Dagur - 19.02.1955, Side 1

Dagur - 19.02.1955, Side 1
Fylgist nieð því, sem hér í kringum okkur. — Kaupið Dag! DAGUR kcinur næst út miðviku- inn 23. febrúar. XXXVIII. árg. Akuréyri, laugardaginn 19. febrúar 1955 8. tbl. Sigltngar hafnar á ný Verkfollin fyrir sunnan leystust í fyrradag. Var samið um nokkra kauphækkun matreiðslu- og framreiðslumanna og telur Alþýðu- biaðið í gær hana nerna 30% hjá matsveinum, auk viðurkenningar á 8 stunda vinnudegi. — í'Vestmannaeyium var samið um hækkun fiskverðsins til sjómanna um 3 aura pr. kg., en auk þess lækkar að- gerðarkostnaður sjómanna um 2/3, eða 3,6 aura á kg. Fleiri breyt- ingar var samið um. Létu bátar úr höfn í Vestmannaeyjum þegar í fyrrakvöld og skip úr Reykjavíkurhöfn, til útlanda og i strandferðir. Skipakomur til Ákureyrar Eftir dauðan tíma hér í höfninni, mun verða mikið um skipakomur næstu daga. Esja kemur að sunnan og vestan í kvöld eða fyrramálið cg fer áfram austur um land. —- Dísarfell kemur í dag, losar hér vör- ur og lestar skreið. — Skjaldbreið kemur að sunnan og vestan á morgun eða mánudag og snýr hér við, til Húnaflóahafna, og fer suð- ur, um ísafjörð. — Reykjafoss kemur á mánudag, með mikið af vör- um hingað og mun verða hér í 2 daga a. m. k. Skipið fer héðan til Húsavíkur og Norðfjarðar og síðan til útlanda. — Hekla kemur á þriðjudag, að austan og heldur áfram vestur um land — Katla kem- ur í vikunni og lestar mjöl í Krossanesi. „Bjartari híiðin á Evrópu * - þættir Art Buchwalds frá París og öðrum stórborgum, birtast í Begi Flest stjórnmálablöð eru barmafull af fréttum af ófriðlegu útliti í heimsmálum og þrengingum í efnahagsmáluni heima fvrir. Skyggni virðist oft vera lítið og þó einna minnst í E v r ó p u. — Dimma hliðin á henni snýr oft- ast að blaða- lesendum. En h v e r n i g er bjarta hliðin? f París situr ungur blaða- maður, sem heitir A R T BUCHWALD. Ilann hefur að atvinnu að lýsa bjartari hlið- inni á álfunni fyrir blaðales- endur í mörg- um löndum. — Aðallega skrif- ar hann fyrir New York Her ald Tribune, en greinar hans birtast í blöð- um víðs vegar um heim, í Ekstrablaði í Kaupmannahöfn, Daily Mail í London, Auckland Times í Nýja-Sjálandi o. s. frv. Buchwald er humoristi, en stundum bítur humor hans betur en reiðilestur. Yfirleitt eru þættir hans þó léttviðrisleg gamansemi, sem þó varpar nokkru ljósi á lífið í Evrópu í dag. Sumir þættir hans cru staðbundnir, aðra virðast allir bafa garnan af að lesa. — Dagur hefur nú samið við ART BUCH- WALD og blað hans um þýðingarrétt á greinum hans, og mun birta pistla hans annað slagið undir heitinu: „Bjartari hliðin á Evrópu“. Birtist fyrsti pistillinn á bls. 5 í þessu blaði. Framsóknarmeim á Alþingi leggja til: Hafiiin verði undirbáninður li hagnýt- ingu siifúruaufefa §g myndun nýrra nuvega Alþingi kjósi nefnd til forustu í mál- inu, en nefndin ráði sérrfæðinga tíl að vinna úr gögnnm og annast vísindalegar rannsóknir Nú í vikunni lögðu fjórir þingmenn Framsóknarflokksins fram tillögu til þingsályktunar um skipun milliþinganefndar til að gera tillögur um hagnýtingu náttúruauðæfa Iandsins og myndun nýrra atvinnuvega. Flutningsmenn eru Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins og þm. Strandamanna, Gísli Guðmundsson, þm. Norður-Þingeyinga, Skúli Guðmundsson, þm. Vestur-Hún- vetninga og Páll Þorsteinsson, þm. Austur-Skaftfellinga. Tillaga þessi fjallar um eitt merkilegasta framtíðarverkefni þjóðarinnar, og verðskuldar að þjóðin veiti henni athygli og fylgis með afdrifum hennar á Alþingi. Myndlistasýnmg FÍM í Róm einkasýning félagsins Menntamálaráðuneytið gaf í fyrradag út tilkynningu um fyrirhugaða listsýningu í Róm, sem Félag ísl. myndlistar- manna hefur eitt talið sig aðila að fyrir Islands hönd. En það félag er frá fyrri tíð aðili að norræna listbandalaginu. Al- þingi hafði heimilað 100 þús. kr. styrkveitingu til þátttöku í evrópskri Iistsýningu í Róm, enda yrði skilyrðum um undir- búning sýningarinnar hér heima fulTnægt. En FfM, scm er undir stjórn abstrakt-mál- ara, hefur ekki fengist tiJ að fullnægja þeim skilyrðum, og hefur eitt viljað öllu ráða um myndaval. A bessa íslenzku Iistsýningu skortir því verk eftir ýmsa beztu og kunnustu málara þjóðarinnar, þótt margt sé mynda eftir unga abstrakt- málara. Menntamálaráðuneytið hefur nú tekið af skarið í máli þessu og tilkynnt, að styrkurinn verði ekki greiddur, bar sem skilyrðum hafi ekki verið full- nægt, og tilkynnt ítölsku ríkis- stjórninni, norræna lista- bandalaginu og borgarstjórn- inni í Róm, að sýning sú, sem FÍM ætlar að senda héðan, sé ekki sýning af íslands hálfu heidur einkasýning félags þessa. V erkakvennaf élagið O Eining 40 ára Um þessar mundir er Verka- kvennafélagið Eining hér í bæ 40 ára. Var félagið stofnað 15. fe- brúar 1915 af 138. konum. Fyrsti formaður félagsins var Guðlaug Benjamínsdóttir. Aðrir formenn hafa verið: Be'rgljót Sigúrðar- dóttir, Guðný Björnsdótfir, Bryn hildur Ingvarsdóttir, Krisljana Hallgrímsdóttir, Áslaug Guð- mundsdóttir og Elísabet Eiríks- dóttir, sem verið hefur fónnaður lengst af síðan 1926. Verka- kvennafélagið hefur mjög unnið að bættum kjörum verkakvenna og hefur látið ýmis önnum menn- ingarmál til sín taka. Núverandi stjórn skipa: Frk. Elísabet Ei- ríksdóttir, form., frú Vilborg Guðjónsdóttir, frú Lísbet Tryggvadóttir, frú Margrét Magnúsdóttir og frú Guðrún Guðvai'ðardóttir. TILLAGAN. „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna milliþinganefnd til að gera tillögur um nýjar at- vinnugreinar til framleiðslu- og atvinnuaukningar og hag- nýtingu auðæfa landsins í því cambandi. Nefndinni er heimilt að ráða sérfróða menn til að vinna úr gögnum, sem fyrir hendi eru, eða að vísindalegum rannsóknum, eftir því sem hún telur nauðsynlegt vegna starfa sinna. Nefndarkostnaður greiðist úr rrkissjóði.“ í greinargerð segir m. a.: Fólki fjölgar nú um rúmlega 3 þús. árlega hér á landi og fer sú tala stöðugt hækkandi. Nú um skeið hafa margir atvinnu við framkvæmdir hjá varnarliðinu og við þá miklu fjárfestingu, sem nú er í landinu, m. a. vegna óarð- bærra framkvæmda, er gera má ráð fyrir að fari minnkandi. Þegar framkvæmdum vegna varnarliðsins ér lokið, sem vænta má að verði innan skamms, þurfa að vera fyrir hendi ný verkefni handa þeim, er nú fást við óvenju leg verkefni og einnig handa því íólki, sem við bætist. Til þess að svo megi verða þarf fyrir- hyggiu, og má eigi lengur drag- ast að þjóðfélagið láti þessi mál til sín taka. ÖFLUN FJÁRMAGNS. Hér tþarf því fyrst að rannsaka rækilega hverjar auðlindir land vort á og hversu þær verða hag- nýttar. Jafnframt er nauðsyn að afla fjár í tæka tíð og á þann hátt, sem fært reynist og þjóðinni hag- kvæmast. ÁÆTLANIR. Ymsar rannsóknir og athugan- ir hafa verið gerðar á undanförn- um áratugum, sem að haldi geta komið við athugun og fram- kvæmd þessa máls. Engu að síð- ur er vafalaust þörf víðtækra viðbótarrannsókna og áætlana á ýmsum sviðum, m. a. varðandi sölumöguleika nýrra útflutnings- vara frá íslenzkum iðnaðarfyrir- tækjum. Nefndin ætti einnig að athuga möguleika á aukinni tækni í núverandi atvinnugrein- um landsmanna. Snæfell flytur vörur béðan á 14 hafnir í fyrradag lagði m.s. Snæfell, skip Útgerðarfélags KEA, af stað héðan, fullfermt ýmiss konar varningi héðan til 14 hafna fyrir norðan og austan. Skipið fer hringferð, lestar í Reykjavík í næstu viku, og kemur hmgað hlaðið vörum seinni hluta vik- unnar. Þessi sigling Snæfells bætti úr brýnni þörf ýmissa hafna. Heilbrigðisyíirvöld ókomin Ekki hefur orðið úr því enn, að heilbrigðisyf ir völd landsins kæmu hér til skrafs og ráðagerða um framtið Kristneshælis, en nú í vikunni komu hér Oddur Ol- afsson yfirlæknir á Reykjalundi og Maríus Helgason, forseti SÍBS, til viðræðu við umboðsmenn sambandsins hér um framtíð vinnustofanna að Kristnesi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.