Dagur - 27.01.1955, Blaðsíða 4
4
D AGUR
Fimmtudaginn 27. janúar 1955
ÐAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 60.00.
Gjalddagi er 1. júlL
Prentverk Odds Djörnssonar h.f.
Nornin með eitraða eplið
„Hin gamla góðkunna kaupmanns-
verzlun.“
! ALLIR kannast við söguna af Mjallhvít kóngs-
dóttur og norninni, sem varð stjúpmóðir hennar,
dulbjó sig og gaf henni eitrað epli, til þess að
reyna að ráða hana af dögum, af því að Mjallhvít
iþótti „þúsundfalt fríðari" en nornin.
Sú saga endurtekur sig stundum í ýmsum efn-
'um, a. m. k. tilraunir nornarinnar.
HINN 18. þ. m. segir Morgunblaðið frá því í
leioara, að í Vestur-Skaftafellssýslu starfi tvö
kaupfélög: Kaupfélag Skaftfellinga og Verzlunar-
:?élag Vestur-Skaftfellinga.
Þegar kaupmannsverzlunin í Vík gafst upp
íyrir Kaupfélagi Skaftfellinga, af því að sam-
/innufélagið sýndi mikla yfirburði, þá gekkst
íSjálfstæðisflokkurinn fyrir því að reisa á rústum
íaupmannsverzlunarinnar, — úr braki hennar
ásamt timbri frá sér og sínum — Verzlunarfélag
’7estur-Skaftfellinga og kallaði það „kaupfélag".
AJlir glöggir menn vissu, að þetta félag var
kaupmannsverzlunin dubbuð upp og dulbúin, gerð
it af „flokki braskaranna“, til þess, ef unnt væri,
að byrla samvinnustefnunni í héraðinu eitur, af
(pví að hún hafði reynzt „fríðari" eins og Mjall-
ilvít.
Nú segir Morgunblaðið, sennilega í ógáti, frá
í því að það sé fagnaðarefni „að hin gamla, góð-
itunna kaupmannsverzlun skyldi halda áfram í
íbessu formi“, þ. e. dulbúa sig kaupfélagsklæðum.
„KJARNI“ Sjálfstæðisflokksins er kaupmenn
og heildsalar.
Ekkert hatar þessi „kjarni“ meira en kaupfé-
i ögin og samvinnustefnuna. Að sjálfsögðu hefur
: lokkurinn reynt og reynir í lengstu lög að vernda
,kjarna“ sinn. Það er auðvitað lífsnauðsyn flokks-
i ins.
íhaldið, sem seinna tók upp nafnið Sjálfstæðis-
: lokkur, hélt því fyrst fram, að kaupfélög ættu
íngan tilverurétt. Kaupmenn væru þjóðfélaginu
>g öllum almenningi miklu hollari. Allir vita líka
uð flokkurinn hefur lagt sig fram um að hagræða
■ iitir beztu getu málefnum þjóðfélagsins til hags-
bóta fyrir kaupmennsku. En þegar vonlaust er
>rðið að telja fólki trú um, að það eigi ekki að
/erzla í kaupfélögum og kaupmennirnir gefast
jpp, þá grípur flokkurinn til þess að stofna verzl-
ínarfélag, sem hann kallar „kaupfélag".
Flokkurinn ætlast til að félagið njóti vinsælda
i .,íormsins“. Að fólkið átti sig ekki á því, þótt það
þoppaðist upp úr Morgunblaðinu, að þetta er
,hin gamla, góðkunna kaupmannsverzlun------í
bessu formi“ — og kaupmaðurinn nú Sjálfstæðis-
lokkurinn, pólitísk barátta hans, afbrýði og hat-
jr gagnvart samvinnustefnunni. Dulbúin sérhags-
nunanorn með eitrað epli að gjöf.
' VÍST er ánægjulegt hve glöggt sést á þessu
i.ovílíkan ósigur kaupmennskuflokkurinn hefur
beðið á sviði verzlunarmálanna. Hann þorir í
bessum efnum eins og fleirum alls ekki að koma
éil dyranna eins og hann er klæddur, heldur
I liyggst dulbúa sig klæðum andstæðinganna.
| Geta má nærri, að hann er ekki lítið hræddur,
úr því að hann gerir þetta; bæði
hræddur við andstæðingana og
sjálfan sig.
Það er gaman að sjá flokk
braskaranna koma í samvinnu-
klæðum og bjóða epli sín.
LEIÐARI Morgunblaðsins 18.
þ. m. er spaugilegt lesefni.
Enginn samvinnumaður lætur
blekkjast af slíku stundu leng-
ur.
Með söng í hjarta.
ÍSLENDINGAR eru söngelsk
þjóð. Má með nokkrum sanni
segja að söngurinn sé þjóðar-
íþrótt okkar. Við höfum líka átt
því láni að fagna, að eiga óvenju-
fögur kvæði eftir góðskáldin okk-
ar. Ættjarðarkvæðin, sem sungin
hafa verið, mann fram af manni,
inn í hvers manns huga og hjai'ta,
og ótal möi-g fleiri, sem svo að
segja hvert mannsbarn á landinu
hefur lært í vöggu.
Þó virðast þessir gömlu og góðu
söngvar vera farnir að þoka fyrir
öðrum nýrri. Það bar til í höfuð-
stað landsins fyrir stuttu, þar sem
allmargt fólk var að gleðskap, að
stungið var upp á því að „taka
lagið“ Urðu menn ekki á eitt sátt-
ir um, hvað syngja skyldi. Vildi
þá einn miðla málum og gerði
það að tillögu sinni að syngja „Elg
vil elska mitt land . . .“ Gall þá í
frú einni: Við skulum heldur
syngja eitthvað sem allir kúnna.
til dæmis: „Kátir voru karlar . . .“
og var það sungið.
Þetta þótti ráðamanni sveitar-
innar ekki allskostar rétt. Fannst
honum húsráðanda skylt að gefa
söngvaranum nokkrar áminning-
ar fyrir hávaðann um leið og
sættir tókust. Var þar nokkur
meiningarmunur. Ekki fóru um-
ræður þessar fram hjá konum
þeirra, ráðamanns sveitarinnar
og húsráðanda, en með því að þær
eru hinar mestu stillingarkonur
urðu ekki frekari ýfingar og
skildu allir sáttir.
Söngvarinn náði gleði sinni á
ný, en söng nú ekki eins hátt og
áðui'. En söngur hans var inni-
legur. Hálfbrostnir tónar enduðu
í skjálfta og brá fyrir kjökur-
hljóði, þegar það átti við. Söngur
hins nýja tíma.
Merkisafmæli
*
Laugardaginn 8. janúar sl. átti
Hallgrímur Þoi'bergsson bóndi að
Halldórsstöðum 75 ára afmæli. —
„Er þetta Jesús?“ spurði lítil stúlka
Blaðinu barst nýlega úrklippa úr ameríska dag-
blaðinu The Shreveport Times, sem gefið er út í
Shreveport í Louisiana-fylki í Bandaríkjunum.
Segir blaðið þar m. a. frá því, er Jóhann Svarf-
dælingur heimsótti barnaspítala þar í borginni.
Spítali þessi er fyrir fötluð og bækluð börn, og
ber frásögnin með sér, að koma Jóhanns hefur
vakið mikinn fögnuð barnanna. Birtir blaðið mynd
af Jóhanni þar sem hann er íklæddur fornmanna-
búningi og er að gera gælur við börnin.
Blaðið segir, að þegar Jóhann kom inn í sal þar
sem börnin voru, hafi þau rekið upp stór augu,
enda er maðurinn ekkert smásmíði. Kallar blaðið
hann „Risavíkinginn frá íslandi“, en ein þriggja
ára telpa horfði á undrið og spui'ði síðan svo að
heyrðist um allan salinn: „Er þetta Jesús?“
Jóhann Svarfdælingur hefur um mörg undan-
farin ár átt heima á Florida og ferðast um ýmis
fylki Bandaríkjanna og víðar með sýningarflokki
og hefur verið á slíku ferðalagi, er hann kom til
Shreveport.
Barnaleikritið og Meyjaskemman
sýnd í síðasta sinn um helgina
Listsmekkurinn er ekki alltaf
sá sami og nýjar greinar skjóta
upp kollinum.
Við eigum líka marga góða
söngmenn. Sumir þeirra hafa get-
ið sér frægðarorð á erlendri
grund. Aðrir eru aðeins lands-
frægir og enn aðrir syngja í sín-
um bæ eða sinni sveit. Lengi var
dáðst að hinum háu og björtu
„tenórum" og einnig djúpum,
hljómmiklum „bössum". Þetta er
líka að breytast. Dægurlaga-
söngvarárnir eru mest móðins um
þessar mundir og eru orðnir eins
konar hálfguðir meðal yngri
manna og kvenna. Ríkisútvarpið
hefur lfka dyggilega fylgzt með
tímanum að þessu leyti eða jafn-
vel verið á undan tímanurn og
hellt yfir þjóðina í stórum
skömmtum þessari dáðu lista-
grein. Eitthvað mun gráum hár-
um hafa fjölgað á höfðum hinna
eldri og fastheldnari manna. En
hvað um það. Hinna ungu er
framtíðin.
EN HVAÐ sem annars má um
sönginn segja, og vissulega er það
margt og gott, verða þó söng-
mennirnir að taka fullt tillit til
annarra.
Það bar við á samkomu, í einni
af nærsveitunum, að gætinn og
góður þegn, tjáði tilfinningar sín-
ar í söng, rétt framan við íbúð
þar í húsinu. Þar var húsráðandi
í fasta svefni. Ráðamaður sveit-
arinnar var þar nærstaddur.
Hann vildi ekki að óþörfu láta
trufla næturfrið húsráðanda. —
Mælti hann aðvörunarorðum til
söngvarans. Söngvarinn, sem
ekki átti sér ills von eða þess að
söngurinn hefði valdið spjöllum,
varð hryggur mjög. Söngurinn
breyttist í grát með þungum ekka,
og söngvarinn krafðist þess að fá
að biðja húsráðanda afsökunar.
Varð svo að vera, enda ekki gott
að synja grátandi manni um ekki
stærri bón. Svaf húsráðandi enn
þegar til hans var farið, en var
vakinn.Hann brást vel við og
huggaði söngvarann með því að
fullvissa hann um að söngurinn
hefði ekki vakið sig og skildu
þeir vinir.
Hallgrímur er þjóðkunnur mað-
ur, fjárræktarfi-æðingur, gildur
bóndi, ágætlega ritfær, gleðimað-
ur og skemihtinn í viðræðum. —
Gestrisinn er hann og hjálpsam-
ur, enda mjög vinsæll. Hann hef-
ur komið mjög við sögu félags-
mála bænda um búnað og rrekt-
un. Hetja er hann í lund og á
velli, enda glæsimenni og ber.ald-
úi* sinri með ágætum. Nánásta
vártdafólk hans heimsótti hann á
afmælinu. Giftur er Hallgrímur
Bergþóru Magnúsdóttur, hinni
mestu ágætiskonu. Eiga þau eina
dóttur, búsetta í Húsavík. —
Munu fjölmargir vinir þeirra
hjóna hugsa hlýtt og með þakk-
læti til þeirra í tilefni afmælisins
og árna þeim allra heilla.
Hinn 14. jan. sl. átti frú Kristín
Kristjánsdóttir á Brautarhóli í
Svarfaðardal 75 ára afmæli. —
Frú Kristín missti mann sinn,
Kristján Tr. Sigurjónsson, 15.
sept. 1944, en í Brautarhól flutt-
ust þau hjónin árið 1906. Þegar
Kristján heitinn lézt, hafði Sigur-
jón sonur þeirra hjóna tekið við
búi þar, en móðir hans mun hafa
verið bústýra hans í 11 ár. Börn
þeirra Brautarhólshjóna voru
þessi: Gísli, ritstjóri „Freys“, í
Reykjavík; Sigurður, cand. theol.,
skólastjóri Laugaskólans; Sigur-
jón, bóndi á Brautarhóli; Svan-
fríður, gift í Reykjavík; Filippía,
skáldkonan (Hugrún), gift á Ak-
ureyri; Lilja, stúdent búsett í
Reykjavík. — Frú Kristín er sér-
stök dugnaðar- og sómakona og
mjög vinsæl.
í tilefni af afmælinu bárust henni
margar vinakveðjur og gjafir.
Einnig heimsóttu hana mai'gir.
Fyrir þetta allt biður hún blaðið
að skila hjartansþakklæti, með
hlýjum óskum um gæfuríkt nýtt
ár og blessun guðs.
Fimnitugsafmæli átti Svein-
björn Níelsson bóndi á Skálda-
læk hinn 14. jan. sl. — Svein-
björn er fæddur og uppalinn á
Svalbarðsströnd, en flutti að
Skáldalæk fyrir 6 árum. Hann er
sonur Níelsar heitins, sem lengi
bjó á Hallanda.
Ákveðið hefur verið að hafa cina sýningu enn
á barnaleikritinu Hans og Gréta vegna áskorana
fró heimilum í bænum og verður sýningin laug-
ardaginn 29. þ. m. kl. 4 síðdegis. Verða aðgöngu-
miðar að þeirri sýningu seldir í leikhúsinu frá
kl. 3 þann dag.
Á sunnudaginn verður svo síðasta sýning á
Meyjaskemmunni og má panta áðgöngumiða að
þoirri sýningu í síma 1639, en taka verður mið-
ana í afgr. Mbl. við Hafnarstræti kl. 4.30—6
leikdaginn.
Þetta eru því síðustu forvöð að sjá þessi vin-
sælu leikrit bæði, en að þeim loknum mun Leik-
félagið snúa sér að öðrum verkefnum. ■
Sigurður Jónsson, Bakka
Kveðja. |
Þökk af hjarta, þér eg sendi,
þú mig gladdir, lítið barn,
oft þó væri örðug gangan, |
einum þér, í myrkri um hjarn. I
Samt þú komst, og kveiktir yndi,
kertaljósa ylinn við,
sálmalögin söngst þá glaður,
í sönntun jólanæturfrið.
Oft var glatt í gamla bænum,
er góði frændi kominn var, I
um það geymi, í hljóðum huga,
hlýjar endurminningar.
Breyting mikil á er orðin,
yfir um sál þín flogin er.
En vinur þinn, sem lengur lifir,
líkamann til grafar her.
!
Bak við tjaldið, dauðans, dimma,
í dýrð, mun biða á ljóssins strönd,
móðirin, sem viðkvæm vermdi, I
visna og kalda, þína hönd. '
Þrautum öllum þínuni, frændi,
í þessum heimi, lokið er.
Inn á landið lífs og friðar,
lýsti nýárssólin þér.
Birna Friðriksdóttir.