Dagur - 15.09.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 15.09.1954, Blaðsíða 1
GERlST ÁSKRIFENDUR! Sími 1166. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskriíendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 15. september 1954 40. tbl. Bandaríkjaforseti býður Tyrklandsforseta vel- kominn í „Bvíta-húsið“ Miklar framkvæmdir í Ólafsfirði Ráðamenn vestan járntjalds beina í æ vaxandi mæli athygli sinni að vömum landanna við botn Miðjarðarhafs og í Litlu-Asíu allri. Eitt nýjasta táknið um vaxandi vináttu og samstarfsvilja Banda- rikjamanna og Tyrkja er hcimsókn Adnan Menderes Tyrklands- forseta til Bandaríkjanna fyrr í sumar. Hann dvaldi m. a. 4 daga í Washington og ræddi þar við ýmsa áhrifamenn um fjárhags- og viðskiptamál milli ríkjanna. — Myndin sýnir Eisenhover forseta bjóða Menderes forseta velkominn í heimsókn í Hvíta liúsið. Fór hiö bczta á með Ijjóðhöfðingjunum tveim. Nv fiskimið fundin •/ Fyrir nokkru var frá því sagt að togarinn Jón Þorláksscn hefði fundið ágæt karfamið við Grænland. Nú í gær var togarinn að landa öðrum karfafarminum frá þessum nýju miðum, sem liggja í námunda við Angmag- salik. Þangað er 3G stunda sigl- ing' frá Rcykjavík. — Karfi sá, er verið var að landa í gær, er taiinn sá bezti karfi er komið hcfur á íand þar syðra. Fleiri togarar eru nú konrnir á Jónsmið, en svo eru þessi nýju mið kölluð, og hafa þegar aflast þar 6600 smálestir af' karfa. MOKAFLI SUNNANLANDS. Mokafli er nú hjá reknetabát- unum á Akranesi. I Miðnessjó og Grundarsjó hefur líka verið meiri afli og jafnari, en jafnvel dæmi eru til. Síldin er stór og feit. Valnr og atvinnurekendiir semja Héraðssáttasemjari Þorsteiim M. Jónsson hefur enn leyst vimmdeilu - Stórfelldum vandræðum forðað frá bæ og héraði Trúnaðarmannaráð Vörubíl- stjórafélagsins Vals samþykkti á fundi sínum 3. sept. sl., að félagið lýsti yfir vinnustöðvun á Akur- eyri frá og með 13. þ. m., hafi samningar um kaup og kjör við atvinnurekendur ekki tekist fyr- ir þann tíma. Trúnaðarmannaráð Verkamannafé. Akureyrarkaup- staðar samþykkti á fundi sínum 7. sept., að lýsa yfir samúðarverk- falli 16. þ. m., ef ekki tækjust samningar milli Vals og atvinnu- rekenda, og átti að framkvæma þá vinnustöðvun á þann hátt, að bann yrði lagt á alla vinnu verka- manna við losun og lestun skipa og bifreiða, sem flytja vörur að og frá bænum. Ennfremur hét Alþýðusambandið Val stuðningi, Þýzkt knattspyrnulið í boði Akureyringa Miklar líkur eru nú taldar til að flokkur þýzkra knattspyrnu- manna frá Bremen komi hingað til lands í júnímánuði næsta sum- ar í boði Akureyringa. Knatt- spyrnusamband íslands mun vera búið að veita nauðsynleg leyfi og er gert ráð fyrir að Þjóðvarjarnir keppi á Akureyri, Akranosi og Jeiki auk þess tvo leiki í Reykja- vík. og liafði fengið loforð ýmsra sam- bandsfélaga um stuðning. Og var sýnt, að svo var um hnútana búið af hálfu verkalýðssamtakanna, að stöðvaði ryrðu gersamlega allir flutningar að og frá bænum. — Þegar komið var fram um miðja síðustu viku, voru samningar strandaðir milli Vals og atvinnu- rekenda, og 12. þ. m. boðaði hér- aðssáttasemjari, Þorsteinn M. Jónsson, fulltrúa deiluaðila á fund með sér og hélt hann með þeim 2 fundi þá um daginn, og á síðari fundinum óskuðu fulltrúar atvinnurekenda eftir því við full- trúa Vals, að verkfalli því, sem hér var boðað frá og með 13. þ. m., yrði frestað um 14 daga í því skyni að tóm gæfist til þess, fyrir atvinnurekendur, að fá úrskurð Félagsdóms um það hvort Vöru- bílstjórafélagið Valur sé stéttar- félag í skilningi laga nar. 80, frá 1938, og hvort félagið hafi lög- lega heimild til að knýja fram með verkfalli, ef til kæmi, kröfur þær, sem felast í samningsfrum- varpi því (einkum 6. grein þess), sem félagið sendi sáttasemjara, Þorst. M. Jónssyni og atvinnu- rekendum, með bréfi, dags. 26. ágúst sl. Jafnframt óskuðu full- trúar atvinnurekenda eftir því að Vörubílstjórafél. Valur féllist á að atvinnurekenndur bæru fram- angreint atriði undir Félagsdóm áður en til vinnustöðvunar kæmi (sbr. lög nr. 80 1938). Fulltrúar Vals féllust á að bera framan- greinda málaleitun undir alm. fund í félaginu og skýra sátta- semjara frá niðurstöðum fundar- ins að honum loknum. Fund þennan héldu svo Valsmenn sl. laugardagskvöld og felldu þar með öllum atkvæðum framan- greinda málaleitan atvinnurek. Fundir hófust síðan hjá sátta- semjara kl. 10 á sunnudagsmorg- un og stóðu með litlum hvíldum þar til kl. 3 um nóttina. Auk full- trúa atvinnurekenda héðan úr bænum sátu fundina lögfræðing- arnir Barði Friðriksson og Guð- mundur Ásmundsson. Barði frá Vinnuveitendafél. ísl. og Guðm. Ásmundsson frá Vinnumálasam- bandi atvinnufélaganna. Og á sunnudagsfundinum mætti Jón Þorsteinsson, sem lögfræðilegur fulltrúi Vörubílstjói'afél. Vals. Að lokum tókust samningar og var aðalbreytingin, frá því sem verið hefur, sú, að vinnuveitend- ur þeir er að samningum þessum standa skuldbinda sig til að láta fullgilda meðlimi Vals hafa for- gangsrétt til bifreiðaleigu og alla flutninga með vörubifreiðum handa nefndum vinnuveitendum á félagssvæðiVals og öllum akstri út af því svæði, en það er lög- sagnarumdæmi Akureyrar. — Vinnuveitendur hafa ávallt frjálst val um það, hvaða meðlimi Vals þeir taka til vinnu, sbr. 4. málsgr. þessarar greinar: Framhald á 2. síðu). Borað eftir heitu vatni með nokkrum árangri - Síldarleysið \ eldur voiibrigðum - Múlavegurinn kominn yfir Bríkargil - Ynnri höfnin dýplmð - Sauðfénu fjölgar og Ólafsfirðingar kaupa ekki lengur mjólk frá Akurcyri Blaðið átti samtal við bæjar- stjórann í Olafsfirði, Ásgrím Hartmannsson, nú fyrir fáum dögum, og leitaði frétta af fram- kvæmdum í bænum. Varð hann góðfúslega við þeim tilmælum og eftirfarandi er fært í letur að samtalinu loknu: Ólafsfirðingar hafa nægilegt heitt vatn til upphitunar íbúðarhúsa. Ólafsfirðingar leytuðu í sumar að heitu vatni. Létu þeir bora 3 holur. Tvær 50 metra djúpar og eina holu grynnri. Fengu þeir úr þeim nokkurt vatnsmagn. Sú aukning var þó ekki hreinn ávinningur, því jafnhliða minnk- aði heita vatnið í þeim borholum, er gerðar voru á árunum 1947 og 1948. Jarðboranir ríkisins fram- kvæmdu verkið þá, eftir athug- anir með þeim fullkomnustu tækjum, sem þessi ríkisstofnunu, Jarðboranir ríkisins, hefur yfir að ráða. En Ólafsfirðingar vildu, ef unnt væri, auka heitavatnið og freysta þess að fá það heitara. Á vegum sama fyrirtækis og eftir endurnýjaðar rannsóknir var svo verkið hafið í sumar að nýju. Er talið að vatnið hafi aukizt um allt að 2 sekúndulítra og hitn- aði lítilsháttar. Vatnið er 53—54 gráður. Þetta vatnsmagn, sem orðið er samtals fast að 9 lítrum á sek. nægir Ólafsfirðing- um til að hita upp öll hús kaup- staðarins. Telur Gunnar Böðv- arsson verkfræðingur ekki lík- legt að mikil von sé á meira vatni í þessum tveimur vatnsæðum er náðst hafa. Atvinna treg — Stúlkurnar vant- aði atvinnu. Heldur hefur atvinna verið lítil í Ólafsfirði í sumar. Sérstaklega hafa stúlkurnar haft lítið að gera. Síldarleysið olli vonbrigðum þar eins og annars staðar og hrað- frystihúsið var ekki tilbúið að taka á móti fyrstu síldinni. Það er nú eftir endurbyg'ginguna orð- ið með fullkomnustu hraðfrysti- húsum landsins. Allmikið er byggt af smáíbúðum í kaupstaðn- um og fram í firði er verið að byggja upp á þeim eina bæ er eftir var að húsa, af þeim sem í byggð eru. Kúm og ldndum fjölgar — Erfið hcyskapartíð. Ólafsfirðingar keyptu áður fyrr töluvert af mjólk, héðan frá Akureyri, en bændurnir þar ytra fullnægja nú eftirspurninni sjálf- ir, því ræktunin vex jafnt og þétt. Sauðfénu hefur fjölgað aftur og er nú orðið nær jafnmargt og var fyrir fjárskiptin. Fjölgaði því mjög mikið í fyrra enda gott heyskaparár þá. Nú í sumar hefur gengið erfiðlega að þurrka hey í Ólafsfirði og eru víða hey úti þar eins og annars staðar hér nyrðra. Brikargil yfirunnið. Unnið hefur verið við Múla- veginn í allt sumar og hefur þegar verið gerður 600 metra langur vegur og hið illræmda Bríkargil yfirunnið. Það gil var talið erfið- ast allra torfæra á leiðinni, að Ófærugjá einni undanskilinni. Er nú um 300 metra langur kafli eft- ir þangað. Á þeirri leið eru að vísu torfærur eða 3 gil, en ekkert þeirra mjög erfitt. Vegurinn sem lagður er í sumar er 7 metra breiður. Vegalagningin í sumar hefur, samkvæmt áliti Jóhanns Hjöi'leifssonar gengið mikið bet- ur en búizt var við og kostnaður minni. Er nú sýnt að Múlavegur- inn, þessi margumtalaða vega- gerð, nær fram að ganga og verð- ur sennilega ekki eins erfið og ætlað var. Verða það fleii'i en Ólafsfirðingar, sem njóta góðs af honum þótt hanri sé fyrst og fremst Ólafsfirðingum lífsnauð- syn. Hafnarbætur. Innri höfnin í Ólafsfirði hefur verið dýpkuð í sumar. Grettir hefur mokað upp höfnina og lok- (Framhald á 7. síðu). Smárakvartettinn fékk ágætar viðtökur á Suðurlandi Smárakvartettinn frá Akur- eyri, sem verið hefur í söngför sunnanlands, fékk hvarvetna hinar ágætustu viðtökur og góða dóma fyrir söng sinn. — Kvartettinn hefur bæði sungið í Reykjavík, Hafnarfirði, Hlé- garði, Njarðvíkum og víðar. — Jóhann Konráðsson söng inn á plötur hjá Ríkisútvarpinu og kvartettinn söng inn á hljóm- plötur hjá Tonika í Reykjavík. Þeir félagar ætla að syngja í Nýja-Bíó hér á Akureyri á sunnudaginn kemur kl. 3 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.