Dagur


Dagur - 23.06.1954, Qupperneq 7

Dagur - 23.06.1954, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 23. júní 1954 D A G U R 7 -» Grein Hauks (Framhfild af 4. síðu). ljúka með sigri né ósigri. Vegna þessa átaks þar eystra, hefur styrkleiki franska hersins heima fyrir hvergi nærri náð því marki, sem ráðgert var, og á meðan þannig er ástatt telja margir Frakkar enga sanngirni í því, — og fráleitt — að Þjóðverjum verði leyft að hafa undir vopnum sterkari hei> en þeim sjálfum er unnt að koma á fót í Evrópu eins og ástatt er. Þetta mun hafa veri kjarninn í deilu Juins marskálk við stjórnina í vor. Indó-Kí"'i stríðið er og vaxandi pólitís'-i: deilumál og hitamál. Til þes:-"' hefur styrjöldin þar kosial Frakka meira en helmingi hæ upphæð — fyrir utan mannslíí — en nemur allri Marshall-aðsto. inni til Frakka, og var hún þc ekki smápeningur. Eftir því sc:r árin hafa liðið án úrslita þ;r eystra, hefur hin hættulega sta ir Frakklands komið æ betur í Ij ú? Allt síðan í stríðslok heí Frakkland reynt að leika hlr i- verk stórveldis og nýlenduvelc. án þess að hafa í rauninni efn leða aðstöðu til þess. Merkisbc ■ þeirrar stefnu, sem rekin hef verið, er Georges Bidault uta; ríkisráðherra. Gegn honum heL stjórnmálamaður að nafni Pierr Mendés-France flutt rökfast má’ Hann hefur haldið því fram, a£ Frakkar þurfi að koma sínum eigin efnahagsmálum í'lag áður en þeir 'taki að 'gégna hlutverki stórveldis í öðrum heimsálfum. Ella.verði ríkisgjaldþrot og alger upplausn ríkisins heima fyrir. Og af blööum at5 llæma er þessari skoðun að vaxa fylgi og hún er undirrót þeirra erfiðleika, sem mæta stjórninni í þinginu í sam- bandi við Indó-Kína og rekstur stríðsins þar. —o— Mun sagan endurtaka sig? Á 18. öld urðu hinar langvinnu og óhæfilega dýru nýlendustyi-jald- ir Frakka til þess að gera ríkið gjaldþrota og hleypa stjórnar- byltingum af stokkunum. Ymsir, sem um stjórnmál rita í blöð báð- um megin Atlantshafsins nú á þessu sumri, óttast að fyrir dyr- um geti verið ekki ósvipaðir at- burðir. Aðeins sú staðreynd, að slík skoðun kemur fram í ábyrg- um blöðum, sýnir, hve alvarlegt ástandið er. — Nei, það eru engin sandpokavirki lengur við Notre Dame, og ytri merki stríðsins eru öll horfin. En efnahagslegar og pólitískar afleiðingar þess hafa e. t. v. verið fremur áberandi nú í vor og sumar en nokkru sinni fyrr. — H. Sn. Mjólkur- flutningafötur 15, 20 og 30 lítra. KOMA MEÐ e.s. Brúarjossi í dag. Verzl. Eyjafjörður h.f. - Skólaslit M. A. (Framhald af 1. síðu). Málverk og 7 tré. Til máls tók Páll Árdal og færði skólanum að gjöf fyrir hönd 10 ára stúdenta málverk af Vernharði Þorsteinssyni eftir Sig. Sigurðsson. Mætti Páll um leið mörg hólsyrði um Vernharð sem menningarmann og heimsborg- ara. Skólameistari þakkaði 10 ára stúdentum kærlega gjöfina og einnig 25 ára stúdentum, sem fróðursett hefðu 7 tré á lóð skól- ans og sýnt með því ræktarsemi, en fyrir 25 árum voru stúdent- arnir 7 alls. Afhent skírteini. Kveðjuorð. Skólameistari afhenti hinum nýju stúdentum prófskírteini sín Jg ávarpaði þá með snjallri ræðu. Brýndi hann einkum fyrir þeim að gera alltaf skyldu sína og halda huganum frjálsum. Endaði hann ræðu sína á þessum orðum: „Bezta gjöfin, sem skólinn get- ur fært þjóðinni á 10 ára afmæli lýðveldisins er að skila henni heilbrigðri sveit frjálshuga æskumanna.“ - Norrænt búnaðarmót (Framhald af 2. síðu). úmgsefnum og áhugamálum fé- 'aganna. Félagið gefur út tímarit — Nordisk Jordbruksforskning, af dví eru komnir út 35 árgangar. Þriðja hvert ár heldur félágið norrænt .búnaðarmót — Jord- brukskongress. — Var síðasta mót af því tagi í Kaupmannahöfn 1953, þar mættu um 700 manns. Næsta mót verður í Svíþjóð 1956. Þetta litla mót hér er eins konar aukamót, sem efnt er til, til þess að gefa nokkrum mætum búnaðarfrömuðum kost á að kynnast búnaðarháttum hér landi, en kostnaðar vegna er erfitt um mikla þátttöku í slíku móti hérlendis. fslenzka deildin var stofnuð 1927, og endurskipulögð 1937. Formenn deildarinnar hafa verið: Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri, frá stofnun til 1933 Árni G. Eylands 1937 til 1952. Og svo Haukur Jörundarson 1 ár, en Páll Zóphoníasson búnaðarmála stjóri er nú formaður. Meðstjórn- endur eru: Gunnar Árnason skrifstofustjóri Búnaðarfélags fs lands — er hann gjaldkeri deild arinnar — og Árni G. Eylands sem er ritari deildarinnar og ritstjórnarnefnd tímaritsins Nor- disk Jordbruksforskning. í móttökunefnd með stjórninni eru þeir Steingrímur Steinþórs- son búnaðarráðherra og H. Hólmjárn efnafræðingur. Á. G. E, Dýraverndunarfélagið hefur beðið blaðið að lconia eftirfar andi til réttra aðila: „Ovenjuinargt er af æðar ungum á Pollinum, en nú er stórhætta á fcrðum, er verið er að búa skip til veiða, þ. e. af olíubrá, cn hana þola ungarnir ekki. Illt væri til að vita, ef þcir flytu dauðir hér um höfnina af þessum sökum. - Hátíðahöldin 17. júní (Framhald af 1. síðu). Kristjánsson. Fullveldisræðuna flutti Jónas G. Rafnar alþingism. Minni Jóns Sigurðssonar flutti Áslaug Eiríksdóttir stúdent. Eftir >að sungu karlakórarnir samein- aðir. Öll þessi atriði fóru fram með mesta myndarbrag. Allir vildu lilusta á þjóðskáldið. Þessu næst var tilkynnt að Da- víð Stefánsson skáld frá Fagra- skógi tæki til máls. Hann flutti kvæði. Þá kom glögglega í ljós, eins og jafnan áður, að þegar Da- víð talar vilja allir hlusta. Með Deim kynngikrafti, sem hann hef- ur yfir að ráða, og allir kannast við, dró hann mannhafið til sín. Að loknu ávarpi skáldsins lék Lúðrasveitin þjóðsönginn. Á íþróttasvæðinu. Síðari hluti 17. júní mótsins fór fram á íþróttasvæðinu. Var þar fjölmennt og ánægjulegt. Hátíðin á Ráðhústorgi. Á níunda tímanum um kvöldið streymdi fólkið á Ráðhústorg. Má segja að innan stundar væri torg- ið fullt. Minnast menn ekki að hafa séð þar jafnmikið fjölmenni. Fyrst lék Lúðrasveitin, en Heiðrekur Guðmundsson skáld las frumorð kvæði, Jón Norð- fjörð leikari söng gamanvísur við mikinn fögnuð áheyrenda. Þá voru sýndar svipmyndir ur Skugga-Sveini og Þíngéýingar sýndu í^lenzka glfmu undir stjórn Haraldar Jónssonar frá Einars- stöðum, karlakórarnir sungu og Einar Kristjánsson skáld las frumsaminn gamanþátt um bæj- arlífið og Vignir Guðmundsson fór einnig með gamanþátt. Nýja-Bíó var opið almenningi og voru sýningar þar á hálftíma fresti. Dansinn á Ráðhústorgi. Það var mikið fjör í dansinum á Ráðhústorgi þetta fagra kvöld og kl. 12 á miðnætti var flugeld- um skotið. Hátíðahöldin 17. júní sanna, að hægt er að halda hér þjóðhátíðar dag með glæsibrag. Þjóðhátíðarnefndina skipuðu, auk formannsins Jóns Norðfjörð Hermann Stefánssoon, Páll Helgason, Jóhann Þorkelsson og Magnús Björnsson. Okkur hættir til að vera glögg- skyggnir á það, sem miður fer störfum þeirra er vinna fyrir „hið opinbera“. En það verður’ að viðurkenna og þakka, að þjóðhá- tíðarnefndin starfaði afburðavel Uppsetning leiksviðsins á Ráð- hústorgi sýndi hugkvæmni henn ar og röggsemi í stjórn dagsins frá morgni til kvölds þennan há- tíðisdag, var með þeim ágætum sem lengi verður minnzt. □ Rún 59546247 — Jónsm.: Rós.: Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Zíon. Samkoma næsta sunnud. kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Slysavarnafélagskonur, Akur- eyri! Farin verður skemmtiferð í Vaglaskóg me ðAkraneskonurn- ar á laugardag kl. 1.30 e. h. Öllum deildarkonum heimil oátttaka. En tilkynna þarf þátt- ötkuna strax til stjórnarinnar. — Gjörið svo vel og takið með ykk- ur bollapör. Austfirðingafélagið á Akureyri hefur ákveðið að fara skemmti- ferð til Vopnafjarðar laugardag- inn 10. júlí næstk., ef nægilegj látttaka fæst. Væntanlegir þátt- takendur, Austfirðingar og aðrir, eru beðnir að tilkynna þátttöku til Eiríks Sigurðssonar, sími 1262, eða Bjarna Halldórssonar, símar 1134 og 1267, fyrir 4. júlí næstk. Nú hafa síldveiðisamningar ver ið undirritaðir, og hækkar kaup trygging ofurlítið. Jörundur býst til síldveiða og einir 2 bátar héð an, en 2 frá Grenivík. Togarar Utgerðarfélagsins liggja inni. Hér hefur legið spánskt skip og tekið fisk til útflutnings. Aðalfundur Akureyrardeildar Ræktunarfél. Norðurlands verð- ur að Hótel KEA í kvöld og hefst kl. 9. Kosnir verða fulltrúar á að- alfund Ræktunarfélagsins, sem verður á Akureyri laugardaginn 26. þ. m. Söngskemmtun frú Þóru Matthíasson í Samkomuhúsi bæjarins í gær- kvöld var all-sæmilega sótt, eftir dví sem hér gerist, einkum á pessum tíma árs, og var söngkon- unni frábærlega vel fagnað, enda átti hún hvort tveggja fyllilega skilið, því að frammistaða hennar var með ágætum yfirleitt. Rödd hennar er bæði mikil og fögur og stórvel þjálfuð. En auk þess kom víðast hvar fram það, sem skilur milli raddfólks og söngvara, óvenju listræn og innileg túlkun- ar-gáfa. Var túlkun söngkonunn- ar yfirleitt hjartnæm, einkum á •veikum.JcöfliAm,-enda nýtur hún sín betur í veikum (píanó) söng en sterkum, og var túlkunin því yfirleitt innilegri en hvað hún var tilþrifarík. Líka mætti kannske segja, að miðkaflar efn- is-skrárinnar, II og III, væru nokkuð einhæfir og fremur mið- aðir við raddleikni en lagræna fegurð. Þá söng frúin aðeins tvö íslenzk lög af fimmtán, og gerði iað afburða vel. Fyrir því hefðu íslenzku lögin mátt og átt að vera fleiri. Eins og fyrr er að vikið var söngkonunni tekið af auðsærri hrifningu hlustenda. Bárust henni margir blómvendir og var margsinnis kölluð fram, söng hún að lokum þrjú aukalög. Undirleik annaðist frú Jórunn Viðar af mikilli leikni, og hallað ist aldrei á fullkomið samræmi milli þessara tveggja listakvenna. Hafi þær báðar þökk fyrir kom- una. Akureyri, 23. júní 1954. Björgvin Guðmundsson, Ný gerð af ís (Framhald af 1. síðu). virðist hafa tekizt vel í ísnum. Sama er að segja um vélbátinn Þórarin, sem er eins konar skóla- skip og mannaður unglingum úr Reykjavík. Báturinn var í þriggja daga veiðiferð. Þessi nýjung í ísframleiðslu getur orðið til mikils gagns, ef með henni er hægt að auka stór lega geymsluþol aflans. Verður fiskurinn úr útilegubátum og togurum þá betri vara til fryst- ingar og útflutnings, auk þess sem slcipin ættu að geta verið lengur að veiðum. Er mikið hag- ræði að slíku í útgerðarrekstrin- um. Sellotónleikar Erling Blöndal Bengtsson Það hefur verið óvenjulega mikið um hljómleika hér í bæn- um nú um tíma. Auk samsöngva kóranna, sem allir voru með stuttu millibili, hefur Tónlistar- íl^ag Akureyi;ar efnt til þriggja agætrá hljómleika á tveim mán- uðum. Þetta er vel farið og von- andi verður ekki of langt hlé til næstu hljómleika, því ég held að óhætt sé að fullyrða, að eitt fyrsta skilyrði til aukins tónlistaráhuga fólksins. sé, að það fái tækifæri til að hlusta á lifandi tónlist. Þó mikið sé um allskonar tónlist í útvarpi verða áhrif hennar alltaf önnur og áreiðanlega ekki eins vel fallin til að vekja tónlistar- áhuga. Eg vil hér með beina Deirri uppástungu til Tónlistar- félagsins, að það taki til athugun- ar þann möguleika að fjölga tón- leikum sínum t. d. í 6 á ári. Síðustu hljómleikarnir af þess- um þremur voru í Nýja-Bíó iriðjudaginn 15. júní s.l.. Voru )að sellótónleikar Erlings Blöndal Bengtsson með aðstoð Guðrúnar Kristinsdóttur. Erling Blöndal Bengtsson er Akureyringum að góðu kunnur, hann hefir tvívegis haldið hér hljómleika áður. Hann er sem kunnugt er mikill snillingur á hljóðfæri sitt og hefur getið sér hið bezta orð þar sem hann hefur leikið. Fyrir utan mikla og fág- aða tækni og mjög gott vald á lessu erfiða hljóðfæri er Erling Blöndal Bengtsson gæddur þeirri gáfu, sem telja má aðalsmerki góðs listamanns, en það er hæfi- leikinn til að lifa sig inn í við- fangsefnin. Um það ber vott túlk- un hans á hinum ólíkustu við- fangsefnum. Efnisskráin á þriðju- dagskvöldið reyndi allmikið á þennan hæfileika, en þar naut hver höfundur sinna séreinkenna, hvort sem var Bach, Mozart eða Chopin eða þá höfundar hinna smærri viðfangsefna. Allt var þar gjörhugsað, svo erfitt er að benda á eitt, er tæki öðru fram. Guðrún Kristinsdóttir skilaði og sínu hlutverki af mikilli prýði og var samleikur þeirra yfirleitt ágætur og mun þó undirbúningstími ekki hafa verið langur. Guðrún lauk prófi við konunglega tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn s.l. vetur með ágætum vitnisburði og stundar þar nú framhaldsnám. Hún hefur þegar náð mikilli leikni og öryggi og hefur ótví- ræða tónlistargáfu. Eg vona að ekki líði á löngu þar til hún held- ur hér sjálfstæða píanótónleika. Viðtökur áheyrenda voru mjög góðar og varð Bengtsson að leika aukalög. Listamönnum bárust fagrir blómvendh'. J. T.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.