Dagur - 23.06.1954, Side 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 23. júní 1954
* t
| f
| Snorri Sigfnsson |
kvaddur á móti S. N. B.
Eg hefi löngum dáð þá, sem árin aldrei beygja,
sem ellin færir þroska en hvorki glöp né kröm,
sem aldrei lærðu að hopa og hvergi al’ stefnu sveigja,
en hvesstu brún í élin þegar fjöldinn skreið í höm.
Við þekkjum líka garpa frá okkur eigin ströndum
þeir ungir lögðu í víking, — í hug brann æskuglóð.
Þeir græddu lítil metorð og auð í öðrum löndum,
en auðguðust að víðsýni og trú á land og þjóð.
Með fjársjóð dýrra vona þeir heim til ættlands héldu,
því heima biðu verkefnin svo mörg og þung og stór.
En hugsjónir og manndójin ;við, silfi'i' ei þeir seldu,
því sáu menn og skildu, hvar brautryðjandinn fór.
Þeir lögðu hönd á plóginn, þeir lyftu Grettistökum,
þeir lögðu jsteina'í vprðurj í einstig lljuggu spor,
þeir brutu vanans belsi, þeir hnekktu þrældóms tökum,
þeir hrundu svefnsins drunga, en glæddu von og þor.
Þótt höndin slitni og lýist er sálin ung og ýtur,
þótt ævisumri halli er starfsins tími enn.
Og þegar svefnsins bróðir að lokum íeiknum slítur,
þeir leggja frá sér spilin og kveðja eins og menn.
En verkin þeirra standa og varða nýjar leiðir. —
Þeir vegir liggja í sigurátt í gegnum starf og þraut.
Frá hugsjónanna bálum sig ennþá eldur breiðir,
sem yljar nýrri kynslóð og varpar ljóma á braut.
&ÆS6&X
^ Velkominn, Snorri, heim til „okkar heima".
f Elugsjónir þínar muna skal og geyma.
i Engu, sem námum af þér, megum gleyma.
J- Ennþá mun gleði og kraftur frá þér streyma,
Í c
^ Stefnu skal lralda, hætta vílistali,
hvass þó að blási í fangið morgunsvali.
% Enn ljómar sól urn íslands strönd og dali.
& Ennþá á land vort gnægð af drengja vali.
5 Sitthvað þó virðist lygi og lævi blandið,
loforðin brigðul, hnökrótt tryggðabándið. 1
? Sveinar og meyjar, saman ef þér standið,
'g sigur oss veitir guð, sem byggði oss landið!
1 -
í Við mættumst fyrst að vori, með vorsins þrá og hug
£ og vorið hafði gætt þig bæði liugsjónum og dug.
t Af enni þér og brám fannst mér leiftra líf og fjör,
£ að leik og starfi gekkstu með söng og bros á vör.
e Við kvöddumst þá — en seinna lá saman okkar leið
% og samstarfsmenn við urðum um margra ára skeið.
6 Við þurftum fang að reyna við allskyns óblíð kjör,
* en erfitt starf varð Iétt, ef að þú varst með í för.
f Þú leggja vildir grunninn að höll sem risi hæst,
f sú höll var menning þjóðar vorrar, fögur traust og glæst.
| Var menntun huga, handar og hjarta — alls í senn,
^ því hjartalausa tæknisnillin skapar aldrei menn.
i Þótt markið virtist fjarri var sífellt áfram sótt.
^ Ef svignaði okkar fylking þú réttir hana skjótt.
£ Þú eldmóði varst gæddur, sem eldi í hjörtu sló.
5 Þú áttir segulmagnið sem stálin að sér dró.
% Og enn við megum fjör þitt og æskugeðið dá
6 og ennþá 1 jómar starfsþrá og gleði þér á brá.
jjj Og handtak þitt er alltaf jafn heitt og traust og fast.
© Haf hjartans þakkir, vinur, að tryggð við oss þú batzt!
*
? Nú strjálast okkar fundir og styttist æviför.
^ Að stundu, máske, ýtum við hinzta sinn úr vör.
£ En hvað er um að sakast, því hvíldar brátt mun þörf.
Við „handan sundsins“ mætumst, á ný, við leik og störf.
i
Þú vorsins trúi sonur færð verkalaunin fín
því vor og gróður fylkja sér æ í sporin þín
og samtíð okkar gefur þér gullinn heiðurskrans.
Vor guð sé með þér, Snorri, og þú á vegum hans.
Magnús Pétursson.
£
I
|
OLÍUKYNDITÆKI
Sjálfvirk, handstillt, ætíð fyrirliggjandi, eða útveguð
með stuttum fyrirvara. — Leitið upplýsinga.
JÓN GUÐMUNDSSON.
Símar 1246 og 1336.
Úr Heimsltringlu.
The Minneota Mascot segir lát
Jóhanns Sigmundsson Jonathan 14.
apríl sl., 83 ára. Jóhann var sonur
Sigmundar Jónatanssonar, er um
eitt skeið var gestgjafi á Húsavík á
lslandi en ættaður frá Hofi í Flat-
eyjardal í Þingeyjarsýslu. Kom Sig-
mundur til Vesturheims 1873 og var
einn með fyrstu innflytjendunum í
Minneota-byggðina. Tók hann sér
ættarnafnið Jonathan, er hér kom.
Kona Jóhanns, Jórunn Guðmunds-
dóttir, lifir mann sinn, ásamt sex-
tán börnum þeirra hjóna. Eignuð-
ust jiau átján börn í fimmtíu ára
hjónabandi. Sjö synir þeirra voru í
síðustu lieimsstyrjöld og féll einn
þeirra þar, en eitt barn misstu þau
á öðru ári. Scx synir Jóhanns báru
föður sinn til grafar. Hann var jarð-
settur í grafreit byggðarinnar 19.
apríl af sóknarprestinum, séra Gutt-
ormi Guttormssyni, að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Hvilik ósköp!
Hið velþekkta brezka tízkurit,
Tailor and Cutter, er mjög hneyksl-
að nýlega yfir áköfum tilraunum
bandarfskra tízkuteiknara til þess
að útrýma vösunum á fötum karl-
manna og taka í stað þeirra upp
tösku, sem hanga á yfir öxlina.
Ameríkumenn vilja að taska þessi
taki við ldutverki vasanna og geymi
pípuna, tappatogarann, eldspýturn-
ar, lyklana, smámyntina o. s. frv.,
eða allt það, sem belgir út vasa karl-
manna nú á tímum.
Þótt Hull og Grimsby séu í Eng-
landi, neyðumst Vér til þess að vera
sannnála Bretanum.
Skyldu okliar menn yfra.eins dug-
ilegir, rniðað við fóiksfjolda?
Eódanskir þingmenn fengu suin-
arleyfið um daginn, var tilkynnt,
að þeir hefðu talað /i þessu þingi
tvær milljónir orða.
Miklir reikningsmenn eru Danir.
Saga, sem gengið hefur i Genf.
Er Stalin var dáinn, fór hann
beint að hinu gullna hliði og krafð-
ist inngöngu í Himnaríki. Sankti-
Pétur varð steinhissa.
„Ert þú nú kominn hingað, Stal-
in? Ég held J)ú sért ekki með öllum
mjalla. Þinn reikningur lítur nú
þannig út, að þú átt heima á allt
öðrum stað.“
Það var ekki um annað að gera
fyrir Stalin en hlýða þessari ströngu
fyrirskipun.
Skömmu seinna varð Sankti-Pét-
ur ennþá meira forviða. Sjálfur
myrkrahöfðinginn stóð fyrir utan.
„Hvernig i ósköpunum stendur á
því, að þú ert hér?“ spurði Sankti-
Pétur.
„Ég,“ sagði Djöfsi. „Ja, sendir
[>ú ekki Stalin niður til mín?“
„Jú, auðvitað."
„Jæja, J)á heimta ég aðgang sem
pólitískur flóttamaður."
rórnarlörnb striðsins.
Þýzki Rauði krossinn tilkynnir,
að ennþá sé ókunnugt um afdrif
1.389.956 manna úr þýzka hernum.
Ennþá skrifa 9794 fangar heim til
sín frá Rússlandi.
Lík eru rncilin.
Av Patreksfirðinum í íslandi
frættist, at föroysk fiskiskip, sum
koma inn har, fáa ikki agn. Kemst
lietta av tí, at útgerðarmenn hava
ikki goldið tað sum keypt varð í
íjör. — Orðrétt úr færeysku blaði.
Vantar fangelsi.
í Rio de Janciro, höfuðborg Bra-
zilíu, leika nú lausum hala 15.661
afbrotamaður. Ekki er miskunn-
semi yfirvaldanna fyrir að [)akka,
heldur vantar fangelsi.
Norrænt búnaðarmót
Hinn 30. júní er væntanlegur
hingað til lands flokkur búnaðar-
sérfræðinga frá Norðurlöndum.
Alls munu verða í förinni 36
menn og konur. 7 frá Danmörk,
5 frá Finnlandi, 2 frá Svíþjóð og
22 frá Noregi.
Þessir gestir munu sitja hér
búnaðarmót, er íslandsdeild
Norræna búfræðifélagsins efnir
til, og auk þess ferðast um land-
ið til að kynnast búnaðarháttum.
Mótið verður sett í hátíðasal
háskólans miðvikudaginn 1. júlí
kl. 10 árdegis. Þann dag og þann
næsta verða haldnir fyrirlestrar
um búnaðarmál.
Hinir erlendu fyrirlesarar eru:
Karsten Iversen tilraunastjóri
í Askov, talar um búfjáráburð og
ræktun í norðlægum löndum.
Dr. S. Berge prófessor við bún-
aðarháskólann í Ási, talar inn-
flutning búfjár til Noregs, og
þýðingu þá, sem slíkur innflutn-
ingur hefur haft fyrir norska bú-
fjárrækt.
Agronom C. Ivar Törnquist frá
Svíþjóð, talar um túnrækt og
ræktun grasfræs í Norður-Sví-
þjóð.
í sambandi við fyrirlestur Törn-
quists mun fræræktarráðunautur
Norðmanna, Otto Lier, gefa yfirlit
um frærækt í Noregi, sérstaklega
með tilliti til Norður-Noregs.
íslenzkir fyrirlesarar verða:
Dr. Halldór Pálsson, talar um
sauðfjárrækt.
Unnsteinn Olafsson skólastj.,
talar um jarðhita og garðrækt, og
Árni G. Eylands flytur yfirlits-
erindi um búskap og búnaðar-
störf hér á landi.
Laugardaginn 3. júlí verður
farið austur í Fljótshlíð, að Sáms-
stöðum og víðar.
Sunnudaginn 4. júlí verður far-
ið austur að Geysi og Gullfossi.
Mánudaginn 5. júlí verður lagt
upp í þriggja daga ferð til Norð-
urlands, með viðkomu á Hvann-
eyri, Hólum í Hjaltadal, á Akur-
eyri og víðar.
Fimmtudaginn 8. júlí og föstu-
daginn 9. júlí munu gestirnir
dvelja að mestu í Reykjavík og
fara svo heimleiðis með flugvél
að morgni laugardagsins 10. júlí.
En Flugfélag íslands sér um
flutning þeirra til landsins, frá
Kaupmannahöfn og Osló, og
heim aftur.
Félagið Nordisk Jordbruks-
forskeres forening var stofnað
1918. Eru deildir þess starfandi í
Norðurlöndunum öllum og með-
limir mikið á annað þúsund. Auk
landsdeildanna er félaginu skipt
í nokkrar starfsdeildir eftir við-
(Framhald á 7. síðu).
iiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiinaiiii|||,M|,|,ml,|,,|,,,,l||,m,,||||,,n,l||llllll|lni||||||||| ii*
| Kveðja lil líjoiiaima í SandlióIum j
\ (Gerð og send eítir bendingu Guðrúnar Jónsdóttur, |
i Hrísum.)
Móðurást er heitari en blossandi bál,
i bjartir logar, skelfa þeir elskandi sál?
Sjálí vill hún bjarga og brenna.
Sterk er hún sem dauðinn og styrk hennar lund, —
| Sterkust er þó Lífsföður alvizku mund.
| Lífþræði leysti hann þrenna.
Leyndist ekki Drottinn í loganna hjúp?
Leysti hann eigi úr nauðunum barnshjörtun gljúp?
Hóf hann þær eigi til hæða?
Græða vill hann sjálfur hin geigvænu sár,
geislum kærleiks þerra hin stiæymandi tár,
blessa, er hjörtu ykkar blæða.
Drottins ást er heitari en biænnandi bál.
Blossar dauðans forðum, þeir léku um hans sál,
krossinn hann kaus til að bjarga.
Styrkur hans var dauðanum sterkari og gröf.
Stendur opinn faðmur hans, náðar lians gjöf.
Erelsarinn frelsar enn marga.
Föður-, móðurkærleikur, horfðu á Hann.
Honum ef þú treystir, þá perlu hann fann,
demöntum dýrustu betri.
Himinsælu greyptar þú síðar munt sjá
sálir ungu dætranna, gimsteina þrjá.---
Sólblíðan sigrast á vetri.
Þannig sigri náðarsól náttmyrkan her
nístingskaldrar sorgar, er móti ykkur fer.
Huggi ykkur höndin Guðs blíða.
Fátæk orð og mannleg, þau megna svo smátt. —
Mildi Drottins friðarins birtir sinn mátt,
styrk gefur ykkur að stríða.
Athugasemd: Tveimur línum í 3. erindi er breytt frá upp-
haflegri mynd sinni; efni þeirra er hér samt með öðrum
orðum.)
Sæmundur G. Jóhannesson.
• ••rtiiiiiiiiniiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiMiniinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
"••iiiimiiiiii niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiimiiiiiimiii*niiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii*iiii*i***iinmi*ii*iiiiiii**iiiii*iii*iimiiii**i*ii*i*iiiiiiiii*i*iii*i|