Dagur - 15.09.1954, Page 8
8
Bagub
Miðvikudaginn 15. sept. 1954
Hvalveiðar fyrir Norðiirlandi
Kunnur íþróttamaður og livalaskytta. Norðlend-
ingar hafa í sumar borðað 21 hrefnu. Margar
byssur um borð. Byssunum beint að fleiru en
hvölum - en „aldrei æðarfugli“. Marsvína-
torfan fékk að fara í friði
Dagur hitti að máli Pál A Páls-
son hrefnuskyttu, nú um helgina
og greip þá tækifærið til að leita
frétta af veiðiskífþ hans. Varð
hann góðfúslega við þeim tilmæl-
um.
Páll A. Pálsson er kunnur
veiðimaður. Hann hefur haft
hrefnuveiðar fyrir atvinnu s. 1.
7 ár. Síðustu 4 árin hefur hann
stundað þessar veiðar á 14 smá-
lesta mótorbátnum Björgvin. Á
þessum tíma hefur hann alls
fengið 121 hrefnu. Eru þær mis-
munandi að stærð en sumar allt
að 12 metra langar.
Norðlendingar borða mikið af
hrefnukjöti.
Hrefnukjötið frá Páli er selt á
sumrin á öllum verzlunarstöðum
norðanlands og þykir góður mat-
ur og beinlínis eftirsóttur í kjöt-
leysinu á sumrin. í sumar hafa
Norðlendingar þannig borðað 21
hrefnu en þá veiði hefur hrefnu-
skyttan dregið á land, það sem
af er vertíðinni.
Veiðisvæðið er frá Skaga að
Sléttu, bæði djúpt og grunnt. 1
sumar hafa hrefnurnar haldið
sig á meira dýpi en undanfarið.
Einn daginn fékk hann 3 hrefnur
og er það mesta veiði er hann
hefur fengið til þessa á einum
degi.
Héraðsmót UMSE
var lialdið í Palvík laugardaginn
11. og sunnudaginn 12. sept.
A laugardaginn fór fram undan-
keppni í frálsíþróttum.
Kl. 2 á sunnudaginn setti Valdi-
mar Óskarsson, form. sambandsins
mótið, sem síðan hófst með guðs-
þjónustu, og messaði sr. Stefán V.
Snævarr á Völlum. Ræddi hann m.
a. um samstarf ungmennafélaganna
og kirkjunnar í landinu og' bar
fram tillögu um að æskilegt væri
að forvígismenn ungmennafélag-
anna, ]>restar og aðrir kirkjunnar
menn á samhandssvæðinu, heiðu
með sér talþing, þar sem þessi mál
yrðu rædd og fundinn grundvöllur
fyrir frekara samstarfi þessara aðila.
Þá flutti Jón Trausti Þorsteins-
son íþróttakennari erindi og sagði
meðal annars frá starfsemi dönsku
íþrótta- og ungmcnnafélaganna, en
að þeim málum hefur Jón Trausti
starfað 2 ár í Danmörku. Var ræðu
hans vel tekið.
Að því loknu hófst keppni i
frjálsum íþróttum. Til leiks voru
skráðir 39 þátttakendur í 15 íþrótta-
greinum.
Mótsstjóri var Höskuldur Karls-
.son. Mótið fór liið bezta fram og
var þátttaka mikil.
Pá!l er afburða skyfta — missir
alrei marks.
Þegar Páll hóf veiðarnar fyrir
7 árum síðan, hafði hann enga
reynslu við að styðjast og notaði
þær veiðiaðferðir er hér höfðu
áður tíðkast. Þá kom það oft
fyrir að elta þurfti hrefnurnar
klukkustundum saman eftir að
þær voru skutlaðar. Var ketið
af þeim oft orðið skemmt, þegar
þær loksins voru yfirunnar. Páli
þótti þetta ljótur leikur og sætti
sig ekki við svo ómannúðlega að-
ferð. Og var jafnvel um tíma að
hugsa um að hætta hrefnuveiðum
með öllu af þessum sökum. En
með bættum veiðiaðferðum og
reynslu hefur þetta breytzt svo
að ekki líða nema 5—10 mínútur
frá því skutlinum er skotið úr
hvalabyssunni og þangað til fórn-
ardýrið er dautt. Og oft stein-
drepur skotið hrefnuna svo að
hún sekkur til botns strax. En
hin sterka nælonlína, sem fest
er við skutulinn, fylgir henni eft-
ir og með henni er skepnan dreg-
in upp á yfirborðið. Varla kemur
það fyrir að Páll missir marks.
Hann er afburða skytta og lætur
ekki freistast fyrr en færið er
gott.
Spennandi augnablik, en stund-
um lítið sofið.
Allmikinn eltingarleik og
spennandi augnablik eiga hrefnu-
skytturnar. Páll hefur t. d. elt
hrefnu samfleitt í 16 klst. og misst
af henni að lokum. Komst hann
aldrei í skotfæri. Stundum er
hægt að komast í skotfæri nærri
strax og hrefnunnar hefur orðið
vart. En allt er undir því komið
að gott sé í sjóinn, því ógerlegt
er að fást við hrefnuskyttii'í nema
í blíðskaparveðri. Stundum verð-
ur lítið um svefn, og komið hefur
það fyrir að ekki hefur verið sof-
ið um borð í 2 sólarhringa sam-
fleytt.
Á hrefnubátnum Björgvin eru
3 menn. Guðmundur Hauksson,
vélstjóri og bróðir hans Jóhann
auk skyttunnar, sem jafnframt
er formaðurinn.
Aldrei æðarfugl.
Stundum skjóta þeir félagar
seli og hnýsur. Lítið hefur séðst
af hnýsum í sumar en nú fyrir
nokkrum dögum skutu þeir sel
á Skagafirði. Ekki er hvalabyss-
an notuð til slíks, heldur einhver
af þeim 5 byssum sem jafnan eru
um borð, auk hvalabyssunnar.
Stöku sinnum skjóta þeir líka
sjófugla til tilbreytingar í dag-
legu fæði. En aldrei æðarfugl,
sagði Páll aðspurður!
Fiska á nælonfæri — draga 4—6
fiska í einu.
Fiskveiðar hafa þeir nokkuð
stundað eftir því sem við verður
komið. Nota þeir þá nælonfæri
og pilk. 6—7 allstórir aunglar eru
svo, n^eð meters millibiii, festir
ofan við pilkinn og þeir beittir
gerifbeitu í ýmsum litum. Hefur
oft komið fyrir að 4—6 fiskar
fást þannig í einum drætti. Það
verður að varast að draga færið
ört, þegar fiskur er kominn á,
eins og gert var í gamla daga.
Heldur vei'ður nú að draga mjög
hægt frá botni. Hlaupa þá stund-
um mai'gir fiskar á eftir og taka
beituna. Undanfarið hefur verið
góður fiskur á Skagafirði.
Páll fer aftur út á veiðar þegar
veður breytist og ætlar að halda
þeim áfram á meðan tíð leyfir eða
að minnsta kosti fram til næstu
mánaðamóta.
Beinhákarlinn er lífseigur.
Marsvínunum óskað góðrar
ferðar.
Undanfarin sumur hefur Páll
orðið var við beinhákarl. Þegar
sjór er sléttur og sólskin, liggur
hákarlinn í vatnsskorpunni og
sést þá aðeins ugginn uppúr sjón-
um. Ekki hefur hann verið áreitt-
ur af Páli, nema einu sinni í
fyrrasumai'. Þá sáu þeir félagar
einn slíkan, sofandi í vatnsskorp-
unni og skutu á hann úr hvala-
byssunni. En beinhákarlinn er
lífseigur eins og frændur hans og
þurftu á hann mörg skot og stór
áðui' en hann gæfist upp að fullu.
Var farið með hann til Húsavíkur
og tekin úr honum lifrin, sem
var á 7. tunnu. Ekki er hægt að
verka hákarl þennan' á venjuleg-
an hátt og var hann því ekki
(Framhald á 7. síðu).
Árm. Dalmannsson
sextugur
Ármann Dalmannsson, Aðalstr.
62 á Akureyri varð sextugur á
sunnudaginn var. Fjöldi vina og
kunningja heimsóttu hann þennan
dag,. og var honum sýndur marg-
háttaður heiður í tilefni af afmæl-
inu. íþróttasamband Islands sæmdi
hann gullstjörnu ÍSI, Iþróttabanda-
lag Akureyrar færði honum fagurt
málverk af Eyjafirði, Knattspyrnu-
félag Akureyrar færði honum einn-
ig málverk af Goðafossi, og var það
afhent af sigurvegurunum á knatt-
spyrnumóti Norðurlands, IC. A. —
Málverkjn voru bæði eftir Garðar
Loftsson málara.
Ymis önnur félög og félagasam-
tiik heimsóttu Ármann og sýndu
honum vináttu og virðingu.
Ármann Dalmannsson er maður
óven juvinsæll, enda hinn bezti
drengur. Dagur flytur lionum inni-
legar árnaðaróskir í tilefni af þess-
um tfmamótum.
„Veðuríar" garðanna
Vandi að velja garðstæði. Kalda loftið leitar í
lægðirnar. Morgunsólin hættuleg kartöflum. -
Skjólbelti nauðsynleg, jafnvel vírnet veita skjól
Góð garðstæði.
Alkunugt er að lega garðanna
ræðui’ miklu um sprettuna. Flest-
ir „gæðagarðar11 liggja í skjóli
og móti sól. Gott garðstæði er
gulls ígildi. 1 sumum löndum er
farið að leita til veðurfræðinga
við val garðlanda og lóðakaup.
Jarðveginn má fremur bæta og
oftast er þörf á því. í danska rit-
inu „Vor Viden“ ræðir Leó Lys-
gaard veðurfræðingur þetta efni
nýlega. Hann segii' að garðstæði í
Kaupmannahöfn, sem halli 5°
móti suðri, hljóti jafnmikinn sól-
arhita um hádegið og láréttur
flötur í Bonn í Þýzkalandi. Ef
garðstæðið í Kaupmannahöfn
hallar 10° móti suðri verður sól-
arhitinn á því eins mikill og lá-
réttu garðstæði suður í Lyon á
Frakklandi. Halli fletinum móti
norðri fær hann minni hita frá
sólinni. Sé hallinn móti norðri 5°
fær Kaupmannahafnarbletturinn
aðeins jafnmikinn hita og lárétt-
ur blettur í Gaule í Svíþjóð og
ef hallinn móti norðri er 10° fær
hann ekki meiri sólai'hita en lá-
réttur blettur norður í Hapar-
anda langt norður í Svíþjóð. Hér
á landi kannast allir við hitamun-
inn á bersvæði og í brekkum á
á móti sól. Það er allt annað
„loftslag11 sunnan og norðan í
hól, t. d. þegar hafgola blæs í
Eyjafirði. Kalt loft er þyngra en
heitt og sígur undan halla niður
í lægðirnar líkt og vatn, t. d. á
svölum nóttum og heldur sig nið-
ur við jörðina. Þess vegna er oft
hættara við næturfrosti niðri í
lægðum en uppi í brekkum eða á
hólum. Verstar eru mýralægðir.
Lítill hæðarmunur getur ráðið
úrslitum. Kalda loftið þarf að
hafa framrás úr garðalægðum.
Hlaðnir garðar til varnar kalda
loftinu.
í Rínarhéruðum Þýzkalands
eru víngarðar í brekkum. Þar
eru víða ræktuð limgerði eða
hlaðnir veggir ofan við garðana
til að stöðva kalda loftið þegar
það rennur niður brekkurnar og
veita því frá görðunum. Stundum
er einhverju svælt, þannig að
reykinn leg'gi yfir garðinn þegar
hætta er á næturfrosti. Reynt
hefur verið að setja loftið á
hreyfingu með mylluvængjum,
en þykir of dýrt. Reynt er að
segja fyrir frosthættu með raka-
og hitamælingum. Görðum, sem
halla móti austri er sérlega hætt
við skemmdum af næturfrosti, af
því að morgunsólin þíðir frosnar
jurtirnar, t. d. kartöflugrös, of
fljótt. Nægur kalíáburður eykur
frostþol jurtanna. Ef þéttir veggir
eru umhverfis garð í brekku þarf
að vera hlið, t. d. net eða grindur
fyrir lægstu hliðinni svo að kalda
loftiö geti óhindrað runnið út, en
staðnæmist ekki í garðinum.
Þetta er einkum nauðsynlegt
haust og vor, þegar næturfrosta-
hættan er mest. Sumarveðráttan
er svöl hér á landi. Veitir ekki
af að velja garðstæði móti sumri
og sól og þar sem næturfrosta-
hættan er minnst, sé þess nokkur
kostur.
Sólin skín jafnt á réttláta og
rangláta, en.. ..
Sama er að segja um bygginga-
lóðir og hússtæði. Sólin skín að
vísu bæði á réttláta og rangláta,
en húsin eru að öðru jöfnu hlýrri
í hallanum móti sól og íbúunum
líður betur að því leyti, en hin-
um, sem verða að búa við veldi
Norðra. Skjólbelti eru mjög mik-
ilvæg í jafn stormasömu landi og
íslandi. Birkið er harðgerðasta
tréð, sem nú er völ á í skjólbelti
hér. Skjólbelti úr trjám og runn-
um eru að ýmsu leyti betri en
steinveggir eða nær alveg þéttar
girðingar, og skýla stærra svæði.
Þau draga úr vindhraðanum, en
veggirnir „brjóta“ vindinn, en
hann nær sér niðri aftur tiltölu-
lega ske.mmt. frá veggnum Rimla-
girðingar geta verið allgóðar.
Ástralíumenn eru jafnvel farnir
að reyna þéttriðin vírnet í skjól-
girðingar og telja koma að veru-
legu gagni.
Skógar jafna ioftslagið. Á sól-
skinsdegi getur hitinn orðið
nokkrum gráðum hærri í skógar-
rjóðri en úti á bersvæði. En inn í
milli trjánna í sjálfum skóginum
er daghitinn lægri, en næturhit-
inn meiri en á bersvæði. Hita-
sveiflurnar flytjast að nokkru frá
skógsverðinum-og upp í trjátopp-
ana. Skyldu ekki akrar forfeðra
vorra æði víða hafa notið góðs af
skógarskjólinu fyrr á tíð? Allar
líku brenda til þess. Nú keppast
gróðrarstöðvar við að koma upp
skjólbeltum um uppeldisreiti og
garða, enda er gagnið af því aug-
Ijóst.
Ingólfur Davíðsson.
Jörundur landar í dag
Togarinn Jörundur frá Akur-
eyri landar í dag í Hamborg. Lít-
ið hefur enn frétzt af veiðiskap
Jörundar í Norðursjónum. En
sarr.kvæmt upplýsingum Guð-
mundar Jörundssonar, um síð-
ustu helgi, en hann er staddur í
Hamborg, fékk hann þær fréttir
af togaranum þrjá fyrstu veiði-
dagana að fyrsta daginn fengu
þeir ekki neitt en næstu tvo daga
góða veiði.