhentugar. Skip ríkisins halda uppi reglulegum strandsíglingum samkvæmt áætlunum og þau fara stundum margar ferðir til hafna úti á landi meðan vörurnar bíða í Reykjavík eftir skipum Eimskipa- félagsins. Fyrir atvinnurekstur landsmanna væri það hentugt, að fá erlendu vörurnar afgreiddar úr vöruskemmum Eimskipafélagsins um borð í strandferðaskipin. Að sjálfsögðu ætti Eimskipa- félagið þá að bera flutningskostnaðinn, því að vör- urnar eru fluttar til landsins á þess vegum og það er skuldbundið að koma þeim til viðtakenda. Með þessari skipan mundu vöruflutningarnir taka breytingum til bóta, og jafnframt væri tryggt að strandferðaskipin hefðu nægan flutning hverju sinni og þar með mundi dregið verulega úr þeim halla, sem er á rekstri þeirra, og er svo mikill þyrnir í augum Sjálfstæðismanna. Á AÐ VINNA kalt og ákveðið að því að allir íslendingar búi í borgum? Eg held að það sé heppilegri þróun, að milli bæja og sveita sé ákveðin verkaskipting en ekki sé snúið við og soðinn upp sá hræri- grautur sjósóknar, verzlunar, iðn aðar og búfjárræktar, sem var í bæjunum á meðan þeir voru smá þorp. Einn og sami maður vasað- ist í þessu öllu. Það sýnir sig þegar, áður en af þessari samein- ingu er orðið, að hagsmunir borg- ara og bænda innan sama bæjar- félags hljóta að rekast á. Bændum þeim, sem búa á þessu svæði, sem hugsað er að Akur- eyri fái, hefur verið boðið að bærinn leggi til þeirra rafmagn, ekki endurgjaldslaust heim. að húsvegg, eins og hjá öðrum borg- urum, nei, heldur er þeim gert það broslega tilboð, að þeir eigi að borga um 5 þúsund krónur að meðaltali á býli. Hvernig mundi tilboðið hljóða um vegi, vatn, skólp, snjómokst- ur o. fl.? Hvaða áhrif geta svo þessir fáu bændur haft á bæjar- mál og hvernig eiga þeir að gæta sinna sérhagsmuna? Er það ekki líka umhugsunar- efni handa okkur öllum, eyfirzk- um bændum, ef að Akureyringar hefðu það bak við eyrað að verða sjálfum sér nógir með fram- leiðslu á kjöti, mjólk og kartöfl- um? Iðnaðarmenn, verzlunai-menn, sjómenn og verkamenn reyna með öllum ráðum að gæta hags- muna sinna. Hví skyldum við þá ekki, bændur, einnig vera á verði og láta ekki grafa undan atvinnu- vegi okkar, án þess að við gefum því gaum, eða trúum við því að bezt sé að allir íslendingar búi í borgum, og aðeins næsta ná- .grenni þeirra sé þrautræktað, en annað land, sem fjær liggur, ein- göngu notað sem afrétt? NEI, BORG OG SVEIT á að vera aðskilin, en reka sín á milli greið og vinsamleg viðskipti. Borgin sér um verzlun, sigl- ingar, fiskveiðar og stóriðnað og hefur gott af ofurlitlu aðhaldi um landrými, svo að hún sói því ekki undir dreifðar byggingar, sem meira líkjast kofum en húsum. Sveitin nýtir landið til fram- leiðslu matvæla og selur til bæj- anna, eða á erlcndan markað, eykur ræktunina, fegrar landið, tengir byggðina saman og vill fá að vera hluti af þjóðfélagsbygg- ingunni. Akureyri hefur ekki sýnilega með meira land að gera í bráð, nema Akureyringar hyggi á bú- skap í stórum stíl. Hér skortir ekki þúvöru, og mundi okkur og þeim hagkvæmara að beina at- hafnaþrá sinni eitthvað annað en að landbúnaði. Að mínum dómi er algjörlega þarflaust að gefa nojjkuð með Glerárþorpi, og eg tel það vafa- samt fordæmi, að leggja margar bújarðir að nauðsynjalausu undir bæinn. Að endingu þetta: Hver er ástæðan fyrir því, að bæjarstjórn Akureyrar hefur áhuga á því að koma miklum hluta af Glæsibæj- arhreppi undir lögsagnarumdæmi Akureyrar? Manni dettur ósjálfrátt í hug þetta, sem strákarnir sögðu stundum í gamla daga, — eg hef ekki heyrt þá segja það lengi: — „Við skulum plata sveitamann- • „ íí U ínn . Á föstudaginn: Bútasala og ódýrar kápur Verzl. R. Laxdal. Soðið og framreitt í Pyrex-skálum Pyrex-glerföt og skálar eru orðin algeng heimil- istæki hér á landi og komst fólk hér upp á að nota úessi ágætu tæki á stríðsárunum. í Bandaríkjun- um hafa pyrex-glerílát verið í notkun og hafa reynst vel. Þessi glerílát þola mikinn hita, eru auð- • veld í meðförum og þvotti, og þau eru til í ýmiss konar gerðum, sem skálar, föt, jafnvel skaftpottar. Og maturinn lítur vel og lystuglega út þegar hann er borinn á borð í þessum ílátum, beint úr bökun- arofninum í eldavélinni. Þar að auki er sannað, að næringargildi fæðunnar helzt betur með því að sjóða ýmsan mat í ofni heldur en er í venjulegum potti. í glerskál má útbúa allan matinn í einu og spara tíma og fyrirhöfn — og rafmagn. Þá má geyma leifarnar í sömu ílátunum og framreitt er í og þannig má einnig minnka uppþvottinn að máltíð lokinni og það mun húsmæðrum ekki finnast einskisvert. Hér fara á eftir „uppskriftir" af mið- dagsréttum, sem ætlast er til að lagðir séu í pyrex- glerskálum og bakaðir eða soðnir í ofni. Svínakótelcttur með grænum baunum. Steikt epli. Tekur 2 klst. að útbúa, þar af bökunartími 1 klst. — Svínakótelettunum er velt upp úr raspi og eggi og þær eru brúnaðar lítið eitt á pönnu eins og venjulega. Því næst eru þær látnar í stóra pyrex- skál, eða fat, með loki. Kartöflurnar eru nú flysj- aðar og skornar í sneiðar, og sneiðarnar lagðar í skálina með kótelettunum, undir kjötið. Ofurlitlu vatni er hellt á. Vökvinn, sem fram kemur þegar steikt er í ofninum, er notaður í sósu. Eplin. Tekin eru stór epli, ekki of þroskuð. Eplin eru þvegin rækilega, kjarnahúsið skoi'ið burt og í iað látnar rúsínur, matskeið af púðursykri og ofur- lítil smjörlíkisflís. Eplin síðan látin í aðra pyrex- skál með loki, %—1 bolli af vatni hellt yfir, eftir því hvort eplin eru meyr eða ekki. Bak-að í ofni ca. 1 klst. Þetta er ágætur eftirréttur ,og er hægt að bera fram í pyrex-fatinu eins og kóteletíurnar. Eplin eru góð, hvort heldur sem er heit eða köld, og með eða án rjóma. Svikinn héri, bakaðar gulrætur, bakaðar kartöflur (í hýðinu). Eplabúðingur með smjörkrcmi. Tekur 2 klst. að útbúa, þar af 1 klst. til 1 klst. og 25 mín í ofninum. 250 gr. nautakjöt, 250 gr. svínakjöt, 4 tvíbökur hakkaðar einu sinni, 2 matskeiðar rjómi, 1 egg, salt, allt sett saman og sett upp eins og hérahryggur, gjarnan má setja yfir um 50 gr. svínaspæk, í sneið- um. Kjötið er nú látið í vel smurða, aflanga pyrex- skál og vætt með 3 dl. mjólk. Bakað í 1 klst. Rjóma bætt í safann í skálinni. Borið fram í fatinu. Bakaðar kartöflur. Bezt er að nota stórar kartöfl- ur, helzt aflangar. Þær eru hreinsaðar mjög vel, þvegnar og skrúbbaðar, og hýðið er rist langsum á 2—3 stöðum með beittum hníf til þess að útgufun geti farið fram meðan á bökuninni stendur. Kar- töflurnar eru bakaðar í ofninum í 1 klst. Áður en þær eru bornar fram ,er skorinn kross á hverja kartöflu og kartaflan því næst tekin og þrýst á hana með fingrunum 'eins og til standi að brjóta hana. Við þetta kemur sprunga í hýðið og gufan fær út- rás. Þetta er bezta leiðin til þess að láta kartöfl- urnar halda næringargildi sínu. Þær tapa miklu af því er þær eru soðnar í potti. Bakaðar gulrætur. Gulræturnar eru þvegnar, skafnar og rifnar niður með raspi, en ekki of fínt. Raspinu er hellt í pyrex-skál, i það látið salt og ofurlítið af pipar og flís af smjörlíki. Efst eru settar 2—3 þunnar skífur af bacon og skálin er sett í ofn- inn með hinum réttunum. (Þetta má allt baka í einu). Athuga þarf að gulræturnar verði ekki of þurrar eða brúnist um of að ofan. Eplabúðingur. 75 gr. hveiti, 50 gr. smjörlíki, 60 gr. púðursykur, blandað saman. 3 stór epli (eða fleiri minni) flysjuð, kjarnhúsið skorið úr, epliu skorin í þunnar skífur, sem eru lagðar í vel smurða (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.