Dagur - 02.06.1954, Side 1

Dagur - 02.06.1954, Side 1
GERIST ASKRIFENÐUR! Sími 1166. ÁSKRIITARSIMI blaðsins cr 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVH. árg. Akureyri, niiðvikudaginn 2. júní 1954 26. tbl. Aðalfundur frysfihússbyggéngar Rekstur félagsins skikði 400 þús. kr. til af- * skrifta á skipunum - eiiginn arður af hlutafé í ár Togarar Úgterftarlélags Akur- eyringa Huttu að landi aílaverð- mæti fyrir 23 millj. króna á árinu 1953. Reksturinn skilaði 397 þús- und krónum til afskrifta á skip- unum ög nær sú upphæð hvergi nærri fullri afskrift. Aðalfundur félagsins, sem haldinn var sl. sunnudag, sam- þykkti að þessi upphæð öll gengi til afskrifta og verður því enginn arður greiddur af hlutabréfum félagsins í ár. Er það í fyrsta sinn síðan félagið hóf starfsemi sína, sem hluthafar fá ekki arð. Má kalla það merki um vaxandi erf- iðleika togaraútgerðarinnar, en athyglisvert er það fyrir bæjar- menn eigi að síður, að rekstur togaranna hér virðist hafa gengið betur en annars staðar, því að svo er að sjá af skrifum og skýrslum, sem togarar liafi yfirleitt verið reknir með verulegu tapi á sl. ári. Heimild til að byggja hraðfrystihús. Aðalfundur félagsins samþykkti heimild til handa stjórn félagsins að byggja hraðfrystihús hér á Akureyri, telji hún sér það fært. Jafnframt var samþykkt heimild til að auka hlutafé félagsins um 1V2 millj. króna, í 4 milljónir. Útgerð skipanna. í skýrslum formanns félags- stjórnarinnar, Helga Pálssonar, og framkvæmdastjórans, Guð- mundar Guðmundssonar, kom m. a. eftirfarandi fram um útgefð skipanna og rekstur félagsins: Úthaldstími skipanna var sem (Framhald á 7. síðu). izf fyrir Islendinga með Dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra. „Skólahurð aftur skellur44 Landsprófi er nýlokið að þessu sinni, og þreytti það hálfur fimmti tugur unglinga hér í bæn- um, en úrslit eru enn ekki kunn. Það má teljast til tíðinda, að 13 ára piltur í unglingaskólanum á Dalvík tók 10 í dönsku á lands- prófi og ér þó alíslenzkur. Hamiltonfélagið fer úr iandi - Is- lenzkir verktakar taka við - erlendir verkamenn fara en \m gætt virniu- aflsþarfa íslenzkra atvinnuvega - svæði varnarliðsins betur afmörkuð og ferðir þess takmarkaðar Eins og kunnugt er hafa að undanförnu staðið yfir samn- ingar milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna um breyt- ingar á framkvæmdareglum herverndarsáttmálans frá 5. maí 1951. Samningsgerð þessari er nú lokið og hið nýja sam- komulag staðfest. Gerðist það sl. þriðjudag, eins og lauslega var frá skýrt í síðasta tbl>, með því að ríkisstjómir Bandaríkj- anna og íslands skiptust á orðsendingum um staðfestinguna. Heildarsafa KEA á innlendum og erlend- um vörum 133 milljónir króna á s.l. ári Aðalfundurinn samþykkti 5% endur- greiðslu til félagsmanna, er nema mun röskum 800 þúsund kr. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn á Akureyri sl. föstudag og laugardag og sóttu þennán 67. aðalfund félags- ins 161 fulltrúi frá 21 félagsdeild, og eru að baki þeirra 4878 íélagsmenn með a. m. k. 12700 manns á framfæri sínu. Formaður félagsstjórnarinnar, Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn, setti fundinn, en fundarstjóri var Hólmgeir Þorsteinsson. Skýrsla stjórnarinnar. Er kjörbréf fulltrúa höfðu ver- ið athuguð, var gengið til dag- skrár og var fyrsta skýrsl stjórn- arinnar um framkvæmdir liðins árs og flutti hana Þórarinn Kr. Eldiárn. Af byggingafram- kvæmdum voru þessar helztar: Lokið við nýju jarðeplageymsl- una við Skipagötu, fullgerð sölu- búð fyrir búsáhöld og vélar í Hafnarstræti 93, unnið að inn- réttingu nýs verzlunarhúss í Dalvík, hafin bygging íbúðarhúss fyrir útibússtjóra félagsins í Grímsey, hafin bygging nýs úti- bús í Mýrahverfi á Akureyri, haf- in bygging íbúðarhúss við Brúna- laug, á jarðhitasvæði félagsins þar, hafin bygging útibús á Hauganesi. Þá voru keyptar vélar til framleiðslu fóðurmjöls úr stór- gripabeinum og sláturúrgangi og settar upp í sláturhúsinu. Ymissa fleiri fx-amkvæmdaatriða er get- ið í skýrslu stjórnarinnar. Að lokum flutti foi-maður hvatning- arorð til félagsmanna um að efla félagið sem mest og þakkaði þeim alla samvinnu á liðnu ári. Skýrsla framkvæindasíjóra. Að lokinni skýrslu stjó.rnar- innar flutti Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri félagsins, mjög ýtarlega skýrslu um starfsemi fé- lagsins, las reikninga þess og hinna ýmsu fyrirtækja og skýrði þá. Heildarsala félagsins, ásamt afurðasölu og söluverksmiðja þess, og annarra stai-fsgi-eina, varð rúmlega 133 milljónir króna. Sameignai-sjóðir höfðu aukizt um 850 þúsund kr. og stofnsjóður um 900 þúsund kr. og nemur hann nú 5,9 millj. króna. Var útborgað úr sjóðnum á sl. ári 132 bús. kr. — Hagur félagsmanna gagnvart fé- laginu hafði enn farið batnandi, skuldir þein-a höfðu enn minnk- að og eru hverfandi litlar. Fjár- hagur félagsins er traustur og af- koman sl. ár dágóð í flestum deildum, þrátt fyrir mjög lága álagningu og lægra verðlag á mörgum nauðsynjum hér en ann- ars staðar. Nær 900 þús. kr. til ráðstöfunar. Samkvæmt reikningum voi-u til ráðstöfunar fyrir aðalfund 899.804.78, og lagði stjói-nin til að þessu fé yrði þannig varið: End- urgreiðsla á úttekt félagsmanna verði 5%, þar af 3% í stofnsjóð, eix 2% í reikninga félagsmanna. Af úttekt félagsmanna í apótek- (Fi-amhald á 7. síðu). Samkomulagið er óbreytt frá því samningsuppkasti, sem gert1 var í vetur af þeim bandarísku og íslenzku samninganefndum, sem um málið fjölluðu í febrúar og mai-z, en staðfesting þess hefur dregizt nokkuð. Um leið og sam- komulagið var staðfest var um það samið, að það yrði birt sam- tímis í Reykjavík og Washington. Samkvæmt þessu samkomulagi hættir Hamiltonfélagið störfum hér á landi en íslenzkir verktak- ar taka nýja verksamninga. Er- lendir verkamenn hverfa brott, en íslenzkir vei'kamenn taka við og vei-ða þjálfaðir á námsk^iðum til að taka við tæknistörfum, sem erlendir menn hafa unnið. Vinnu þax-far ísl. atvinnuvega skal þó gætt. Dvalai-svæði varnai-liðsins vei-ða afgirt og ferðir hei-manna út af samningssvæðum takmark- aðar. Þetta eru nokkur helztu atriði samkomulagsins, en nánari grein fyrir samningunum og samkomu- laginu gerir dr. Kristinn Guð- mundsson, utanríkisi-áðheri-a, í eftix-farandi frásögn, er hann flutti í útvarpið sl. miðvikudags- kvöld. Ræðá ráðherrans. „Hinn 13. apríl síðastliðinn lýsti eg því yfir á Alþingi, að eg mundi gefa opinbera skýrslu um samn- ingagerð þá, er staðið hefur yfir í langan tíma milli ríkisstjói-na íslands og Bandarikjanna. Samningsgei-ð þessari er nú lokið og get eg því gert grein fyrir nið- urstöðum hennar. Eg miin fyi-st með fáum orðum rifja upp sögu þessarar samn- ingsgerðar. Óskað eftir viðræðum. Með orðsendingu, sem eg af- henti sendiherra Bandaríkjanna í Reykjavík 4. desember 1953, var farið fram á það af hálfu íslands, að teknar yrðu upp viðræður milli ríkisstjóx-nar íslands og rík- isstjórnar Bandaríkjanna um nokkur tiítekin atriði varðandi herverndarséttmálann frá 5. maí 1951 og framkvæmd hans. Var þessi upptaka málsins i samræmi við yfirlýsingu, er eg hafði flutt á Alþingi 19. október sl. í orðsend- ingunni var séi-staklega óskað viðræðna um notkun innlends og erlends vinnuafls við fram- kvæmdir varnarliðsins, fyrir- komulag verktöku fyrir vai-nar- liðið, aðgreiningu dvalarsvæða varnai-liðsins og dvalai’svæða ís- lendinga, sem vinna á samnings- svæðunum, takmörkun á sam- skiptum varnarliðsmanna og ís- lendinga, aðstöðu íslenzkra ríkis- stofnana til starfsemi á Keflavík- urflugvelli og ný vandamál í sambandi við hinar fyrii-huguðu radarstöðvai-. Oi’ðsendingunni fylgdi ýtarleg, skrifleg greinar- gerð um framkvæmd sáttmálans árin 1951—1953 og íslenzk sjón- ai-mið í því máli. Hinn 21. desember sl. tjáði Bandaríkjastjórn íslenzku rík- isstjórninni, að Bandaríkin hefðu fallizt á að hefja viðræð- ur og að viðræðurnar færu fram hér á landi. Þeir af full- trúuni Bandaríkjanna, sem (Fi-amhald á 5. síðu). Færeyingar liaía selt Eássum 160000 tnnnur af síld 1 sl. mánði undirritaði fær- eysk viðskiptanefnd samninga í Moskvu um sölu á 160.000 tunnum af síld til Rússa á þessu ári. Er verðið hið sama og sumarið 1953, cða 127 fær- eyskar krónur fyrir tunnu. — Síldin á öll að vcra af veiði Færeyinga á tímabilinu júlí— nóvember. Nefndarmenn segja að Rússar hafi verið mjög ánægðir mcð gæði þcirrar síld- ar er þeir keyptu af Færeying- um í fyrra og sé nú ekki að efa, að framtíðarmarkað fyrir síld sé að finna í Rússlandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.