Dagur - 27.01.1955, Blaðsíða 8
8
Dagur
Fimmtudaginn 27. janúar 1955
Áððlfundur Bændafélags
Eyfirðinga
Samjiykktir um verðlagsmál - Imiflutningur
holdanauta - Askorun til allra bænda landsins
Ymis fíðindi úr nágrannabyggðum
Bændafélag Eyfirðinga hélt að-
alfund sinn að Varðborg á Akur-
eyri á bóndadaginn, 21. jan. sl.
Auk aðalfundarstarfa samþykkti
hann ýmsar tillögur í verðlags-
málum. Árni Ásbjarnarson bóndi
í Kaupangi hafði framsögu um
verðlagsmál og margir aðrir tóku
til máls.
Samþykktir fundarins fara hér
á eftir:
„Aðalfundur Basndafélags Ey-
firðinga, haldinn á Akureyri 21.
jan. 1955, lýsir óánægju sinni yfir
þeim ráðstöfunum Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, að lækka
verð á kartöflum til framleiðenda
á síðastliðnu hausti um 20 krónur
á tunnu, sérstaklega þegar tekið
er tillit til þess að uppskeran sl.
haust var víða fremur lítil og
ennfremur þegar haft er í huga
mjög slæm afkoma kartöflufram-
leiðenda sl. ár, vegna söluörðug-
leika. Ennfremur telur fundurinn
geymslugjald af kartöflum of
lágt.“
„Aðalfundur Bændafélags Ey-
jan. 1955,, gerir svofellda ályktun
varðandi verðjöfnun mjólkur:
Fundurinn skorar á fram-
leiðsluráð landbúnaðarins að
hækka á þessu ári verðjöfnunar-
gjald af mjólk, eins og lög og
reglur heimila, þannig, að Mjólk-
ursamlag KEA á Akureyri geti
greitt til bænda sama verð og
lægst er greitt á verðjöfnunar-
svæðinu Suðvestanlands. Sam-
kvæmt því hefði Mjólkursamlag
KEA átt að geta greitt kr. 2,48 á
lítra mjólkur árið 1953 í stað kr.
2,30.
„Aðalfundur Bændafélags Ey-
firðinga, haldinn á Akureyri 21.
jan. 1955, ítrekar fyrri samþykkt-
ir sínar, varðandi innflutning á
nautgripum af holdakyni og
skorar á Nautgriparæktarsam-
band Eyjafjarðar og Búnaðar-
samband Eyjafjarðar, að vinna í
sameiningu ötullega að því, að fá
innflutta, hið allra fyrsta, holda-
nautgripi, til afnota á Sæðingar-
stöð SNE.“
„Aðalfundur Bændafélags Ey-
firðinga, haldinn á Akureyri 21.
jan. 1955, skorar á stjórn Kaup-
félags Eyfirðinga að leiðrétta mis-
rétti það, sem kartöfluframleið-
.endur á félagssvæðr þess hafa
orðið fyrir, í sambandi við úthlut-
un þess á niðurgreiðslu ríkissjóðs
árfið 1953, þar sem allmargir hafa
fengið fulla greiðslu en aðrir alls
enga, þótt hlýtt væri tilskyldum
reglum um uppgjöf á magni kar-
taflna.“
„Aðalfundur Bændafélags Ey-
íiroinga, haldinn á Akureyri 21.
jan. 1955, harmar það að bændur
skuli ekki bera úr býtum fyrir
framleiðslu sina, nærri það kaup,
sem gert er ráð fyrir í verðlags-
grundvelli. Þá lýsir fundurinn
óánægju sinni yfir því, að það
skuli hafa komið fram ,að heimil-
aðar afurðahækkanir hafa ekki
komið til framkvæmda.
Ennfremur vill fundurinn lýsa
því yfir, sem skoðun sinni, að af-
koma bændastéttarinnar er ekki
nærri eins góð, og margir ráða-
menn vilja vera láta. Fundurinn
skorar því á Framleiðsluráð land-
búnaðarins, að gæta framvegis
betur hagsmuna bændastéttar-
innar en verið hefur.“
„Aðalfundur Bændafélags Ey-
firðinga, haldinn á Akureyri 21.
janúar 1955, skorar á alla bændur
landsins, að stofna hið fyrsta
bændafélög, í hverju héraði
landsins, sem hafa það fyrir aðal-
tilgang sinn að vera málsvari
bændastéttarinnar og vinna að
kynningu bænda og efla hina
gömlu og traustu bændamenn-
ingu og taka til umræðu ýmis
nýmæli og önnur mál er bændur
varða.“
Fundinn sátu um 60 bændur.
Hina nýju stjórn Bænadafélagsins
skipa: Eggert Davíðsson, Möðru-
völlum, Jón Guðmann, Skarði,
Jóhannes Laxdal, Tupgu, Gunn-
ar Kristjánsson, Dagverðareyri,
og Árni Ásbjarnarson, Kaupangi.
Fundarstjóri var Eggert Da-
víðsson og fundarritari Egill Ás-
kelsson, Ægissíðu.
Húsavík
Á næsta sumri er hugsað til
flugvallargerðar í grennd við
Húsavík. Ekki er enn ráðið, hvar
hann verður byggður. Tveir
staðir hafa komið til greina Er
annar á Héðinshöfða, áVz km
norðan við kaupstaðinn. Hinn er
vestan Laxár, gegnt Laxamýri, í
hrauninu, 12 km sunnan við
Húsavík. Hentug flugvallarstæði
þykja ekki nær kaupstaðnum.
Húsvíkingar munu óska eftir flug
vellinum á Héðinshöfða, en
sveitamenn framan Húsavíkur
vilja að hann verði heldur byggð-
ur gegnt Laxamýri.
Sæmilega aflast á Húsavík
þegar á sjó gefur. En ógæftir
hamla veiðum.
Bæjarstjórnin í Húsavík hefur
samþykkt að leyta tilboða í bruna
tryggingamálum kaupstaðarins.
Síðast þegar „Hekla“ var á
ferðinni, s.l. laugardag, átti hún
að koma við í Húsavík á vestur-
leið. Stórviðri var úti fyrir og
kom skipið ekki við. Á Húsavík-
urhöfn var sæmilega gott veður
og urðu þeir farþegar, er ætluðu
að fara með skipinu ,að sitja eftir
með sárt ennið, því áætlunarferð-
ir með bifreiðum hafa lagzt niður
vegna snjóa.
Skipið bætti úr þessu og brá
sér frá Akureyri austur og sótti
farþega og flutning.
Þingeyjarsýslubraut
Þjóðvegurinn allt frá Reykjadal
norður um Húsavík og til Jökuls-
árbrúar (fyrir Tjörnes og gegn
um Kelduhverfi) heitir Þing-
eyjarsýslubraut. Á þessari leið
er ógerður vegarkafli frá Máná
á Tjöi-nesi að Auðbjargarstöðum
í Kelduhverfi, um 16 km leið.
Þegar þessi leið verður opnuð,
verður árlega bílfært á milli
Norður- og Suður-Þingevjar-
sýslu miklu lengur, en verið hef-
ur til þessa. Eins og kunnugt er,
verður Reykjaheiði oftast
snemma ófær að hausti og seint
fær að vori, þótt gott sé í;byggð.
Er hún stundum alófær bifreið-
um 8—10 mánuði ársins.
Bangastaðir heitir býli á aust-
anvex-ðu Tjöi'nesi, næstum miðja
vegu á hinum vegarlausa kafia.
Þar var búið til skamms tíma,
og vex'ður í þjóðbj-aut þegai', er
vegurinn er lagður og umfex-ð
hefst kringum Tjöi'nes. Ráðgert
er að vinna að þessum nýja vegi
á næsta sumi'i, fyrir 300 þús. kr.
Hyggja mai'gir gott til þessarar
mikilvægu samgöngubótar er nú
hillir undir.
Félagsheimili á Tjör-
nesi og í Bárðardal
í ,-fyrra var ákveðið að byggja
félagsheimili á Tjöi-nesi. Fjárfest-
ingax'leyfi til þess fékkst þó ekki
fyi-r en í haust sem leið og var
þá of seint orðið að hefja fram-
kvæmdir. Félagsheimilið mun
eiga að standa hjá Hallbjarnar-
stöðum.
Samkomuhúsið í sveitinni er
orðið lélegt, um 35 ára gamalt.
Þótt Tjörneshreppur sé fámenn-
ur, er þar þi’óttmikið ungmenna-
félag, sem hefur haft forgöngu
um málið. Fx-amkvæmdir verða
hafnar að vori.
Bárðdælingar hyggjast reisa
félagsheimili að Stóru-Völlum,
einu af höfuðbólum Báxðardals.
Skjálfandafljót hefur klofið
byggðina og gert allt samstarf
örðugt. Nú er vei'ið að byggja
brú yfir það, undan Stóru-Völl-
um. Hefði því vei'ki verið lokið
ef vei'kfræðingavei'kfallið hefði
ekki tx'uflað vinnu á s.I. sumri.
Með þessari brú, sem vexður
mikil samgöngubót fyrir Bárð-
dælinga, vei-ður þeim léttara en
ella að sameinast um hið fyrir-
hugaða félagsheimili Þar verður
einnig barnaskóli fyrir alla sveit-
ina.
Fnjóskadalur
Bændur í austanverðum fram-
Fnjóskadal, hafa búið við övðug-
ar samgöngur um langt skeið.
Hafa þeir ekki haft akveg út dal-
inn að austan, gegnum Vaglaskóg
og á þjóðveg, enda veti'arvegur
vai'la hugsanlegur um skóglendið
vegna snjóa. En Fnjóská er mikill
farariálmi og óbi'úuð þar fram-
frá. Á s.l. sumri var mælt íyrir
nýrri brú H]á Þórðarstöðum. Á
Alþingi í vetur var samþykkt 200
þxxs. kr. fjárveiting til brúarbygg-
ingar á þessum stað. En áætlað
verð bi úaiinnar er 4—500 þús. kr.
Virðist nú tx-yggt að brúin verði
byggð mjög fljótlega. Ræoa hlut-
aðeigendur um útvegun lánsfjár
til ao flýta framkvæmdum, svo
vei'kið geti hafizt strax á næsia
vori. Þessi brú er hin mikilvæg-
asta íyrir Fnjóskdæli. Þeir, er
austan árinnar búa í sveitinni
framanverði’i, fá lengi þráða sam-
göngubót, sem þeir vissulega hafa
fulla þörf fyrir. Bi'ixin er einnig
áhugamál þeirra er að vestan
búa. Til dæmis má benda á, að
þá fá þeir aðstöðu til upprekstrar
á Austurdali. En eins og kunnugt
er, hafa Eyfirðingar afnot þess
afréttar, er liggur fram af byggð
vestan Fnjóskár, og heitir Vestri
Bleiksmýrardalur.
Sumarvegur yfir Flat-
eyjardalsheiði
Arið 1953 var mælt fyrir sum-
arvegi yfir Flateyjardalsheiði,
milli Fnjóskadals og Flateyjar-
dals. Kostnaðurinn var áætlaður
70 þús. kr. Með þessari fram-
kvæmd fengju Fiateyingar sum-
arvegasamband, stytztu leið á
þjóðveg.
Þá telja sumir ekki útilokað
að FÍateyjardalur byggðist að
nýju. Þar eru landkostir góðir og
útræði var þar allmikið fyrr á
árum. Þá er þar silungsveiði og
reki. Nokkur húsakostur er enn
í dalnum ,svo sem á Brettings-
stöðum og Jökulsá. Á hinum
fyrrnefnda var búið til haustsins
1953. Tún eru þar með kafgrasi
á hverju sumri og sums staðar
eru góðar engjar. Nú er ákveðið
að hefja verkið á næsta sumri.
Það er miðað við ruddan en ak-
færan sumarveg.
Litli kálfurinn á
Brekku
í bréfi úr Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu segir meðal ann-
ars frá litlum kvígukálfi, sem
fæddist að Brekku 9. jan. s.l.
Hann fæddist 7 vikum fyrir tím-
ann, enda er hann smávaxinn.
Hann var 9 kg að þyngd og 60
sm langur, frá „háenni og aftur
á tortu“. Hæðin 47 sm á miðjan
hrygg. Hausinn var eins og gefur
að skilja heldur ekki stórvaxinn,
eða frá grönum að háenni, 16 sm.
Þeim, sem séð hafa þennan litla
kálf, þykir hann með ólíkindum
smár og hafa ekki séð neinn svo
lít'inn. Litli kálfurinn á Brekku,
sem er svartijr að lit, dafnar vel
og ætlar bóndinn, Bragi Jónsson,
að láta hann lifa.
Bóndinn á Hafralæk
fótbrotnar
Það slys vildi til fyrir nokkr-
um dögum, að bóndinn á Hafra-
læk í Aðaldal, Þórhallur Andrés-
son, datt út af heystabba og fót-
brotnaði. Liggur hann á sjúkra-
húsinu í Húsavík.
Þung færð er orðin á flestum
vegum Þingeyjarsýslu. Flutn-
ingar hafa þó ekki teppst á lág-
lendi. Á mánudaginn var ekið
mjólk frá Mývatnssveit í samlagið
í Húsavík, en færið þá orðið
mjög vont.
Myndarleg samkoma
framsóknarmanna á
Dalvík
Á laugardaginn var, hélt Fram
sóknarfélag Dalvflcur, myndar-
lega samkomu, í samkomuhúsinu
í Dalvík.
Formaður félagsins, Magnús
Jónsson bóndi í Hrappstaðakoti,
setti samkomuna með ræðu og
bauð gesti velkomna. Þá flutti
Bernharð Stefánsson alþingism.
ræðu, Steingrímur Bernharðsson
sýndi 2 fræðslumyndir og*enn-
fremur var farið með gamanþátt.
Allir samkomugestir fengu
ókeypis kaffi. Að lokum var
stiginn dans. Samkoma þessi var
mjög fjölmenn og sótt úr nær-
sveitunum, auk Dalvikinga. Var
hún í alla staði hin myndarleg-
asta.
Kljómleikar í Akureyrarkirkju
Einar Sturluson þjálfar kirkjukór Akureyrar-
kirkju og syngur einsöng á hljómleikum kórsins
Einar Sturluson óperusöngvari
hefur dvalið á Akureyri að und-
anförnu og þjálfað Kirkjukór
Einar Sturluson óperusöngvari
Akureyrar. Hann starfar nú hjá
Kirkjukórasambandi íslands og
ferðast milli kóranha eftir því
sem tími vinnst til. Fer hann
héðan til Akraness og æfir kirkju
kórinn þar.
Kirkjukór Akureyrar, undir
stjórn Jakobs Ti-yggvasonar org-
anleikara, hefur miklu menning'-
arhlutverki að gegna. Það er bví
öllum bæjarbúum fagnaðareíni
að hann nýtur um hríð, leiðbein-
inga hins vel menntaða og vin-
sæla söngvara auk söngstiórans.
Einar Sturluson telur Kirkju-
kór Ákureyrar, prýðisgóðan og
þakkar það vandvirkni og áhuga
söngstjórans. Kórnum haía líka
bætzt nýir söngkraftar og það er
æft af kappi. Ákveðið er að halda
kirkjuhljómleika í kvöld.
Einsöngvarar með kórnum
verða: Kristinn Þorsteinsson,
Matthildur Sveinsdóttir og Karl
Óskarsson. — Auk þess syngur
Einar Sturluson einsöng, en hann
er kunnur söngvarioghefur kom-
ið fram í óperum á Norðurlönd-
um, auk þess haldið hljómleika
hér heima við góðan orðstír.