Dagur - 19.02.1955, Síða 4

Dagur - 19.02.1955, Síða 4
4 ÐAGUR Laugardaginn 19. febrúar 1955 Hvers vegna eru þingmenn Sjálf- stæðisfl. á tnófi fr jálsri Á ÖNDVERÐU sl. ári urðu nokkur orðaskipti í milli Dags og íslendings hér í bæ um bruna- tryggingamál og frammistöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins i hagsmunamálum landsbyggðar- .innar. Var hér í blaðinu deilt á þingmann bæjarins og 2. þm. Ey- firðinga fyrir að hafa greitt at- kvæði gegn frelsi í brunatrygg- íngamálum landsbyggðarinnar á Alþingi. Fyrir harðfylgi annarra þingmanna utan af landi, urðu samt þau úrslit tryggingamálsins :í fyrra, að gefið var fyrirheit um að veita þeim, sem úti um landið oúa, sama frelsiítryggingamálum ig Reykvíkingar hafa lengi búið úð, að liðnum 3 misserum. Hér ■yar því haldið fram, að þessi rrestur væri ástæðulaus.Hannvar iskýrður með því, að rannsaka 'oyrfti frekar, hvernig trygginga- nálunum yrði komið fyrir, og /ar sett á laggirnar nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipun oessara mála. Hér var þess getið ;il um þetta leyti, að þessi frestur nundi vafalaust notaður til þess að reyna að vinna skemmdarverk i málinu og afnema það frelsi, sem heitið var að veita lands- nönnuin nú á þessu komandi ihausti. NÚ ER KOMIÐ á daginn, að oessi varnaðarorð voru ekki ástæðulaus. Komið er fram á Al- bingi frumvarp um að viðhalda einokunaraðstöðu Brunabótafé- lagsins og kúga fólkið úti á landi úl þess að búa við annan rétt og önnur lög en Reykvíkingar. Sam- rvæmt frumv. þessu á enn um ókomin ár að hálfþjóðnýta bruna tryggingar úti á landi, en til þess að freista þess að sætta fólk við rvenns konar lög og rétt í land nu. er nú látið heita svo, að iveitarfélögin eigi að fá að hafa rönd í bagga um stjórn fyrirtæk- sins, og er ráðgert að koma upp rulltrúaráði í kringum Bruna- oótafélagið. Sýnist það líklegt til að verða mikið bákn og þungt í /öfum, ef að lögum verður. Að alatriðið er þó, að ríkiseinkasalan :i að standa. Frumvarp þetta er •iprottið af rannsókn þeirri, sem Sjálfstæðismenn vildu láta gera í brunatryggingamálum lands nanna í fyrra. Þegar nefnd sú hóf að semja álitsgerð, kom það :urðulega í ljós, að í þessu máli ittu samstöðu þeir, sem vilja toma sem flestum atvinnurekstri jndir ríkið, og fulltrúar Sjálf atæðismanna. Svo undarleg og nargslungin er flokkapólitikin arðin í landi hér, að Sjálfstæðis menn beita sér á móti því, að ís- lenzk tryggingafélög og fyrirtæki fái að keppa um brunatryggingar úti á landi. í þess stað styðja þeir ríkiseinokun á tryggingunum, og það jafnt þótt ljóst sé nú, að lög- vernduð aðstaða Brunabótafé- lagsins hefur á liðnum áratugum haft milljónir af landsmönnum í tryggingaiðgjöldum. ÞINGMENN Framsóknarfl. hafa borið fram frumvarp um bruna- tryggingarnar, sem er í samræmi við hagsmuni landsfólksins og réttlætisvitund. Þar er gert ráð fyrir að ein lög nái yfir alla landsmenn, í brunatryggingamál- um sem öðrum málum, og menn megi tryggja eigur sínar hjá hvaða viðurkenndu tryggingafyr- irtæki sem er. Einnig er gert ráð fyrir þeim mögleika, að sveita- félög eða bæjarfélög geti boðð út tryggingarnir í heilu lagi í um- dæmum sínum, og samið um tryggingarnar í heild. Sú skipan þessara mála er ekki aðeins rétt- lætismál heldur líka verulegt hagsmunamál. Rök hafa verið færð að því, að fresturinn á fram kvæmd frelsisákvæðanna brunatryggingalögunum frá fyrra, hafi þegar kostað lands- menn milljónir króna. Og fyrir liggja nú víða um land tilboð um miklu lægri tryggingaiðgjöld en hin lögverndaða ríkiseinokun tekur. En fyrir atbeina Sjálf stæðisþingmanna má hin frjálsa samkeppni ekki njóta sín. Einka sala er hér betri en verzlunar frelsi í þeirra augum. FURÐULEGT ER að horfa upp á þingmann Akureyrar vera að- almálflytjanda hins nýja einka- sölukerfis. Hér á Akureyri hófst einna fyrst andspyrnan gegn skylduti-yggingunni hjá Bruna- bótafélaginu, enda eiga bæjarbú- ar hér mikilla hagsmuna að gæta. Samningur bæjarins við Bruna bótafélagið er senn útrunninn, og augljóst, að það er ekki hag kvæmt fyrir bæjarfélagið að þurfa á ný að semja við aðila, sem hefur lögverndaða aðstöðu á bak við sig. í frjálsri samkeppni mundu iðgjöld hér lækkastórlega og spai’a bæjarmönnum mikið fé. Væri því þörf skýringa frá þingmanninum, hvers vegna hann vill svipta bæjarbúa að- stöðu til að velja og hafna tryggingamálum. Og hver rök eru fyrir því, að önnur lög eigi að ná yfir húseigendur hér en með- limi fasteignaeigendafélagsins Reykjavík? Haukur Snorrason svarar lygaásökimum íslendings: Því ekki a8 endurtaka atkvæðagreiðsl- una um launagreiðslurnar? Og liafa votta að handauppréttingum bæjarfulltrúa Um þessar mundir eru liðin 10 ár síðan eg tók við rilstjórn Dags. Hafa mörg orð flotið í milli bæj- arblaðanna á þeim tíma, og stundum hefur verið óvægilega að orði komizt um menn og mál- efni, einkúm í kosningahriðum. Er það naumast tiltökumál. Eg býst við að eg hafi ekki verið linari í deilum, þegar svo bar undir, en aðrir blaðstjórar hér um slóðir. Þó minnist eg þess ekki að hafa kynnt kollega mína við bæjarblöðin sem ærulausa lygara fyrir lesendum þessa blaðs. Hitt man eg, að eg hef sjálfur orðið nokkrum sinnum orðið fyrir persónulegu aðkasti, ekki sízt af hendi flokksblaðs Sjálfstæðismanna, og ekki síður þær stundir, sem núverandi rit- stjóri hefur setið þar undir stýri en áður. Eg nenni ekki að rifja þau mál upp að sinni, enda næsta ófróðleg fyrir almenning, en ef menn vilja kynnast andblænum af þessum viðskiptum, þá er hann að finna í síðasta tbl íslendings. Þar er eg enn kallaður lygari og methafi í „óheiðarlegri blaða- mennsku". Og rétt eins og fyrri daginn, situr kóllega minn við fs- lending himinhátt á stóli siðgæðis og drengskapar og sendir um- vöndunartóninn þaðan niður til syndugra meðbræðra. Sæll má hann vera, að líkjast í engu þess um faríseum. Og fer sú sjálfs- ánægja honum reyndar ákaflega vel, slíka forsögu, sem blað hans á í þessum viðskiptum. Tilefni árása íslendings á mig, er frásögn Dags af atkvæða- greiðslu í bæjarstjórn um +illögu1 um að fella niður launagreiðslur til nokkurra nefnda, og til bæjar- fulltrúa fyrir að sitja á bæjar- stjórnarfundum. Eg hef ekki far-. ið dult með, að mér hefur virzt það lítill þegnskapur hjá bæjar- stjórn, sem á fullt í fangi með að réttlæta skattaálögur á borgar- ana, að slcammta sjálfri sér fé fyrir störf, sem eru þegnskylda, og útlátalaus fyrir núverandi bæjarfulltrúa a. m. k. Mun og flestum sanngj örn um mönnum þykja viðkunnanlegra, að bæjar- stjórn geri slíkar ráðstafanir um launagreiðslur í lok kjörtímabils en þegar það er ekki hálfnað. Hefðu borgarar þá ráðrúm til að láta í Ijósi álit sitt, og nýkjömum bæjarfulltrúum færi betur að taka afstöðu til ákvarðana fyrir- rennara í svona máli en eiga þar upphaf að sjálfir. Mér er ekki giunlaust, að margir borgarar líti þannig á. Mun íslendingur og vafaiaust hafa kynnzt þessum viðhorfum í eigin herbúðum. Efa eg jekki, að þau kynni hafa fremur hvatt en latt árásimar á mig. Það er óumdeilanlegt, að Sjálf- Mesti dúfnabær landsins? . MÆTUR BORGARI kom að máli við blaðið og kvartaði undan dúfunum. Sjálfur sagðist hann vilja gefa smáfuglunum og gera það að jafnaði. En nú væri svo komið að það v.æri ekki til neins, því að dúfnaskarar kæmu þegar á vettvang og rækju litlu fuglana frá og settust sjálfir að kræsing- unum. Þá telur hann óþrifnaðinn að dúfunum svo mikinn, að til hreinustu vandræða og minnk- unar horfi, enda fjölgi þeim með ári hverju. Verði nú annað tveggja að gera: Fækka dúfunum að mun og gera vel við þær, sem eftir lifa. Þá er líka hægt að seðja svangan maga þeirra þúsunda snjótittlinga og auðnutittlinga, sem heimsækja okkur í vetrar- harðindunum. Eða láta það ráðast eins og verið hefur, hverjir njóta þess er gefið er á snjóinn. En með þvi móti eru litlu fuglarnir settir hjá, en Akureyri verður gerður að mesta dúfnabæ landsins áður en varir. Óheppileg auglýsing. DANSKA kennarasambandið gefur út virðulegt tímarit, sem nefnist ,,Folkeskolen“ og kemur einu sinni í viku. Eru þar rædd uppeldismál, áhugamál kennara o. s. frv. í heftinu 20. janúar sl. getur að líta greinarstúf, sem vekur nokkra athygli lesenda. Nefnist greinin: Óheppileg aug- lýsing. Þar kemur auglýsinga- stjóri blaðsins fram fyrir lesend- ur og biðst afsökunar, eins og Malenkoff á fundi Æðstaráðsins. Segir hann, að auglýsing, sem kom í blaðinu vikuna á ur.dan, hafi verið sérlega óheppileg og hafi flotið í gegn fyrir vangá sína. En skömmu áður hafði eitt af dagblöðum landsins veitt auglýs- ingunni athygli og „slegið upp“ frétt af henn. Lesendur, sem ekki höfðu tekið eftir því, að nokkuð óvenjulegt væri í blaðinu frá 13. janúar, hlupu til að flettu upp og sjá: Þar er auglýsing frá Kaup- mannahafnarfyrirtæki, og hefst á þessum orðum: Trúnaðarmál: Þegar botninn er tfaustur en nemandinn ekki að öðru leyti, þá er ráð að reyna hinn viðurkennda spanksreyr vorn nýkominn frá Austurlöndum. Hann er svo lipur að hann blátt áfram vefst um litlu boss- ana! — En til þess að þér fallið ekki í áliti hjá viðkomandi bæjaryfirvöldum, sem eiga að bera útgjöldin við þessa end- urbót á skólaaganum, erum vér fúsir til að aðstoða yður og skrifa vöruna sem reglustrikur. Bjóðum yður gleðilegt ár. — Roms Forlag, elzta skólavöru- verzlun Danmerkur! Ritið sjálft telur helzt, að hér hafi átt að vera nýjársspaug af hálfu fyrirtækisins, en lætur þess getið, að blaðið kunni ekki að meta svona gamansemi! stæðisfloltksmenn í bæjarstjóm réðu úrslitum, að laimagreiðslur pessar eru nú uppteknar á fjár- hagsáætlun. Og þykir blaðinu og skjólstæðingum þess því hentugt, að þyrla upp moldviðri og aka skömmum af sér yfir á aðra. ís- lendingur telur, að í þessu máli hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins fylgt öllum þremur sjónar- miðum: Verið með,á móti og setið hjá. Játa eg, að þessi afstaða er flokknum líkust, og í mestu sam- ræmi við tillögur þær, sem flokksmenn fluttu við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Eg hafði hins vegar sagt, að flokksmenn biaðsins hefðu sumir verið með, en einn á móti. — Þetta kallar íslendingur lygar og kennir við met. En sönnunarskyldunni sýn- ist mér þó ófullnægt. Eg á ekki sæti í bæjarstjórn og hef fréttir þaðan frá heimildarmönnum, er eg treysti, og úr fundargerðum, auk þess sem eg hlýði stundum á mál manna þar. Jakob Pétursson á heldur ekki sæti í bæjarstjórn. Telzt mér til, að hann verði að haga fréttaöflun frá bæjarstjórn með líkum hætti og eg. Nú munu fréttir af atkvæðagreiðslu í bæj- arstjórn um þetta launamál komnar til blaðanna með ná- kvæmlega sama hætti: Sam- kvæmt ffásögn annarra manna, bæjarfulltrúa eða áheyrenda. En í krafti þess, sem aðrir menn hafa sagt honum, leyfir þessi ritstjóri sér samt að kynna mig sem lyg- ara fyrir lesendum blaðs síns. Get eg ekki betúr séð en eg gæti goldið honum í sömu mynt, með sama rétti og sömu röksemdum. Eg hef enga ástæða til ,að taka fremur trúanlega frásögn Jakobs Péturssonar af þessári atkvæða- greiðslu en frásögn minna heim- ildarmanna. Fundargerð bæjar- stjórnar er svo ófullkomin, að ekki er skráð, hvernig eim-takir hæjarfulltrúai’ greiddu. atkvæði. Auk þess er tillagan þar talin felld með 5 atkv. gegn 5, en eg tel ekki ástæðulaust að ætla, að hún hafi verið felld með 6 atkv. gegn 5, eins og greint var frá hér í blaðinu daginn eftir þennan fund. En þar sem frásögnuvn a£ handauppréttingum bæjarfull- tnía í þessu tiltekna máli bcr svo illa saman, og í tilefni af árás ís- lendings á mig, leyfi eg mér að beina þeirri áskorun til þeirra bæjarfulltrúa, sem telja sig cin- hverjum órétti beitta í frásögn blaðsins af fundi þessum, AÐ ÞEIR BEITI SÉR FYRIR ÞVI, AÐ ENN KOMI TIL AT- KVÆÐA 1 BÆJARST.TÓRN, HVORT GREIÐA SKULI BÆJ- ARFULLTRÚUM FÉ FYRIR SETU Á FUNDUM. Mætti hafa vitni viðstödd að handaupprétt- ingum, svo að fólk þurfi ekki að ætla, að einhverjir bæjarfulltrú- ar freistist til að .skríða á bak við ófullkomna frásögn í fundargerð, er að því kemur, að þeir standi reikningsskap gerða sinna. Og ef einhverjir skyldu kvíða því, að iðrun svo seint komi ekki að liði, má minna á, að enn er tími til að draga þessi útgjöld frá raunverulegum útsvarsálögum. Vilji skjólstæðingar íslendings ekki ganga undir þessa lífs- reynslu, verðu hver að trúa því, sem honum þykir líklegast um raunveruleg viðhorf þeirra til launamáis þessa. Eg hef lýst minni skoðun á því, og vísa full- yrðingum og lygaásökunum ís- leridings heim til föðurhúsanna. Haukur Snorrason.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.