Dagur - 24.02.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 24.02.1954, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 24. febrúar 1954 D A G U R Danska Grænlandsfarið ,,Godt- haab“, sem Akureyringar þekkja af margra ára kynnum hér á höfninni, er nú komið í eigu Fær- eyinga, sem fengu skipið fyrir gjafverð, eða tólf þúsirnd danskar krónur. Danska Grænlandsverzlunin átti skipið og var ætlunin að rífa það, er Færeyingar komu á vett- vang og keyptu það. Godthaab er þrímöstruð skúta, byggð úr tré í Danmörk á árunum 1897—1898. Skipið er seglskip en búið hjálp- arvél. Það e.r mjög sterklega byggt, enda ætlað til siglinga til Grænland.;. Skipið er 287 lestir brúttó en vélin aðeins 240 hest- öfl. Að því er dönsk blöð herma, hyggja Færeyingar gott til þess að nota skútuna til síldveiða undan eyjunum. Tíður gcstur hér. Á siglingum í milli Grænlands og Danmerkur var „Godthaab11 tíður gestur hér á Akureyri og lá hér við bryggjur bæði vor og haust. Hér tók skipið oft kol og ýmsan annan varning til Græn- lands, stundum hesta og hey til leiðangra Dana á norðurslóðum, einkum fyrr á árum. Skautamótið 1954 Skautamót Barnaskóla Akur- eyrar fór fram laugardaginn 13. febrúar. Keppt var í 8x200 m. boðhlaupi. Níu sveitir úr 5. og 6. bekkjum skólans tóku þátt í keppninni. Úrslit urðu þessi: 1. 6. bekkur úr 13. stofu, A- sveit, 4 mín. 25,1 sek. í sveitinni voru: Sigurður Hjartarson, Berg- þór Guðmundsson, Brynjar Sig- fússon, Anna P. Baldursdóttir, Valur Baldvinsson, Vignir Frið- þjófsson, Hafliði Hallgrímsson og Þorvaldur Grétar Einarsson. — 2. 6. bekkur úr 8. stofu 4 mín. 27 sek. — 3. 5. bekkur úr 2. stofu 4 mín. 36,9 sek. — 4. 5. bekkur úr 6. stofu 4 mín. 47,4 sek. — 5. 6. bekkur úr 14. stofu 4 mín. 48,6 sek. — 6. 5. bekkur úr 16. stofu 4 'mín. 54,2 sek. — 7. 6. bekkur úr 13. stofu, B-sveit, 4 mín. 54,3 sek. — 8. 5. bekkur úr 9. stofu 4 mín. 57,7 sek. — 9. 6. bekkur úr 12. stofu 4 mín. 59,7 sek. Úr bæiium: jó, séríræð- f Norðurlandablöðum, sem hingað hafa borizt, og eru ekki eldri en fimm sex daga eða svo, sést, að frændur vorír eru meira en lítið hlessa á veðráttunni hér hjá okkur. Er hún efni í fyrir- sagnir með stóru letri hjá þeim. Segir t. d. í einu blaðinu, að þá hafi daginn áður verið 7 stiga hiti á Siglufirði, sem sé aðeins fáar mílur frá heimskautabaugnum, en á sama tíma var meira en 20 stiga frost í Stokkhólmi. Götu- myndir frá Kaupmannahöfn nú um miðjan febrúar minna að sumu leyti einna helzt á Akur- eyrargötur í desember. Og mynd- ir frá dönsku sundunum minna á okkar ágæta Poll ísi lagðan í miðlungsvetrum. —o— Norskur maður, sem nýlega er kominn hingað í bæinn, hefur ekki getað orða bundist um snjó- leysið hér og tíðarfar almennt. Enginn snjór á Norður-íslandi í febrúar! Slíka finnst honum vera saga til næsta bæjar heima í Noregi. En þótt snjólaust sé fyrir skíðafólk hefur samt lengst af verið sæmilegt skautasvell á flæðunum hér sunnan við bæinn og stundum á Leirunni, en lengra norður hefur ísinn ekki náð að jafnaði ,enda frostleysur og jafn- vel margra gráða hiti dag eftir dag. En ur.ga fólkið í bænum hefur notað sér skautasvellið á flæðunum eftir beztu getu. Þar hefur að jafnaði verið hópur unglinga á skautum, flestir til að skemmta sér og lyfta sér upp, nokkrir að alvarlegum æfingum. Síðan Skautafélagið var stofnað hafa jafnan verið hér nokkrir menn, sem hafa tekið skauta- íjjróttina alvarlega og er það vel. Enda eigum við nú hér nokkra ágæta skautamenn. Hafa orðið miklar framfarir í íþróttinni a fáum árum. Gaman er að sjá skauta unga fólksins nú og allan útbúnað og bera saman við að- búðina á æskudögum þeirra, sem enn eru á miðjum aldri. Þar er mikill munur. Gott er að unga fólkið í dag getur notið þess bezta, sem völ er á á þessu sviði og mörgum öðrum. Hér er cinn mælikvarði framfaranna í land- Snemma í þessum mánuði var eg sem oftar staddur í miðbæn um. Mannmargt var þai að vanda. Athyglin beindist að gömlum manni, blindum, sem leiddur var um götuna. 'Hann var alllangt að kominn til að leita lækninga hér. En í þetta sinn hafði hann farið erindisleysu. Augnlæknir var þá enginn starfandi hér ,mun hafa verið sjúkur. Þcgar þannig stendur á er nauðsynlegt að auglýsa það opinberlega, í blöðum og útvarpi Annars er það ljóður á heil- brigðisþjónustu hér í bæ. sem er enn meira áberandi nú en áður að hér vantar sérfræðinga. Einna bagalegast mun vera, að hér skuli ekki starfa sérfræðingur í háls- nef- og eyrnasjúkdómum. Einn slíkur kom hingað sl. sumar og sagt er að hann hafi farið héðan með ævintýralega háa upphæð eftir skamma dvöl. Fólk þyrptist að honum. Margir fara þó árlega suður til sérfræðinga á þessu sviði. Þðtta er allt óviðunandi ástand til frambúðar og augljós ara nú en áður eftir að nýja sjúkrahusið er tekið til starfa Hvað segja heilbrigðisyfirvöld lands og bæjar um þetta? Þörf væri á að þau ræddu málið við almenning. Píaoótónleikar Sunnudaginn 14. þ. m. hélt Rögnvaldur Siguriónsson píanó- tónleika í Nýja-Bíó á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Rögnvaldur er tvímælalaust í fremstu röð píanóleikara okkar, og er löngu þjóðkunnur maður. Hann hefur áður haldið píanó- tónleika hér á Akureyri við góð- an orðstír, þó ekki hafi hann leik- ið á vegum Tónlistarfélagsins fyrr. Á efnisskránni voru verk eftir Bach, Mozart, Schumann, Chopin og Lizt. Því miðui- átti ég þess ekki kost að heyra Preludiu og fugu í h-moll eftir Bach, og af Sonötu í D-dúr K. 284. eftir Mozart heyrði ég aðeins niður- lagið, en hafi sonatan öll verið leikin á sama hátt og sá stutti kafli sem ég heyrði, hefur með- ferð hennar verið mjög góð. Verk um hinna þriggja meistara „róm- antíska" tímabilsins gerði Rögn- valdur hin beztu skil og gafst hon um þar víða kostur á að sýna hina geysimiklu leikni, sem hann ræð- ur yfir, bæði í Toccötu Schu- manns, sem leikin var af þrótti og myndugleik, og einnig í Polo- naisum Chopins og Lizts — tvö verk, sem ef til vill voru of eðlis- skyld til að vera leikin svo að segja hvort á eftir öðru. — En Rögnvaldur sýndi einnig, að hann ræður yfir annari grein tækninnar í vaxandi mæli, en það er ásláttartæknin. Tónninn er nú mýkri og litauðugri en nokkru sinni fyrr og kom þetta skýrt fram í hinum rólegri verkum hinna „rómantísku11 meistara, svo sem Um kvöld eftir Schumann, sem var sérstaklega fallega leik- ið, og eins í Nocturne í C-moll eftir Chopin og Sonnettu eftir Lizt. Rögnvaldur hefur nú öðlast meiri ró og festu í leik sínum og skilningur hans á viðfangsefn- unum hefur dýpkað, en hann er enn ungur maður, sem halda mun áfram á þroskabrautinni og þar með vinna fleiri og stærri sigra. Tónleikar þessir benda ákveðið í þá átt, því fyrir mitt leyti tel ég þá það bezta, sem ég hefi heyrt hjá honum. Viðtökur áheyrenda voru hin ar ágætustu og bárust listam&nn- inum blóm. Að síðustu lék hann Preludiu í g-moll eftir Rach- maninov, sem aukalag. Ég vil að lokum þakka Rögn- valdi fyrir þessa tónleika og Tón listax-félaginu fyrir komu hans hingað, og ég vona, að ekki líði of langt þar t.il hann lætur til sín heyra næst hér á Akureyri, Jakob Tryggvason ARSHATIÐ V ei kamannaf élags Akureyrarkaupsíaðar verður í Alþýðuhúsinu laug- ardaginn 27. þ. m. og hefst ld. 8.30 e. h. Dagskrá: Ávarp (Jóh. Jósepsson). Einsöngur (Eiríkur Stef ánsson). Nýjar gamanvísur. Skemmtiþáttur. Dans. Aðgöngumiðar verða afhentir í Verkalýðshúsinu á föstudag frá kl. 5—10 e. h. Númeruð borð. Ekki samkvæmisldæðn aður. — Ath. Áríðandi er að miðar séu teknir á auglýstum tíma. NEFNDIN ERLEND TÍÐINDI Betra útiit í Ásíu aðalárangur Ber! í nar ráðsfef nunnar Óbreytt ástand í Þýzkalandi og Austurríki fyrst um sinn Áður en Berlínarráðstefnan hófst voru stjórnmálamenn á Vesturlöndum yfirleitt þeirrar skoðunar, að lítil sem engin von væri til þess að nokkrar tilslak- anir af hálfu Rússa yrðu veittar viðhorfinu til Þýzkalands. Dulles. Bidault. Utanríkisráðheri-ar Vestur- veldanna höfðu löngu áður fengið um það bendingar fi’á ser.di- mönnum sínum í Moskvu, hverja stefnu Rússar mundu taka á ráð- stefnunni, og þeir voru því vel undir það búnir að eiga orða- skipti við Molotoff um þessi mál. í heild sinni varð ráðstefnan og mjög keimlík því, sem við var búizt, hvað Þýzkalandsmálunum viðvíkur. Rússar auglýstu fyrir öllum heiminum að þeir óttast frjálsar kosningar í Þýzkalandi og í því efni fyi'irfannst engin viðleitni að koma til móts við sjónai-mið Vestui’veldanna. En samt herma erlend blöð nú svo frá, að meðal almennings í Þýzka landi, og jafnvel víðar á Vestur- löndum, gæti óánægju með frammistöðu i’áðherra Vestur veldanna, og sú skoðun kemur fram, að þrátt fyrir ósveigjanleik Molotoffs í þýðingarmestu atrið- um, hafi hann unnið nokkurn sigur í áróðursstríðinu. Búizt við stirfni af hálfu Rússa. Skýringin liggur e. t. v. í því, að fyrirfram er búizt við stirfni og hortugheitum af hálfu rúss neska fulltrúans og hver vottur um undanlátssemi og samnings- vilja verður í augum áhorfenda stæri-i en efni standa til. En til Vesturveldanna eru gerðar allt aðrar kröfur. Undanfai’na nxarga mánuði hefur staðið yfir hatröm deila um Evrópuherinn innan vestrænu þjóðanna sjálfra, og áherzla sú, sem Bandaríkjamenn hafa lagt á að Frakkar breyttu um stefnu í því máli, hefur orðið til þess að öll stefna Vesturveld- anna í Þýzkalandsmálunum er lítið sveigjanleg. Þegar þessi stefna, ásamt ófi’ávíkjanlegri ki’öfu um frjálsar kosningar í Þýzkalandi, kom að samninga- borðinu, urðu áhrifin þau í aug- um áhorfenda, að talsmenn Vest- urveldanna hafi ekki slakað mik- ið til þess að ná samkomulagi Og sum þýzk blöð hafa af þessu til- efni fullyrt, að hvox’ki Bretar né Frakkar muni í rauninni hai’ma það, að „status quo“ haldist áfram í Þýzkalandi. Sjónhverfingamaðurinn Molotoff. Berlínai’i’áðstefnan var þó frá upphafi þrungin freistandi mögu- leikum í augum Vesturveldanna. Þar gafst færi á að heyra tóninn í Rússum og kanna viðhoi’f þeirra, og ráðstefnan hefui að þessu leyti vafalaust orðið mjög fróðleg fyrir talsmenn Vestur- veldanna. Bezti árangur, sem hægt var að vonast eftir, var samkomulag um Þýzkaland, en ef það mistækist, var tilefni til þess að auglýsa fyrir öllum heimi, að engin stefnubreyting hafi orðið í Moskvu með nýjum herrum þar eftir fráfall Stalíns. En þegar dæmið var gert upp fyrirfram með þessum hætti, var ekki reiknað með Molotoff og töfi’abi’ögðum hans. Hann lék sér að því hvað eftir annað að setja á svið hvei’ja sjónhverfinguna af annarri og draga þannig athygli frá aðalmálinu sjálfu. Menn voru viðbúnir því að Rússar mundu koma með lokk- andi boð um sameiginlegt vai’n- arkerfi, einkum mundi slíkt til- boð verða freisting fyrir Frakka, sem óttast nú sem fyrr áhrif Þjóðvei’ja. En þótt viðbúnaður væi’i að. mæta tillögum af þessu tagi, sem og sýndi sig, var annað uppi á teningnum þegar Molotoff tók að tína upp úr hatti sínum hverja kanínuna af annarri eins og æfður sjónhvex’fingamaður, þar kom fyrst kjarnorkueftirlit, þá aukin viðskipti austurs og vesturs og loks stríðið í Indókína. Bergmál í fundarsalnum. Tilboð um aukin viðskipti austurs og vesturs hlaut að verða mikil freisting fyrir kaupsýslu- menn og viðskiptamálaráðhen-a Vesturlanda, því að Bandaiíkin vii’ðast stefna að því að minnka innflutning frá Evrópu, jafnframt því sem Marshall-aðstoð hverfur. Og tilboð Rússa um vörukaup af Bretum fyrirastrónómískarkrónu tölur bergmálaði í samningasöl- unum í Berlín þegar leið á ráð- stefnuna, jafnframt því sem þar brá fyrir endurómi af fallbyssu- gnýnum austur í Indó-Kina. Bidault fékk góða uppskeru. Það hlaut að fara svo að Bi- dault, talsmaður Frakka, fcngi réttláta uppskeru fyrir stöðug- lyndi sitt og óhvikulan stuðning við sjónarmið Bandaríkjamanna í Þýzkalandsmálinu. Það liggur nú svo að segja augljóst fyrir, að gjald það, sem Frakkar kröfðust, var fimmveldaráðstefna með þátttöku Kínastjórnar og með málefni Indó-Kína á dagskrá. f þessu máli urðu Bandaríkjamenn að slá af til þess að halda eining- unni um Þýzkalandsmálin og hér hélt Bidault vel á málunum fyrir Frakka. Á þessum vettvangi tókst Molotoff því að skjóta fleyg inn í milli vestrænu utanríkisráðherr- anna, enda þótt fyrirfram væri ákveðið þeirra í milli að st&nda fast saman. Molotoff hefur og vel (Framhald á 7. síðu)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.