Dagur - 27.01.1955, Qupperneq 1
XXXVIII.
árg.
Akureyri, fimintudaginn 27. janúar 1955
4. tbl.
Frelsi í hrunafryggingunt færir
Icigjöld húseigenda í Vík í Mýrdal lækka um
40% þegar þorpsbúar fá að skipta við
Samvimiutryggingar
Davíð veitir viðtöku lieiðursborgarabréfinu
í afmælishófi því, er lialdið var í Reykjavík 22. þ. m. í tilefni af 60 ára afmæli Davíðs skálds Stefáns-
sonar afhcnti forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, Davíð heiðursborg-
arabréf frá bæjarstjórninni hér og flutti skáldinu ávarp við það tækifæri. Er það birt á 5. síðu blaðs-
ins. Myndin sýnir Þorstein M. Jónsson afhenda skáldinu heiðursskjalið í veizlunni, á myndinni sjást
einnig Steingrímur J. Þorsteinsson prófesson, Páll ísólfsson vcizlustjóri og frú hans. Nánar er sagt
frá afmælishófinu á 5. síðu. (Ljósm. P. Thomsen).
Nauðsynlegt að gerðar séu nákvæmar rannsókn-
ir og síðan hafist handa til að fyrirbyggja
rafmagnsti’uflanir
Hreppsnefnd Hvammshrepps
í Vestur-Skaftafellssýslu hefur
fyrir nokkru gert samning við
Samvinnutryggingar um bruna-
tryggingar á öllum húsum í Vík
í Mýrdal, og lækka allar húsa-
tryggingar í Vík um 40%, þegar
samningurinn gengur í gildi 15.
október 1955. Er Víkurkauptún
þar með orðið fyrsta kauptún
eða kaupstaður á íslandi, sem
notfærir sér heimild Iaganna,
sem sett voru á s.l. ári, þess efnis
að sveitarfélög utan Reykjavíkur
mættu semja við hvaða aðila, sem
Jónas Þorbergsson
sjötugur
Jónas Þorbergsson fyrrveiandi
útvarpsstjóri og ritstjóri varð
sjötugur 22. þ m. Hann var rit-
stjóri Dags árin 1920—1928 og
þá þegar í hópi ritfærustu og
álhrifamestu blaðamanna lands-
ins. Nutu mörg góð málefni
stuðnings hans og Dags og var
blaðið áhrifamikið í höndum
hans. Héðan hvarf Jónas suður
og varð ritstjóri Tímans og síðan
útvarpsstjóri fiá 1930 til 1953.
Mörgum öðrum trúnaðarstörfum
hefur hann gegnt, var m. a. al-
þingismaður fyrir Dalasýslu um
tíma. Dagur sendir þessum fvrrv.
ritstjóra og þjóðkunna merkis-
manni árnaðaróskir og kveðjur
á þessum tímamótum í ævi hans.
þeim þóknaðist, um brunatrygg-
ingar.
Jafnframt var sanvið um bruna-
tryggingar húsa í Hvammshreppi,
sem eru utan kauptúnsins, og
fengu þau öll 16—25% lækkun,
enda voru tryggingariðgjöld í
sveitum miklu lægri en í kaup-
túnum, og ríkti í þeim efnum
óeðlilegt ósamræmi, þar sem
brunavarnir í sveitum eru engar,
en slökkvitæki til í flestum eða
öllum kauptúnum og kaupstöð-
um.
Þessi kjör á brunatryggingum,
sem stórlækka brunatrygginga-
gjöld, standa af hálfu Samvinnu-
trygginga öllum kauptúnum og
kaupstöðum til boða, svo og til—
boð um mikla lækkun í sveitum
landsins. Hefur þannig skapazt
grundvöllur fyrir lægri bruna-
tryggingarkostnaði um land allt
og réttlátara samræmi milli
trygginga hvar sem er á landinu,
þannig að enginn einn hópur
manna greiði fyrir tryggingar
annarra.
Félagsráðsfundur KEA
vcrður haldinn áð Ilótel KEA
niánudaginn 14. febrúar n. k.
og hefst kl. 1 e. h.
Sr. Ragnar F. Lárusson
prestur í Siglufirði
Kirkjumálaráðherra skipaði 24.
þ.m. séra Ragnar Fjalar Lárusson
til að verða sóknarprest í Siglu-
firði frá 1. febr. þessa árs að telja,
en hann var atkvæðahæstur í
prestskosningunum, sem fram
fóíu í Siglufirði fyrir áramót.
Verulegt tjón í eldsvoða
í Grenivík
Á laugardagskvöldið í fyrri
viku, kviknaði í tveggja hæða
geymsluhúsi á Grenivík. Var það
í eigu Þorbjárnar Áskelssonar.
Var þetta mikið hús og nýlega
viðgert. Þar voru geymd verkfæri
og vélar, þar á meðal dráttai-vél
svo og reknet og fleira og nokkur
hráolíuföt. Eldurinn varð strax
mjög magnaður cg féll húsið eft-
ir litla stund og varð engu bjarg-
að. Tvær Ijósavélar brunnu þarna
inni og er ætlun manna áð
kviknað hafi útfrá þeim. Logn
var og þess vegna hægt að verja
næstu hús. Húsið mun hafa verið
lágt vátryggt. Flest af því sem
inni brann var lágt tryggt og sumt
ekki brunatryggt. Hefur Þor-
björn útvegsbóndi því orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni.
Sigurjón Rist starfsmaður Raf-
orkiimálaskriSstofunnar í Reykja
vík, kom hingað norður á rneðan
rafmagnstruflaniniar voru, að
tilhlutan Laxárvirkjunarinnar og
athugaði krapastíflurnar við
Laxá.
Mældi hann og merkti yfir-
borð og rennsli árinnar, eins
og það var þá. En síðar verður
unnið úr þeim athugunum, áður
en hafizt verður handa um fram-
kvæmdir til að fyrirbyggja er.d-
urteknar rafmagnstruflanir af
krapastíílum ef íært þykir.
Nýr farvegur?
Blaðið átti tal við Slgurjón að
þessari rannsókn lokinni og
spurði um álit hans á málinu.
Hann sagoi að mælingar þær,
er hann hefði gert að þessu sinni
þar austurfrá, gætu gefið ýmsar
upplýsingar, þegar úr þeim væri
unnið og enníremur yrðu stað-
hættir athugaðir betur, begar
snjóa leysti. Sigurjón benti á að
ef til vill þyrííi að búa ánni nýan
farveg, sem nota mætti til vara
og hleypa ánni í þegar eins stæði
á og nú.
Myndun kraps.
Laxá er straumþung allt frá
upptökum sínum í hlývatni og
þar til hún hefur runnið gegnum
aflvélar virkjunarinnar. Þá tekur
við flatlendi. Ána leggur sjaldan
á þessari leið. Þegar frost og hríð-
ar ganga. ber hún með sér krap
og íshröngl. Algengast er að áin
fari undir ís nokkrum km neðan
við virkjunina. Þar hleðst krapið
upp, og í langvarandi frostum
safnast það fyrir allt upp að
virkjuninni og hækkar vatns-
(Framhald á 7. síðu).
Framsóknarmenn ræða
f járkagsáætlunina á
aiámidagskvöldið
Framsóknarféíag Akureyrar
hcfur almennan umræðufund
næsík. mánudagskvöld og er
aðalumræðuefni lundajins
fjárhagsáætlun Akureyrar 1955,
sem íekin inun verða íil loka-
afgreiðslu í bæjarstjóm innan
skamms. Málshefjandi verður
Jakob Frímannsson fram-
kvæmdastjóri, fulltrúi Fram-
sókuannaiina í bæjarráði.
Fundurinn verður að Hótel
KEA og heíst kl. 8.30. e. h.
Bavíð [íaíikar heiðorinn
Myndin er frá afmælishófi Davíðs Stefánssonar í Reykjavík, er
skáldið flutti þakkir sínar fyrir heiður og vinsemd á 60 ára afmæl-
inu. Flutti skáldið snjalla og efnismikla ræðu við þetta tækifæri og
Iýsti m. a. viðhorfum sínum til listarinnar á eftinninnilegan hátt.
Forsetahjónin sátu veizluna og sjást þau á myndinni (Ljósm. P.
Thoinscn).