Dagur - 27.11.1954, Side 6
G
D A G U R
Laugardaginn 27. nóvember 1954
í óttans dvtum
Saga ettíx ÐIANA BOURBON
4 DAGUR.
Þjóðveirjar beinlínis biðu eftir
(Framhald).
sjaldnar í London en ella. Eg
spurði um. Réne, en hún fór und-
an í flæmingi. Hann var í ein-
hv.erri dularfullri. sendiferð, hélt
hún. og eyddi málinu. Eg rildi
ekki hrófia við trú hennar og
staðfestu.
Þar á ofan var hún sár við, mig,
sem vonlegt var, og ekki bætti
það úr skák. Hún var sannarlega
í þörf fyrir trúnaðarmann og vin.
Eg hafði brugðizt henni þar, er
hún leitaði til mín, og hún var of
stolt til þess að gera aðra tilraun.
Það var einmitt eftir mjög erf-
iða hádegisverðarsetu með Lindu,
sem Mohr hafði sent eftir mér og
skipað mér að koma í skvndi.
Mér varð þá ljóst, að nú var starf-
ið hafið. Mohr hafði horft á mig
hálflokuðum augum og byrjað að
tala um leið og eg kom inn í her-
bergið. „Hvernig var það,“ sagði
hann. „Gekkst þú ekki eitt sinn
í skóla í Lausanne?“
„Jú, eg gerði það “
„Og skólasystur þínar voru m.
a. þær Lafði Barbara og Lafði
Jane Wilder. Þekktirðu þær vel?“
„Eg get varla sagt að eg þekkti
Babs. Hún var nokkuð eldri en
eg. En Janie var í mínum bekk.
Eg verð að játa, að mér féll við
hvoruga þeirra.“
„Það var slæmt. Þú verður að
taka út á það nú.“
„Áttu við.... Er það meining-
in að eg verði kyrr hér í Lon-
don?“
. „Vertu ekki svona vonsvikin á
svipinn. Já, þú verður hér í Lon-
don. Til að byrja með að minnsta
kosti.“
„En eg hélt.... “
„Þú hélzt og þið haldið,“ hann
brosti allt í einu, og þá breyttist
andlit hans furðulega. „En láttu
þér bara ekki bregða. Héðan í frá
áttu það starf fyrir höndum að
endurnýja kunningsskap við lafði
Barböru Romney.“ Hann leit
upp. „Þú hafðir heyrt að hún
giftist Romney?"
„En sú spurning. Fréttin um
það ruddi stríðsfréttunum af for-
síðum blaðanna. Það var ekki
liklegt að það færi fram hjá mér,
að næst æðsti hershöfðingi Breta-
veldis gekk að eiga gamlan skóla-
félaga minn.“
„Jú, jú,“ sagði Ben. „hinn æv-
intýralega ríka Oliver Romney,
— glæsilegasta og rnest umtalaða
hershöfðingja Bretaveldis, mynda
kóng blaðanna, kannske snjall-
asta hershöfðingja landsins að
auki, næst á. eftir Monty auðvit-
að, sem ekki hefur útlitið og
glæsimennskuna, karlsauðurinn."
Eg brosti. „Eg hélt að við vær-
um að tala um Babs,“ sagði eg.
„Hvers vegna heldurðu að hún
hafi gifzt honum?“ hélt Ben
áfram í sama dúr. „Babs Wilder
er ekki hrifin af Romney frekar
en mér. Líklega giftist hún til
fjár og til þess að verða frú næst-
æðsta hershöfðingja landsins. Það
er þó alltaf nokkuð Þar fær hún
að taka á móti gjörvöllu herfor-
ingjaráðinu heima hjá sér!“
Eg tók eftir háði í rödd hans.
„Og það er á þér að heyra, að þú
sért ekkert sérlega ánægður yfir
því.“
„Nei, og hver skjddi beinlínis
fagna því? Romney er alveg
blindur gagnvart henni. Og nú er
staðfest, að einhvers staðar lekur
á háum stöðum. Árásin á Harde-
lot fór út um þúfur af því að
okkar mönnum í fjörunni. Já,
það lekur einhvers staðar. Og
það er ekki glæsileg tilhugsun,
þar sem innrásardagurinn er ckki
langt undan og undirbúningur er
'í. fullum gangi. En það er ckki
hægt að segja stjórninni hér, að
:hún megi ekki treysta einum
.æðsta hershöfðingja sínum vegna
þess að grunur leiki á að konan
hans sé ekki sem trúverðugust."
„Þetta er ótrúlegt," sagði eg
og var í sannleika undrandi. „Og
það meðal annars af því, að Babs
hefur alls ekki gáfur né þekkingu
til slíkra starfa.“ Eg fór í hugan-
um yfir allt, sem eg vissi um Babs
Wilder eða hafði heyrt um hana.
Nafnið hafði mér alltaf þótt
fallegt. Fagurt, en vakti þó ekki
traust. En gat nokkur kona, sem
var óeinlæg og svikul hafa lent í
eins mörgum ævintýrum og hún?
En var ekki maður, sem komst að
niðurstöðu án fyrirhafnar eða
sannana. „Þú hlýtur að hafa eitt-
hvað fyrir þér, sagði eg. „Þú segir
þetta ekki út í bláinn." Hann
svaraði mér ekki.
Eg reyndi aðra leið. „Auðvitað
var tími til kominn,“ sagði eg.
„Tími kominn til hvers?“
„Að hún giftist, auðvitað Eg
hef vei-ið að leggja saman tvo og
tvo og hún hlýtur að vera orðin
a. ,m. k. þrjátíu og sex ára.“
„Ekki lítur hún út fyfif það En
sennilega er þetta samt rétt hjá
þér. Hún á barn, um það bil árs-
gamalt." 1 '
„Já, alveg rétt, þau: eignuðust
son. Það var heppilegt fyrir Babs.
Erfingi óðals og auðæfa. í augum
hershöfðingjans getur hún ekki
gert neitt rangt héðan af.“ Eg
beið eftir að hann segði mér eitt-
hvað um ástæðuna fyrir grun-
semd sinni, en hann var enn ekki
tilbúinn.
„Eg vil að þú endurnýjir kunn-
ingsskapinn. Þú verður að komast
inn á heimilið, verða húsvinur.“
,.Eg mundi þurfa að sækja það
mál með aðstoð Janie. Babs
mundi aldrei að fyrrabragði veita
mér neina slíka aðstöðu. Systrun-
um kom illa saman á yfirb’orðinu
í gamla daga, en það risti ekki
djúpt. Eg verð að komast inn á
Janie. En meðal annarar orða:
(Framhald).
f BÚÐ
2—3 herbergja, óskast til
kaups.
Upplýsingar í síma 1045.
Getum enn saumað
nokkur FÖT
fyrir jól.
I-IÖFUM FÖT Á LAGER.
Sanmastofa
Björgvins Friðrikssonar,
Landsbankahúsinu, 3 hæð.
Sími 1596.
Nokkrar skólastúlkur
vantar atvinnu síðari hluta
dagsins. Margt kemur til
greina. — Uppl. í síma 1534
kl. 8—9.30 n. k. mánudag.
N. L. F. A. ji
|| Hveitiklíð
i; Hveitikím i;
Bankabygg
«; Hrísgrjón ófægð j:
IHafrar, skornir ;
Smáramjöl :
Þaratöflur j
ii Eplasýróp ;
|i Söl — Fjallagrös
Púðursykur clökkur j:
Kandís jj
VÖRUHÚSIÐ H.F. j!
Handsnúin saumavél,
ný, með zig-zag-fæti, til sölu.
Upplýsingar í síma 1959.
Saumavéla-
mótorar
KOMNIR AFTUR.
Kosta aðems kr. 364.00
Véla- og búsáhaldadeild
Loftvogir
Veðurhös
fárn og glervörudeild
Jólatrésskraut
í MIKLU ÚRVALI.
Járn- og glervörudeild
Jólakortin
FÁST H JÁ OKKUR.
Járn- og glervörudeild
Rafmagns-
kaffikvamir
NÝ TEGUND
MJÖG ÓDÝR.
Véla- og búsáhaldadeild
Kjólaefni
í barnakjóla og kvenkjóla.
FLANNEL, grátt, 120 cm. breitt.
Kr. 64.00 pr. m.
PILSEFNI, margar tegundir.
V efnaðarvörudeíld
Herraskyrtur
einlitar og tvílitar.
Vefnaðarvörudeild.
EPLIN
Koma með Esju á mánudaginn.
Delicious og fleiri tegundir.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin og útibúin.
Nýtl! Nýlt!
BARNAKJÓLAR fl. gerðir
NÁTTFÖT (dömu)
N YLONUNDIRKJ ÓL AR
NYLON-SOKKAR m. gerðir
NYLON-MAGABELTI
NYLON-SOKKAR saumlausir
PEYSUR í mildu úrvali
BLÚSSUR
BRJÓSTAHALDARAR
o. m. fl.
Verzlunin LONDON
EYÞÓR H. TÓMASSON.
L Ö G T Ö K
Eftir kröfu Sjúkrasamlag Akureyrar og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látin fara fraiiþ á kostn-
að gjaldenda en ábyrgð Sjúkrasamlagsins fyrir van_
goldnum iðgjöldum til þess, gjaldföllnum árið 1954,
að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar.
Akureyri, 26. nóvember 1954.
BÆJARFÓGETINN.